Morgunblaðið - 14.08.2012, Page 23

Morgunblaðið - 14.08.2012, Page 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 ✝ GuðmundurSigmar Páls- son, fæddur á Fit undir Eyjafjöllum, Rang. 21. sept- ember 1925. Hann lést á Hrafnistu Hafn- arfirði þann 4. ágúst 2012. Foreldrar Guð- mundar voru Páll Guðmundsson fæddur í Ásólfsskálasókn, Rang. 22. júlí 1893. Látinn 30. janúar 1986 og Jóhanna Ólafsdóttir fædd í Ásólfsskálasókn, Rang. 21. júní 1901. Látin 16. mars 1982. Sysk- ini Guðmundar: 1. Markús Páls- son fæddur 8. nóvember 1926. Látinn 16. september 1974. 2. Ingibjörg Ólafía Pálsdóttir fædd 23. desember 1927. Látin 28. júlí 2008. 3. Guðsteinn Pálsson fæddur 18. janúar 1929. 4. Sig- ríður Pálsdóttir fædd 24. októ- ber 1930. 5.Vigdís Pálsdóttir fædd 1933. Látin 1933. 6. Viggó Pálsson fæddur 24. febrúar 1936. 7. Þórdór Pálsson fæddur 4. apríl 1943. Hálfsystkini Guð- mundar samfeðra: 8. Eggert Pálsson fæddur 19. október fæddur 25. janúar 2009. b) Ró- bert Þór Sigfússon fæddur 14. nóvember 1979. Maki Róberts: Nadja S. Hal- vari, fædd 16. september 1986. Synir Róberts og Nadju eru: Ísak Halvari Róbertsson, fædd- ur 9. janúar 2010, Óliver Halvari Róbertsson, fæddur 20. júlí 2011. 2. Guðmundur Ragnar Guðmundsson fæddur 12. apríl 1957. Maki: Hrafnhildur Ingi- bergsdóttir fædd 3.október 1959. Börn Guðmundar og Hrafn- hildar eru: a) Pálmar Guð- mundsson fæddur 2. febrúar 1977, b) Dagný Björk Guð- mundsdóttir fædd 2. júní 1986. 3. Stefán Páll Guðmundsson fæddur 16. október 1959. Maki: Sólrún Ragnarsdóttir fædd 20. september 1953. Sonur Stefáns og Sólrúnar er: Guðmundur Sigmar Stef- ánsson fæddur 6. nóvember 1992. Sonur Sólrúnar: Ragnar Vikt- or Karlsson fæddur 22. apríl 1970. 4. Berglind Ósk Guð- mundsdóttir fædd 12. mars 1968. Maki: Oddur Þór Þorkels- son fæddur 16. desember 1968. Synir Berglindar og Odds eru: a) Ingimar Örn Oddsson fæddur 9. febrúar 1994, b) Valtýr Snær Oddsson fæddur 8. janúar 1999. Útför Guðmundar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 14. ágúst 2012 kl. 13. 1916. Látinn 2. jan- úar 2000. 9. Ásdís Pálsdóttir fædd 13. júní 1919. Látin 9. júlí 2005. 10. Ólafur Kristófer Pálsson fæddur 27. júní 1921. Látinn 2. maí 2005. Uppeld- isbróðir Guð- mundar var: Einar Sigurjónsson fædd- ur 10. nóvember 1908. Látinn 11.janúar 1993. Eiginkona Guðmundar er Elísabet Jónsson fædd í Hafn- arfirði 25. júlí 1933. Börn Guð- mundar og Elísabetar eru: 1. Lovísa Guðmundsdóttir fædd 10. desember 1953. Maki: Odd Suhr fæddur 20.nóvember 1943. Fyrrum maki Lovísu: Sigfús Krist- mannsson fæddur 11. október 1951. Börn Lovísu og Sigfúsar eru: a) Telma Rós Sigfúsdóttir fædd 11. ágúst 1974. Maki Telmu: Snorri Heimisson fædd- ur 5. september 1972. Börn Telmu og Snorra eru: Gunn- hildur Lovísa Snorradóttir fædd 10. mars 1999, Daníel Birkir Snorrason fæddur 19. mars 2003, Sölvi Jarl Snorrason Elsku besti pabbi minn er dáinn. Ég lít á mig sem heppnustu dóttur í heimi að hafa auðnast að eiga svona góðan pabba eins og pabbi minn, Guðmundur Sig- mar Pálsson var. Í barnæsku minni áttum við margar góðar stundir heima á Brekkuhvammi við að spila og leika okkur saman. Hann kenndi mér alls konar spil og var óþreytandi að spila sama spilið aftur og aftur. Við skemmtum okkur vel við spila- mennskuna, nutum samverunn- ar, röbbuðum saman og hlóg- um. Mamma, pabbi og ég áttum margar gæðastundir við að sinna kartöflugarðinum okkar í hlíðum Ásfjalls. Nesti sem inni- hélt allt sem mér þótti best þ.e. kremkex og mjólk í kókflösku var alltaf tekið með. Við borð- uðum það á stórum steini og nutum fallega útsýnisins yfir Hafnarfjörðinn. Pabbi