Morgunblaðið - 14.08.2012, Side 31

Morgunblaðið - 14.08.2012, Side 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 2012 GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ - ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 HANSA BLÖNDUNARTÆKI HANSA MIX eldhústæki útdraganlegur barki HANSA PINTO eldhústæki HANSA VANTIS handlaugartæki HANSA POLO eldhústæki HANSA PRIMO handlaugartæki án lyftitappa Lára Hilmarsdóttir larah@mbl.is „Ég er vanur góðum textum og góð- um ljóðum. Ég vildi halda áfram á þeirri braut og snéri mér þess vegna til Kristjáns Hreinssonar sem er mjög laginn við ljóð og texta. Hon- um hefur tekist mjög vel upp með að láta textann falla vel að laglínunum,“ segir Þormar Ingimarsson sem gaf nýlega frá sér hljómplötu sem nefn- ist Vegferð. Þormar samdi lögin á plötunni og Kristján samdi textann við lögin. Vilhjálmur Guðjónsson leikur á fjölda hljóðfæra á mörgum lögum plötunnar og á henni koma einnig við sögu söngvarar á borð við Ragnar Bjarnason, Skapta Ólafsson, Eyþór Inga Gunnlaugsson, Friðrik Ómar Hjörleifsson og Margréti Eir Hjartardóttur. Sætta sig við textann Vegferð er þriðja plata Þormars, en hann hefur áður gefið út plöt- urnar Sundin blá sem kom út 1995 og Fugl eftir fugl sem kom út 2000. „Fyrstu tveir diskarnir sem ég gaf frá mér innihalda aðallega lög við ljóð Tómasar Guðmundssonar og Steins Steinarrs. En á nýjasta disk- inum vildi ég breyta til og samdi fyrst lögin og fékk textann ofan á þau eftir á,“ segir Þormar. „Stóri munurinn á því að semja lög við ljóð er að þá kviknar á bæði laginu og ljóðinu samtímis. En þegar maður gerir lögin og svo bætist text- inn við eftir á þá tekur stundum smá tíma að sætta sig við textann,“ bætir Þormar við. Einnig segir hann það taka tíma að slípa tónlistina til þegar textinn er saminn í kjölfar lagsins. „Það þarf að gera til þess að lag og texti renni saman í fallega heild.“ Laglínur sem allir geta flautað Tónlistina á nýja diskunum lýsir Þormar sem kántrí-rokktónlist, en fyrst og fremst sem melódískri tón- list „vegna þess að þetta eru allt lag- línur sem þú getur lært að flauta“. „Þeir sem til þekkja til tónlistar- innar heyra einkenni á þessari plötu frá fyrri plötum. Viðbrögðin sem ég fæ frá fólki sem hefur verið að hlusta á plötuna er að því finnst gott rennsli í tónlistinni og hún lætur ekki illa í hlustun.“ „Vilhjálmur er útsetjari plöt- unnar, en ég hef átt í nánu samstarfi við hann í töluvert langan tíma. Hann kemur mjög sterkur inn á plötunni,“ segir Þormar. Um söngv- arana Ragga Bjarna og Skapta Ólafs segir Þormar: „Þetta eru menn sem voru stjörnurnar þegar ég var ungur. Þess vegna langaði mig að krækja í þá kynslóð,“ segir Þormar. Eyþór Ingi, Friðrik Ómar og Margrét Eir eru meðal yngri söngvara á plötunni. „Þannig að söngvarahópurinn er breiður en það er mér að skapi, að hafa breiða tón- listarflóru á plötunni,“ segir Þor- mar. Léttir að hreinsa til Jafnframt því að fást við tónlist hefur Þormar starfað hjá Mari Time í um það bil þrjá áratugi. Mari Time er fyrirtæki sem sérhæfir sig í inn- flutning og dreifingu úra og veitir gullsmiðum og úrsmiðum þjónustu tengda úrum. Engu að síður segir Þormar ekkert lát á tónlistar- starfinu. „Það er alltaf stefnan að halda áfram og huga að einhverju nýju. En það er einnig ákveðinn léttir þegar maður er búinn að koma frá sér svona stóru verkefni. Þá er maður búinn að hreinsa til og hægt að fara að huga að næsta verkefni,“ segir Þormar. „Það verður ekkert slegið af í því, það verður bara haldið áfram.