Morgunblaðið - 15.08.2012, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.08.2012, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 ✝ Gunnlaugur M.Kjerúlf fæddist á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal 9. des- ember 1919. Hann lést á heimili sínu á Egilsstöðum 6. ágúst 2012. Foreldrar Gunn- laugs voru Metú- salem J. Kjerúlf bóndi, f. á Melum í Fljótsdal 14.1. 1882, d. 12.12. 1970, og Guðrún Jónsdóttir f. á Hólum í Horna- firði 4.4. 1884, d. 3.2.1956. Fæddust þeim hjónum 17 börn. Þau eru: Aðalbjörg f. 16.4. 1906, d. 2.11. 1949; Jónína Guð- rún f. 11.4. 1907, d. 1921; Þor- björg f. 27.11. 1908, d. 13.11. 1975; Stúlka f. andvana 27.11. 1909; Sigurður f. 30.10. 1910, d. 10.5. 1915; Jón f. 3.2. 1912, d. 29.9. 1970; Andrés f. 6.2. 1913, d. 30.5. 1913; Anna f. 20.5. 1914, d. 29.7. 1995; Eiríkur f. 30.10. 1915, d. 11.5. 1991; Sigríður f. 10.2. 1917, d. 23.4. 1998; Hjört- ur f. 3.4. 1918, d. 15.9. 1919; Andrés Hjörtur f. 21.1. 1921, d. 21.2. 1979; Guðrún f. 22.1. 1923; Ragnhildur Björg f. 22.1. 1923, d. 6.3. 1999; Stefán f. 21.5. 1924, brún, f. 20.4. 1968. Maki: Stein- ar Gunnarsson, f. 12.2. 1969. Börn þeirra: Elísabet Ýrr, f. 21.10. 1993, Steinar Gunnar, f. 28.6. 2000, og Tómas Axel, f. 9.11. 2001; Gunnlaugur, f. 29.4. 1969. Maki: Harpa Hlín Jón- asdóttir, f. 23.10. 1968. Dætur þeirra: Védís Hrönn, f. 10.1. 1991, Steinunn Bjarkey, f. 5.5. 1996, og Elísabet Arna, f. 29.11. 2002. 2) Aðalbjörg, f. á Egils- stöðum 24.11. 1950, búsett á Vopnafirði. Maki: Jón Pétur Einarsson f. á Vopnafirði 16.4. 1950. Dóttir þeirra: Una Björk Kjerúlf, f. 5.4. 1975. Maki: Hilm- ar Þór Guðmundsson, f. 24.5. 1972. Þau skildu. Börn þeirra: Auður Ísold f. 28.2. 2004 og Jökull Þór f. 16.1. 2007. Árið 1942 hóf Gunnlaugur búskap með Unu að Arnhóls- stöðum í Skriðdal í tvíbýli við Sigríði systur sína og mann hennar, Einar Pétursson. Árið 1946 fluttu Gunnlaugur og Una í Buðlungavelli í Vallahreppi og bjuggu þar til ársins 1962 en þá fluttust þau til Egilsstaða. Hóf Gunnlaugur vinnu hjá Kaup- félagi Héraðsbúa og vann þar allan sinn starfsaldur eða til 72 ára aldurs. Í nokkur ár var hann sláturhússtjóri hjá Kaup- félaginu en lengst af vann hann við afgreiðslustörf. Útför Gunnlaugs fer fram frá Valþjófsstaðarkirkju í dag 15. ágúst 2012 klukkan 14. d. 7.8. 1968 og Ás- dís f. 17.7. 1926, d. 28.3. 2007. Kona Gunnlaugs var Una J. Kjerúlf, f. í Brekkugerði í Fljótsdal 10.5. 1921, d. 25.5. 1991. Foreldrar hennar voru Jörgen E. Kjerúlf f. 15.6. 1878, d. 27.5. 1961, og Guðrún Björg Elísabet Jónsdóttir f. 5.3. 1882, d. 22.4. 1972. Dætur Gunnlaugs og Unu eru tvær: 1) Guðrún Elísabet, f. á Hrafnkelsstöðum 5.7. 1941, bú- sett á Egilsstöðum. Maki: Axel Haraldur Ólafsson, f. 20.8. 1943, d. 21.9. 1987. Þau skildu. Börn þeirra eru: Rúnar Ólafur, f. 19.6. 1965. Maki: Valdís Hauks- dóttir, f. 13.10. 1969. Þeirra börn: Axel Snær, f. 24.8. 1998, og Brynja Líf, f. 1.2. 2003. Dótt- ir Rúnars úr fyrri sambúð er Auður Hlín, f. 6.3. 1990. Móðir hennar er Halla Auðunardóttir, f. 27.4. 1971; Ægir, f. 19.3. 1967. Maki: Vigdís Hulda Kristjáns- dóttir, f. 11.9. 1964. Synir þeirra: Elvar Þór, f. 3.1. 1989, og Unnar Már f. 17.3. 1992; Kol- Minn góði vinur, Gunnlaugur Kjerúlf, er látinn, níutíu og tveggja ára að aldri. Hann fékk hægt andlát í svefni rétt rúm- um sólarhring eftir að við vin- irnir höfðum átt dagstund sam- an og rifjað upp gamlar minningar. Viltu hafa það betra – varð Gunnlaugi oft að orði ef honum fannst eitthvað hafa lukkast vel. Nei, það varð sann- arlega ekki á betra kosið. Hann hafði lifað langa og farsæla ævi, sáttur við guð og menn, þess albúinn að stíga yfir á aðrar lendur. Gunnlaugur Kjerúlf var gegnvandaður maður að allri gerð. Orðvar og hæverskur, skyldurækinn svo af bar, mátti ekki til þess hugsa að bregðast í nokkrum hlut er honum var trúað fyrir. Einstaklega hjálp- samur og greiðvikinn ef leitað var til hans og munu margir til vitnis um það þegar hann lagði allt til hliðar sem hann var að fást við og lagði á sig ómælt erfiði til að leysa hvern þann vanda sem við var að etja. Ætíð með slíkri ró og yfirvegun sem væri honum einstök ánægja og heiður að geta liðsinnt þeim sem í hlut átti. Lopapeysa var það sem leiddi okkur saman. Peysa sem móðir mín lánaði honum eitt sinn í vetrarkuldum á Egils- stöðum með þessum orðum: Hérna, Gunnlaugur minn, þessi peysa hefur oft hlýjað honum Eysteini mínum, hún getur allt eins hlýjað þér. Þá höfðum við Gunnlaugur ekki enn haft spurnir hvor af öðrum. Lopa- þráðurinn sá arna átti eftir að halda hátt í hálfa öld. Vinátta okkar þróaðist hægt og var- færnislega framan af en efldist með hverju ári. Þær eru orðnar býsna margar ferðirnar sem við fórum saman á vit óspilltrar náttúru, inn til dala, upp um heiðar, oft að fjallavötnum, fjarri ys og þys nútímans. Tjölduðum gjarnan eina til tvær nætur, sáum sólina ganga undir og koma svo upp aftur að vörmu spori. Heyrðum him- brimann syngja, fylgdumst með óðinshananum kvika í vatns- skorpunni, skoðuðum hug- fangnir hreiður í móa og kjarri. Af engum manni hef ég meira lært um margslungna þræði íslenskrar náttúru en Gunnlaugi Kjerúlf og kenndi hann mér að meta öll þau und- ur að verðleikum. Þegar ég kveinkaði mér eitt sinn í bréfi undan vetrarlöngum aðskilnaði okkar skrifaði hann til baka mér til hughreystingar og lauk bréfinu þessum orðum: Hug- ans leið er hægt að rata/ haustkvöld dimm sem björtu vorin. Og víst er um það, minn kærasti vinur, að meðan ég held ráði og rænu mun ég rata til minninganna um óska- stundir okkar við fjallavötnin fagurblá. Hafðu heila þökk fyr- ir allt. Elsu og Aðalbjörgu, svo og öllum afabörnunum votta ég mína dýpstu samúð. Eysteinn Björnsson. Ég var upp með mér að hann kallaði mig nafna sinn og hélt lengi í hönd hans á úti- dyratröppunum heima á Sól- heimum uns mamma bað hon- um vægðar svo hann mætti koma inn fyrir. Ekki veit ég erindið og hefur sjálfsagt ekki verið brýnt utan það að líta inn hjá þessum næstu nágrönnum sínum í hreppnum og góðum vinum. Kvöldaði og pabbi kveikti á gasluktinni, sem svo var kölluð, eins konar sam- blandi af prímus og Aladín- lampa, og gaf svo skæra birtu að okkur var ráðlagt að horfa ekki í það ljós. En nú þurfti birtunnar með því að gesturinn var að handfjatla eldhúsklukk- una sem hafði bilað fyrir nokkru og vakti hjá foreldrum mínum það venjubundna við- kvæði við slíkar aðstæður að þau skyldu biðja Gunnlaug að líta á þetta næst þegar hann kæmi. Og Gunnlaugur á Buðl- ungavöllum, innsta bæ í Valla- hreppi, kom og leit á eldhús- klukku foreldra minna. Eitt af öðru lágu á eldhúsborðinu skrúfur, tannhjól og gangráð- urinn, þetta dularfulla hjól sem snerist fram og til baka í takt við tikk-takk klukkurnar. Í æsku minni nutum við handlagni Gunnlaugs við allt sem bilaði vélarkyns á