Morgunblaðið - 14.08.2012, Page 18
18 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012
Draghálsi 14 - 16
110 Reykjavík
Sími 4 12 12 00
www.isleifur.is
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
… Heilsurækt fyrir konur
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
Ég vinn á hjúkrunarheimili sem félagsliði.
Ég byrjaði að æfa í Curves fyrir ári síðan, af því
ég vildi léttast og styrkja mig. Ég hef æft ca.
3x í viku og líkar rosalega vel. Á þessum tíma
hef ég losnað við 10 kg og er miklu hressari
núna. Curves er frábær staður með frábæru
starfsfólki. Ég þarf ekki að panta tíma, kem að
æfa þegar það passar mér best.
Paula HolmPaula Holm, 40 ára
Það eru alltaf
þjálfarar þér
til aðstoðar
Fyrir fjórum árum
birtist í Bændablaðinu
grein um vegagerð á
Norðurlandi. Talað er
um hvernig haga eigi
vegtengingu milli
höfuðborgarsvæðisins
og Norðurlands.
Stofnað var félagið
Greið leið ehf. sem
hefur það að markmiði
að byggja hálendisveg
milli Reykjavíkur og
Akureyrar. Fram kom í Gallup-
könnun að mikill meirihluti lands-
manna, þrír af hverjum fjórum taka
veggöng á hringveginum sem
tengja saman byggðir landsins fram
yfir hálendisvegina. Á snjóþungu og
illviðrasömu svæði er vegagerð í
900 m hæð vitlaus framkvæmd sem
menn iðrast síðar meir. Þarna er
kastljósinu beint að ákveðinni út-
færslu sem af einhverjum ástæðum
er ekki fyrirferðarmikil í um-
ræðunni. Engu svara þingmenn
Norðlendinga sem spurðir eru um
hvort grafa eigi göng undir Trölla-
skaga. Tveir sveitarstjórnarmenn á
Norðurlandi eystra og vestra við-
urkenna að jarðgöng úr Hjaltadal
yfir í Hörgárdal styrki byggðir
Eyjafjarðar og Skagafjarðar enn
betur en hálendisvegurinn og hin
umdeildu Héðinsfjarðargöng. Öll
rök hníga að því að útboð Vaðla-
heiðarganga á þessu kjörtímabili sé
ótímabært eftir að fulltrúar Alcoa
tóku ákvörðun um að afskrifa stór-
iðjuframkvæmdir við Skjálf-
andaflóa. Án jarðganganna undir
Vaðlaheiði samþykkja þeir aldrei
þessar álversframkvæmdir fyrir
norðan. Með þeim framförum sem
orðið hafa í jarð-
gangagerð verður það
aldrei talið forsvar-
anlegt að aðalleiðin um
landið liggi í 500 til 600
m hæð yfir sjó.
Um tvennt stendur
valið ef Eyjafjörður og
Skagafjörður verða
eitt atvinnusvæði, það
eru veggöng í þremur
álmum úr Hjaltadal yf-
ir í Hörgárdal og
Skíðadal. Annar mögu-
leiki er að gerð verði
styttri göng undir
Hjaltadalsheiði og í beinu framhaldi
önnur jarðgöng sem kæmu út sunn-
an við Háls í Öxnadal. Undir heið-
ina yrðu göngin tekin úr botni
Hörgárdals og gætu staðið 200-300
m neðar en vegurinn á Öxnadals-
heiði sem fer hæst í 540 metra hæð.
Samkvæmt útreikningum sem gerð-
ir voru fyrir aðalskipulag Skaga-
fjarðar yrðu veggöng milli Hofsdals
og Barkárdals 16 til 20 km löng og
stæðu í 200-300 m hæð. Talið er að
þrýstingur á jarðgöng undir snjó-
þungar heiðar aukist mjög mikið
verði stytting núverandi hringvegar
fyrir valinu. Pólitískt áhugaleysi
ríkir um þessi göng undir Trölla-
skaga sem tengist því að menn telja
að Héðinsfjarðargöng hafi bundið
hendur sínar. Viðurkennt er af
sveitarstjórnunum fyrir norðan og
víðar nema í Fjallabyggð að Þver-
árfjallsleiðin og veggöngin yfir í
Hörgárdal muni auk Vaðlaheiðar-
ganga styrkja Skagafjörð, Eyja-
fjörð og Þingeyjarsveit enn betur
sem öflugt mótvægi við höfuðborg-
arsvæðið heldur en veggöngin í
Héðinsfirði. Með þessari tengingu
verða samskiptin milli byggðanna í
Þingeyjarsveit, Eyjafirði, Skaga-
firði og Húnaþingi mun greiðari og
tengslin auðveldari á milli þéttbýlis-
staðanna fyrir norðan. Án jarð-
ganga í stað gömlu Múla- og
Strákaganganna færist Fjallabyggð
aldrei nær hringveginum. Þarna
breyta Héðinsfjarðargöng engu
sem urðu alltof dýr. Hrun vestan
Strákaganga og sunnan Múlaganga
yrði verðskuldað kjaftshögg sem
hrellir stuðningsmenn Héðinsfjarð-
arganga. Hér skal engu frestað.
