Morgunblaðið - 14.08.2012, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 14.08.2012, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 Asíuferð Kona gengur fram hjá myndum á ljósmyndasýningu Baldurs Kristjánssonar á Skólavörðustígnum í Reykjavík. Baldur tók myndirnar á ferðalagi um Asíulönd fyrir tveimur árum. Styrmir Kári Þegar stjórnarflokkarnir samþykktu að leggja fram um- sókn um aðild að ESB á vor- mánuðum ársins 2009 var tekið fram að mikið lægi á að ljúka afgreiðslu málsins á Alþingi því Svíar færu með forystu í ESB og þeir væru líklegir til að flýta upphafi viðræðna við Ísland. Það myndi tryggja aðild- arsamning á kjörtímabilinu. Með tímanum hefur komið æ betur í ljós að þetta voru hent- irök þess tíma, í raun lá ekkert á afgreiðslu Alþingis á málinu, heldur þurfti að koma óþægilegu máli í farveg. Fullyrt var að þar sem Ísland væri þegar aðili að EES-samningnum mætti gera ráð fyrir því að viðræðurnar gengju hratt fyrir sig. Rúmt ár leið frá afgreiðslu Alþingis á til- lögunni þar til formlegar viðræður Íslands og ESB hófust í júní 2010. Á Alþingi samþykkti meirihlutinn síðan að svonefnd ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram þegar nið- urstaðan lægi fyrir. Almennt var ráð fyrir því gert að sú atkvæðagreiðsla færi í síðasta lagi fram árið 2012. EES þjóðir hafa samið á einu ári Þegar rætt er um framgang viðræðna Ís- lands og ESB er nærtækt að horfa til þess tíma sem það hefur tekið aðrar EES þjóðir að ljúka viðræðum. Austurríkismenn, Finnar og Svíar hófu viðræður við ESB í febrúar 1993 og luku þeim 30. mars ári síðar. Norð- menn sóttu um aðild að ESB í nóvember 1992. Formlegar viðræður hófust í apríl 1993 og þeim var lokið í apríl 1994. Öll EES-ríki hafa því lokið við- ræðum við ESB á einu ári. Nú hafa viðræður Íslands við ESB hins vegar staðið í rúm tvö ár og enginn heldur því fram að hægt sé að ljúka viðræðum fyrir næstu kosningar, en þá munu viðræður Íslands hafa staðið í tæp þrjú ár. Vissulega eru aðstæður að ein- hverju leyti ólíkar, bæði hjá ESB og okkur sem umsóknarríki, en allt var það fyrirséð þegar lagt var af stað og augljóst að annað veldur töfunum. Handritið gekk aldrei upp Meginástæðan fyrir því að viðræður Ís- lands ganga mun hægar en hjá öðrum EES- þjóðum er sú að þær hafa í raun aldrei verið annað en hluti af pólitískum hrossakaupum. Einshvers konar farsi með formenn stjórn- arflokkanna í aðalhlutverkum. Annar heldur að hann sé að ljúka samningi, hinum er alveg sama og gerir einingis það í málinu sem dug- ar honum til að þræða jafnvægið milli friðar í eigin flokki og friðar við hinn stjórnarflokk- inn. Alls kyns orðaleikir eru notaðir til að halda áfram að flækja söguþráðinn en nú er svo komið að fléttan gengur ekki upp og það stefnir í uppgjör. Þeir sem lásu handritið í upphafi sáu að þetta gat ekki farið vel, því það stendur skrif- að í greinargerð með þingsályktunartillögu um aðildarviðræður að ,,málsaðilar“ áskildu sér rétt til að mæla með (Samfylking) eða berjast gegn (VG) niðurstöðu samninga- viðræðna, enda væru margvíslegir fyrirvarar settir við málið. Augljóst er að sá sem ætlar sér að berjast gegn heildarniðurstöðunni hefur að sjálf- sögðu einnig í huga að berjast gegn nið- Eftir Bjarna Benediktsson Viðræður í öngstræti haldandi viðræður munu að óbreyttu aldrei leiða til niðurstöðu um samning. Yfirlýsingar ráðherra og stjórnarþingmanna undanfarna daga eru til vitnis um að fleiri og fleiri eru að átta sig á þessu. Hugmyndin um ráðgefandi þjóðaratkvæði um samning sem hvorki þing né ríkisstjórn styður er ekki annað en tálsýn. Því má ekki gleyma að málið snýst ekki eingöngu um af- stöðuna okkar megin við samningaborðið. Hvers vegna ætti framkvæmdastjórn ESB að leggja eitthvað á sig í viðræðum við Ísland, koma til móts við kröfur í einstökum köflum, sem síðan þarf að réttlæta og fá stuðning við í hverju og einu 27 aðildarríkja ESB, ef rík- isstjórn Íslands og Alþingi er ekki að baki niðurstöðunni? Auðvitað verður slíkur samn- ingur aldrei gerður. Stöðva ber viðræðurnar Kominn er tími til að horfast í augu við þessa augljósu stöðu og hætta frekari fund- arhöldum um málið með tilheyrandi kostnaði og álagi á stjórnkerfið og Alþingi. Nú þegar hefur utanríkismálanefnd haldið á sjöunda tug formlegra funda um málið og í allt eru fundirnir því líklega nálægt hundraðinu ásamt utanlandsferðum. Þá á eftir að telja fundina í öllum hinum nefndum þingsins að ekki sé minnst á embættismannafundina og ferðirnar. Rétt er að minna á að stórir kaflar á borð við sjávarútvegskaflann