Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012
Bannað Piltarnir freistuðust til að teika strætisvagn á Hverfisgötunni en
vita að það getur verið stórhættulegt og gera það örugglega aldrei aftur.
Eggert
Ríkisútvarpið flutti
fyrr í vikunni fréttir af
gangi þeirrar und-
irbúningsvinnu, sem
ríkisstjórnarmeiri-
hlutinn á þingi hefur
ákveðið í sambandi við
stjórnarskrárbreyt-
ingar. Meðal þess sem
fram kom var að lög-
fræðingahópur, sem
stjórnarmeirihlutinn í
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
fékk í vor til að fara yfir tillögur
stjórnlagaráðs, myndi trúlega ekki
skila niðurstöðum sínum fyrr en að
lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu,
sem meirihluti Alþingis ákvað 24.
maí sl. að fram skuli fara einhvern
tímann í sumar eða haust, en þó
eigi síðar en 20. október.
Það hefur að vonum vakið furðu
margra, að þessi tvö verkefni, þ.e.
vinna lögfræðingahópsins annars
vegar og undirbúningur þjóðar-
atkvæðagreiðslu hins vegar, væru í
gangi á sama tíma, án þess að um
nokkurt innbyrðis samhengi væri
að ræða. Vinna lögfræðingahópsins
eigi að hafa sinn gang án tillits til
þess að ætlunin sé að efna til þjóð-
aratkvæðagreiðslu, og þjóðar-
atkvæðagreiðslan eigi að fara fram
hvort sem lögfræðingarnir hafi
skilað niðurstöðum sínum eða ekki.
Þetta er auðvitað sérkennilegt í
ljósi þess að viðfangsefnið er það
sama; að fjalla um tillögurnar sem
stjórnlagaráð afhenti forseta Al-
þingis þann 31. júlí 2011.
Lögfræðingunum er, samkvæmt
bókun meirihlutans í stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd, ætlað eft-
irfarandi hlutverk: „…að skoða og
fara lagatæknilega yfir tillögur
stjórnlagaráðs að nýrri stjórnar-
skrá. Tillögurnar verða yfirfarnar
nokkurra vel metinna lögfræðinga.
Þetta er auðvitað furðulegt vinnu-
lag, hvernig sem á það er litið.
Það ætti að vera óþarft að taka
fram að þessum áformum var mót-
mælt harðlega af fulltrúum stjórn-
arandstöðunnar í stjórnskipunar-
og eftirlitsnefnd á sínum tíma og
komu þau sjónarmið líka fram í
umræðum á þingi. Jafnframt kom
fram að þingmenn stjórnarand-
stöðunnar gerðu í sjálfu sér engar
athugasemdir við að lögfræð-
ingahópnum væri falið það verk-
efni, sem hér um ræðir, en sam-
hengi eða samhengisleysi í vinnu
þeirra og undirbúningi fyrirhug-
aðrar þjóðaratkvæðagreiðslu vekti
furðu. Þjóðaratkvæðagreiðslan
væri fullkomlega ótímabær í haust
í ljósi þess að vinnan við tillögur að
stjórnarskrárbreytingum væri í
miðju kafi.
Þessi tiltekna uppsetning hlut-
anna af hálfu þingmeirihlutans og
forystu hans setur þjóðaratkvæða-
greiðslu í haust í svolítið sérstakt
ljós. Þar kemur auðvitað fleira til,
sem vonandi gefst kostur á að
rekja fljótlega. Og læt ég þá alveg
liggja milli hluta þá spurningu,
hvort búið sé að taka ákvörðun
með formlega réttum hætti um að
efna til þjóðaratkvæðagreiðslu 20.
október en ekki einhvern allt ann-
an dag.
og skoðaðar m.a. með
tilliti til eftirfarandi
atriða:
a) mannréttinda-
sáttmála sem íslenska
ríkið hefur skuld-
bundið sig til að fara
eftir,
b) innra samræmis
og mögulegra mót-
sagna,
c) réttarverndar
miðað við gildandi
stjórnarskrá og grein-
argerð með tillögum
d) málsóknamöguleika gegn rík-
inu
Sérfræðingarnir hafa einnig ver-
ið beðnir um að yfirfara grein-
argerð stjórnlagaráðs með til-
lögum þess og skrifa drög að
greinargerð með frumvarpinu.“
Það er því alveg ljóst að lögfræð-
ingunum er ætlað viðamikið verk-
efni og niðurstöður þeirra hljóta að
skipta miklu máli þegar tekin er af-
staða til tillagna stjórnlagaráðs.
Hér er alls ekki bara um einhvern
lögfræðilegan prófarkalestur að
ræða, eins og stundum hefur mátt
ráða af talsmönnum stjórnarmeiri-
hlutans á þingi.
Og um hvað á svo þjóð-
aratkvæðagreiðslan svokallaða í
haust svo að fjalla? Jú, meg-
inspurningin, sem ætlunin er að
leggja fyrir kjósendur, er sú hvort
þeir vilji að tillögur stjórnlagaráðs
verði lagðar til grundvallar að nýju
frumvarpi til stjórnarskipunarlaga,
sem lagt verði fram á þingi í haust.
