Morgunblaðið - 15.08.2012, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012
Lífið er litríkt
Heildsöludreifing: ACT ehf, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, sími 577 2150
60 ára reynsla á Íslandi
BAKSVIÐ
Ingveldur Geirsdóttir
Þorsteinn Ásgrímsson
Þegar Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra
tilkynnti fyrirhugaða hækkun á virðisaukaskatt á
hótel og gististaði úr 7% í 25,5% í fyrradag sagði
hún að ferðaþjónustan hefði verið á undanþágum
eða ríkisstyrk fram til þessa í formi lágs virðis-
aukaskatts.
Almennt þrep í virðisaukaskatti er 25,5% segir
á vefsíðu Ríkisskattstjóra en 7% virðisauka-
skattur er innheimtur af tiltekinni vöru og þjón-
ustu. Má þar nefna afnotagjöld Ríkisútvarpsins,
sölu tímarita, dagblaða, bóka, geisladiska, að-
gang að vegamannvirkjum t.d. gjaldtöku vegna
Hvalfjarðarganganna, matvæli og aðrar vörur til
manneldis, og sölu á heitu vatni, rafmagni og olíu
til hitunar húsa og laugarvatns. Þá er í þessum
flokki upptalin útleiga hótel- og gistiherbergja og
annarrar gistiþjónustu en miðað við yfirlýsingu
fjármálaráðherra mun hún hverfa úr 7% flokk-
inum í maí á næsta ári.
Dagsferðir undanþegnar virðisauka
Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Rík-
isskattstjóra, segir að lítið hafi breyst í 7% virð-
isaukaskattsflokknum undanfarin ár. „Mest af
þessu er búið að vera nokkuð lengi. Það er verið
að halda þessu lágu því þetta eru nauðsynjavörur
að stórum hluta, eins og matur, heitt vatn og raf-
magn.“
Jón segir að auk 25,5% og 7% skattaflokkanna
sé í rauninni einn skattflokkur í viðbót, það er 0%
flokkurinn. Undir hann falla m.a rafbílar en síð-
astliðið vor samþykkti Alþingi bráðabirgða-
ákvæði þar sem heimilt er að fella niður virð-
isaukaskatt af rafmagns- eða vetnisbifreið að
ákveðnu hámarki. Í skattflokki núll eru líka
flokkar innan ferðaþjónustunnar, því dagsferðir
fyrir ferðamenn eru undanþegnar virð-
isaukaskatti.
Steinþór Haraldsson hjá Ríkisskattstjóra
staðfesti í samtali við mbl.is í gær að skipulagðar
ferðir með leiðsögn fararstjóra væru und-
anþegnar virðisaukaskatti. Undir þetta falla t.d.
allar sleða-, hesta-, fjórhjóla- og rútuferðir.
Í skýrslu sem unnin var af Ferðamálastofu
fyrir samgönguráðuneytið er gerður sam-
anburður á virðisaukaskatti í ferðaþjónustu milli
Norðurlandanna og þar eru flokkarnir hópferða-
bifreiðar og ferðaþjónusta sögð vera með 0%.
Það má því ætla að t.d. hvalaskoðunarferðir og
langar gönguferðir um hálendið með leiðsögu-
manni séu einnig undanþegin virðisaukanum.
Aðili innan gistiþjónustunnar sagði í samtali
við mbl.is að óeðlilegt væri að þegar ætti að
draga skatt úr ferðamannageiranum væri ávallt
farið beint í gistiaðilana, en horft framhjá þeim
sem byðu upp á ferðir og afþreyingu. Í byrjun
þessa árs var sérstakur gistináttaskattur, 100
krónur á hverja selda gistináttaeiningu, settur
á.
Sýndi ferðaþjónustunni óvirðingu
Samtök ferðaþjónustunnar segja hugmyndir
ríkisstjórnarinnar um að hækka virðisaukaskatt
á gistingu úr 7% í 25,%% vera mikil vonbrigði
og rothögg fyrir ferðaþjónustuna. Í tilkynningu
sem samtökin sendu frá sér í gær segja þau að
fjármálaráðherra hafi sýnt ferðaþjónustunni og
starfsfólki hennar fádæma óvirðingu með því að
segja neðra þrep virðisaukaskatt vera ríkis-
styrk.
Þá benda samtökin á að 29 þjóðir af 32 í Evr-
ópu séu með gistinguna í neðra þrepi virð-
isaukaskatts og nefna sem dæmi að Þjóðverjar
hafi lækkað virðisaukaskatt á gistingu úr 19% í
7% þegar fór að kreppa að í Evrópu.
Skipulagðar ferðir undanþegnar
Morgunblaðið/RAX
Blikur á lofti Ferðamenn hafa hópast til landsins í ár, en ferðaþjónustan hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri hækkun virðisaukaskatts.
