Morgunblaðið - 14.08.2012, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012
✝ María Guð-mundsdóttir
fæddist 18. júní
1920 að Berserkja-
hrauni í Helgafells-
sveit. Hún lést á
dvalarheimilinu
Fellaskjóli Grund-
arfirði 31. júlí 2012.
Foreldrar henn-
ar voru Kristín Pét-
ursdóttir f. 24.8.
1887 í Svefneyjum í
Breiðafirði, d. 6.12.1976 og Guð-
mundur Sigurðsson f. 23.8. 1887
á Staðarbakka í Helgafellssveit,
d. 30.9. 1946. Systkini: Halldór f.
1.4. 1909, Sigurður f. 17.12.
1913, Ingvi f. 18.7. 1915, Guðrún
f. 1.9. 1917, Sigríður f. 23.10.
1918, Pétur f. 1.9. 1921, Andrea
f. 3.12. 1923, Jón f. 4.6. 1926 og
eftirlifandi systur Sveinsína f.
6.1. 1930 og Guðlaug f. 18.7.
1931.
María giftist 26. febrúar 1944
heimilishjálpar út í bæ. Þau
Marís fluttu í Árbæinn 1947 í
sumarhús að Árbæjarbletti 66,
sem þá var langt fyrir utan bæ-
inn en þau gerðu miklar breyt-
ingar á húsinu sem nú er Hlað-
bær 14. Það má geta þess að
fyrsta árið í Árbænum mjólkaði
hún í fjósinu í gamla Árbæ. Þau
unnu mikið með fólkinu í hverf-
inu að ýmsum málefnum hverf-
isins og stofnuðu Framfarafélag
Árbæjar, íbúunum til hagsbóta.
Safnaðarstarf átti hug þeirra
allan og óeigingjarnt var starf
þeirra við byggingu Árbæj-
arkirkju frá grunni, við fjár-
öflun, í sóknarnefnd og kirkju-
kór. María starfaði í kirkjunni
sinni Árbæjarkirkju í áratugi og
lauk starfsævi sinni þar sem
kirkjuvörður árið 2001 þá 81
árs.
María var mikill blómaunn-
andi og átti fallegan garð og fal-
legt heimili. Hún var dugnaðar-
forkur, kjarkmikil, skapheit en
góð. Móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langa-
langamma.
Útför hennar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, þriðjudag-
inn 14. ágúst 2012 kl. 15
Marís Guðmunds-
syni múrarameist-
ara f. 24.11. 1908,
d. 7.1. 1979. Börn
þeirra eru: Anna
Margrét, Kristín,
Guðmundur, Guð-
rún, Ólöf Hulda,
Kári og Katrín.
Aðrir afkom-
endur hennar eru
77 en eitt barna-
barnið er látið.
María ólst upp með foreldrum
og systkinum til 10 ára aldurs
en fór þá til Guðlaugar H. Guð-
mundsdóttur frænku sinnar og
manns hennar en Guðlaug lést
ári seinna og þá breyttust að-
stæður Maríu og hún varð að sjá
um sig sjálf. Hún fór að vinna og
var starfandi alla sína ævi. Fyrst
hjá systrunum í Landakoti og
síðan með heimilinu við al-
menna vinnu og ræstingar hjá
ýmsum fyrirtækjum, auk
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Elsku Mæja mín. Þá ertu bú-
in að fá hvíldina eftir erfið veik-
indi og búin að hitta alla þína
ástvini sem farnir voru á undan
þér.
Ég vil með fáeinum orðum
þakka þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum sam-
an, eftir að þú fluttist hingað
vestur á dvalarheimilið Fella-
skjól.
Þú varst svo ættfróð og
minnug og sagðir mér svo
margt um fjölskylduna okkar
sem ég vissi ekki, mér þótti
gaman að heyra það. Svo rædd-
um við um fótboltann, þú varst
ótrúlega vel inni í honum.
Ég las öll bréfin frá lang-
ömmubörnunum þínum á Sel-
fossi, það þótti þér gaman og
við hlógum að þeim.
