Morgunblaðið - 15.08.2012, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 2012
Lára Hilmarsdóttir
larah@mbl.is
Nýverið fóru fram Biophiliu-kennarasmiðjur í Háteigs-
skóla þar sem kennurum gafst tækifæri á að læra að
nota verkfærakistu sem tilheyrir Biophiliu-verkefni
Bjarkar og miðlar vísindum og tónlist. Fjórir skólar
sendu kennarateymi sem samanstanda af tónlistarkenn-
ara, vísindakennara og bekkjarkennara eða deildarstjóra
til þess að taka þátt í smiðjunum. Í heild hafa teymi úr
sjö skólum sótt smiðjurnar fyrir kennara, en þátttaka
kennara í smiðjunni er skilyrði fyrir því að skólar geti
fengið verkfærakistuna að láni og haldið tónvís-
indasmiðjur fyrir nemendur.
Kistan samanstendur af iPödum, kennsluhugmynd og
séruppteknum vísindainnslögum með vísindamönnum frá
Háskóla Íslands. Hún mun flakka um skóla Reykjavík-
urborgar næstu þrjú ár þar sem skólum gefst tækifæri á
að halda Biophiliu-smiðjur. „Kennarar fara á námskeiðið
og í kjölfarið fær skóli eina kistu og það er algjörlega
undir skólanum komið hvernig hann útfærir smiðjurnar.
Við hvetjum til að börn á aldrinum 10 til 12 ára taki þátt
og að hefðbundin kennsla sé lögð niður á meðan skól-
anum er breytt í Biophiliu-vinnustofur í eina til tvær vik-
ur,“ segir Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir, verkefn-
istjóri fyrir Reykjavíkurborg og einn af skipuleggjendum
Biophiliu-smiðjanna fyrir grunnskóla.
Tónvísindasmiðjurnar í verkfærakistunni eru hann-
aðar af Björk í samstarfi við Arnfríði, Curver Thorodd-
sen, umsjónarmann Biophiliu-kennsluverkefnisins, og
Guðrúnu Bachmann kynningarstjóra Háskóla Íslands.
„Borginni fannst ótrúlega spennandi að taka þátt í þessu
verkefni af því að það er verið að nota listir í gegnum
menntun og sköpun sem rannsóknaraðferð. Í raun er
þetta tímamótaverkefni og mikil vitundarvakning í tón-
list, raungreinum og verkgreinum innan skóla,“ segir
Arnfríður.
Kveikjan að einhverju stærra
Markmiðið með tónvísindasmiðjunum er að sýna
möguleika á fjölbreyttum og þverfaglegum kennsluað-
ferðum, hvernig sé hægt að tengja saman náttúrufræði
og tónlist, og brjóta niður hið hefðbundna kennsluform
sem er bundið við 45 mínútna kennslustund. „Þannig
vonumst við til þess að stuðla að þverfaglegri samvinnu
milli sviða innan skóla,“ segir Arnfríður.
Að svo stöddu eru Biophiliu-smiðjurnar val eða þema-
vika í skólum sem munu taka þátt en Arnfríður segist
vonast til þess að hægt verði að gera þær að föstum lið í
skólastarfi og að þær verði kveikja að áhuga á ýmislegu
fleiru, t.d. meira samstarfi og meiri dýpt í listagreinum í
skólakerfinu. „Þannig að Biophilia er í rauninni bara
kveikjan að einhverju miklu stærra. Verkefnið er í raun
grunnur að menningaruppeldi,“ segir Arnfríður.
„Biophiliasmiðjur eru
menningaruppeldi“
Sjö grunnskólar njóta góðs af verkefnakistu smiðjanna
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Þverfaglegt Kennarar læra á tónvísindasmiðjur Biophiliu-verkefnakistunnar með spjaldtölvum og kennslu-
hugmyndum og miðla þekkingunni svo áfram til nemenda með sköpun sem rannsóknaraðferð.
Bæn hefst á skældum klif-andi barnsgráti og sígursíðan smám saman upp íþekkilegan drunga og
þaðan í óþægileg
óhljóð. Tónlistin
á skífunni er raf-
tónlist, tölvu-
tónlist, en mann-
röddin er vel
notuð, barns-
gráturinn í upp-
hafi, sem gæti þó reyndar verið
tölvubarn, öldungsrödd í Öldung-
inum, illi innheimtumaðurinn í
Mammón („þú veist /það kemur að
því / þarf að greiða þínar skuldir til
baka“) sem gengur af göflunum í
Retoríu og svo spámaðurinn í Húsið
andar.
