Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 11

Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 11
Ljósmynd/Eyjólfur Jónsson ingin var sem mest í Reykjavík og í öðrum kaupstöðum,“ segir Hildur. Alvörumál að taka mynd Í Icelandic National Costumes eru sýnishorn af sparibúningum ís- lenskra kvenna á fyrri hluta síð- ustu aldar: upphlut, peysufötum og skautbúningi. Enn í dag eru þessir búningar notaðir við hátíðleg tæki- færi og kallast þá þjóðbúningar, enda eru þeir útfærsla á eldri búningum. „Myndirnar gefa svo skemmti- lega mynd af þessum tíma og ég reyndi að velja fjölbreyttar myndir af konum við mismunandi að- stæður. Eins að velja myndir af sem flestum búningum enda eru til margar mismunandi útgáfur af þeim. Margar skemmtilegar myndir eru til af konum í peysufötum og upphlut, t.d. er mjög sæt myndin af karlinum og kerlingunni sem sitja úti í móa með tjald og eru að drekka kaffi en hún er í peysuföt- unum. Ég fór einmitt að hugsa við gerð bókarinnar að það hefur nú kannski ekki verið auðvelt að vera í þessum þungu búningum á ferða- lögum og við vinnu jafnvel. Það var líka hátíðleg stund að láta taka af sér mynd áður fyrr og fólk var ekkert endilega tilbúið að brosa framan í myndavélina. Búningarnir voru spariföt og margar myndirnar sjálfsagt teknar á ljósmyndastofu við sérstakt tilefni,“ segir Hildur. Hún segir myndirnar í bók- unum aðeins lítið sýnishorn af því gríðarmikla myndefni sem til er. Formáli bókarinnar er á ensku og hugsaði Hildur bókina því fyrir ferðamenn til að byrja með. Þó getur vel hugsast að bókin verði einnig gefin út á íslensku í framhaldinu. Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson Keikar Uppáklæddar konur koma sér vel fyrir í fótabaði í kringum 1934. Ljósmynd/Ljósmyndari óþekktur Sveitastörf Stór systkinahópur á Gunnarsstöðum í Þistilfirði með amboð. Bækur Icelandic Turf Houses og Icelandic National Costumes. Búningarnir voru spari- föt og margar myndirnar sjálfsagt teknar á ljós- myndastofu við sér- stakt tilefni. Hópmynd Hestar og menn samankomnir við bæinn Sandfellshaga í Öxarfirði, oft voru myndir teknar við sérstök tilefni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 Þessi litríki réttur er sérréttur í Ind- landi og kallast Elish. Hann er gerður úr vinsælum fiski þar í landi er kall- ast „hilsa“. Á myndinni eldar mat- reiðslumaður réttinn á sérstakri fiskihátíð í borginni Kolkata sem hét áður Kalkútta. Á hátíðinni er fisk- urinn matreiddur á ýmsan hátt og flykkjast hundruð gesta á staðinn til að smakka mismunandi fiskrétti. Matargerð AFP Litríkt Sælkerar flykkjast á hátíð. Hátíð í Kolkata Í dag klukkan fjögur verður haldin ár- leg minningarathöfn vegna fóstur- láta. Athöfnin verður haldin í Bæn- húsi við Fossvogskirkju. Slík minningarathöfn var fyrst haldin árið 1995. Sjúkrahúsprestar og djákni Landspítalans sjá um fram- kvæmd athafnarinnar í samvinnu við starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma. Eftir athöfnina í Bænhúsi verður gengið að Minnisvarða um líf, og einnig að fósturreit í Fossvogs- kirkjugarði. Athöfnin er öllum opin. Bænhús við Fossvogskirkju Minningarat- höfn vegna fósturláta Morgunblaðið/Valdís Thor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.