Herbergið þitt á Fellaskjóli
var svo stórt og fallegt, þar
voru útsaumaðir stólar, skamm-
el, flosuð veggteppi og margt
fleira, allt eftir þig. Þarna leið
þér vel, innan um alla fallegu
hlutina þína.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
meðan hallar degi skjótt,
að mennirnir elska, missa, gráta og
sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar. Ég sakna þín
systir mín góð.
Kveðja
Guðlaug Guðmundsdóttir
(Lauga).
Kær tengdamóðir mín María
er látin eftir erfið veikindi sem
lögðu hana að velli 92 ára. Hún
var þrautseig og lífsviljinn mik-
ill, það var henni erfitt að yf-
irgefa heimili sitt í Hlaðbæ 14,
sem hún hafði byggt upp ásamt
manni sínum Marís, og ræktaði
garðinn sinn og heimili í orðsins
fyllstu merkingu. Eftir langa
sjúkrahúslegu á Landspítala og
Landakoti flutti hún á Dval-
arheimilið Fellaskjól, Grundar-
firði, og átti heimili þar síðustu
tvö æviárin. Hún var ættuð frá
Svefneyjum í Breiðafirði.
María flutti ung til Reykja-
víkur og vann á Landakotsspít-
ala hjá nunnunum við umönn-
unarstörf, talaði hún oft um
þann tíma við mig. Síðan vann
hún við ýmis störf utan heim-
ilis, bæði sem heimilishjálp,
einnig hjá Samvinnubankanum
og Nathan og Olsen. Hún starf-
aði meðfram öðrum störfum við
Árbæjarkirkju, með séra Guð-
mundi Þorsteinssyni, bæði í
kórastarfi og við safnaðarheim-
ilið. Seinni árin starfaði hún
sem kirkjuvörður við Árbæjar-
kirkju. María var ákveðin kona
og mjög ósérhlífin og dugnaðar-
forkur. Hún var mjög hjálpsöm
við að passa barnabörnin og
voru þau alltaf velkomin í
Hlaðbæinn til að gista, var
Marís tengdapabbi ekki síður
hjálpsamur meðan hann lifði.
Var það mér ómetanleg hjálp,
þegar ég var í námi og vakta-
vinnu. Börnin mín Sveinn Ingi,
Kári Marís og Anna María eiga
góðar minningar um ömmu sína
og Hlaðbæinn, þau fóru oft um
helgar með pabba sínum í heim-
sókn, þegar ég var í vinnu. Þótt
leiðir okkar Guðmundar sonar
hennar skildi héldum við áfram
góðu sambandi.
Ég vil þakka henni samfylgd-
ina í gegnum árin, var hún mér
afar kær.
Ég votta börnum hennar,
barnabörnum og tengdabörnum
mína dýpstu samúð.
Mínerva Sveinsdóttir.
María Guðmundsdóttir,
Hlaðbæ 14 í Árbæjarhverfi, er
látin, horfin af jarðnesku sjón-
arsviði og til ódáinslanda eilífð-
arinnar, þar sem trúrra bíða
laun himnanna.
Við fráfall hennar er mætrar
mannkostakonu að minnast, er
mjög lét að sér kveða í kirkju-
og safnaðarlífi Árbæjarsóknar
síðustu áratugi 20. aldarinnar.
Er ég kom til starfa í Árbæj-
arprestakalli í ársbyrjun 1971
hafði þá verið þar starfandi
söfnuður í tvö ár. Þar var því
fyrir vösk sveit kirkjuvina;
sóknarnefnd, safnaðarfulltrúi,
organisti, kór, og fjölmennt og
þróttmikið sóknarkvenfélag.
Einnig hafði kirkjubyggingar-
nefnd verið sett á laggir, því að
fyrir lá það stórverkefni að
reisa safnaðarheimili og kirkju.
Ein úr þessum hópi hollvina
kirkjunnar í Árbænum var
María Guðmundsdóttir, af-
burðakona að dugnaði og dáð.
