Morgunblaðið - 14.08.2012, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sérstök rann-sókn-arnefnd
hefur skilað
skýrslu um
hermdarverk
Breiviks í Osló og
Útey og ekki síst um við-
brögð þeirra sem gæta áttu
öryggis og sjá um forvarnir
og um viðbrögðin sem urðu
þegar það fór að renna upp
fyrir yfirvöldum og almenn-
ingi hvílíkur óhugnaður var á
ferðinni. Frásagnir fjölmiðla
af helstu niðurstöðum skýrsl-
unnar virðast staðfesta að
mjög margt hafi þá farið úr-
skeiðis. Slíkt hendir auðvitað
oft, en hin fjölmörgu mistök
og klaufagangur sem skýrsl-
an greinir frá eru nú skoðuð í
ljósi hinna miklu afleiðinga.
Það er ekki óeðlilegt en ekki
endilega fyllilega sanngjarnt.
Noregur er sjálfsagt á alla
mælikvarða í hópi mestu frið-
semdarríkja, og fóstrar land-
ið sjálf friðarverðlaun Nób-
els. Skýrsluhöfundar fullyrða
engu að síður að yfirvöld hafi
mátt vita, m.a. vegna reynslu
annars staðar frá að slíkir at-
burðir þyrftu ekki að þykja
svo fjarlægir Noregi að nán-
ast þætti óþarft að gera ráð
fyrir þeim. Og raunar kemur
einnig fram að aðgerðaráætl-
anir vegna hryðjuverka voru
til og meira að segja ný-
yfirfarnar áður en ódæðið var
framið.
En aðgerðaráætlanir af
slíku tagi eru sennilega stór-
lega ofmetnar af skriffinnum
sem um þær fjalla. Þegar við-
brögðin verða að mælast í
mínútum gera áætlanir ofan í
smáatriði sennilega lítið gagn
eða ekki nokkurt. (Íslend-
ingum hefur stundum verið
bent á að þeir eigi að skoða
einhverjar blaðsíður í síma-
skránni til að sjá hvernig best
sé að bregðast við jarð-
skjálfta). Æfingar þrautþjálf-
aðs liðs, fjöldi þess og bún-
aður skiptir meira máli en
þúsund síðna áætlun í möpp-
um. Og það á þó einkum við í
eftirleiknum eða þegar at-
burðarásin er hafin.
Í þessu dæmi myndu þær
heimildir sem lögregla hefði
til að fylgjast með og sann-
reyna áform, og að hafa
nægilegan sérhæfðan mann-
skap til að sinna slíku, hafa
haft meiri þýðingu. Ekki síst
myndi þó það eiga við ef til-
ræðismennirnir hefðu verið
fleiri. Einfararnir eru erf-
iðastir viðfangs.
En eins og alkunna er þá
eru hin norrænu lýðræðisríki
varfærin mjög þegar að kem-
ur að slíkum þátt-
um. Þau óttast að
nálgast þau ein-
kenni lögreglurík-
isins sem síst eru
eftirsóknarverð.
Og víst geta
mörkin þarna á milli stundum
verið óljós og þá hafa menn
viljað láta friðhelgi ein-
staklingsins „njóta vafans,“
eins og það er stundum orð-
að.
Persónunjósnir um menn,
jafnvel aðgangsharðar og þar
sem höggvið er í einkalíf
þeirra, sem ekkert hafa enn
gert af sér eru þarna á meðal.
Breivik hafði svo sem ekkert
gert af sér fyrr en hann lét til
skarar skríða. Þó hafði hann
á undirbúningstímanum
óneitanlega hringt nokkrum
aðvörunarbjöllum, þótt ekki
væru þær háværar. Það kem-
ur fram við skoðun máls hans
eftir á. Það gerði hann með
framkomu sinni, ummælum,
umgengni við tortryggilega
hópa og á síðustu stigum
einnig með kaupum á varn-
ingi, sem í eðli sínu vekur
ekki athygli, en getur í magni
reynst hættulegur mjög,
ásamt kaupum á búnaði sem
til þurfti, jafnvel með pönt-
unum út fyrir landsteina. En
slíkur bjölluhljómur berst
ekki til lögregluyfirvalda
nema að þau hafi skilyrði og
heimildir til að nema hann,
meðan hann er veikur. Ekki
þarf sérstakt leyfi til að
heyra sprengjugnýinn eða
skothvelli og gelt morðvopn-
anna.
Lítill vafi er á að Ísland er
ekki vel búið undir atburð af
þessu tagi. En má ekki segja
með sama hætti og nú er sagt
í Noregi að Ísland er ekki
endilega með öllu friðhelgt
gegn föntum sem einskis svíf-
ast?
Mikil tortryggni hefur ríkt
hér á landi, þegar rætt hefur
verið um virkar heimildir lög-
reglu til að afla upplýsinga
um hugsanlega vá og gera
það með því að ganga á frið-
helgi og persónuvernd ein-
staklinga. Fráleitt er að gera
lítið úr slíkum sjónarmiðum.