Misjöfn skattlagning innan ferðaþjónustunnar Gisting fer í virðisaukaskattflokk 25,5% á meðan
skipulagðar ferðir með leiðsögn eru undanþegnar virðisaukaskatti Rothögg fyrir ferðaþjónustuna
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Hinn 10. febrúar 2012 skrifuðu vel-
ferðarráðuneytið, Alþýðusamband
Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnu-
lífsins (SA) undir
samkomulag um
þriggja ára til-
raunaverkefni
um þjónustu við
atvinnuleitendur.
Markmið til-
raunaverkefn-
isins er að efla
vinnumiðlun og
stuðla að virkari
vinnumarkaðs-
aðgerðum.
Nokkrar tafir hafa verið á verk-
efninu síðan það var fyrst kynnt til
sögunnar en það fór af stað um
mánaðamótin.
Þrjú stéttarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu taka þátt í verkefninu og
er VR meðal þeirra. „Okkur var til-
kynnt með bréfi frá Vinnumála-
stofnun fyrir mánaðamótin að okk-
ar félagsmenn sem eru
atvinnulausir myndu fá þjónustu
frá okkur næstu þrjú árin í vinnu-
miðlun og starfs- og námsráðgjöf,“
segir Stefán Einar Stefánsson, for-
maður VR.
Síðan verkefnið fór af stað um
mánaðamótin hafa um 120 fé-
lagsmenn komið án boðaðs viðtals á
skrifstofur VR í leit að hjálp.
„Þetta er til merkis um það að
stéttarfélögin í landinu standi nær
þeim einstaklingum sem lenda í því
áfalli að missa vinnuna heldur en
Vinnumálastofnun,“ segir Stefán.
Gagnrýnir atvinnuleysistölur
Samkvæmt skýrslu Vinnu-
málastofnunar var skráð atvinnu-
leysi í júlí 4,7%. Í skýrslunni kemur
fram að að 8.372 manns hafi verið
atvinnulausir í mánuðinum og því
hafi þeim fækkað um 332 eða 0,1
prósentustig.
Stefán er ósammála því mati.
„Þau verkefni sem Vinnumála-
stofnun hefur farið út í eins Vinn-
andi vegur og annað slíkt, felur að
sjálfsögðu atvinnuleysi sem annars
væri til staðar ef ekki væri fyrir
þessi verkefni. Við teljum auðvitað
betra að fólk sé í slíkum úrræðum
heldur en á atvinnuleysisskrá en
það breytir því ekki að vandinn er
stærri en tölur Vinnumálastofnunar
gefa til kynna,“ segir hann.
Atvinnulaust fólk
streymir til VR
120 hafa mætt frá mánaðamótum
Stefán Einar
Stefánsson
Forráðamenn ferðaþjónustufyrirtækisins Ice-
land Excursions – Allrahanda, íhuga nú að
hætta þátttöku í verkefninu „Ísland allt ár-
ið“. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram
að hugmynd fjármálaráðherra um að hækka
virðisaukaskatt á gistingu vinni freklega
gegn markmiðum þessa átaks.
Fyrirtækið telur að hækkun gistikostnaðar
eigi eftir að leiða til fækkunar ferðamanna og
að ekki verði af upphaflegum áætlunum um
12% fjölgun vetrarferðamanna. Ríkisvaldið
geti sparað sér þær 300 milljónir sem það
ætlaði að setja í verkefnið og ferðaþjónustan
sömu upphæð – „og veitir víst ekki af til að
eiga eitthvert smáræði upp í þá hækkun á
virðisaukaskattinum sem fyrirtækin þurfa að
taka á sig ef fjármálaráðherra er virkilega al-
vara með þessari gölnu hugmynd,“ segir í yf-
irlýsingu frá fyrirtækinu.
Ferðamálasamtök Snæfellsnes mótmæla
einnig harðlega áætlunum ríkisstjórnarinnar
um hækkun á virðisaukaskatti á gistingu.
Samtökin telja ferðaþjónusta hafa verið í
stórsókn á tímum mikilla efnahagserfiðleika
og að hlutur hennar í endurreisn og uppbygg-
ingu í kjölfar hrunsins hafi verið mikill. Tals-
menn ríkisstjórnarinnar hafi undanfarin ár
farið fögrum orðum um hlut ferðaþjónustu í
atvinnulífinu og lofað stuðningi við uppbygg-
ingu greinarinnar. Því komi hugmyndir um
hækkun virðisaukaskatts samtökunum mjög
á óvart.
Íhuga að hætta í átaksverkefni
HÆKKUN Á VIRÐISAUKASKATTI