Hún lagði alla alúð og orku í
safnaðarstarfið alla tíð og hlífði
sér hvergi. Og öll voru marg-
þætt störf hennar fyrir söfn-
uðinn unnin án endurgjalds
lengst af. Íslenska kirkjan er
ekki á flæðiskeri stödd meðan
hún á hollvini á borð við hana.
María átti um langt skeið
sæti í sóknarnefnd Árbæjar-
safnaðar og var um tíma for-
maður safnaðarins. Hún var
lengi formaður kirkjukórsins og
ein aðaldriffjöðurin í starfi
hans. Hún söng þá með kórnum
við svo til allar guðþjónustur og
hún átti sinn þátt í því, að kór-
inn lagði fram verulegt fé til
hljóðfærakaupa fyrir söfnuðinn
og hún sótti fundi kirkjukóra-
sambandsins fyrir hönd kórsins.
Þá var hún kirkjuvörður og sá
lengi framan af um þrif á safn-
aðarheimilinu og kirkjunni. Og
meðan kirkjubygging stóð yfir
mátti gjarnan sjá hana með
öðrum í kirkjugrunninum við að
skafa og naglhreinsa timbur.
María aðstoðaði ávallt við
sunnudagaskólastarf í sókninni
og hélt þar uppi röð og reglu á
þeim fjölmennu samkomum.
Hún skreytti altari kirkjunnar
á helgum dögum og var við-
stödd aðrar kirkjulegar athafn-
ir.
Þau hjónin, María og maður
hennar, Marís Guðmundsson,
öflugur liðsmaður í Bræðra-
félagi kirkjunnar, gáfu kirkj-
unni veglegar gjafir, svo sem
Biblíu, sálmabækur, messu-
klæði, númertöflur og lögðu
einnig fram fjármuni til kirkju-
byggingarinnar. Og síðasta dáð
Maríu að þessu leyti var að hún
ásamt börnum sínum gaf pen-
ingagjöf til kaupa á kirkju-
klukkum í klukkuturninn.
Það er því alveg ljóst, að hún
María tók orð postulans alvar-
lega, þessi: Verið ekki hálfvolg-
ir í áhuganum, verið brennandi
í andanum. Og þannig vildi hún
að aðrir stæðu líka að verki og
þótti stundum miður ef henni
fannst á það skorta og lá þá
ekki á því, af því að hún var
hreinskilin og hispurslaus en
umfram allt heil og holl vinum
og verkefnum. Það var í senn
hvetjandi, lærdómsríkt og
þakkarvert að eignast sam-
starfsmann eins og Maríu. Og
ætli það sé óvarlegt að álykta,
við leiðarlok hennar, að hún
muni nú eiga góða heimvon í
himininn, að þar muni allar
helgar vonir rætast, og hún
með nýja krafta fái meira að
starfa Guðs um geim.
Far þú í friði.
Friður Guðs þig blessi.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Guðmundur Þorsteinsson
María
Guðmundsdóttir ✝ Nikola fæddist22. september
1998. Hún lést 8.
ágúst á Barnaspítala
Hringsins.
Foreldrar Nikolu
eru Krzysztof Uscio,
f. 19. febrúar 1978,
og Klaudia Uscio, f.
24. janúar 1970.
Systkini Nikolu eru
Paulina Dudko, f. 6.
september 1989,
Michal Pawel Uscio,
f. 31. ágúst 2006, og Oliwia Uscio,
f. 28. janúar 2009.
Nikola flutti frá Suwalki í Pól-
landi til Þórshafnar
fyrir fimm árum.
Hún var nemandi í
grunnskólanum á
Þórshöfn en greind-
ist með hvítblæði á
vorönn 2011. Fjöl-
skyldan hefur dvalið
í Reykjavík síðast-
liðið ár og var Ni-
kola orðin nemandi í
Austurbæjarskóla.
Athöfn fór fram í
Landakotskirkju
mánudaginn 13. ágúst en jarðsett
verður í dag, þriðjudag, kl. 15 í
Sóllandi í Öskjuhlíð.
Í dag kveðjum við Nikolu, fal-
legu fjórtán ára stúlkuna og nem-
anda í skólanum okkar. Baráttu
hennar við erfið veikindi er lokið.
Nikola flutti til Íslands frá Pól-
landi með fjölskyldu sinni fyrir
fimm árum. Hún var fíngerð og ljúf
stúlka, feimin og hlédræg í fyrstu
þegar hún hóf nám við Grunnskól-
ann hér á Þórshöfn því hún talaði
ekki íslensku. Það átti eftir að
breytast því Nikola var fljót að
læra nýja tungumálið, hún las mik-
ið og var afar samviskusöm í öllu
námi. Hún hafði líka mjög gaman
af fótbolta og var sjálf markmaður.
Nikola vildi fylgjast með lífinu á
Þórshöfn eftir að hún var farin það-
an og á sjúkrahús, einkum því sem
um var að vera í skólanum. Hún
spurði oft frétta úr skólanum og
sýndi öllu mikinn áhuga.
Nikola var hjálpsöm og dugleg,
eins og best sýndi sig í bókasafninu
þegar safnið fékk að gjöf töluverð-
an bókakost frá Póllandi. Hún var
bókaverðinum ómetanleg stoð og
hjálpaði til við að merkja og flokka
pólsku bækurnar eftir skólatíma á
daginn. Þar var Nikola í hlutverki
kennarans, hún túlkaði og sagði frá
efni bókanna, áhugasöm við að
miðla menningararfi og bókmennt-
um þjóðar sinnar áfram.
Nikolu var alltaf umhugað um
aðra. Hún vildi allt fyrir alla gera
og í miðjum veikindum sínum velti
hún mikið fyrir sér líðan allra
þeirra, sem í kringum hana voru.
Það var áfall þegar ljóst var hve al-
varlegur sjúkdómurinn var en bar-
átta hennar við hvítblæði stóð í
rúmlega eitt ár. Á þeim tíma stóð
samfélagið hér saman í því að
styðja hana og fjölskylduna á erf-
iðum tíma. Nikola sýndi alltaf þol-
gæði og andlegan styrk í veikind-
um sínum þrátt fyrir ungan aldur.
Við í grunnskólanum vottum fjöl-
skyldu Nikolu dýpstu samúð.
Minning hennar lifir áfram hjá
okkur.
Þeir segja þig látna, þú lifir samt
og í ljósinu færð þú að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið þú þurftir að kveðja.
Í sorg og gleði þú senda munt ljós,
sem að mun okkur gleðja.
(Guðmundur Ingi Guðmundsson)
Fyrir hönd starfsfólks Grunn-
skólans á Þórshöfn,
Hilma Steinarsdóttir,
Líney Sigurðardóttir.
Nikola Uscio
✝ Agða Vilhelms-dóttir fæddist í
Reykjavík 22. mars
1916. Hún lést 31.
júlí sl.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Helgadóttir og Vil-
helm Stefánsson.
Hálfsystkini Ögðu
eru Anna Jóhann-
esdóttir og bræð-
urnir Stefán og
Kristinn Vilhelmssynir, Kristinn
er látinn. Agða fluttist ung til
Seyðisfjarðar með móður sinni,
þar sem hún bjó þar til hún flutt-
ist til Reykjavíkur. Hún stundaði
nám við Héraðsskólann á Eiðum.
Börn hennar eru
Hallgrímur Ævar
og Guðrún Soffía.
Á Seyðisfirði
vann Agða við
sjúkrahúsið og önn-
ur tilfallandi störf,
þá vann hún fyrir
sunnan hjá frysti-
húsinnu á Kirkju-
sandi. Hún tók
hvarvetna mikinn
þátt í kórstarfi,
stundaði handbolta á Seyðisfirði,
fimleika hjá ÍR og kom oft að
uppsetningum á leikritum.
Jarðarför Ögðu fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, þriðju-
daginn 14. ágúst 2012, kl. 15.
Agða hálfsystir mín lést hinn
31. júlí, 96 ára gömul. Það þyk-
ir allhressilegur aldur nú til
dags!
Mörg hin síðari ár hafði ég
af og til samband við hana og
síðast voru fimmtudagarnir
orðnir fastur liður að líta til
hennar í Mávahlíð 19, þar sem
hún bjó við huggulegar aðstæð-
ur, sem sonur hennar Ævar sá
um að svo væri. Alla tíð gat
hún hugsað um sig sjálf og þeg-
ar haldið var upp á 95 ára af-
mæli hennar í Norræna húsinu
var hún eins og allir hinir og
erfitt að greina aldursmuninn!
Íþróttaandinn var mikill í henni
og á yngri árum stundaði hún
þær af kappi. Marga stundina
var setið fyrir framan veglegan
sjónvarpsskjáinn hjá henni og
fylgst með íþróttaviðburðum,
það var hennar yndi. Handbolt-
inn var í fyrirrúmi, og komin
yfir nírætt talaði hún um að
fara á landsleiki. Hún var lif-
andi persónuleiki og hafði
áhuga á svo mörgu. Í nokkur ár
fór hún í árleg ferðalög með
eldri borgurum austur á Hér-
aði, þá í tengslum við ættfólk
sitt á Ormsstöðum, og virkilega
naut þess. Þegar vel viðraði var
ekki hangið inni heldur farið í
bíltúra hingað og þangað,
frændfólkið heimsótt eða farið
út úr bænum, t.d. á berjamó.
Lengi fór Agða nokkra daga í
viku í dagvist til Hafnarfjarðar.
Drafnarhús, Strandgötu 75,
heitir það fyrirtæki. Var hún
sótt og henni skilað heim í lok
dags. Kunni hún ákaflega vel
við sig innan um allt fólkið sem
hún kynntist þar, enda Agða
sjálf jákvæð og hress, vinsæl
og félagslynd. Þar var haldið
upp á 95 ára afmæli hennar
með veglegu kaffisamsæti og
tertum merktum henni.
Fimmtudaginn 3. nóvember sl.
var stefnan tekin á Mávahlíð-
ina, og bankað upp á hjá Ögðu,
en ekkert svar. Íbúar á næstu
hæð sögðu að hún hefði verið
sótt fyrir nokkrum dögum, en
vissu ekki meir. Ég komst að
því að hún bjó nú hjá dóttur
sinni. Varla sá ég hana né
heyrði eftir þetta, þar til ég
frétti um hálfu ári seinna að
hún væri komin inn á öldrunar-
deild Landakotsspítala. Heim-
sótti ég hana öðru hvoru á spít-
alann, og fékk jafnvel að fara
með hana í heimsóknir til kunn-
ingjanna. Talaði hún alltaf um
að sig langaði að fara heim í
Mávahlíðina. Þangað komst
hún aldrei. Agnes vinkona
hennar og hjálparhella, búsett
þar, sá mikið eftir henni. Minn-
ingin um Ögðu mun lifa hjá öll-
um sem kynntust henni!
Stefán Vilhelmsson.
Agða Vilhelmsdóttir
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
✝
Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og
frænka,
ELÍN REYNISDÓTTIR,
Sambýlinu Mururima 4,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 8. ágúst.
Útförin fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 17. ágúst
kl. 15.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Ás
styrktarfélag, s. 414 0500.
Reynir Kjartansson, María Ólafsson,
Þuríður Reynisdóttir, Ágúst Guðmundsson,
Viðar Reynisson, Anna Lilja Másdóttir,
María Ágústsdóttir,
Guðrún Viðarsdóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTA GUÐBJÖRG HANSEN SCOBIE,
Fellsmúla 4,
lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni mánudaginn
6. ágúst.
Útförin fer fram frá Kristskirkju, Landakoti,
föstudaginn 17. ágúst kl. 13.00.
Stephanie Scobie,
Ásta Denise Bernhöft, Sverrir V. Bernhöft,
Gayle Scobie,
Griffith Scobie,
Robert Scobie, Helena Óskarsdóttir,
Richard Scobie, Kristín Einarsdóttir,
William Scobie, Daniela Zbikowska,
Marion Perkins, Tim Perkins,
barnabörn og barnabarnabörn.