Kjarninn - 11.09.2014, Side 18

Kjarninn - 11.09.2014, Side 18
08/08 íþrÓttir eigi og verði að fara eftir. Enginn skuli undanskilinn þeim, ekki síst þegar um er að ræða alvöru hlaupara sem eru að keppa til sigurs frekar en áhugaskokkarar. Hann segir að hann sjálfur hefði nýtt sér aðstoð hjólreiðamanna, ef hann hefði vitað að það yrði látið óátalið. Hann hafi meira að segja afþakkað slíka aðstoð, til að virða reglurnar sem gilda í Reykjavíkurmaraþoninu. Gunnar Guðmundsson, formaður dómstóls ÍSÍ, staðfestir í samtali við Kjarnann að málið hafi borist dómstólnum. Samkvæmt venju verði gagnaðila nú gefinn kostur á að tjá sig um kæruatriði. Fáist ekki ásættanleg niðurstaða fyrir dómstóli ÍSÍ, hyggst Pétur Sturla senda formlega kvörtun til AIMS (Association of International Marathons og Distance Races) vegna úrslita Reykjavíkurmaraþonsins. AIMS eru samtök alþjóðlegra maraþonhlaupa, sem Reykjavíkurmaraþonið hefur verið aðili að síðan árið 1983. Á undanförnum árum hefur verið lögð töluverð áhersla á að markaðsetja Reykjavíkurmaraþonið á alþjóðavettvangi. Ljóst má vera að mál af þessu tagi er til þess fallið að rýra orðspor maraþonsins utan Íslands. Samkvæmt heimildum Kjarnans þykir málið allt hið neyðarlegasta innan herbúða Reykjavíkurmaraþonsins.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.