Morgunblaðið - 15.08.2012, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200
ERUM AÐ
TAKA UPP
NÝJAR VÖRUR
FYRIR DÖMUR!
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hrúturinn skammast sín ekki fyrir
tilfinningar sínar og uppsker heilbrigði fyrir
vikið. Mundu samt að gera ekki meiri kröfur
til annarra en sjálfs þín.
20. apríl - 20. maí
Naut Varðandi ótilgreint atvik í sambandi,
fellur allt í ljúfa löð innan tíðar. Allt virðist
kosta of mikið, vera of mikil fyrirhöfn eða
tilgangslaust. Láttu það eftir þér að kaupa
þér eitthvað fallegt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur ekkert að skammast þín
fyrir og getur því alveg horft stoltur framan
í heiminn. Vertu bara sjálfum þér trúr og til-
litssamur; þá fer allt vel.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Bestu lausnirnar koma ekki úr huga
þínum heldur í gegnum hann. En fyrir-
komulag sem reynt er að þröngva upp á þig
virkar ekki.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þér liggur ekki lífið á að velja næsta
skref í viðkvæmu máli. Leitaðu þér aðstoðar
og komdu lagi á tilfinningalíf þitt.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er eitthvað sem stendur í veg-
inum fyrir því að þú náir þeim árangri, sem
þú stefnir að. Forðastu ákveðið fólk.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er rangt að láta eigið skap bitna á
öðrum. Vertu hvergi smeykur því þú hefur
alla burði til að vinna verkið. Jarðarmerki á
borð við nautið geta liðsinnt voginni við að
koma hugmyndum í áþreifanlega mynd.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhver uppákoma verður til
þess að þú þarft að láta uppi hug þinn til
máls, sem þú hefðir helst viljað láta kyrrt.
Gefðu þér tíma til að vinsa þær bestu úr.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Lífið er til þess að fagna því.
Stattu vörð um orðspor þitt og hlustaðu
aldrei á sögur sem hafa ekki við nein rök að
styðjast. Auðlegð og kraftur annarra kemur
þér að góðum notum í dag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fjármálin þurfa aðgæslu við svo
þú ættir að halda útgjöldunum niðri eins og
frekast er kostur. Nú er rétti tíminn til þess
að nota innsæið og bjóða fram aðstoð.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að berjast fyrir sjálf-
stæði þínu bæði heima fyrir og í vinnunni.
Vertu staðfastur og forðastu að falla í
freistni.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Skilgreiningin sem lýsir þér best
núna er einbeittur. Vertu tilbúinn að aðstoða
vin þurfi hann á stuðningi þínum að halda.
Hjálmar Freysteinsson kastarfram limru, ef til vill innblás-
inn af ólympíuleikum:
Sigfinnur aldrei sótti fast
að sofa hjá eða trúlofast;
nei ástríða hans
þess ágæta manns
einskorðaðist við sleggjukast.
Stefán Þorláksson, fyrrverandi
menntaskólakennari og leið-
sögumaður, hefur stundum borið á
góma í Vísnahorninu, enda með
skemmtilegri mönnum. Hlymrekur
handan orti til hans á sínum tíma:
Margt erlent er sniðugt og eggjandi,
hvort orðmælt það fer eða hneggjandi;
það má hefja upp glaum,
það má taka í taum,
en á túrhesta er ekki leggjandi.
Hlymrekur handan og félagar
voru iðulega í slagtogi við Gísla
Jónsson er hann hélt úti íslensku-
þáttum í Morgunblaðinu. Ekki var á
allra vitorði að Gísli var jafnframt
dyggur stuðningsmaður KA á
Akureyri. Er Willoughby þjálfara
voru þökkuð góð störf í þágu fé-
lagsins orti Gísli til hans, bæði á
ensku og íslensku:
There was a soccer team north
by the sea
which in first division wished to be,
and the struggle was tough,
but they did well enough.
Thanks for brilliant work, Willoughby.
Og svona útleggst limran á ís-
lensku:
Það var knattspyrnulið sem hét KA
Það keppti af festu og þráa
og í órofa heild
kvaddi öfuga deild.
Þökk sé Willoughby, kappanum knáa.
Í kennaraverkfalli var ort limra
um Albert Guðmundsson fjár-
málaráðherra – áður knattspyrnu-
mann:
Liðin er tíð minnar trúar á
tuddann sem launþega púar á
og ég held að héðan
sé fljótfarið með’hann
í bílferð austur að Brúará!