heim- ilinu, saumavélina, eldhús- klukkuna, skilvinduna og prjónavélina sem mamma átti í félagi við nokkrar konur í sveit- inni. Við horfðum hugfangin á þennan gest, börnin, mann sem gat gert við klukkur og kom í hlaðið á gráum hesti að jafnaði en var fótgangandi í þetta sinn. Kvaddi með kossi og nafna sinn með löngu handabandi að venju en pabbi fylgdi honum á leið. Upp úr lágnættinu vaknaði ég við að þeir stóðu undir hús- veggnum og töluðu saman. Pabbi hafði fylgt vini sínum heim í túngarð en honum fannst ekki mega minna vera en að endurgjalda samfylgdina með því sama. Einhvern tímann undir morgun hafa þessir ná- grannar og vinir sæst á að skiljast miðja vegu milli bæj- anna, hafa kvaðst, gengið af stað, litið við og veifað í kveðju- skyni. Það var sunnudagur í lok fyrri sláttar. Gunnlaugur sat á þúfu við túnfótinn út og niður af bænum og við í kring: „Þetta er góður gripur sem þú hefur fengið leyfi til að eignast, gæskur, en mundu að þetta er ekki leikfang“. Pabbi hafði látið undan þrábeiðni Dæa, elsta bróður míns, og leyft honum að eignast byssu ári fyrr en þá tíðkaðist í sveitum. Með því skilyrði að Gunnlaugur kenndi honum að fara með hana. Við vorum flutt út í Hall- ormsstað og þetta sumar geng- um við sunnudag eftir sunnu- dag, bræðurnir, sem leið lá inn í Buðlungavelli þar sem Gunn- laugur kenndi Dæa allt sem hægt var að læra tólf ára gam- all um tuttugu og tveggja kalí- bera riffil með magasíni. Hann kenndi okkur sannar- lega að umgangast þennan grip af varúð og virðingu en um leið gaf hann okkur, sem endranær, af ljúfmennsku sinni og vináttu, af ást sinni á náttúrunni og þekkingu sinni á landinu. Sann- ur og látlaus í hátt. Þannig tók hann sér bólfestu í hugarheimi okkar. Þegar við minnumst nú og iðulega Gunnlaugs á Buðl- ungavöllum finnum við hvað æskukynni okkar af þessum góða dreng hafa skilið eftir sig bjarta mynd af honum sjálfum en um leið af þeirri mildu ver- öld sem þau kynni veittu okkur hlutdeild í. Gunnlaugur Sigurðsson frá Hallormsstað. Gunnlaugur M. Kjerúlf Kær tengdamóðir mín hefur kvatt þessa jarðvist. Þó sökn- uður fylli hjarta mitt er þakk- læti fyrir hennar hönd ríkjandi. Hún var orðin mjög þreytt og veik og þráði að komast til Halla síns, sem fór fyrir mörg- um árum. Hún var lengi ósátt við Guð að hafa tekið hann frá henni svo snöggt. Ég kom fyrst til hennar 16 ára gömul og tók hún mér strax eins og dóttur. Hún var ekki einungis tengda- móðir mín heldur líka ein allra besta vinkona sem ég hef átt. Ég var saklaus sveitastúlka fjarri föðurhúsum og móður- höndum. Aðeins 17 ára eign- aðist ég fyrsta barnabarnið Elín Hannesdóttir ✝ Elín H. Hann-esdóttir fædd- ist í Hleiðargarði í Saurbæjarhreppi, Eyjafirði 9. maí 1926. Hún lést 5. júlí 2012. Útför Elínar fór fram frá Akur- eyrarkirkju 16. júlí 2012. hennar og vék hún ekki frá mér þá tvo sólarhringa sem það tók. Hún upp- fræddi mig um allt sem ung kona og móðir þurfti að vita. Hún kenndi mér að halda heim- ili, sauma, elda, baka og hvað það er ég þurfti á að halda. Hún tók ekki einungis mér opnum örmum við fyrstu kynni, heldur líka for- eldrum mínum og systkinum og var mikill vinskapur á milli fjöl- skyldnanna. Ella var glaðvær og hlý kona, sem bar hag fjölskyld- unnar fyrir brjósti, sérstaklega allra barnabarnanna og lang- ömmubarnanna. Ekki fyrir löngu sagði hún við mig að þetta væri stór og fallegur hóp- ur sem hún ætti