Morgunblaðið - 14.08.2012, Síða 14

Morgunblaðið - 14.08.2012, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Guðný Benediktsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Líflands/ Kornax um næstu mánaðamót. Guðný lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Ís- lands með áherslu á stjórnun og rekst- ur og MBA frá Colorado State Univers- ity. Hún hefur fjölbreytta reynslu af stjórnun úr ólíkum greinum atvinnulífs- ins. Síðast gegndi hún starfi forstöðu- manns gæða- og öryggismála hjá Sjóvá, segir í tilkynningu. Lífland er einn stærsti framleiðandi og þjónustuaðili fóðurvara á Íslandi. Kornax er stærsti framleiðandi og þjónustuaðili með kornvörur, hveiti og aðrar vörur tengdar bakaríum og bökun almennt. Guðný ráðin yfirmaður ● Seðlabanki Íslands þarf að halda áfram að hækka stýrivexti á þriggja mánaða fresti til að tryggja nauðsyn- legt taumhald peningamálastefnunnar. Þetta segir Daria V. Zakharova, yfir- maður sendinefndar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins gagnvart Íslandi, í samtali við Bloomberg fréttastofuna. Hún segir efnahagsbatann hafa kom- ið á óvart og landið sé skólabókardæmi fyrir ríki sem hefur verið bjargað. Það hafi einnig verið rétt að láta bankana fara í þrot og kröfuhafa taka skellinn. Ísland þarf að hækka stýrivexti segir AGS Yfirtaka á starfsemi Icelandic USA olli því að hagnaður kanadíska sjáv- arútvegsfyrirtækisins High Liner Foods á öðrum ársfjórðungi minnk- aði mikið milli ára. Kostnaður jókst meðal annars vegna samþættingar á félögunum. Hagnaðurinn minnkaði í milljón dollara, jafnvirði 120 milljón- ir króna, úr 4,8 milljónum dollara á sama tíma fyrir ári. Þetta kemur fram í frétt The Canadian Press. High Liner keypti starfsemi Ice- landic USA skömmu fyrir áramót. Heildarsöluverðmætið var 230 millj- ónir dollara, sem á þeim tíma nam 26,9 milljörðum króna. Icelandic Group seldi starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum og tengda innkaupa- og framleiðslu- starfsemi í Asíu. Icelandic Group mun áfram eiga vörumerkið Ice- landic Seafood en kaupandi hefur rétt til notkunar á því í Bandaríkj- unum, Kanada og Mexíkó næstu sjö árin. Þá hefur High Liner gert lang- tímasamning við Icelandic Group um kaup og dreifingu á íslenskum sjáv- arafurðum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kaup Kanadíska sjávarútvegsfyrirtækið High Liner keypti starfsemi Ice- landic USA fyrir áramót. Heildarsöluverðmætið var 230 milljónir dollara. Yfirtakan dregur úr hagnaði  Keypti starfsemi Icelandic USA Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Þrátt fyrir að Malcolm Walker hafi látið hafa það eftir sér í fjölmiðlum um helgina að hann sé ekki hluthafi að versluninni Iceland, sem var opnuð nýverið, þá segir Jóhannes Jónsson, stofnandi verslunarinnar, í samtali við Morgunblaðið að slíkt standi til – enn sé þó verið að ganga frá allri pappírs- vinnu. Samkvæmt upplýsingum frá Creditinfo var Jóhannes skráður með 100% eignarhlut í Ísland-Verslun ehf. í lok júnímánaðar, en það er eignar- haldsfélagið utan um verslunina. Verður hluthafi „Hann [Walker] verður hluthafi með mér. Það er bara ekki búið að ganga frá öllum pappírum. Hann var því ekki að svara já við einhverju sem ekki var orðið,“ segir Jóhannes Jóns- son, stofnandi matvöruverslunarinn- ar Iceland í Kópavogi, í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur sagt við fjölmiðla að þeir Walker muni eiga verslunina saman. „Eignarhaldið verður eins og ég hef alltaf sagt að það verði.“ Styðja Jóhannes dyggilega Walker var gestur spjallþáttarins Klinksins á Visir.is á sunnudaginn og var spurður hvort hann ætti hlut í ís- lensku versluninni eða hvort hún væri rekin með sérleyfi (e. franchise). „Hvorugt. Eins og sakir standa höf- um við sagt að við ætlum að styðja hann [Jóhannes] eins vel og við get- um, þetta er fyrsta búðin [hér á landi], prufubúð, við sjáum hvert þetta leið- ir,“ sagði hann og bætti við: „Við mun- um styðja hann dyggilega.“ Fyrirtækið sem rekur Iceland verslunina í Kópavogi heitir Ísland- verslun ehf. Jóhannes er í eigin nafni skráður fyrir öllu hlutafénu. Verslunin verður ekki rekin með sérleyfi. „Við borgum fyrir Iceland nafnið með því að kaupa vörurnar af þeim,“ segir Jóhannes. Walker stofnaði Iceland árið 1970. Hann hætti árið 2001 en stjórnendur Baugs Group réðu hann sem forstjóra fyrirtækisins árið 2005. Fyrr á þessu ári leiddi Walker yfirtöku á félaginu fyrir á þriðja hundrað milljarða króna. Eins og fæðing hjá konu Jóhannes opnaði Iceland versl- unina í lok júlí í Engihjalla í Kópavogi. Í Sunnudagsmogganum síðasta kom fram að Jóhannes væri alsæll með viðtökur. Honum hefði borist hundr- uð kveðja og hann fengið senda ótal blómvendi. „Þetta var eins og við fæð- ingu hjá konu,“ sagði hann. Walker ekki enn hluthafi í Iceland  „Það er bara ekki búið að ganga frá öllum pappírum“ Alsæll Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss, opnaði Iceland verslun í lok júlí í Engihjalla í Kópavogi. Hann er ánægður með viðtökurnar eftir opnun. Morgunblaðið/RAX Walker verður hluthafi » Malcolm Walker, stofnandi bresku matvörukeðjunnar Ice- land, er ekki á hluthafalista Iceland í Kópavogi. » Jóhannes Jónsson, stofn- andi Iceland, hefur sagt að þeir Walker muni eiga fyrirtækið sem rekur Iceland hér á landi saman. » Walker sagði í viðtali við Klinkið að hann væri ekki hlut- hafi í Iceland í Kópavogi. » Jóhannes segir að það sé ekki búið að ganga frá öllum pappírum. Walker muni eiga hlut í fyrirtækinu. Það dró úr hag- vexti í Japan á öðrum ársfjórð- ungi en erfið- leikar á evru- svæðinu drógu úr útflutningi og heimamark- aðurinn má muna sinn fífil fegri. Lands- framleiðsla jókst um 0,3% tímabilinu en var 1% á fyrsta fjórðungi. Á sama tíma fyrir ári jókst hagvöxtur um 1,4%, segir í frétt BBC. Sérfræðingar á fjármálamarkaði hafa varað við því að hagvöxtur í Japan geti dregist enn frekar sam- an á næstu mánuðum vegna óvissu um efnahagsmál heimsins. Helstu útflutningsmarkaðir Jap- ans eru Bandaríkin og evrusvæðið, en Bandaríkin glíma einnig við efnahagsvanda. helgivifill@mbl.is Hægir á hagvexti í Japan Rignir Blæs ekki byr- lega fyrir Japönum.  Spá erfiðleikum Handbært fé frá rekstri var nei- kvætt um 19,2 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins að því er fram kemur í greiðsluuppgjöri ríkis- sjóðs. Er þetta lækkun úr 29,7 millj- örðum á sama tíma í fyrra og segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneyt- inu að þetta sé „betri niðurstaða en gert var ráð fyrir í áætlunum“. Þar var áætlað að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 46,1 millj- arð. Tekjur reyndust 37,8 millj- örðum hærri en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 19,4 milljarða. Miðað við áætlanir hækkuðu tekjur um 17,6% milli ára. Betri afkoma ríkissjóðs                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-.+ +/0-12 +.1-. +,-03 .1-+++ +0-/24 +..-3+ +-5.35 +0,-,. +24-/0 ++,-2, +/0-2, +.1-55 +,-0// .1-+0 +0-/,/ +..-45 +-5./ +/1-24 +20-./ .14-52., ++,-00 +/0-,2 +.1-, +,-/24 .1-.., +0-,5 +..-,, +-53.5 +/+ +20-4, Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.