En þau gefa þó ekki ótvíræð-
an rétt til að forðast með öllu
að horfast í augu við þá ógn,
sem kann að vera til staðar. Á
meðan menn hafa enn tíma er
því nauðsynlegt að vega og
meta alla þessa þætti upp á
nýtt, eiga um þá opna og
hreinskilnislega umræðu
m.a. í ljósi hinnar bitru
reynslu Norðmanna. Það
gildir í þessum efnum sem
öðrum: Ekki er tryggt eftir á.
Norska skýrslan um
hermdarverk Brei-
viks þarf að leiða til
umræðu hér}
Flýjum ekki umræðuna
Þ
að sátu eflaust margir andaktugir
fyrir framan sjónvarpsskjáinn á
sunnudagskvöldið og fylgdust með
lokaathöfn Ólympíuleikanna í
London. Þvílík veisla fyrir augu og
eyru og gleðin skein úr hverju andliti. Athöfnin
náði að endurspegla það sem Ólympíuleikarnir
standa fyrir: gleði, frið, ást, hamingju, virðingu
og samstöðu. Við erum öll eitt.
Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast
með keppni á Ólympíuleikunum síðasta hálfan
mánuðinn. Það var alveg sama á hvaða íþrótta-
grein var horft, allar urðu þær áhugaverðar og
skemmtilegar áhorfs því metnaðurinn og
keppnisgleðin skilaði sér í gegnum skjáinn.
Yfir 10.000 keppendur frá 204 löndum tóku
þátt í leikunum í London í ár. Þrátt fyrir þann
gríðarlega fjölda bæði keppenda og áhorfenda
sem var á staðnum virðast þeir hafa gengið áfallalaust fyr-
ir sig. Ef frá eru taldir nokkrir íþróttamenn sem nota ólög-
leg lyf eða vilja ekki vinna viðureignir sínar ríkir hinn
sanni íþróttaandi á leikunum, allir eru vinir þrátt fyrir
hina miklu keppni.
Á Ólympíuleikum sýnum við mannkynið að við getum
staðið saman sem eitt og til þess þarf ekki annað en
íþróttamót. Í kjölfarið verður enn erfiðara að horfa til
þeirra átaka sem eiga sér stað víða um heim.
Á meðan met voru slegin í London bættist enn í tölu lát-
inna í Sýrlandi. Þaðan berast stanslausar fréttir af átökum
og mannréttindabrotum. Almennir borgarar eru stráfelld-
ir á meðan þeir bíða í röð eftir brauði og
sprengjuregninu linnir ekki á híbýli þeirra.
Friður í Sýrlandi virðist langt undan og þegar
Kofi Annan sagði af sér sem sérlegur sendi-
maður Sameinuðu þjóðanna og Arababanda-
lagsins til að koma á friði í Sýrlandi dofnaði
vonarneistinn. Friðarumleitanir mistókust og
eru Kínverjar og Rússar sagðir hafa hindrað
að þær bæru árangur. Annan fékk ekki nægan
stuðning til að koma á friði og ef Annan gat
það ekki hver getur það þá? Það er þyngra en
tárum taki að hugsa til þess að til séu þjóð-
arleiðtogar sem standi í vegi fyrir því að friður
komist á í Sýrlandi.
Það þýðir víst lítið að segja valdamönnum
heimsins, stríðsherrum, gróðapungum og
morðingjum að hætta að haga sér svona, líta
málið skynsömum augum, bera virðingu fyrir
mannslífinu og stuðla að friði og jöfnuði í heiminum. En af
hverju þarf hin „barnslega“ hugsun um allsherjar frið í
heiminum að vera svo fjarlæg? Hinn jákvæði alheimsandi
sem sveif yfir Ólympíuleikunum er ekki fjarlægur. Við
urðum vitni að honum í London á síðustu vikum og hvers
vegna ekki að hugsa um hann í stærra samhengi.
Jörðin er einn stór ólympíuleikvangur, við keppum þar
öll um að halda í okkur lífinu. Við eigum öll að hafa í háveg-
um virðingu fyrir hinum keppendunum og leikvanginum
sjálfum því aðrir munu halda áfram keppni eftir að við höf-
um komist í mark.
ingveldur@mbl.is
Ingveldur
Geirsdóttir
Pistill
Með „barnslegri“ von um frið
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
konar, að sögn Hreins. Fyrst og
fremst er litið á brúarvinnuflokk-
ana sem hluta af viðbragðskerfi
þjóðarinnar vegna náttúruham-
fara. Mikilvægt er talið að hafa
aðgang að þaulæfðum mönnum
sem hægt er að kalla til starfa
með stuttum fyrirvara þegar
halda þarf vegunum opnum. Nýj-
asta dæmið er þegar brúin fór af
Múlakvísl á síðasta ári. Einnig
nefnir Hreinn að oft hafi þurft að
grípa til þessara flokka þegar orð-
ið hafa minni flóð sem ekki teljist
til náttúruhamfara.
