Morgunblaðið - 14.08.2012, Síða 36
ÞRIÐJUDAGUR 14. ÁGÚST 227. DAGUR ÁRSINS 2012
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Spice Girls á formalíni?
2. Ostapchuk þarf að skila gullinu
3. Logi: Þetta snýst ekki um mig
4. Þétt setin rúta vó salt á vegbrún
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Söngvarinn Þór Breiðfjörð mun fyr-
ir jól senda frá sér einsöngsplötu
sem Þórir Baldursson stjórnar upp-
tökum á en Geimsteinn gefur plötuna
út. Þór er með ýmislegt annað á
prjónunum, mun m.a. syngja hinn 31.
ágúst með Stórsveit Reykjavíkur í
Eldborg í Hörpu, á tónleikum tileink-
uðum Stórsveit Glenn Miller.
Þór Breiðfjörð vinnur
að einsöngsplötu
Tríó Sunnu
Gunnlaugs hefur
fylgt eftir breið-
skífu sinni Long
Pair Bond á tón-
leikum í sumar,
lék m.a. í níu ríkj-
um Bandaríkjanna
í júní og er á leið á
Jazzhátíð Óslóar
þar sem það leikur með saxófónleik-
aranum Tore Brunborg. Að því loknu
heldur tríóið til Akureyrar og leikur á
Græna hattinum 16. ágúst kl. 21.
Tríó Sunnu Gunn-
laugs í níu ríkjum
80 kvikmyndagerðarmenn frá ýms-
um löndum sóttu um að taka þátt í
Kvikmyndasmiðju Alþjóðlegrar kvik-
myndahátíðar í Reykjavík, RIFF, í ár
og hafa umsækjendur
aldrei verið fleiri. Í
fyrra sóttu 38 um.
Í smiðjunni er
m.a. boðið upp á
fyrirlestra og
handritavinnu. Um-
sjónarmaður smiðj-
unnar er Marteinn
Þórsson.
Metaðsókn að Kvik-
myndasmiðju RIFF
Á miðvikudag Austan 3-10, en hægari breytileg átt vestantil. Dá-
lítil rigning á Suðaustur- og Austurlandi, annars skýjað með köflum
og stöku skúrir. Hiti 12-22 stig, hlýjast norðan- og vestanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 8-13 m/s, en hvassara í fyrstu suð-
austantil. Rigning með köflum, en þurrt að mestu norðan- og norð-
vestanlands. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast á Norður- og Vesturlandi.
VEÐUR
Karlalandsliðið í körfubolta
mætir einu sterkasta liði
Evrópu í Laugardalshöllinni
í kvöld. Þá mætast Ísland
og Serbía í fyrsta leiknum í
undankeppni Evrópumóts-
ins sem nú er með nýju
sniði. „Þó að leikurinn verði
mjög erfiður verður gaman
fyrir alla körfubolta-
áhugamenn að sjá svona lið
spila,“ segir landsliðsmað-
urinn Hlynur Bæringsson.
»2
Ísland mætir einu
besta liði Evrópu
Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrirliði
Skagamanna, er leikmaður 15. um-
ferðarinnar í fótboltanum hjá Morg-
unblaðinu. Hann segir að á Akranesi
rói allir í sömu átt og hann sé afar
glaður yfir því að hafa flutt heim eftir
langa dvöl sem atvinnumaður erlend-
is og geta tekið
þátt í upp-
byggingunni
sem þar á
sér stað.
»4
Glaður að geta tekið
þátt í uppbyggingunni
Knattspyrnumaðurinn Davíð Þór Við-
arsson skrifar undir hjá danska B-
deildar liðinu Vejle-Kolding í dag en
hann hefur spilað með sænska B-
deildar liðinu Östers undanfarin þrjú
ár.
Östers er langefst í deildinni og sigl-
ir hraðbyri upp í sænsku úrvalsdeildina
en liðið gerði ekki nóg til að halda
Davíð sem flytur sig nú um set. »1
Davíð Þór fer ekki með
Östers í efstu deild
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Líney Sigurðardóttir
lineysig@simnet.is
Rennilega seglskútan Belladonna
lagðist upp að kantinum í höfninni á
Þórshöfn eina góðviðrisnóttina á
dögunum og var skemmtilegt mót-
vægi við stóru síldar- og makríl-
veiðiskipin sem biðu þar löndunar.
Írinn Finbarr Murphy var einn á
þessari 17 metra löngu, steinsteyptu
skútu, sem vaggaði mjúklega á lygn-
um sjónum og virtist ekki byggð úr
svo þungu efni.
Murphy, sem er af gelískum upp-
runa, er 72 ára og skútan er með öfl-
uga vél svo hann er ekki alveg háður
seglunum. Hann er hættur til sjós
sem atvinnumaður en siglir nú um
heimsins höf sér til ánægju á skút-
unni sinni og lifir á tekjum af búgarði
sínum á Írlandi.
Murphy ætlar að sigla við Ísland
og er ákveðinn í að hafa vetursetu á
Ísafirði. „Börnin mín voru hissa á að
ég ætlaði ekki að vera heima en ég
ætla ekki að sitja einn við gluggann í
stóra húsinu mínu á Írlandi og bíða
eftir að barnabörnin og börnin komi í
heimsókn,“ segir hann.
Vönduð upplýsingaskráning
Murphy situr ekki auðum hönd-
um, heldur er hann að útbúa skrá
sem nýtast mun bæði honum og öðr-
um sjófarendum. Hann safnar skipu-
lega upplýsingum í hverri höfn um
aðstöðu og þjónustu og segir slíkar
upplýsingar vanta um hafnir Íslands.
Skrá Murphys er mjög skipulega
uppsett í dálka þar sem hann merkir
inn þau atriði sem eru til staðar og
hvað vantar eða er óljóst. Hann nefn-
ir sem dæmi að í allflestum höfnum
Íslands sé ekki hægt að fá skýr svör
um hver kostnaðurinn sé við að láta
skútu liggja í höfn í lengri eða
skemmri tíma.
Murphy finnst að upplýsingar á
netsíðum þurfi að vera nákvæmar og
ef þjónusta eins og t.d. sundlaug er í
allnokkurri fjarlægð frá bænum
þurfi það að koma fram. „Það ganga
ekki allir 12 km leið til að fara í
sund,“ bendir hann á.
Glöggt er gests augað og Murphy
segir að þarna sé upplagt tækifæri til
atvinnusköpunar til dæmis í ferða-
þjónustu. „Varast verður þó að verð-
leggja þjónustu hafnanna of hátt, því
ferðafólkið á skútunum kemur í land
og eyðir þar gjaldeyri, sem eru líka
tekjur fyrir bæjarfélagið.“
Murphy hefur sterkar taugar til
Íslands. „Írar og Íslendingar eru
andlega skyldir og hjörtu þeirra slá í
sama takti. Hér finn ég anda for-
feðra minna sem settust hér að í
fyrndinni. Hér finn ég írska sál,“
sagði Íslandsvinurinn Finbarr
Murphy.
Aldraður „unglingur“ á skútu
Sigldi einn frá
Írlandi og verður
á Ísafirði í vetur
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Skútuskipstjórinn „Börnin hafa gott af að alast upp í friðsælu sjávarþorpi,“ segir Finbarr Murphy.
Finbarr Murphy er af gelískum
uppruna og nafn hans merkir sjó-
hundur eða sæúlfur. Þessi reyndi
heimshornaflakkari hefur mjög
ákveðnar skoðanir á ýmsum mál-
um, ekki síst því sem tengist fisk-
veiðum og fiskveiðistjórnun eftir
fjörutíu ára sjómennsku og var
ákafur í að koma þeim á framfæri.
„Landið ykkar er yndislegt, ekki
eftirláta öðrum þjóðum yfirráð eða
ítök af neinu tagi og alls ekki
ganga í Evrópusambandið,“ sagði
skipstjórinn Finbarr Murphy sem
álítur aðild að ESB ekki hafa verið
Írum til góðs varðandi sjávar-
útveginn. „Þið eruð lítil þjóð og
ykkar miklu verðmæti eru frelsið,
víðáttan og þessi dásamlega nátt-
úra. Aðrar þjóðir eru fyrir löngu
búnar að sjá það, svo verið með-
vituð um það sem þið eigið og
haldið utan um það – sjálf,“ segir
Finbarr Murphy.
Ekki fara í Evrópusambandið
MURPHY DÁSAMAR FRELSI, VÍÐÁTTU OG NÁTTÚRU LANDSINS