Morgunblaðið - 15.08.2012, Page 27
æfði hann blak, varð Íslandsmeistari
í blaki með Þrótti og lék með ung-
lingalandsliði í blaki um skeið. Hann
æfði auk þess og keppti í frjálsum
íþróttum með Ármanni en spilar nú
bumbubolta í knattspyrnu með fé-
lögum sínum.
Yngvi Karl lærði á gítar í einka-
tímum um árabil frá tólf ára aldri og
lék með ýmsum bílskúrsböndum á
unglingsárunum. Hann hlustar mik-
ið á tónlist, einkum djass, blús, rokk
og indí en hefur einnig áhuga á ýmis
konar klassískri tónlist.
Umhverfisskynjun: flókið ferli
Yfirskriftin á BA-ritgerðinni þinni
er forvitnileg, Yngvi Karl. Segðu
okkur svolítið frá ritgerðinni:
„Já, þetta er nú svolítið huglægt
og heimspekilegt efni. Ég er í raun
að fjalla um það hvernig ýmsir um-
hverfisþættir, aðrir en hreint form
og efnismassi, hafa áhrif á skynfæri
okkar og þar með tilfinningar og
gildi. Okkur líður stundum vel í til-
teknu umhverfi eða illa annars stað-
ar, án þess að átta okkur á áhrifa-
þáttunum. En hér skipta máli atriði
eins og rými, ljós, skuggar, hlutföll,
yfirborðsáferð og jafnvel margvísleg
þekking okkar sem við tengjum við-
komandi umhverfi, eins og t.d.
menningarsaga eða vittneskja um
voveiflega atburði. Að skynja um-
hverfi er svolítið eins og að raða
saman stóru og flóknu púsluspili.“
Fjölskylda
Kona Yngva Karls er Lilja Ösp
Sigurjónsdóttir, f. 16.9. 1982, við-
skiptafræðingur, dóttir Sigurjóns
Sigurbjörnssonar, starfsmanns hjá
Marel og Íslandsmeistara í 100 kíló-
metra hlaupi, og Maríu Jónsdóttur,
textilhönnuðar og bókara.
Dætur Yngva Karls og Lilju Asp-
ar eru Sunna María Yngvadóttir, f.
7.10. 2007,og Katla Karitas Yngva-
dóttir, f. 1.10. 2009.
Alsystir Yngva Karls er Þuríður
Ósk Sigurjónsdóttir, f. 1.3. 1977,
starfs- og námsráðgjafi hjá Mími –
Símenntun.
Hálfsystkini Yngva Karls: Valdi-
mar Karl Guðlaugsson, f. 5.3. 1962,
viðskiptafræðingur; Karl Höskuldur
Guðlaugsson, f. 10.9. 1966, hagfræð-
ingur; Ingibjörg Leifsdóttir, f. 25.3.
1970, leikskólakennari.
Foreldrar Yngva Karls: Sigurjón
Svavar Yngvason, f. 26.12. 1940,
tæknifræðingur í Reykjavík, og
Margrét Ingibjörg Valdimarsdóttir,
f. 27.1. 1943, píanókennari og meina-
tæknir.
Úr frændgarði Yngva Karls Sigurjónssonar
Þorsteinn Valdimarsson
b. á Bakka í Bakkaf.
Steinunn Stefánsdóttir
húsfr. á Bakka.
Guðbjörn Sigurjónsson
b. á Króki í Flóa.
Margrét Pálmadóttir
húsfr. á Sauðfelli
Sigurjón Jónsson
b. í Kirkjuskógi í Dölum
Kristín Ásgeirsdóttir
húsfr. í Kirkjuskógi
Yngvi Karl
Sigurjónsson
Sigurjón Svavar Yngvason
tæknifræðingur í Rvík.
Margrét Ingibjörg Valdimarsd
lífeindafr.
Sigrún Guðbjörnsdóttir
húsfr í Rvík.