Hreinn bætir því við að Vega-
gerðin þurfi að ráða yfir ákveðinni
verkþekkingu til að geta samið við
verkfræðistofur og verktaka. Hún
fáist með rekstri lítilla vinnu-
flokka. Hreinn tekur fram að
Vegagerðin haldi nákvæmt bók-
hald yfir eigin verk og aðkeypt og
hafi því ágætan samanburð. Erfitt
væri að réttlæta rekstur um-
ræddra vinnuflokka ef hann væri
mikið dýrari en á almennum verk-
takamarkaði.
Eigin heflar meira notaðir
Breyttar áherslur koma að
einhverju leyti fram í tækjaeign
Vegagerðarinnar en þó ekki að
öllu leyti. Vörubílarnir hafa allir
verið seldir. Enn eru sextán veg-
heflar hjá Vegagerðinni og hefur
notkun þeirra aukist. Þannig voru
útseldir tímar heflanna tæplega
11.400 tímar á síðasta ári, rúmum
þúsund tímum fleiri en á árinu á
undan. Tveir heflanna hafa verið
endurnýjaðir á allra síðustu árum,
báðir með kaupum á notuðum
tækjum.
Eigin vinnuflokkar
nota 2-3% vegafjár
Fjöldi tækja hjá Vegagerðinni
Heimild: Vegagerðin *áætlaður fjöldi í árslok
Tækjafl. / Ár 1990 1996 2002 2006 2010 2012
Smábílar 105 120 110 110 112 110*
Vörubílar 19 18 15 3 0 0
Þjónustubílar 2 11 15 15 16 15*
Vegheflar 54 38 33 26 23 16*
FRÉTTASKÝRING
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
V
egagerðin hefur á und-
anförnum árum haft
þá stefnu að draga úr
almennri tækjaeign
og kaupa þjónustuna
frekar að. Hefur það að einhverju
leyti gengið eftir. Þannig eru
engir vörubílar lengur í eigu
stofnunarinnar og vegheflum hef-
ur fækkað. Vinnuflokkar sem
Vegagerðin enn rekur taka til sín
um 2-3% af viðhalds- og fram-
kvæmdafé.
Vegagerðin rak lengi eigin
vinnuflokka og átti sjálf töluvert
af tækjum og sinnti þannig veru-
legum hluta framkvæmda. Með
auknum útboðum kom í ljós að
hagkvæmara var að bjóða verkin
út og átti það þátt í því að al-
mennir vinnuflokkar voru lagðir
af. Nú er meginhluti verka boð-
inn út.
Enn eru þó reknir tveir litlir
brúarvinnuflokkar allt árið og
einn vinnuflokkur yfir sumarið
sem sinnir yfirborðsmerkingum
vega. Vinnuflokkarnir eru að
stórum hluta við viðhalds- og
þjónustuverkefni en að einhverju
leyti einnig við nýbyggingar.
Vinnuflokkarnir hafa unnið
verkefni fyrir 450 til 650 milljónir
á ári, á undanförnum árum. Er
það lágt hlutfall af fjármunum
sem Vegagerðin hefur til þjón-
ustu, viðhalds og nýframkvæmda,
eða um 2-3%. Hlutfallið sveiflast
aðeins til á milli ára og fór í 3,7%
á árinu 2011 vegna kostnaðar við
gerð bráðabirgðabrúar yfir Múla-
kvísl og verulegrar lækkunar
framlaga til vegagerðar almennt.
Vegagerðin reynir að nýta sem
best þá vinnuflokka sem hún er
með, halda þeim að verki þótt
samdráttur sé í fjárveitingum en
Hreinn Haraldsson vega-
málastjóri segir að verk þeirra
séu svo lágt hlutfall af verkefnum
Vegagerðarinnar að þau skipti
engu máli á verktakamarkaðnum
í heild.
Hluti af viðbragðskerfi
Rökin fyrir því að halda úti
eigin vinnuflokkum, sérstaklega
brúarvinnuflokkum, eru tvenns-
Vegagerðin á 110 smábíla sem
notaðir eru í starfsstöðvum
Vegagerðarinnar um allt land til
að fylgjast með ástandi vega og
til smáviðhalds. Bílafjöldinn er
svipaður og verið hefur undan-
farin ár.
Vegna samdráttar í verkefnum
var dregið úr endurnýjun smábíl-
anna en vegamálastjóri segir að
á móti hafi þurft að kaupa
nokkra bíla eftir hrun, þegar rík-
ið sagði upp föstum aksturs-
samningum við ríkisstarfsmenn.
Vegagerðin kaupir í ár 16 nýja
smábíla í stað eldri bíla sem
verða seldir. Er það svipuð end-
urnýjun og undanfarin ár.
Tveir nýir þjónustubílar hafa
verið keyptir eða verða keyptir í
ár til endurnýjunar eldri bíla.
Áætlað er að 15 slíkir bílar verði í
þjónustu stofnunarinnar í árslok.
Vegagerðin á
110 smábíla
TÆKI ENDURNÝJUÐ