Slíkt væri grátleg refsing fyrir allt
gáleysið í góðærinu. Lítilmenni sem
öllu vill ráða án þess að hlusta á að-
varanir heimamanna fyllist hroka,
heimtar meira og síðan hvað? Sið-
blindir og fáfróðir landsbyggð-
arþingmenn skulu varla svefns
njóta þegar aurskriður norðan Dal-
víkur eyðileggja tengingu Fjalla-
byggðar við Eyjafjörð um ókomin
ár. Væri nú ráðherranum vissara að
herða enn á með svo sem einni
spýju sunnan Múlaganganna og í
Almenningum vestan Strákaganga.
Engu skeyta stuðningsmenn há-
lendisvegarins og Héðinsfjarðar-
ganga þegar spurt er hvort heima-
menn í Fjallabyggð verði þá að
keyra til Akureyrar í gegnum
Skagafjörð og um Öxnadalsheiði.
Hálendisvegurinn sem stofnendur
norðurvegar, Greið leið ehf., KEA
og Akureyrarbær fjármagna aldrei
verður afskrifaður. Í 800 til 900 m
hæð á illviðrasömu og snjóþungu
svæði um hálendið tryggir hann
aldrei örugga heilsárstengingu
byggðanna í Húnaþingi, Skagafirði,
Eyjafirði og austan Vaðlaheiðar við
höfuðborgarsvæðið.
Jarðgöng undir
Hjaltadalsheiði
Eftir Guðmund
Karl Jónsson »Með þeim fram-
förum sem orðið
hafa í jarðgangagerð
verður það aldrei talið
forsvaranlegt að aðal-
leiðin um landið liggi í
500 til 600 m hæð yfir
sjó.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Í blaðinu í gær var grein á bls. 15,
Valdníðsla? – eftir Guðrúnu Maríu
Valgeirsdóttur og Dagbjörtu Bjarna-
dóttur sveitarstjóra og oddvita
Skútustaðahrepps. Illa tókst til við
vinnslu greinarinnar og komst aftasti
hlutinn ekki til skila. Um leið og við
biðjum sveitarstjórann, oddvitann og
lesendur blaðsins velvirðingar birtum
við aftari hluta greinarinnar:
Það eru gífurleg vonbrigði að árið
2012 verði orð eins og samráð og
íbúalýðræði merkingarlaus. Þetta
eru ólíðandi vinnubrögð og það ferli
sem rakið hefur verið hér að ofan
sýnir það. Íbúar á verndarsvæðinu
þurfa að lúta valdi umhverfis-
verndaryfirvalda í umgengni um
náttúruna og hafa gert það fram til
þessa. Heimamenn þekkja svæðið og
verðskulda ekki þessa framkomu,
þeim er náttúran afar kær og þeir eru
meðvitaðir um ábyrgð sína og hafa
sýnt frumkvæði gagnvart friðlýs-
ingum utan við verndarsvæðið.
Hætt er við að breyting verði á og
sveitarstjórn Skútustaðahrepps mun
endurskoða afstöðu sína og vinnu-
brögð í þessum málaflokki. Okkur
hugnast ekki að láta hampa náttúru
Mývatns og flagga fuglalífi og ein-
stæðri náttúru þegar á að laða að
ferðamenn eða skrifa undir plögg
sem líta dagsins ljós mörgum árum
eftir að eðlilegt hefði talist.
Í bókun sinni hvatti sveitarstjórn
til að haldinn yrði kynningar- og sam-
ráðsfundur með íbúum sveitarfélag-
anna þriggja, enda mjög mikilvægt
að skapa sátt í svo mikilvægu máli.
Við því var ekki orðið.
Hvers vegna dróst svona úr hófi
fram að vinna og setja þessa reglu-
gerð?
Úr því sem komið var hvers vegna
lá skyndilega svona á að keyra reglu-
gerðina í gegn í andstöðu við heima-
menn?
Vilja menn ekki samvinnu og sátt?
Væri ekki nær að hefja vinnu við
heildstæða stefnu um svæðið og gera
það í samvinnu við íbúana?
Eins og fram kemur í bókun sveit-
arstjórnar Skútustaðahrepps frá 10.
maí s.l. munum við ekki bíða eftir að
fuglasöngurinn þagni á meðan að yf-
irvöld sofa þyrnirósarsvefni, til að-
gerða verður gripið með eða án sam-
þykkis umhverfisverndaryfirvalda.
Til marks um vinnubrögð Um-
hverfisráðuneytisins þá fréttu und-
irritaðar af því að 25. júlí s.l. ætti líka
að staðfest nýja reglugerð um Nátt-
úrurannsóknarstöðina við Mývatn, sú
reglugerð kom aldrei til umsagnar
hjá sveitarstjórn Skútustaðahrepps.
Getur verið að málefni Mývetninga
komi okkur bara alls ekkert við?
Valdníðsla?
Dagjört
Bjarnadóttir
Guðrún María
Valgeirsdóttir
LEIÐRÉTT