Eins og tímaramminn lítur nú út er
ljóst að niðurstaða hinnar lög-
fræðilegu vinnu á ekki að skipta
neinu máli í því samhengi. Kjós-
endur eiga að svara fram-
angreindri spurningu jákvætt eða
neikvætt, án þess að hafa nokkra
hugmynd um niðurstöður eða af-
rakstur margra mánaða vinnu
Eftir Birgi
Ármannsson » Það er því alveg ljóst
að lögfræðingunum
er ætlað viðamikið verk-
efni og niðurstöður
þeirra hljóta að skipta
miklu máli.
Birgir Ármannsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skringilegur ferill
stjórnarskrármáls
Forystumenn Sam-
fylkingarinnar eru
sannfærðir um að það
sé vænlegt til árangurs
að beita hótunum gagn-
vart pólitískum and-
stæðingum. Þeim tókst
að brjóta vinstri græna
til hlýðni í ríkisstjórn
og fá þá til að svíkja eitt
helgasta kosningalof-
orð sitt – að standa
heilshugar gegn aðild
Íslands að Evrópusambandinu. Á
síðustu mánuðum ársins 2008 – mitt
í hruninu – varð samfylkingum tölu-
vert ágengt gagnvart sjálfstæð-
ismönnum, sem hröktust undan
kröfu um að Ísland gerðist aðili að
Evrópusambandinu.
Samstarfið við Samfylkinguna
hefur reynst Vinstri grænum dýr-
keypt. Þrír þingmenn sögðu skilið
við þingflokkinn árið 2012 og flokk-
urinn stendur höllum fæti meðal
kjósenda. Brestir komu í ljós
snemma á kjörtímabilinu. Fyrst
varðandi umsókn að Evrópusam-
bandinu, síðan við afgreiðslu á Ice-
save-lögum, þá við afgreiðslu fjár-
laga. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir
árið 2011 kom í ljós að þrír þing-
menn VG töldu sig ekki geta stutt
lögin. Alti Gíslason, Lilja Móses-
dóttir og Ásmundur Einar Daðason,
sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Síðar
gengu þau úr þingflokki Vinstri
grænna. Þremenningarnir unnu sér
inn óhelgi í hugum forystu Samfylk-
ingarinnar. Þingmenn VG voru kall-
aðir kettir og Lilja hryssa og Ás-
mundur Einar og Atli folöldin
þeirra.
Ekki jafningar
Jóhanna Sigurð-
ardóttir og Össur
Skarphéðinsson hafa
aldrei litið á liðsmenn
Vinstri grænna sem
jafninga heldur aðeins
sem nauðsynlega
meðreiðasveina á leið
inn í draumaland Evr-
ópusambandsins og
evrunnar. Þess vegna
er talað niður til
þeirra í hvert sinn
sem ástæða er talin.
Þessu fékk Jón Bjarnason að kynn-
ast þegar forsætisráðherra sagði
hann bera ábyrgð á að breytingar á
fiskveiðistjórnunarkerfinu náðu
ekki fram – hann hefði verið að
„dunda“ við málið, sem Össur
Skarphéðinsson líkti við bílslys.
„Vandamál ríkisstjórnarinnar, er
að mínu mati Jóhanna Sigurð-
aróttir sjálf,“ svaraði Jón Bjarna-
son, fyrrverandi sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra. Hann var
rekinn úr ríkisstjórninni.
Katrín Jakobsdóttir, mennta-
málaráðherra og varaformaður VG,
og Svandís Svavarsdóttir umhverf-
isráðherra hafa lýst því yfir að end-
urmeta þurfi stöðuna í viðræðunum
við Evrópusambandið. Setja um-
sóknina á ís, draga til baka eða efna
til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort
halda eigi áfram. Árni Þór Sigurðs-
son, formaður utanríkisnefndar,
virðist vera sömu skoðunar.
Össur Skarphéðinsson brást við
með því að hóta stjórnarslitum.
Jóhanna Sigurðardóttir talaði af
þjósti og sakaði þingflokk VG um
kosningaskjálfta og engin ástæða
væri til að endurskoða aðildar-
viðræðurnar vegna „panic“
viðbragða.
Steingrímur J. Sigfússon, formað-
ur flokksins, vísar hins vegar á að-
stoðarmenn sína til að meta hvort
ástæða sé til að ræða við fjölmiðla
um málið.
Stjórnarslit eða heimabrúk
Sá er þetta skrifar hefur haldið því
fram að Vinstri grænir séu að und-
irbúa stjórnarslit. Forysta Vinstri
grænna verður að þjappa liði sínu
saman og fátt er betur til þess fallið
en að láta samstarfið við Samfylk-
inguna brotna á Evrópumálum. Aðr-
ir halda því fram að ummæli Katr-
ínar og Svandísar séu aðeins til
heimabrúks til að lægja öldurnar
innan flokksins. Ekki er víst að það
takist enda eru margir flokksmenn
reiðir og kjósendur hafa snúið baki
við flokknum, líkt og skoðanakann-
anir sýna. Kosningasigurinn frá 2009
hefur þurrkast út og gott betur.