var mjög barngóður. Barnabörnin minnast hans sem afa sem var alltaf til í að sinna þeim og leika við þau. Í fjöl- skylduboðum mátti iðulega finna pabba sitjandi á gólfinu að kubba eða í bílaleik við barna- börnin. Hann spilaði mikið Ól- sen Ólsen við þau og auðvitað lét hann börnin alltaf vinna. Pabbi var mjög duglegur og ósérhlífinn maður. Hann vann mikið alla sína ævi síðast í Straumsvík. Mér fannst gaman þegar Oddur maðurinn minn sem vann þar eitt sumar sagði mér að pabbi væri kallaður Guðmundur góði af vinnufélög- um sínum. Það finnst mér ein- mitt lýsa honum vel, hjálpsam- ur og lynti vel við alla. Stærsta hluta ævi sinnar var pabbi mjög heilsuhraustur og sterkur. Honum fannst gott að reyna á sig og vildi t.d. lengst af frekar nota handsláttuvél en vélknúna. Þegar ákveðið var að helluleggja bílaplanið á Brekku- hvammi datt honum ekki í hug að fá gröfu til að moka upp undirlagið heldur naut þess að moka það með handskóflu. Eftir að pabbi missti fótinn í slysi í Straumsvík varð lífið honum erfiðara en hann gafst aldrei upp. Hann vildi gera allt sjálfur. Ég viðurkenni það fús- lega að mér leið ekki vel þegar ég sá pabba uppi á þaki á gervi- fætinum að pússa þakið og mála. Pabbi elskaði að vera úti að sýsla í garðinum með mömmu og dytta að húsinu okkar á Brekkuhvammi. Hann var mik- ill sólardýrkandi og fannst gott að vera í hitanum. Honum fannst gaman að fara til útlanda með fjölskyldunni, njóta sam- verustundanna, keyra um og skoða umhverfið. Í utanlands- ferðunum fannst okkur mömmu oft skondið að þegar við fórum í búðir vildi hann bíða úti. Fann hann þá alltaf einhvern sólar- geisla til að standa í og sóla sig jafnvel þó það væri skuggi allt í kring. Eftir að pabbi eltist og fór á Hrafnistu ræddum við oft sam- an og litum yfir farinn veg. Það gladdi mig að heyra, hvað hon- um fannst hafa skipt mestu máli í lífi hans. Það var, að hann hefði átt þá bestu eig- inkonu, sem hann hefði getað hugsað sér, fjögur heilbrigð og góð börn og yndislega fjöl- skyldu. Eins og gildir um flesta af kynslóð pabba var lífið ekki alltaf leikur, en hann leit sáttur yfir farinn veg og passaði að varðveita allar góðu minningarnar. Ég kveð elskulegan föður minn, sem mun ætíð eiga stóran sess í hjarta mínu, með þakk- læti fyrir allt. Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Ég minnist Guðmundar S. Pálssonar, tengdaföður sonar míns, með virðingu og hlýju. Við hittumst reglulega, þegar eitthvað var um að vera hjá fjölskyldunni. Guðmundur var alltaf vin- gjarnlegur, rólegur og hafði góða nærveru. Hann tók áföllum í lífinu með jafnaðargeði. Guð blessi Guðmund og leiði hann á nýjum vegum. Nú, er þú hverfur héðan á hærra og æðra svið, þar lífsþrótt færðu léðan að lifa starf það við, sem mest þú vildir magna, þótt mæddi einatt kíf. Þér fríðar sveitir fagna, með fylling dýrra sagna um ást og eilíft líf. (Oddur Ólafsson.) Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar. Ása K. Oddsdóttir. Guðmundur Sigmar Pálsson ✝ Þórunn Stein-unn Jónsdóttir fæddist á Eiðum í Grímsey 10. jan- úar 1925. Hún lést 7. ágúst 2012. Foreldrar henn- ar voru Jón Sig- urðsson, útvegs- bóndi frá Eiðum í Grímsey, f. 27. mars 1878, d. 23. mars 1960, og Er- menga Frímannsdóttir, hús- móðir frá Braut á Húsavík, f. 22. ágúst 1893, d. 9. desember 1928. Systkini Þórunnar eru óskírður, f. andvana 13. októ- ber 1913. Sig- fríður Guðrún, f. 9. apríl 1915, d. 21. mars 1995. Óskar, f. 17. apríl 1920, d. 11. júní 1920. Júlíana, f. 22. september 1917, d. 14. sept- ember 2003. Ósk, f. 5. nóvember 1922. Hálfsystir Þórunnar er Sig- urveig, f. 25. apríl 1900, d. 31. janúar 1989. Útför Þórunnar verður frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 14. ágúst 2012, kl. 13. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir) Það fer vel að byrja þessi minn- ingar- og þakkarorð á þessu versi. Þórunn Steinunn eða Tóta frænka eins og við systur kölluð- um hana ætíð verður borin til hinstu hvílu í dag, hinn 14. ágúst. Þennan dag fyrir 100 árum fædd- ist mágur hennar og faðir okkar, Björn J. Ólason, en þau voru alla tíð miklir vinir. Tóta frænka missti móður sína aðeins þriggja ára gömul. Hún ólst upp í faðmi stórfjölskyldunn- ar á Eiðum í Grímsey. 25 ára gömul veiktist hún af berklum og þurfti í stórar aðgerðir. Afleiðing- ar þessara veikinda hrjáðu hana alla ævi. Hún flutti ung til Reykjavíkur og mestalla starfs- ævina vann hún við verslunar- störf. Tóta var einn af fyrstu starfsmönnum Hagkaupa á Miklatorgi og starfaði lengst af hjá því fyrirtæki. Tóta var einstaklega glaðlynd kona, ljóshærð, grönn og ætíð fal- lega klædd. Hún elskaði að kaupa sér föt og naut sín aldrei betur en flott dressuð á mannamótum. Tóta var mjög barnelsk og hænd- ust börn að henni. Hún setti gjarnan upp tískusýningar fyrir okkur og seinna fyrir okkar börn. Hún fór í fínu kjólana og dansaði við okkur. Það eru dýrmætar minningar. Tóta frænka var virk í félagsstörfum eldri borgara, s.s. handavinnu, fór í ferðalög með fé- laginu og á dansiböll. Það leiddist henni ekki. Líf Tótu var ekki alltaf dans á rósum, en aldrei heyrðum við hana kvarta. Hún tók mótlæti og erfiðleikum í lífinu af æðruleysi og gafst aldrei upp. Af viðhorfi hennar til lífsins var margt hægt að læra. Að lokum þökkum við sam- fylgdina og kveðjum með söknuði. Við trúum því að hún sé komin í faðm genginna ástvina og líði vel. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Við vottum Ósk systur hennar okkar dýpstu samúð. Jónheiður og Pálína Björnsdætur. Þórunn Steinunn Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um inn- sendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morg- unblaðslógóið efst í hægra horn- inu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf grein- in að hafa borist á hádegi tveim- ur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Hjartkær eiginmaður minn, GUÐJÓN ÞORBERGSSON, Lækjasmára 6, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim er vildu minnast hins látna er bent á minningarsjóð Skógarbæjar, sími 510 2100. Jónína Þorsteinsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR ÓLAFAR ÞORBERGSDÓTTUR, síðast til heimilis í Lækjasmára 2, Kópavogi, Þorbergur Karlsson, Jónína A. Sanders, Valdimar Örn Karlsson, Guðrún V. Guðmundsdóttir, Hafsteinn Karlsson, Ebba Pálsdóttir, Sigríður Ingibjörg Karlsdóttir, Ólafur Helgason, Gunnar Karlsson, Ólöf Nordal, Arnþrúður Karlsdóttir, Ólafur Kolbeinsson, Eva Björk Karlsdóttir, Alfreð Örn Lilliendahl, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÓLAFS PÉTURSSONAR, Álftagerði, Skagafirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks lyflækningadeildar á Sjúkrahúsinu á Akureyri fyrir mjög góða umönnun. Regína Jóhannesdóttir, Pétur Ólafsson, Minerva Björg Sverrisdóttir, Jóhannes Ólafsson, Sólrún Jóna Ásgeirsdóttir, Anna Sigrún Ólafsdóttir, Bjarki Kristjánsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGIMARS HÓLM GUÐMUNDSSONAR úrsmíðameistara, Skaftahlíð 40. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins að Boðaþingi fyrir frábæra umönnun og hlýju. Valdimar Ingimarsson, Lára Axelsdóttir, Þormar Ingimarsson, Þórunn Stefánsdóttir, Elsa Ingimarsdóttir, Halldór Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.