Albert átti þá tík sem hann hélt i
trássi við lög og rétt í Reykjavik og
Stefán Þ. Þorláksson orti:
Menn eru teknir að trúa á
að tíkarhirðirinn snúi á
BSRB
og sennilegt sé
að hann syndi fimlega í Brúará!
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
Vísnahorn
Af sleggjukasti, KA
og tíkarhirðinum snúna
G
re
tt
ir
S
m
á
fó
lk
H
ró
lf
u
r
h
ræ
ð
il
e
g
i
Fe
rd
in
a
n
d
G
æ
sa
m
a
m
m
a
o
g
G
rí
m
u
r
STUNDUM ER EKKI ALLT
SEM SÝNIST.
VÓ!
ÞANNIG AÐ EF TIL VILL
ER ÉG Í BANASTUÐI
NÚNA?
MÉR FINNST
FÓLK ALDREI
HLUSTA ÞEGAR ÉG
TALA VIÐ ÞAÐ ...
ÞAÐ ER EINS OG ÉG NÁI EKKI
AÐ HALDA ATHYGLI ANNARRA.
ÞEGAR ÉG TALA VIÐ FÓLK
VIRÐIST HUGUR ÞESS REIKA,
ÞAÐ STARIR ÚT Í BLÁINN OG ...
OG ... OG ... ÚFF!
ATHUGAÐU HVER
ER AÐ BANKA.
VEIT EKKI HVER ÞAÐ ER, EN HANN VIRÐIST VERA
ÆSTUR ÚT AF EINHVERJU!
HVERNIG GEKK
VINI ÞÍNUM Í
AÐGERÐINNI?
ÞESSUM SEM LÉT LAGA
Á SÉR NEFIÐ OG FÉKK
HÁRÍGRÆÐSLU?
EINMITT!
EKKI
NÓGU VEL.
Brandarinn um manninn, sem íbænum sínum bað um að fá stóra
vinninginn í lottóinu, er alþekktur.
Eftir að maðurinn hafði suðað í al-
mættinu svo vikum skipti heyrði
hann rödd af himnum: „Reyndu þá að
drattast til að kaupa þér miða!“
x x x
Nú hefur Víkverji komist að því aðþað þarf ekki einu sinni að kaupa
sér miða. Í fyrradag datt hann loks-
ins í lukkupottinn og er orðinn millj-
ónamæringur. „Þér er hér með til-
kynnt að netfang þitt hefur unnið
5.000.000 (fimm milljónir evra) í ár-
legum drætti okkar árið 2012 sem
fram fór í liðinni viku,“ sagði í upphafi
bréfs frá Loterie Romande í Sviss. Í
bréfinu kemur fram að netfang Vík-
verja hafi fengist í handahófsúrtaki
úr milljónum netfanga og drátturinn
hafi verið hluti af „alþjóðlegu verk-
efni, sem við skipuleggjum á hverju
ári til að gefa aftur til samfélagsins“.
Sérstaklega er tekið fram að um
tölvupóstsátak sé að ræða og því hafi
ekki verið seldir miðar.
x x x
Í tölvupóstinum var síðan sér-staklega tekið fram að Víkverji
héldi vinningnum og öllum upplýs-
ingum um hann vandlega leyndum
þar til hann hefði fengið féð í hendur
til að ekki kæmu fram aðrar kröfur
og koma í veg fyrir að almenningur
reyndi að misnota sjóðinn. Þetta skil-
ur Víkverji fullkomlega og vonar að
lesendur sínir virði þann trúnað sem
hann sýnir þeim með þessum skrif-
um.
x x x
Víkverji komst í mikið uppnám þeg-ar hann las um vinninginn. Ekki
minnkaði uppnámið þegar hann hafði
reiknað út að fimm milljónir evra eru
um tæpar 740 milljónir króna, en þó
fór hann skyndilega að hafa áhyggjur
af lækkandi gengi evrunnar, sem
hann hafði áður látið sér í léttu rúmi
liggja. Víkverji sér fram á náðuga
daga.
x x x
Þetta verður væntanlega síðastiVíkverji Víkverja.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Orð dagsins: Sjá, hann kemur í skýj-
unum og hvert auga mun sjá hann,
jafnvel þeir sem stungu hann, og allar
kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yf-
ir honum. Vissulega, amen. (Opb. 1, 7.)