Morgunblaðið - 15.08.2012, Side 17

Morgunblaðið - 15.08.2012, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒ ƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒƒ NÝ JU NG ! Við kynnum nýjan hvítmygluost frá Mjólkursamsölunni undir nafninu Dala-Auður. Osturinn er einstaklega mjúkur og bragðgóður og er sá mýksti úr flóru mygluosta frá MS. Dala-Auður er 170 g og er unnin úr nýmjólk. Nafn ostsins er vísun í Auði djúpúðgu sem var landnámskona í Dölunum og ættmóðir Laxdæla. MJÚKUR OG LJÚFFENGUR HVÍTMYGLUOSTUR ÚR DÖLUNUM H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 12 –0 63 1 Utanríkisráðherrar aðildarríkja Samtaka íslamskra ríkja, OIC, sam- þykktu í gær á fundi sínum í Mekka í Sádi-Arabíu að mæla með brott- rekstri Sýrlands úr samtökunum vegna stefnu Bashars al-Assads Sýr- landsforseta gagnvart stjórnarand- stæðingum. Íran, helsta vinaríki Sýrlands, andmælti ákvörðuninni. Þjóðhöfðingjar aðildarríkjanna þurfa að staðfesta samþykktina til að hún öðlist gildi en 57 ríki eiga aðild að OIC. Niðurstaða ráðherranna þykir vera mikið siðferðislegt og pólitískt áfall fyrir Assad og stuðningsmenn hans. Ekkert lát er á átökum stjórn- arhers Assads og uppreisnarmanna í stærstu borg landsins, Aleppo, og víðar. Sýrlenska mannréttindastöð- in, SOHR, sem hefur aðsetur í Bret- landi, áætlar nú að 23.000 manns hafi fallið frá því að átökin hófust í fyrra. Stjórn Assads „að hrynja“ Riad Hijab, fyrrverandi forsætis- ráðherra Sýrlands, flúði nýlega til Jórdaníu með fjölskyldu sinni. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að ríkisstjórn Sýrlands væri að hrynja, „siðferðislega, fjárhagslega og hern- aðarlega“. Innan við 30% landsins væru enn í höndum Assads. Hijab hvatti uppreisnarmenn til að þétta raðir sínar og bað sýrlenska stjórn- arhermenn að standa með þjóðinni. Fulltrúi Assads er nú í Peking í Kína til að ræða við stjórnvöld þar. Talsmaður kínverska utanríkisráðu- neytisins segir að Kínastjórn íhugi að bjóða fulltrúum stjórnarandstæð- inga einnig til fundar til að ræða mál Sýrlands. Kínverjar og Rússar hafa beitt neitunarvaldi til að fella sam- þykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir gegn Assad en hvatt til vopnahlés. kjon@mbl.is AFP Flúinn Riad Hijab á fréttamanna- fundi í Amman í gær. Assad vinafár á OIC-fundi  Vilja víkja Sýrlandi úr samtökunum Efnasambandið triclosan hefur frá áttunda ára- tugnum verið notað í margar vinsælar hrein- lætisvörur, ekki síst sótthreins- andi sápu, munn- skol og svitalyktareyði. En Fox-sjónvarpsstöðin segir að fram komi í ritinu Proceedings of the National Academy of Sciences að notkunin sé nú talin geta skaðað vöðva og valdið hjartabilun. Vís- indamenn við Davis-háskóla í Kali- forníu benda á að vaxandi notkun triclosan eigi þátt í því að efnið hafi safnast fyrir í líkömum manna. Einnig hafi það víða mengað nátt- úruna. kjon@mbl.is TRICLOSAN-MENGUN Varasöm sápa Miklar óeirðir urðu í fátækrahverfi í borginni Amiens í Norður- Frakklandi aðfaranótt þriðjudags og særðust 16 lögreglumenn. Kveikt var í leikskóla og íþrótta- miðstöð er gjörónýt, a.m.k. þrír menn sem áttu leið fram hjá slös- uðust þegar þeir voru dregnir út úr bílum sínum. Spenna hefur ríkt undanfarna mánuði milli lögreglunnar og ungs fólks í hverfinu en þar er mikið at- vinnuleysi. Ljóst þykir að samskipti lögreglu og ungmenna í fátækra- hverfum, oftast