Margt er afskaplega vel gert á
plötunni, til að mynda megnið af Út-
burði umskiptings og eins laga-
tvennan Mammón / Retoría, lög sem
eru ólík en renna vel saman, en á
heildina litið finnst mér vanta sam-
hengi í skífuna, hvort sem það væri í
heildarhljóm eða lagaskipan. Dæmi
um það er hvernig sú grimmd-
arstemmning sem Mammón / Re-
toría skapa gufar upp þegar Bæn
hljómar, eins skemmtilegt og það
lag annars er, en önnur lagatvenna,
Bæn og Lofun, tengjast einmitt
saman mjög skemmtilega og rök-
rétt. Lofun finnst mér reyndar besta
lag plötunnar, bardúnslegur bassinn
ber lagið uppi sem er kryddað af
þruski og braki. Frábært lag. Loka-
lag skífunnar, Húsið andar, er líka
mjög gott, góð keyrsla skreytt með
gamaldags rafhljóðum.
Bæn Margt er vel gert á plötu Að-
alsteins Jörundssonar eða AMFJ, Bæn.
Samhengi óskast
Geisladiskur
Bæn bbbnn
Plata Aðalsteins Jörundssonar sem
starfar undir listamannsnafninu AMFJ.
Falk gefur út.
ÁRNI MATTHÍASSON
TÓNLIST
David Bowie, Sex Pistols, Rolling Stones og Kate
Bush afþökkuðu boð um að koma fram á lokaathöfn
Ólympíuleikanna í Lundúnum sem fram fór sunnu-
daginn sl. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá
því að framleiðandi athafnarinnar, Kim Gavin, hafi
beðið fyrrgreinda tónlistarmenn um að koma fram á
hátíðinni. Hann hafi þurft að biðja The Who þrisvar
áður en hljómsveitin samþykkti loks að koma fram.
Afþökkuðu boð um að koma
fram á lokaathöfn ÓL
David Bowie
EGILSHÖLL
VIP
12
12
12
L
L
L
L
L
L
L
L
ÁLFABAKKA
12
12
12
KVIKMYNDIR.IS
HOLLYWOOD REPORTER
SÉÐ OG HEYRT
MBL
BRAVE ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 3D
BRAVE ÍSL.TALI KL. 3:40 - 5:50 2D
BRAVE ENSKU.TALI KL. 8 2D
SEEKING A FRIEND... KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D
DARK KNIGHT RISES KL. 3 - 6:30 - 8 - 10 2D
DARK KNIGHT RISES VIP KL. 3 - 6:30 - 10 2D
MAGIC MIKE KL. 10:20 2D
MADAGASCAR 3 ÍSL.TALI KL. 3:40 2D
KRINGLUNNI
L
L
12
12
BRAVE ÍSL.TALI KL. 5:50 3D
BRAVE ÍSL.TALI KL. 5 2D
SEEKING... KL. 5:50 - 8 - 10:20 2D
DARK KNIGHT... KL. 7 - 8 - 10:30 2D
DARK KNIGHT RISES 2D
KL. 3 - 6:10 - 8 - 9:20 - 10 - 11:10
TOTAL RECALL 5:20 - 8 - 10:30 2D
TED KL. 7:30 2D
BRAVE ÍSL.TALI KL. 3 3D
BRAVE ÍSL.TALI KL. 3:20 - 5:40 2D
ÍSÖLD 4 ÍSL.TALI KL. 3 2D
MADAGASCAR 3 ÍSL.TALI KL. 5 2D
L
12
12
AKUREYRI
SEEKING A FRIEND.. KL. 6 - 8 - 10:10 2D
BRAVE ÍSL.TALI KL. 6 3D
DARK KNIGHT RISES KL. 8 2D
Sýnd með íslensku og ensku tali – sýnd í 2D og 3D
Frá Framleiðendum Toy Story 3, Finding Nemo og Up.
- Miami Herald
- Rolling Stone
- Guardian - Time Entertainment
53.000 GESTIR Á 19 DÖGUM
STÆRSTA MYND ÁRSINS
b.o. magazine
e.t. weekly
STEVE
CARELL
KEIRA
KNIGHTLEY
KEFLAVÍK
12
12
12
TOTAL RECALL KL. 8 2D
DARK KNIGHT RISESKL. 10:30 2D
SEEKING A FRIEND KL. 8 - 10:10 2D
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á
Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is
Gæði og glæsileiki á góðu verði