Morgunblaðið - 15.08.2012, Side 18

Morgunblaðið - 15.08.2012, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þeir eru ekkimargir semenn telja ástæðu til að berja höfðinu við stein- inn og halda áfram aðlögunarferlinu að ESB. Þeir eru hins vegar enn í lykilstöðu þannig að svo kann að fara að barningurinn haldi áfram í vetur með til- heyrandi kostnaði og öðru tjóni fyrir þjóðina. Innan þingflokks Vinstri grænna hafa flestir áttað sig á að ekki er heppilegt að halda áfram að svíkja helsta kosn- ingaloforð flokksins fjórða ár- ið í röð, en þó eru einhverjir sem enn láta sig dreyma um að hægt sé að komast upp með að halda svikunum áfram. Formaður flokksins hefur ekki viljað tjá sig um málið og segist vera of önnum kafinn í fríi erlendis til að hafa skoðun á því. Helsti talsmaður for- mannsins, Björn Valur Gísla- son, hefur hins vegar tjáð sig með þeim hætti að allir skilja að formaðurinn er ekki tilbú- inn til þess nú að falla frá svik- unum við kjósendur. Aðallega eru það þó auðvit- að nú sem fyrr þingmenn Sam- fylkingarinnar sem ekki átta sig á stöðunni utan og innan landsteinanna og sjá ekkert athugavert við að halda áfram aðlöguninni. Þar er þráhyggj- an á því stigi að óskiljanlegt er fyrir þá sem á horfa. Í viðtali við Morgunblaðið í gær lætur Árni Páll Árnason eins og vandamálin í Evrópu- sambandinu og á evrusvæðinu eigi engu að skipta um fram- hald aðlögunar- ferlisins og það þó að hann sé einn þeirra sem hafa talið evruna helsta vonarpening Ís- lands og eina helstu röksemdina fyrir aðild- arumsókninni. Að auki er hann haldinn sömu þráhyggju og áður um að Ísland eigi í ein- hverjum sérstökum vanda um með hvaða hætti landið geti verið „hluti af hinu evrópska kerfi“. Ísland á ekki í neinum vanda með samskiptin við Evrópu- sambandið fyrir utan þann vanda sem Samfylkingin og undirlægjur hennar í VG hafa komið landinu í með því að ana út í aðlögunarferlið án þess að hafa hugsað afleiðingarnar til enda. Eini vandinn í samskipt- unum við ESB felst í því að ríkisstjórn Íslands hefur gerst sek um óheiðarleika í aðdrag- anda umsóknar að samband- inu og í öllu því ferli sem fylgt hefur í kjölfarið. Ráðið við slíkum ósann- indum og óheilindum er ekki að halda áfram á sömu braut. Vinda þarf ofan af þessum heimatilbúna vanda með því að ríkisstjórnin snúi við blaðinu og komi heiðarlega fram, bæði gagnvart Evrópusambandinu og Íslendingum. Viðurkenna þarf að áhugi á aðild er ekki fyrir hendi hér á landi og að þess vegna verði viðræðum um aðild hætt og umsóknin dregin til baka. Þannig má koma í veg fyrir frekara tjón og tryggja áfram farsæla stöðu Íslands gagnvart umheiminum. Koma þarf heið- arlega fram gagn- vart ESB og hætta aðildarviðræðunum} Þráhyggjan ein er eftir Mér sýnist aðþað sé ætl- unin að koma í veg fyrir að hlutirnir fari af stað,“ sagði Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ í samtali við Morgunblaðið í fyrradag og vísaði þar til af- stöðu ríkisstjórnarinnar til stórra framkvæmda á sviði atvinnuuppbyggingar. Hann segir mikið áhyggju- efni ef ekki verði umskipti og stórar framkvæmdir geti far- ið af stað en ríkisstjórnin hafi lagt stein í götu virkjana- framkvæmda með því að setja rammaáætlun í pólitískan far- veg. Fyrirstaða stjórnvalda við rammaáætlun vegi þungt og hún hafi endað í „pólitísku krukki“ eftir tólf ára vinnu svo óvíst sé um framtíð henn- ar. Þar með sé óvíst hvar megi virkja og viðræðum við áhugasama fjár- festa sé ekki unnt að fylgja eftir. Forystumenn ríkisstjórnarinnar eru þeirrar skoðunar að allt sé eins og best verði á kosið í atvinnu- og efnahagsmálum og að mikil afrek hafi verið unnin sem veki aðdáun um alla veröld. Þeir sem nær íslenskum veruleika standa sjá hins veg- ar að stjórnvöld hafa ekki stuðlað að uppbyggingu held- ur þvert á móti staðið í vegi fyrir henni og komið í veg fyr- ir fjárfestingar og ný störf. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því miður of uppteknir af öðru en hagsmunum Íslands til að átta sig á hættunum sem þeir hafa skapað hér. Veturinn gæti orðið harður þegar helstu framkvæmdum er haldið í frosti} Framkvæmdir hindraðar É g komst að því um daginn að sum- arið hentar einkar vel til að horfa á jólamyndir og horfði einmitt á eina sígilda slíka mynd, It’s a Wonderful Life eftir Frank Capra með James Stewart, Donna Reed og Lionel Barrymore í aðalhlutverkum. It’s a Wonderful Life segir frá manni, George Bailey, sem fórnað hefur sér fyrir sam- félagið alla tíð, hugsað um hag meðborgara sinna en síður um eigin hag, fórnað draumum sínum til að tryggja að hans nánustu, og í raun allir íbúar smábæjarins Bedford Falls, verði ekki vondum svikahrappi að bráð. Eftir marga þraut lendir hann síðan í ógöngum og þegar fjármunir tapast fyrir skussaskap samstarfs- manns hans finnst George sem öll sund séu lok- uð. Á elleftu stundu birtist honum þó engill sem sýnir honum fram á hvað hann hafi gert samfélaginu gott og allt blessast. Víst er myndin falleg og sá er með glerhjarta sem ekki viknar þegar allir þeir sem George hefur bjargað sýna þakklæti sitt í lok myndarinnar. Hingað til hef ég talið að grunnstef myndarinnar sé göf- ug fórn einstaklings fyrir samfélag sitt, en þegar ég horfði á hana um daginn fannst mér áberandi sem ég hafði ekki tekið eftir áður: Örvæntingin sem ólgar undir í myndinni. Þegar þau George og Mary eru til að mynda að leggja upp í brúðkaupsferð sína gerir fólk áhlaup á sparisjóð þeirra, en peningar sem áttu að dekka brúðkaupsferðina duga til að bjarga málum. Eftirtektavert er að þeir sem vildu ólmir taka út fé sitt voru að taka út litlar upphæðir, svo litlar að hefði varla steypt mönn- um í glötun að glata, eða svo hefði maður haldið. Fyrstu ferð mína til Bandaríkjanna fór ég fyrir mörgum áratugum og er enn minnisstætt þegar ég kom upp úr lestinni á Broadway- Lafayette Street og sá kassafólkið, heim- ilislausa sem bjuggu í pappakössum við stöðina. Aldrei hefði mig grunað að í landi allsnægta væri svo komið fyrir fjölda fólks! Nú má vel vera að flestir eða allir þeir sem maður sá selja rusl á götum Manhattan eða sofa í pappaköss- um eða hringa sig við loftræsigrindur neð- anjarðarlesta til að nýta hitann, hafi valið það sjálfir að vera þar staddir eða gjaldi þess að hafa verið óforsjálir, en líklegra þykir mér að flestir hafi orðið fyrir barðinu á samfélaginu og margir frá fæðingu. Nú hnussar þú kannski, kæri lesandi, og hrósar happi yfir okkar evrópska velferðarkerfi, já það er nú annað er þessir bévítans hægrimenn vestanhafs! Málum er aftur á móti svo háttað að heimilislausir í Evrópu eru ekki færri en í Bandaríkjunum og fjölgar hratt, eftir því sem Evr- ópukreppan dýpkar, og hún á enn eftir að dýpka. Á heim- ilum víða í Evrópu, á Spáni, Ítalíu, í Portúgal, Grikklandi og Írlandi kraumar undir örvænting sem er ekki minni en sú sem blasir við í jólamyndinni hugljúfu It’s a Wonderful Life, sem er kannski ekki svo hugljúf þegar grannt er skoðað. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Kraumar undir örvænting STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is S tarfandi sorpbrennslum í Vestmannaeyjum og í Skaftárhreppi verður að öllum líkindum lokað fyr- ir lok árs. Ástæðan er reglugerðarbreyting frá síðasta vetri þar sem sérákvæði um brennslu úrgangs starfandi sorp- brennslustöðva voru felld úr gildi. Enn er ekki búið að finna lausn í sorpeyðingarmálum í Skaftár- hreppi en útboð á förgun sorps í Vestmannaeyjum mun ljúka á næstu dögum. Kostar óheyrilegar upphæðir Sorpbrennslan í Skaftárhreppi er með starfsleyfi til 12. desember Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri í Skaftárhreppi, segir líklegt að henni muni lokað af „tæknilegum ástæð- um“ en mengun af henni er undir leyfilegum mörkum. Hún segir enga lausn í sjónmáli í sorpeyðing- armálum sveitarfélagsins. ,,Við munum sennilega loka sorpbrennsl- unni. Við erum að vinna á fullu í því að finna lausn á þessu máli. Enn er enginn valmöguleiki sem við erum að kanna umfram annan. Þetta kost- ar allt svo óheyrilegar upphæðir,“ segir Eygló. Sveitarfélagið hefur nýtt orku sem kemur af sorpbrennslunni til rafmagnsframleiðslu. Að sögn Eyglóar vantar sveitarfélagið um 500 þúsund krónur á mánuði til þess að mæta tekjuskerðingu sem þessu fylgir, óháð kostnaði við förgun sorpsins. „Við erum í samstarfi með eftirlitsnefnd með fjármálum sveit- arfélaga. Lagaumhverfi sveitarfé- laga sníður okkur þröngan stakk í tekjuöflun,“ segir Eygló. Skaftárhreppur þjónar 450 íbú- um og hefur ekki úr sömu fjár- munum að spila og Vestmannaeyja- bær. „Við höfum ekki skilað hagnaði undanfarin ár og erum að berjast í bökkum,“ segir Eygló. Rusl til Svíþjóðar eða Færeyja? Hjá Umhverfisstofnun Vest- mannaeyja fengust þær upplýsingar að lífrænn úrgangur yrði endurunn- inn og notaður í jarðgerð. Annað endurvinnanlegt sorp verður flokk- að og flutt. Úrgangur sem ekki er endurvinnanlegur verður hins vegar urðaður annars staðar á landinu eða fluttur til útlanda. Meðal annars er verið að skoða möguleika á því að flytja sorpið til Færeyja og Svíþjóð- ar til brennslu. Unnið er að því að kanna útboðsgögn frá þremur fyr- irtækjum. Íslenska gámafélaginu, Gámaþjónustunni og Kubbi ehf., á Ísafirði. Elliði Vignisson, bæjarstóri í Vestmannaeyjum, segir að vel komi til greina að flytja sorpið til útlanda. ,,Þó að við viljum öll umhverfinu hið besta er það þannig að við erum að nota sorpbrennsluna til að búa til orku. Manni finnst það ofboðslega skrítið að búa við fullkomna endur- vinnslu á sorpi sem nýtt er til húshit- unar. Síðan er það bannað í asa og flýti. Það verður til þess að við verð- um að setja sorpið í stálgáma og flytja það út í þungum olíufrekum skipum til Færeyja eða Svíþjóðar. Búin verður til orka þar úr sorpi frá Vestmannaeyjum. Ég óttast að heildarniðurstaðan verði sú að umhverfið muni frekar skaðast af þessum aðgerðum í heild, óháð því hvaða áhrif þetta hef- ur á Vestmannaeyjar. Annar kostur er að grafa sorpið í ís- lenska jörð og maður spyr sig hvort yfirvöld telji það betra en að brenna sorpið og búa til orku,“ segir Elliði. Sorpið mögulega flutt til útlanda Sorp Í landsáætlun um meðhöndlun úrgangs er stefnt að því að urðun úr- gangs verði að hámarki 5% árið 2025. Sú orka sem kemur af sorp- brennslunni á Kirkjubæjar- klaustri hefur meðal annars ver- ið nýtt í að hita upp íþrótta- mannvirki í bænum. Ef henni verður lokað mun það skapa vandamál við að uppfylla náms- kröfur barna. ,,Sundlaugin er í uppnámi eins og rekstur íþrótta- miðastöðvarinnar. Þar erum við líka í klemmu þar sem okkur ber skylda til að uppfylla kröfur um skólasund og íþróttaiðkun,“ seg- ir Eygló Kristjánsdóttir. Næsta sundlaug er í Vík sem er í um 80 km fjarlægð frá Kirkjubæj- arklaustri. Verði sund- lauginni á Kirkjubæj- arklaustri lokað verður sundlaugin í Vík eina sundlaugin á milli Hvolsvallar og Hafnar. Hún er 272 kílómetra frá Höfn en 80 kíló- metra frá Hvolsvelli. Sundlaug í uppnámi SKAPAR VANDA VIÐ AÐ UPPFYLLA NÁMSKRÖFUR Eygló Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.