“ Semur lög við texta Kristjáns Hreinssonar  Vegferð er þriðja breiðskífa Þormars Ingimarssonar Morgunblaðið/Styrmir Kári Lagahöfundurinn Þormar lítur á sjálfan sig fyrst og fremst sem lagahöf- und en Vegferð er þriðja platan þar sem heyra má lagasmíðar Þormars. Þrjú myndbandsverk, eða tilraunir, eftir Kitty Von Sometime úr Weird Girls syrpu hennar, verða sýnd í húsinu sem eitt sinn hýsti Ellingsen og síðar Saltfélagið, á Grandagarði í Reykjavík á Menningarnótt. Verk- in tók hún í Kína og var styrkt til þess af útibúi fyrirtækisins Con- verse þar í landi. Þriðji þáttur Kína-verkefnisins nefnist Castle of the Apocalypse, eða Kastali heims- endis, og var hann tekinn í yfir- gefnum Disneyland-skemmtigarði í nágrenni Peking. Hljómsveitin Syk- ur leikur tónlist á staðnum kl. 18 og er aðgangur ókeypis en viðburð- irnir eru hluti af dagskrá Menningarnætur. Skrítnar Úr einu myndbanda Kittyar sem tekin voru í Kína. Skrítnar stelpur í Kína á Menningarnótt Matthías Sigurðsson klarínettu- leikari og Christos Papandreopou- los píanóleikari halda tónleika í kvöld kl. 20 í sal Tónskóla Sig- ursveins D. Kristinssonar, Engja- teigi 1. Á efnisskrá eru verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Francis Poulenc, Béla Kóvacs, Alban Berg, Jo- hannes Brahms auk þess sem verk- ið Nightttt Loops eftir bandaríska tón- skáldið Nick Norton verður flutt en það samdi hann fyrir Matthías og til- einkaði honum. Matthías og Christos stunda báðir nám við Tónlistarháskólann í Amsterdam og hafa hvor um sig unnið til verð- launa fyrir tónlistarflutning sinn. Matthías og Chri- stos á tónleikum Matthías Sigurðsson Uppfærsla Þjóðleikhússins á söng- leiknum Vesalingunum naut mik- illar velgengni á liðnu leikári og ætlar leikhúsið að fagna þeirri vel- gengni með því að blása til lokahá- tíðar í samstarfi við tónlistarhúsið Hörpu og flytja söngleikinn þar í konsertuppfærslu, 2. og 9. sept- ember nk. Söngleikurinn gekk fyrir fullu húsi frá byrjun mars fram á sumar, hlaut níu tilnefningar til Grímunnar og Þór Breiðfjörð hlaut verðlaun sem söngvari ársins. Í tón- leikauppfærslunni á verkinu munu koma fram sömu söngvarar og leik- arar sem fluttu það á fjölum Þjóð- leikhússins, í búningum og verður tónlistin úr söngleiknum flutt með stækkaðri hljómsveit og kór. Leik- arar og söngvarar í verkinu eru m.a. Þór Breiðfjörð, Egill Ólafsson, Valgerður Guðnadóttir, Ólafur Eg- ill Egilsson, Margrét Eir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Vigdís Hrefna Páls- dóttir, Jóhannes Haukur Jóhann- esson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Hátíðlegir tónleikar Þór starfaði erlendis í ein 14 ár en sneri aftur sl. vetur með til- þrifum sem Jean Valjean í Vesa- lingunum, verki sem hann hefur sungið og leikið í margsinnis á er- lendri grundu og þá ólík hlutverk. Þór segist líklega hafa sungið í ein- um þúsund sýningum á verkinu. „Þetta eru s.s. tónleikar en í fullum búningum með hárkollum þannig að persónurnar mæta þarna ljóslif- andi,“ segir Þór um konsert- uppfærsluna. „Þessi viðhafnarbún- ingur er þekktur, ég hef gert þetta áður t.d. í Skandinavíu-túr. Þá vor- um við með Sinfóníuhljómsveit Lundúna og fólk frá West End nema að það var danskur Valjean og hún Carola, sænska Evróvisjón- drottningin, var Fantine sem hún Valgerður leikur hjá okkur. Þetta eru mjög hátíðlegir tónleikar og gefa að mjög mörgu leyti þessa til- finningu sem uppfærslan gefur manni af því þetta er í búningum. Þetta er mjög vinsælt hjá þeim sem hafa séð stykkið áður, þeir þekkja sögurnar og persónurnar en þetta er stærra og áherslan á að þetta eru tónleikar þannig að það er allt lagt í hljóðið,“ segir Þór. helgisnaer@mbl.is Strokufangi Þór Breiðfjörð í hlutverki Jean Valjean í uppfærslu Þjóðleik- hússins á Vesalingunum. Hann hlaut Grímuverðlaun sem söngvari ársins. Vesalingarnir í Hörpu í haust  Konsertuppfærsla á söngleiknum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.