Morgunblaðið - 14.08.2012, Page 24

Morgunblaðið - 14.08.2012, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 ✝ Ingólfur Páls-son fæddist í Reykjavík 13. apríl 1954. Hann lést 31. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Anna Soffía Hákonardóttir, f. 18.8. 1927, d. 7.10. 2007, og Páll Sigurðsson f. 2.9. 1919. d. 19.1. 2004. Móðurforeldrar Ingólfs voru Petrína Narfadóttir frá Kalastaðakoti á Hvalfjarð- arströnd og Hákon Hall- dórsson, skipstjóri frá Akra- nesi. Föðurforeldrar hans voru Guðbjörg Guðmunds- dóttir frá Kirkjubóli í Hróf- urðsson, þau eiga tvö börn. Hálfsystkini Ingólfs samfeðra voru þrjú; 1) Þrúður, maki Þorgeir Yngvason. Þau eign- uðust þrjú börn og er eitt þeirra látið; 2) Guðlaugur látinn, hann átti einn son; 3) Dagmar. Ingólfur kvæntist Helgu Baldursdóttir árið 1978, þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Rúnar Páll Gígja, f. 1978. Ingólfur ólst upp í Kópavogi, fyrir utan fimm ár sem hann átti heima ásamt fjölskyldu sinni í Króktúni í Hvolhreppi. Hann stundaði ýmis störf til sjó og lands en síðustu árin átti hann við mikil veikindi að stríða. Síðustu árin bjó hann í Austurbrún 6, Reykjavík. Útför Ingólfs fer fram frá Kópavogskirkju í dag, þriðjudaginn 14. ágúst 2012, kl. 13. bergshreppi í Strandasýslu og Sigurður Hall- dórsson frá Litlu- Fellsöxl í Skil- mannahreppi, Borgarfjarð- arsýslu. Ingólfur var þriðja barn foreldra sinna en alsystkini hans voru sjö. 1) Há- kon, maki Ingi- björg Hafsteinsdóttir. Þau eiga þrjár dætur; 2) Guðrún látin; 3) Sigurður, maki Mar- grét Kristjánsdóttir, þau eiga þrjú börn; 4) Hreinn, látinn; 5) Pétur Rúnar, látinn; 6) Sig- urjón, hann á tvo syni; 7) Halla, maki Sigsteinn Sig- Það var sem allt yrði svart og kalt þegar ég fékk þær fréttir að þú, elsku bróðir minn, værir lát- inn. Allt virtist svo óraunverulegt og ég vildi ekki trúa að þetta væri satt. Þú varst stóri bróðir minn, alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd ef á þurfti að halda og vildir öllum vel. Börnunum mínum varstu alltaf einstaklega góður og mikill uppáhaldsfrændi. Það var alltaf stutt í húmorinn, sem ekki var allra að skilja, en þótti alveg ótrúlega fyndinn innan okkar fjölskyldu. Alltaf varst fyrstur til að gefa í allar safnanir, tókst að þér börn í Afríku og máttir ekkert aumt sjá. Síðustu mánuðir voru þér svo erf- iðir vegna heilsuleysis, ég trúi því að þrautum þínum sé lokið núna, elsku vinur, og að þú sért kominn á betri stað. Hjartans þakkir, elsku Ingi minn, fyrir allt sem þú varst mér og minni fjölskyldu í gegnum árin. Það eru svo margar góðar minningar sem ég á um þig, kæri bróðir minn, og mun ég geyma þær í hjarta mínu uns við hittumst á ný. Birta og ylur þig beri á betra og æðra svið. Með þér Guð faðir veri verndi og blessi þig. Hvíl í friði. Þín systir, Halla. Elsku bróðir og mágur. Þá er komið að kveðjustund. Það eru margar minningar sem koma upp í huga okkar. Til dæm- is ferðalögin sem við fórum í sam- an. Þá hlógum við mikið, þú kall- aðir okkur stundum mömmu og pabba og við þig litla strákinn okkar. Jólin, þar sem þú komst yfir- leitt alltaf til okkar og fannst stelpunum það tilheyra jólunum. Þú varst alltaf mjög hjálplegur og vildir allt fyrir alla gera. Það voru ófáar stundirnar sem þú vildir hjálpa til hjá okkur þegar við stóðum í endurbótum á hús- inu eða öðru. Þú hafðir gaman af að gantast og hafðir þennan sér- staka húmor eins og fleiri í fjöl- skyldunni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku vinur. Hvíl í friði. Við kveðjum þig með þakklæti og söknuði. Minning þín mun lifa. Hákon og Ingibjörg. Elsku Ingólfur „afi“ minn. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir það að hafa verið í lífi mínu, þú varst mér alltaf góður og hjálpsamur og vildir öllum gott. Þegar ég fékk þær fréttir að þú værir farinn frá okkur öllum fékk ég sting. Elsku afi minn var farinn og kemur aldrei aftur. Við áttum aðeins góðar minn- ingar saman þegar við fórum í bíltúr á páskadag klukkan 10 um morguninn, sá páskadagur var frábær. Þegar ég bað þig um rauðan sportbíl í afmælisgjöf og þú gafst mér rauðan sportdótabíl, þegar við fórum saman í Kolaportið, þegar ég og þú kíktum í hesthúsið til systur þinnar. Þú varst alltaf til staðar fyrir ömmu og mig og mína nánustu ættingja. Þú varst jákvæður og traustur maður og vildir öllum gott. Það var afskaplega gott að tala við þig um hin ýmsu mál eða bara um daginn og lífið. Takk fyrir að vera í lífi elsku ömmu minnar sem misst hefur langbesta vin sinn. Ég átti aðeins góðar og hlýjar minningar um þig sem ég mun muna alltaf. Hver minning er dýrmæt perla. Ég kveð þig, elsku afi minn, í mikilli sorg og söknuði og þakka þér fyrir þau ár sem ég fékk að hafa þig hjá mér. Góða ferð, elsku Ingólfur afi minn, og hvíldu í friði og guð megi geyma þig og varðveita, þín verð- ur sárt saknað. Og þessum degi í dag mun ég aldrei gleyma því í dag á ég afmæli og sé þig í hinsta sinn. Og ég á eftir að sakna þín og minnast þín alltaf á þessum degi. Elska þig. Minning þín lifir í ljósi mínu. Guð megi blessa þig og varð- veita. Nú inn læðist sorgin því nú ertu farinn. Finnst sem þú hafir verið hér í gær. Ef aðeins ég gæti dregið þig til mín nær. Ef ég aðeins þig fengið sótt, hví tók lífið þig svo fljótt, hví endar það alltaf skjótt? Elskulega fjölskylda, Ég sendi ykkur mínar innilegustu samúð- arkveðjur megi Guð og allir hans englar vera með ykkur um ókomna tíð. Þín afastelpa, Sonja Rut Jónsdóttir. Elsku Ingi. Það eru margar góðar minn- ingar sem koma upp í hugann þegar ég sest hér niður og rifja upp tímana sem ég átti með þér, elsku frændi. Það er erfitt að hugsa sér að ég eigi aldrei aftur að sjá eða heyra í þér. Mér þótti aldrei vera jól nema þú værir hjá okkur, það var parturinn af jól- unum að þú værir hjá okkur á að- fangadag. Þessi jól verða tómleg án þín, en ég veit að þú verður með okkur. Þú upplifðir margt á þinni lífsævi. Seinni árin glímdir þú við erfið veikindi sem endaði síðan með sorglegum hætti. Elsku Ingi minn, ég kveð þig með miklum söknuði og veit ég að end- urfundir þínir við foreldra þína og systkini hafa verið góðir, þú sakn- aðir þeirra alltaf sárt. Það er gott að vita að þú sért kominn á góðan stað núna, elsku frændi. Mér þótti alltaf svo vænt um þig og hélt mikið upp á þig. Ég trúi því að þú sért á nýjum stað í kúrekastígvél- unum þínum og með derhúfuna þína og segir öllum brandara sem einkenndist af einkahúmornum ykkar pabba. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Hvíl þú í friði Þín frænka, Drífa Sjöfn. Elsku Ingi minn! Mig langar að minnast þín með nokkrum kveðjuorðum frændi sæll. Þú hefur ekki horfið úr huga mér síðan að Halla systir þín hringdi grátandi að tilkynna mér lát þitt. Ég vissi að þú varst veik- ur, en ekki að þetta væri orðið svona slæmt. Ég bið þig að fyr- irgefa mér elsku frændi minn, fyrir að hafa ekki haft visku til þess að sjá kringumstæðurnar í réttu ljósi. Takk fyrir alla hjálpina elsku Ingi minn. Þú hjálpaðir mér að mála íbúðina, og gerðir við hjólið mitt sem er búið að vera bilað síðan í fyrravor. „Já“ ég hugsa til þín í hvert skipti sem ég hjóla, ég elska að hjóla, og það er þér að þakka að ég get gert það sem mér finnst skemmtilegast að gera. Takk aftur elsku frændi. Mig langar líka að þakka þér fyrir yndislega kvöldstund sem við áttum saman snemma í vor. Þú komst í heimsókn, brúnn, sætur og glaðlegur og varst fljót- ur að reka augun í brotinn engil, hauslausan og vængjalausan uppi í hillu. Það var allt sett í gang að lækna blessaðan engil- inn og eitthvað meira sem þurfti að líma. Við áttum líka mjög notalegt spjall meðan á þessu stóð. En þannig varst þú Ingi minn hjálpsamur, rausnarlegur og greiðugur. Þú vildir láta gott af þér leiða, og ég veit að þú varst mikið að hjálpa í ABC barnastarfinu meðan kraftar leyfðu. Þú fórst í ABC skólann og hafðir þrjár litlar Afríkutelpur á þínu fram- færi, ásamt því að styrkja mörg góð málefni mjög rausnarlega. Þetta segir mikið um þig Ingi minn. Og eins og stendur í Biblí- unni: „Guð elskar glaðan gjaf- ara“. Já, svo sannarlega elskaði hann þig, og þú varst með hon- um í liði. En lífið er margslungið og ferlega flókið. Sérstaklega þegar að maður er mikið veikur. Það skiptust á skin og skúrir hjá þér elsku frændi, en ég veit að þú upplifðir mikið kraftaverk í vetur. Guð læknaði þig og þú varst nýr maður í nokkra mán- uði, glaður og ánægður, og gerðir góða hluti fyrir sjálfan þig og aðra. Þetta var yndis- legur tími fyrir þig Ingi minn, sem ber að þakka fyrir. Þú varst mjög stoltur af hon- um Rúnari þínum, enda mjög duglegur og yndislegur drengur sem hefur komið sér vel fyrir með eigið fyrirtæki. Bið góðan Guð að hugga hann og styrkja með sérstakri blessun og vernd. Elsku hjartans Rúnar, Halla, Konni, Sigurjón, Siggi, Deddý, makar, börn og aðrir ástvinir. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur elskurnar mínar, líka til þín Guðbjörg mín og Guð blessi þig fyrir að reynast Inga svona frábærlega vel. Bið góðan Guð að vera með ykkur, snerta við ykkur með kærleika sínum, styrkja ykkur og hugga í sorginni. Elsku frændi, ég sé þig fyrir mér hjá Jesú umvafinn dýrð og ástvinum. Guð blessi minningu þína Ingi minn og gefi þér eilífan frið. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Þín frænka, Konný og fjölskylda. Farvegur lífs okkar er óskráð blað. Við hefjum ferðina, lifum hana og endum. Hún mótast af lífsbaráttu okkar hverju sinni, upplifun og uppvexti okkar, þroska og þrá þess að gera betur í lífinu. Í dag er harmur í hjarta mínu og tárdögg á kinn. Ég kveð vin minn Ingólf Pálsson með söknuði en mikilli hlýju og er hugur minn fullur af yndislegum minningum um vináttu okkar sem varði yfir 16 ár. Ingólfur var góður vinur. Reyndist mér traustur mjög, góðhjartaður maður sem var bóngóður og hjálpsamur. Hann hafði næma tilfinningu fyrir þeim sem minna máttu sín. Þátttaka hans hjá Barnahjálp ABC sýndi vel þann mikla vilja sem hann vildi sýna í verki. Hann gerði sitt besta alla tíð. Ég sakna þín mikið, elsku Ing- ólfur minn. Ég sakna jafnvel þess að heyra í skránni þegar þú komst til mín. Oftast með eitt- hvað að snæða fyrir okkur og þá töfraðir þú fram kvöldmatinn með þínum hætti. Gekkst frá öllu og eftir sátum við tvö – merki þess hvað vináttan er rík mann- kyninu! En nú er ferð þinni lokið hér og við tekur bjartur staður þar sem þú færð enn betra tækifæri til að láta þitt hjarta skína, hjálp- semi vinnast, og greiðvikni ganga fram sem sannur hersir réttlæt- isins! Ég þakka þér fyrir allt. Traustið, stundir okkar, stuðning þinn við veikindi mín, hjálpsem- ina, og hversu góður þú reyndist börnum mínum. Þú tókst þeim með þínum hætti og þannig end- urspeglaðist það sem hjarta þitt í raun er – vinur sem hægt er að treysta á! Nú hefur þú nýja göngu á nýj- um stað og skrifar sögu þína á blað. Þú hittir nú ömmu Bentínu sem þér þótti svo vænt um og pabba þinn sem var þér sem vin- ur og félagi. Gangi þér vel, elsku Ingólfur minn. Ég votta fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð og bið þess að allt það góða hjálpi þeim á stundu sem þessari, er við kveðjum þig. En í hjarta okkar er minning um góðan dreng sem var léttur í fasi, dálítill töffari, en bar þann heiður vel. Þín vinkona, Guðbjörg Einarsdóttir. Ingólfur Pálsson  Fleiri minningargreinar um Ingólf Pálsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Veitingastaðir Atvinna í boði Óskum eftir starfsfólki í eldhús, sal og uppvask. Um er að ræða fullt og hlutastarf. 18 ára aldurstakmark. Umsóknir sendist á rubytuesdayice@ gmail.com - Ruby Tuesday, Höfðabakka & Skipholti. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endur- vinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - sími 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílaþjónusta Húsviðhald Almennt viðhald húseigna Almennt viðhald húseigna. Þarftu að breyta, bæta eða lagfæra? Sumar- húsavinna, smíðavinna, rafvirkjun, pípulagning, þrif o.fl. Hafið samband, 848 1488, gpEinarsson.gmail.com Til sölu vinnuskúr, ca. 13 m² einangraður, með rafmagnstöflu. Verð 190 þús. kr. Uppl. í s. 699 0415. ✝ Elskuleg konan mín, GUÐRÚN LILJA MAGNÚSDÓTTIR, fyrrverandi ljósmóðir, lést laugardaginn 11. ágúst. Útförin fer fram frá Grensáskirkju föstudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Björn Björnsson og fjölskylda. ✝ Faðir okkar, EYSTEINN GÍSLI GÍSLASON, Skáleyjum, andaðist á Dvalarheimilinu Barmahlíð, Reykhólum, laugardaginn 11. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Egill Teitur Eysteinsson, Ingibjörg Vigdísardóttir, Andrés Gísli Vigdísarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.