úr röðum innflytj- enda, hafi lítið batnað frá 2005. Óeirðir geisuðu þá í mánuð um allt landið og heilu hverfin loguðu. kjon@mbl.is FRAKKLAND Óeirðir í Amiens Talið er að 36 hafi týnt lífi í árásum sjálfsvígsmanna í héraðshöfuð- staðnum Zaranj í Nimroz í Afgan- istan í gær. Borgin er skammt frá landamærunum að Íran í vest- urhluta landsins. Flest fórnar- lömbin voru að kaupa inn í tilefni Eid, einnar af mestu trúarhátíðum múslíma, að sögn AFP. Árásar- mennirnir voru 11 og þrír þeirra sprengdu sig á fjölförnum stöðum, einn við sjúkrahús. kjon@mbl.is AFGANISTAN Tugir féllu í sjálfs- morðsárásum Pattaralegur grís í stíu sinni á búgarði í Winsen í aust- anverðu Þýskalandi. En svínaræktendur eru ekki jafn kátir: verð á fóðri hefur hækkað á alþjóðamörkuðum og ógnar nú afkomu bænda. Stofnanir Sameinuðu þjóð- irnar óttast sprengingu í matvælaverði og hvetja til þess að hætt verði að framleiða eldsneyti úr korni. AFP Ánægður grís í Þýskalandi Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hart er nú sótt að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, og útbreidd- asta blað landsins, VG, hvatti hann í gær til að segja af sér vegna mistaka lögreglunnar í tengslum við hermdarverkin 22. júlí í fyrra. Stolten- berg hefur harmað þau mistök sem gerð hafi verið og segist axla ábyrgð á þeim. Mjög harðorð skýrsla rannsókn- arnefndar um hryðjuverkin og viðbrögð yfirvalda var birt í fyrradag. Þar segir að oft hafi verið rætt um umbætur á öryggismál- um en þær dottið upp fyrir. Helstu gallarnir á viðbrögðum vegna hryðju- verka snúist ekki um skort á lögreglu- búnaði eða mannafla heldur hugarfar og afstöðu. „Mikilvægasta ábending nefndarinnar er að yfirmenn á öllum stigum í stjórnsýslunni vinni skipulega að því að efla grundvallarviðhorf og þankagang, bæði sín eigin og stofnan- anna, gagnvart áhættumati, við- bragðsgetu, samstarfi, netnotkun og árangursmiðaðri stjórnun.“ Skiptar skoðanir um afsögn Miklar umræður voru í gær á sam- skiptavefjum um hvatningu VG og skoðanir afar skiptar. Heimildarmenn Aftenposten segja ólíklegt að skýrslan kosti ráðherrann stólinn. Það fari þó eftir því hve vel honum takist upp þeg- ar þing komi saman til að fjalla um skýrsluna. „Þegar meirihlutastjórn er við völd er mjög erfitt að sjá fyrir sér að ríkisstjórnin fari frá,“ segir Bjørn Erik Rasch, prófessor í stjórnvísind- um við Óslóarháskóla. Ávallt sé um mikla jafnvægislist að ræða þegar ráðamenn segist axla ábyrgð án þess að það hafi nokkar afleiðingar fyrir þá „en ég tel meiri líkur á breytingum í yf- irstjórn lögreglunnar en í ríkisstjórn- inni“. Háttsettir ráðamenn sváfu á verðinum  Stoltenberg segist axla ábyrgð á vanrækslu yfirvalda í öryggismálum en talið ólíklegt að hann segi af sér Jens Stoltenberg Leif Persson, prófessor í af- brotafræði í Svíþjóð, álítur ljóst að norska lögreglan hafi brugðist, segir í Dagens Nyheter. Ekki voru settir upp vegatálmar, ekki gefin út landsviðvörun, ekki náð í þyrlu, grannhéruð ekki beðin um aðstoð. Og viðbragða- áætlun var ekki notuð en reyndar nýtist þær að jafnaði lítið þegar á reyni. Persson telur að sænska lögreglan hefði ekki staðið sig neitt betur ef hún hefði þurft að kljást við álíka vanda – og hún muni varla læra neitt af mistökum Norðmanna. Ekkert skárra í Svíþjóð? SEIN VIÐBRÖGÐ LÖGREGLU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.