Ekkert hefur leikið VG verr en að-
ildarumsóknin til Evrópusambandið
með stuðningi meirihluta þingflokks-
ins.
Málflutningur Steingríms J. Sig-
fússonar um Evrópusambandið og
hugsanlega aðild Íslands, hefur gjör-
breyst frá því hann tók höndum sam-
an við Jóhönnu Sigurðardóttur í rík-
isstjórn. Í nóvember 1999 talaði hann
um „skollaleik“ sem hafi verið að-
dragandi þess að koma löndum inn í
Evrópusambandið. Í desember 2011
lagðist Steingrímur J. hins vegar á
móti því að aðildarviðræðum við Evr-
ópusambandið væri frestað. Þá taldi
hann nauðsynlegt að láta reyna á
„eitthvað af grundvallarhagsmunum
okkar í viðræðum þannig að við séum
einhverju nær“. Þetta er þvert á það
sem Steingrímur hélt fram árið 1999
þegar hann sagði að það lægi fyrir í
öllum meginatriðum, hvað fælist í að-
ild.
Gegn þjóðaratkvæðagreiðslu
Í maí 2012 greiddi Steingrímur at-
kvæði gegn því að efnt yrði til þjóð-
aratkvæðis um hvort halda skyldi að-
ildarviðræðum áfram.
Tíu þingmenn Vinstri grænna
lögðust gegn því að áðurnefnd þjóð-
aratkvæðagreiðsla færi fram. Þjóð-
aratkvæðagreiðsla hefði þó verið í
samræmi við yfirlýsingu sem for-
maður Vinstri grænna gaf á Alþingi
þegar samþykkt var að hefja við-
ræður. Steingrímur J. Sigfússon
sagði í umræðum um atkvæða-
greiðsluna 16. júlí 2009:
„Öll eigum við það sameiginlegt,
þingmenn VG, að áskilja okkur rétt
til málflutnings og baráttu utan
þings sem innan í samræmi við
grundvallaráherslur flokksins og
okkar sannfæringu. Það tekur einnig
til þess að áskilja okkur rétt til þess
að slíta samningaviðræðum séu þær
ekki að skila fullnægjandi árangri á
hvaða stigi málsins sem er sem og
auðvitað að hafna óviðunandi samn-
ingsniðurstöðu.“
Þingmenn VG áskildu sér því rétt
til þess að styðja tillögu um að draga
umsókn um aðild að Evrópusam-
bandinu til baka, hvenær sem er
óháð þátttöku í ríkisstjórn, enda ljóst
að umsóknin væri ekki að skila tilætl-
uðum árangri. Fram til þessa hefur
Steingrímur J. Sigfússon ekki viljað
láta reyna á þessa yfirlýsingu, ekki
einu sinni með því að samþykkja að
láta kjósendur skera úr um málið
með beinum hætti. Yfirlýsingar
Katrínar Jakobsdóttur og Svandísar
Svavarsdóttur gefa tilefni til að ætla
að nú verði breyting á enda augljóst
að Vinstri grænir geta ekki gengið til
kosninga með Evrópusambandið og
aðildarviðræðurnar hangandi yfir
sér.
Tveir kostir
Engan skal undra að margir fé-
lagar Steingríms J. haldi því fram að
forysta flokksins hafi svikið grunn-
stefnu flokksins. Hjörleifur Gutt-
ormsson, sem gekk úr Alþýðu-
bandalaginu með Steingrími árið
1998, eftir að samþykkt var að taka
þátt í stofnun Samfylkingarinnar,
segir að það sé „orðið verkefni fyrir
sálfræðinga að lesa í málflutning“
Steingríms J. í Evrópumálum.
Steingrímur J. á tvo kosti í stöð-
unni. Hann getur haldið áfram sam-
starfinu við Jóhönnu og Össur og
jafnvel samþykkt að bola óþægum
ráðherrum úr ríkisstjórn eða hann
getur látið sverfa til stáls og end-
urnýjað með því trúnað við stefnu
Vinstri grænna. Velji Steingrímur J.
fyrri kostinn er vandséð með hvaða
hætti hann ætlar að eiga samræður
við kjósendur í aðdraganda kosn-
inga. Trúverðugleikinn verður lítill
sem enginn. Kannski er Steingrímur
J. tilbúinn til að greiða hvað sem er
fyrir samstarfið við Samfylkinguna
og velþóknun Jóhönnu og Össurar.
Eftir Óla Björn
Kárason » Velji Steingrímur J.
fyrri kostinn er
vandséð með hvaða
hætti hann ætlar að eiga
samræður við kjósendur
í aðdraganda kosninga.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Dýrkeypt samstarf við Samfylkinguna