hafa enn ekki komist á dagskrá. Hið eina rétta við núverandi aðstæður er að stöðva viðræður við ESB. Annað væri ákvörðun um að halda sjónarspilinu áfram, með gríðarlegu álagi á þingið og stjórnkerfið þegar önnur mikilvægari mál bíða. urstöðunni í hverjum kafla fyrir sig. Sam- kvæmt því hafa Jón Bjarnason og nokkrir aðrir þingmenn VG starfað og framgangur viðræðna hefur meðal annars mótast af því. Fylgispekt á takmörk Í samsteypustjórnum er við því að búast að helstu samstarfsmenn forystu stjórnarflokk- anna sjái í gegnum fingur sér með einstaka stefnumál til að tryggja framgang annarra mikilvægra mála. Að jafnaði eru menn þó ekki til viðræðu um grundvallarstefnumál. Auk þess eru fyrir því takmörk hve langt slík fylgispekt getur gengið. Væntanlega trúðu ýmsir þingmenn VG að málinu yrði lokið með þjóðaratkvæðagreiðslu sem felldi samning í síðasta lagi 2012. Nú blasir önnur mynd við og það styttist í að gera þarf kjósendum reikningsskil. Þess vegna stíga þeir nú hver af öðrum fram og segja þurfa að ,,endurmeta stöðuna“. Engar líkur á samningi Í landinu er hvorki ríkisstjórn né meiri- hluti á Alþingi sem hefur skýra stefnu um inngöngu í ESB. Það er því óhætt að full- yrða, m.a. í ljósi fenginnar reynslu, að áfram- Bjarni Benediktsson » Í landinu er hvorki ríkis- stjórn né meirihluti á Al- þingi sem hefur skýra stefnu um inngöngu í ESB. Það er því óhætt að fullyrða, m.a. í ljósi fenginnar reynslu, að áfram- haldandi viðræður munu að óbreyttu aldrei leiða til niður- stöðu um samning. Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. sjálfsögðu verður spurt um trúverð- ugleikann í þeirri um- ræðu. Að fá fyrir- gefningu og bæta ráð sitt Menn munu vafa- laust reyna að ná fyr- irgefningu kjósenda VG og þjóðarinnar í ESB-málinu m.a. með því að ganga berfættir milli höfuðkirkna landsins. Slíkt gerði Sturla Sighvatsson forðum í Róm og „lét hýða sig til blóðs fyrir kirkjudyrum“ til að fá fyrirgefningu synda sinna og ná sáttum við kaþólska kirkjuhöfð- ingja landsins. Áhorfendum fannst mikið til um. Reyndar kom hann Ég fagna því að ráðherrar VG, þær Katrín Jakobsdóttir og Svan- dís Svavarsdóttir, hafa nú áttað sig á því að ESB-umsóknin var feigð- arflan fyrir VG frá upphafi. Báðar lýstu þær efasemdum sínum um aðildarferlið að ESB í kvöld- fréttum útvarps hinn 11. ágúst sl. Undir það hafa nú fleiri þingmenn VG tekið. Ég hef lagt fram þá kröfu að umsóknin verði aft- urkölluð. VG hefur fært miklar fórnir til þess eins að þóknast Samfylking- unni í þessu eina baráttumáli henn- ar. Meirihluti þingflokks VG hefur því miður stutt öll þau skref sem hingað til hafa verið stigin í að- ildar- og aðlögunarferlinu að ESB og nú síðast fyrir tæpum tveimur mánuðum með því að samþykkja að þiggja aðlög- unarstyrkina sem ESB bauð til að greiða fyrir og undirbúa að- ildina. Þrengt að formanninum Lítið hefur breyst í ESB-málinu frá því fyrr í sumar. Aðlög- unarferlið að ESB heldur áfram en jafn- framt breikkar bilið milli grasrótarinnar og þeirra forystumanna VG sem ýta á eftir þessu ferli. Svo sannarlega er gott því fleiri félaga minna í VG sem hafa stutt umsóknina með ráðum til þessa skuli nú ætla að sjá að sér og telji að endurskoða þurfi málið í heild sinni. Orð eru til alls fyrst en að svo við á heimleiðinni í Noregi og sór konungi hollustueiða sem er önnur saga. Hér sem fyrr munu verkin tala. Það ber í sér feigð fyr- ir VG að ætla að ganga til kosninga með þetta mál opið og ófrágengið. Þetta skilja sem betur fer æ fleiri og fleiri. Umsóknin verði afturkölluð Að tillögu ríkisstjórnar Samfylk- ingar og Vinstri grænna samþykkti Alþingi að sækja um aðild að ESB. Ég var því andvígur og fleiri þing- menn VG greiddu einnig atkvæði gegn þeirri tillögu á þingi enda gekk sú samþykkt þvert gegn stefnu VG og þeim loforðum sem ég og fleiri frambjóðendur gáfum fyrir kosningar. Því var jafnframt hafnað á Alþingi að þjóðin greiddi atkvæði um það fyrst hvort haldið skyldi út í vegferð aðlögunar og að- ildar. Það er mikilvægt að Alþingi afturkalli umsóknina og tryggi að ný umsókn verði ekki send nema að þjóðin hafi veitt samþykki sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillaga þess efnis liggur nú fyrir Alþingi. Efndir fylgi orðum í ESB-umræðunni Eftir Jón Bjarnason Jón Bjarnason » Lítið hefur breyst í ESB-málinu frá því fyrr í sumar. Aðlögun- arferlið að ESB heldur áfram en jafnframt breikkar bilið milli gras- rótarinnar og þeirra for- ystumanna VG sem ýta á eftir þessu ferli. Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.