Valdimar Þ. Karl Þorsteinss.
skrifstofustj. í Rvík
Þuríður Sigurjónsdóttir
húsfr. á Sauðafelli og í Rvík
Yngvi Finnbogason
b. á Sauðafelli í Dölum og lagerm. í Rvík.
Sigurður Sigurðarson,
víglsubiskup í Skálholt
Ólafur Sigurðsson
fyrrv. fréttam
Gissur Sigursson
fréttamaður
Gissur Gissurarson
óperusöngvari
Margrét Gissurardóttir
húsfr. á Króki.
Geir Gissurarson
b. í Byggðarhorni
Stefanía Gissurard.
húsfr. á Selfossi
Hjördís Geirsdóttir
söngkona
Hera Björk Þórhallsdóttir
söngkona
Finnbogi Finsson
b. á Sauðafelli.
Sveinn Finnsson
b. á Kolsstöðum
Arndís Finnsdóttir
húsfr. á Hólmlátri á
Skógarströnd
Ásmundur Sveinsson
myndhöggvari
Anna Sigfúsdóttir
húsfr. í Drápuhlíð
Sigfús Daðason
skáld
Afmælisbarnið Yngvi Karl.
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012
Jón fæddist að Háagerði í Austur-Húnavatnssýslu þann 15.8.1882, sonur Björns Jónssonar,
hreppstjóra á Veðramóti, og Þor-
bjargar Stefánsdóttur frá Heiði í
Gönguskörðum. Meðal systkina Jóns
voru Haraldur Björnsson leikari og
Björg, móðir Sigurðar, alþm. og rit-
stjóra Morgunblaðsins. Meðal móð-
ursystkina Jóns voru Sigurður, pr. í
Vigur, og Stefán skólameistari, faðir
Valtýs, ritstjóra Morgunblaðsins, og
Huldu skólastjóra.
Fyrri kona Jóns var Geirlaug Jó-
hannesdóttir og eignuðust þau tíu
börn: Stefán, arkitekt í Reykjavík; Jó-
hönnu Margréti lengi húsfreyju í Nor-
egi; Þorbjörgu, skólastjóra Hjúkr-
unarkvennaskóla Íslands; Sigurgeir
skrifstofumann; Björn, héraðslækni í
Kanada; Ragnheiði Lilju, húsfreyju í
Bandaríkjunum; Gyðu, húsfreyju í
Reykjavík; Jóhannes Geir listmálara;
Ragnheiði, húsfreyju í Reykjavík,
móður Óskars, útgefanda Morg-
unblaðsins, og Geirlaug bókbindara í
Reykjavík. Fósturdóttir Jóns er Geir-
laug Björnsdóttir meinatæknir.
Seinni kona Jóns var Rósa
Stefánsdóttir.
Jón lauk gagnfræðaprófi frá
Möðruvöllum 1899, kennaraprófi frá
Jonstrup á Sjálandi 1908 en sótti jafn-
framt námskeið við Kennaraháskóla
Kaupmannahafnar 1905 og fór síðar
utan í námsferðir.
Jón var skólastjóri Barnaskóla
Sauðárkróks frá 1908-52, og skóla-
stjóri unglingaskóla þar 1908-46.
Hann vann ötullega að málefnum
góðtemplara, sinnti ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir regluna og var
heiðursfélagi Stórstúku Íslands.
Þá hlóðust á Jón almenn trún-
aðarstörf enda maður virtur og vin-
sæll með afbrigðum. Hann var
hreppsnefndarmaður í tvo áratugi og
oddviti lengst af, sóknarnefnd-
arformaður í 40 ár, formaður Ung-
mennafélagsins Tindastóls, sat í
stjórn Rauða kross félags Skaga-
fjarðar og Dýraverndunarfélags
Skagafjarðar, var heiðursfélagi ým-
issa samtaka og félaga og fyrsti heið-
ursborgari Sauðárkróks.
Jón lést 21.8. 1964.
