Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 26

Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012 Vigdís Grímsdóttir rithöfundur er 59 ára í dag. Hún stefnir aðþví að halda upp á afmælið í faðmi fjölskyldunnar og er sér-staklega glöð yfir heimkomu sonar síns sem býr í New York. „Ég ætla að hafa fiskibollur og þó að það hafi ekki verið venjan hing- að til þá ég að spá í að hafa það að venju næstu 50 árin,“ segir Vigdís og hlær við. „Mamma mín er fiskibollusérfræðingur og ég mun sækja þær til hennar og bera þær svo á borð,“ segir Vigdís. Hún er kenn- aramenntuð auk þess að vera með BA-próf í íslensku og bókmennta- fræði frá Háskóla Íslands. Vigdís hefur einnig lokið gráðu í uppeld- isfræði. Best þekkt er hún þó fyrir ritstörf sín og vinnur nú að ástarsögu. „Ég er að vinna að yndislegustu ástarsögu í heimi,“ segir Vigdís. Hún vill ekki gefa upp titil bókarinnar. „Ekki get ég látið hana heita yndislegasta ástarsaga í heimi. Og þó,“ segir hún og hlær. Vig- dís býr í Reykjavík og á tvö börn. Hólmar sem er tónlistarmaður og Þórdísi sem er einkaþjálfari. „Ég er svo mikið afmælisbarn í hjarta að annað eins þekkist varla. Það er nú líka vegna þess að strákurinn minn er hérna. Þá er allt svo gott. Við sjáumst bara einu sinni á ári því hann býr í New York,“ segir Vigdís. Spurð um áhugamál utan rit- starfa segir hún að henni finnist fátt skemmtilegra en að spjalla. „Ég er svona spjallari. Ekkert er betra en að gera það í þægilegu veðri, en ekki of mikilli sól,“ segir Vigdís. vidar@mbl.is Vigdís Grímsdóttir rithöfundur er 59 ára Vigdís Grímsdóttir Rithöfundurinn er 59 ára í dag og ætlar að fagna með því að bjóða til fiskibolluveislu í faðmi fjölskyldunnar. Annað eins afmælis- barn þekkist varla Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Jóhannes, Freyja og Jóhanna á Akureyri söfnuðu flöskum sem þau seldu fyrir 3.235 krónur. Upphæðin rann öll til Rauða krossins. Söfnun Noregur Helga Dís fæddist 31. júlí kl. 21.44. Hún vó 4.035 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Anna Huld Jóhannsdóttir og Ernir Brynjólfsson. Nýr borgari Y ngi Karl fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Langholtshverf- inu. Hann var í Hlíða- skóla, Langholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MS 2002, var sendisveinn í Kaupmannahöfn í eitt ár, stundaðí nám á hönnunarbraut Tækniskóla Íslands og útskrifaði 2007, starfaði við mótelsmíði á arki- tektastofunni Batteríinu í Hafn- arfirði 2007-2008 og lauk BA-prófi í arkitektúr frá Listaháskóla Íslands vorið 2011. BA-ritgerð hans ber heitið Lestur okkar á umhverfi: hvernig snerta óáþreifanleg bygg- ingarefni við okkur? Yngvi Karl starfar nú á arkitekta- stofunni Yrki – Arkitektar, og er á leið til Danmerkur þar sem hann hefur MA-nám í arkitektúr við Há- skólann í Árósum í haust. Yngi Karl hefur, ásamt fleirum, unnið að verkefninu Eyðibýli á Ís- landi. Það snýst um skrásetningu, ljósmyndun og ýmsar heimildarann- sóknir á yfirgefnum íbúðarhúsum á Íslandi, hvort sem um er að ræða hús í þéttbýli eða til sveita. Í fyrra kom út fyrsta bindið af rit- um þessa verkefnis en tvö önnur bindi munu koma út nú á næstunni. Hinn algjöri íþróttaálfur Yngvi Karl stundaði fjölda íþróttagreina á unglingsárunum. Hann æfði og keppti í knattspyrnu með Þrótti – Reykjavík; æfði og keppti í handbolta með Víkingi – Reykjavík; æfði og keppti með yngri flokkum Vals í körfubolta, keppti í badminton með TBR og í íshokkíi með Skautafélagi Reykjavíkur. Þá Yngvi Karl Sigurjónsson, BA í arkitektúr – 30 ára Fjölskyldan Yngvi Karl og Lilja Ösp Sigurjónsdóttir viðskiptafræðingur með Sunnu Maríu og Kötlu Karitas. Umhverfi – undirvitund Eyðibýlahópurinn Hópurinn tekur á móti viðurkenningu frá forsetanum á Bessastöðum. Frá vinstri: Arnþór Tryggvason; Birkir Ingibjartsson; Yngi Karl, Steinunn Eik Egilsdóttir og Árni Gíslason. Ljósmynd /María Rúnarsdóttir „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón samskipti@tonaflod.is | www.tonaflod.is Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu Vantar þig heimasíðu? ...eða er kominn tími til að hressa upp á þá gömlu? Sími 553 0401 Engin útborgun, 0% vextir Bjóðum vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði fyrir VISA og Mastercard korthafa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.