og meðan hún hafði heilsu fannst henni gam- an að þurrka af myndunum af þeim og spjalla aðeins við hvert og eitt þeirra í leiðinni. Hún hafði ríka réttlætis- kennd og næma siðferðistilfinn- ingu og fannst erfitt að sjá fólk ranglæti beitt og var alltaf tilbúin að aðstoða ef þörf var á. Á meðan hún bjó í Víðimýrinni var oft gestkvæmt og margir í heimili, þrátt fyrir það sinnti hún saumaskap í fullu starfi heima. Aðstaðan var í svefn- herbergi þeirra Halla og kvart- aði hann stundum undan títu- prjónum í hjónarúminu. Eftir fráfall hans flutti hún í Skarðs- hlíðina og þar sem við vorum flutt austur á land áttum við at- hvarf hjá henni þegar við kom- um í bæinn. Gisting var líka oft vís fyrir vini okkar og vandamenn. Eftir að barnabörnin fullorðnuðust var líka verið hjá ömmu í lengri og skemmri tíma, það var ákaf- lega dýrmætt fyrir þau. Nú á seinni árum þegar ég var á ferð norður yfir öræfin á vetrum beið mín ávallt heit kjötsúpa hjá henni. Ég þakka Ellu fyrir alla um- hyggjuna og vináttuna sem hún sýndi mér og fjölskyldu minni í gegnum árin og votta börnum hennar og öðrum aðstandend- um mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Guðlaug Ólafsdóttir. ✝ Eiginmaðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR INGIMUNDARSON, Brekkubraut 13, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 5. ágúst. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 16. ágúst kl. 13.00. Árnína H. Sigmundsdóttir, Sigrún Einarsdóttir, Snorri S. Skúlason, Sigmundur Einarsson, Margrét Kjartansdóttir, Inga Einarsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson, Valborg Einarsdóttir, Stefán Sæmundson, Valdemar Einarsson, Sif Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ GÍSLI SCHEVING KRISTMUNDSSON, Efri-Brunnastöðum, Vatnsleysuströnd, andaðist á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, mánudaginn 13. ágúst. Útförin auglýst síðar. Elín Kristín Kristmundsdóttir, Anna Scheving Kristmundsdóttir, Hallgrímur Kristmundsson, Virgill Scheving Einarsson, Hannesína Scheving Skarphéðinsdóttir, Svanur Scheving Skarphéðinsson, Brynja Hafsteinsdóttir, Kristmundur Skarphéðinsson, Ingunn Lúðvíksdóttir, Elín Kristín Scheving Skarphéðinsdóttir og börn. ✝ Ástkær móðir okkar, ÞORBJÖRG THEODÓRSDÓTTIR frá Bjarmalandi, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga mánudaginn 13. ágúst. Útför hennar fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 18. ágúst kl. 14.00. Sólveig Sigurðardóttir, Theodór Gunnar Sigurðsson, Guðrún Ásta Sigurðardóttir. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍSABET JÓHANNA SVAVARSDÓTTIR, Hjallabrekku 29, Kópavogi, er látin. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Karitas, heimahjúkrun. Læknum og öllu hjúkrunarfólki er þakkað fyrir góða umönnun. Þökkum auðsýnda samúð. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ólafur Guðmundsson, Sif Ólafsdóttir, Bjarni Ólason, Hlín Ólafsdóttir, Halldór Birgir Halldórsson, Freyr Ólafsson og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN ÞÓRISSON, fyrrverandi skipstjóri, áður til heimilis að Hamrahlíð 25, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 6. ágúst. Útför fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 16. ágúst kl. 13.00. Svava Sveinsdóttir, Júlía Margrét Þorsteinsdóttir, Skarphéðinn Reynisson, barnabörn og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.