Merkir Íslendingar
Jón Þ.
Björnsson
95 ára
Einar Kristjánsson
90 ára
Oddný E. Thorsteinsson
85 ára
Guðrún Guðjónsdóttir
80 ára
Álfheiður Jetzek
Árni Gunnlaugsson
Margrét Jónsdóttir
Pétur Pétursson
75 ára
Hákon Sigurgrímsson
Hermann Sigurðsson
Marsibil Þórðardóttir
70 ára
Björn Pálsson
Díana B. Valtýsdóttir
Kristín Thorarensen
Páll Helgason
60 ára
Björg Hauksdóttir
Elín Kristín
Sæmundsdóttir
Guðbjörg Þrúður
Gísladóttir
María Sigríður
Þórarinsdóttir
Ólöf Anna Guðmundsdóttir
50 ára
Ágústa Björnsdóttir
Elísabet Traustadóttir
Garðar Páll Vignisson
Hafsteinn Hafsteinsson
Hallgrímur Stefánsson
Karólína D. Þorsteinsdóttir
Laufey Arnardóttir
Unnur Björk Snorradóttir
40 ára
Aðalsteinn Arnar
Jóhannesson
Ástvaldur Jóhannesson
Dalia Marija Morkunaite
Guðrún Ósk Sigurðardóttir
Halldóra Aðalsteinsdóttir
Halldór Eyjólfsson
Houria Oulad Idriss
Kristín Ósk Sverrisdóttir
Kristrún Helga
Jóhannsdóttir
Margrét Rúnarsdóttir
Pétur Erling Leifsson
Rúnar Laufar Ólafsson
Sigurbjörg Björgvinsdóttir
Sigursteinn Ívar
Þorsteinsson
Snjólaug Aðalgeirsdóttir
30 ára
Berglind Ósk
Aðalsteinsdóttir
Guðmunda María
Sigurðardóttir
Guðni Ásgeirsson
Magnús Hreggviðsson
Roy Gústaf Jackson
Sigmundur Davíðsson
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Sveinn Baldvinsson
Þorsteinn Kristinn
Ingimarsson
Til hamingju með daginn
30 ára: Guðni lauk
sveinsprófi í blikksmíði og
stundar nám í vél- og
orkutæknifræði við HR.
Maki: Guðrún Þóra Hálf-
dánsdóttir, f. 1983, við-
skiptafr. við Arion banka.
Dóttir: Kristín María, f.
2008.
Foreldrar: Ásgeir Guðni
Hjálmarsson, f. 1953,
starfsmaður hjá Norð-
lenska, og María S. Stef-
ánsdóttir, f. 1956,
starfsm. við Hlíf.
Guðni
Ásgeirsson
30 ára: Árný ólst upp á
Akranesi, lauk þar sam-
ræmdum prófum og er nú
heimavinnandi.
Maki: Guðlaugur Tóm-
asson, f. 1978, ofngæslu-
maður hjá ELKEM.
Börn: Svanfríður Erla, f.
2001; Þórður Breki, f.
2007, og Gyða Karen, f.
2009.
Foreldrar: Soffía Þórð-
ardóttir, f. 1949, ljósmóðir,
og Böðvar Björnsson, f.
1946, hjá Norðuráli.
Árný Rós
Böðvarsdóttir
30 ára Bergrún ólst upp
á Höfn, lauk hjúkr-
unarfræðiprófi frá HÍ og
starfar við LSH í Reykja-
vík.
Maki: Ragnar Freyr Þor-
steinsson, f. 1980, húsa-
smiður.
Synir: Benedikt Ísak, f.
2008, og Þorsteinn Leví,
f. 2012.
Foreldrar: Ólöf Óladóttir,
f. 1959, sjúkraliði, og
Benedikt Sigurbergsson,
f. 1952, sjómaður á Höfn.
Bergrún S.
Benediktsdóttir
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 11-18 og laugardaga frá 11-16
VERÐHRUN!
70% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri