Morgunblaðið - 14.08.2012, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Guðrún Vala Matthías-
dóttir, Ásgeir Egill Jónsson
og Arnar Jónsson söfnuðu
skeljum í Maríuhöfn í Hval-
firði og seldu fyrir framan
Nettó í Salahverfi. Ágóðinn
af sölunni var 6.002 krónur
og rann hann allur til Rauða
krossins.
Söfnun
Hafnarfjörður Sölva Flókadóttir
fæddist 21. nóvember kl. 17.05. Hún vó
4.230 g og var 52 cm löng. Foreldrar
hennar eru Jenný Guðmundsdóttir og
Flóki Árnason.
Nýr borgarar
Þarf að klippa?
Garðlist klippir tré og slær garða
Sími: 554 1989 www.gardlist.is
Ég ætla að fara út að borða með eiginmanninum og strákunummínum tveimur,“ segir Hrönn Brynjarsdóttir á Akureyri enhún er fertug í dag. „Það átti að vera stórveisla en ekkert
varð úr því. Í staðinn ætla ég að halda upp á 44 ára afmælið með
pompi og pragt! Við hjónin vorum í námi í Þýskalandi í sex ár og þar
er haldið upp á það sem þeir kalla snafsatölur, 33, 44, 55.“ Eiginmað-
urinn er Pálmi Óskarsson heimilislæknir og þau eiga tvo syni, Tuma
Hrannar, 14 ára, og Inga Hrannar, átta ára. Hrönn lauk í vor meist-
araprófi í líftækni og er nú að leita sér að vinnu. Áður lauk hún BS-
prófi í umhverfis- og orkufræði en hún hefur mikla reynslu af
rannsóknastofuvinnu. Í Þýskalandi lauk Hrönn sveinsprófi í leir-
kerasmíði. „Ég er að verða eins og Georg Bjarnfreðarson, með próf í
öllu!“
Hrönn var skáti á yngri árum og segist þá hafa verið upp um fjöll
og firnindi. Fjölskyldan hefur mikinn á áhuga á útivist, þau hafa
ferðast mikið í sumar og Hrönn og Tumi Hrannar gengu Laugaveg-
inn í sextán manna hópi. „Þetta var mjög skemmtilegt og fegurðin
stórkostleg. Laugavegurinn er alls ekki erfiður en þetta eru 55 kíló-
metrar og maður þarf að vera í þokkalegu formi. Með okkur voru
hjón um sextugt frá Toronto. Konan hafði aldrei áður farið í útilegu,
keypti sér svefnpoka og bakpoka fyrir ferðina. Þetta tók á hana en
hún er hörkudugleg og fór þetta á brosinu.“ kjon@mbl.is
Hrönn Brynjarsdóttir er fertug
Göngugarpar Hrönn Brynjarsdóttir með yngri syni sínum, Inga
Hrannari, í fjallgöngu á Úlfarsfelli í byrjun ágúst.
Göngugarpur með
próf í líftækni
R
agnar fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp.
Hann lauk stúdents-
prófi frá MH 1972 og
prófi í viðskiptafræði
frá HÍ 1976.
Ragnar var sérfræðingur við hag-
deild Iðnaðarbanka Íslands hf. 1976-
78, forstöðumaður þar 1978-79, að-
stoðarbankastjóri Iðnaðarbanka Ís-
lands hf. 1979-84 og bankastjóri þar
1984-89, framkvæmdastjóri hjá Ís-
landsbanka 1990-98, framkvæmda-
stjóri Kreditkorts 1998-2007 og hefur
verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi frá
2007.
Ragnar var framkvæmdastjóri
fjármögnunarfélagsins Glitnis hf,
samhliða starfi í Iðnaðarbankanum,
1985-87, og stjórnarformaður félags-
ins 1992-97, sat í stjórn Reiknisstofu
bankanna 1982-90, formaður fram-
kvæmdastjórnar Iðnþróunarsjóðs
1985-88, formaður stjórnar Draupn-
issjóðsins hf. 1987-95, sat í stjórn
Fiskveiðasjóðs Íslands 1991-94, í
stjórn Kreditkorts hf. 1990-98, for-
maður stjórnar Verðbréfamarkaðar
Íslandsbanka hf. 1986-92 og 1997-98,
Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur – 60 ára
Á Hvítárbökkum Ragnar með Önundi, syni sínum, á kunnugum veiðislóðum í Borgarfirði, Hvítárvellir í baksýn.
Í viðskiptum og laxveiði
Barnabörnin Ragnar með Áslaugu Lilju og Sigurjón Kára.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður
sem hefur hafið göngu sína
í Morgunblaðinu. Þar er
meðal annars sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
hjónavígslum, barnsfæðingum
eða öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón