Morgunblaðið - 31.08.2012, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.08.2012, Qupperneq 11
starfað í leikskóla KFUM&KFUK og á skrifstofu samtakanna en í sum- ar vann hún í sumarbúðum samtak- anna víða um land „Viðhorf samstarfsfólks míns hefur verið frábært og það hefur sýnt mér mikinn stuðning og vin- semd. Þegar ég byrjaði að læra ís- lensku lagði fólk sig fram um að út- skýra fyrir mér ný orð og málfræði. Um jólin var ég líka boðin að eyða tveimur dögum með fjölskyldu eins samstarfsfélaga míns. Slíku hafði ég alls ekki búist við og gladdi það mig mikið. Einnig var mér boðið í gít- artíma og ég kynntist vel finnskri konu sem hér hefur búið hálfa æv- ina. Hún var mjög dugleg að fara með mig hitt og þetta og sjá til þess að ég hefði allt sem ég þarfnaðist. Þá hefur mér alltaf fundist gaman að ganga úti í náttúrunni og var mér boðið í gönguhóp af einni samstarfs- konu minni. Fólkið í þeim hópi tók mér afar vel og tók t.d. ekki í mál að ég borgaði bensín þegar við fórum í lengri ferðir. Íslenska sumarið hefur verið frábært með gönguferðum, sundferðum í vötnum, jöklagöngu, köfun og mörgu fleiru. Síðan verð ég að fá að minnast á íslensku börnin sem ég hef unnið með í sumar. Mörg þeirra hafa kom- ið til mín og þakkað mér fyrir sam- veruna með faðmlagi. Þau eru svo opin og mikil krútt,“ segir Elena. Vinsæll puttaferðalangur Elena gerði sér líka lítið fyrir og ferðast hringinn í kringum landið á puttanum. Hún lagði af stað í ferðina í rútu og segist hafa hugsað mér sér hvert hún væri að fara og út í hvað hún væri eiginlega komin. Löngunin til að skoða landið hafi verið yf- irsterkari en allt annað en það kom á daginn að fólk sem hún hitti á ferða- laginu reyndist henni mjög vel. Alls stoppuðu 23 bílar fyrir Elenu og voru þar af Íslendingar í 15 þeirra. „Eftir þessa ferð finnst mér Ís- lendingar hafa gott viðhorf til putta- ferðalanga. Sem dæmi get ég nefnt að par sem tók mig upp í keyrði mig í upplýsingamiðstöð ferðamanna sem þau halda úti og þar fékk ég að sjá mynd um eldgosið í Eyjafjallajökli. Síðan keyrði dóttir þeirra mig beint á tjaldstæðið því klukkan var orðin margt. Á Akureyri sneri fjölskylda við til að sækja mig því þau tóku ekki eftir mér fyrr en of seint. Síðasta daginn tók mig síðan upp í kona sem starfar hjá Kristjáns bakaríi á Ak- ureyri og var á leið í Hveragerði og keyrði mig alla leið heim að dyrum. Það sama er að segja um stráka í hljómsveit sem tóku mig upp í á Snæfellsnesi,“ segir Elena. Ísland sýnir gott fordæmi Elena hefur einnig getað nýtt tímann á Íslandi til að undirbúa sig fyrir frekara nám. Þá hafi hún fengið hugmynd að doktorsverkefni sínu á Íslandi og sé nú tilbúin í námið. „Ég hef velt fyrir mér framtíð- inni upp á síðkastið og hvað ég geri þegar ég kem aftur heim. Ég hef getað nýtt tímann á Íslandi til að undirbúa mig fyrir það sem er fram- undan. Með dvöl minni hef ég líka öðlast meiri færni í að skipuleggja tímann minn betur þannig að ég nái að sinna öllum mínum verkefnum. Mér fannst íslenski veturinn oft erfiður og ég varð dálítið þung í skapi myrkri og roki. En það varð líka til þess að hugurinn reikaði heim og ég varð þakklátari fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt með for- eldrum mínum og vinum í Úkraínu. Ég öðlaðist mikla lífsreynslu á Ís- landi sem ég mun geta notað til að breyta sjálfri mér og um leið hjálpað þeim sem vilja gera slíkt hið sama. Ég tel að Íslandi sýni öðrum löndum gott fordæmi, hér eru miklar tækni- nýjungar en um leið er virðing borin fyrir gömlum hefðum og Íslendingar virðast vera stoltir af sögu sinni. Hér er hugsað vel um hlutina og Íslend- ingar eru góðir í að bregðast við vondu veðri, náttúruhamförum og fleiru slíku. Hér á þessari litlu eyju verðið þið að bjarga ykkur og ein- mitt þetta varð kveikjan að því sem mig langar að rannsaka í dokt- orsnáminu. Hvernig Úkraína gæti tekið Ísland sér til fyrirmyndar því úkraínska þjóðin og landið hefur mikla möguleika sem mætti nýta betur,“ segir Elena. Elena hefur áhuga á íþróttum, tónlist, úti- vist, hagfræði og atferli mannfóksins og segist aldrei neita tækifæri um að gera, sjá og reyna eitthvað nýtt. Hressing Elena fær sér tesopa á göngu á Fimmvörðuhálsi, hún hefur notið þess að stunda útivist á Íslandi. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Samstarfsmaður minn tjáðimér um daginn að allt hóp-efli væri fyrir leikskólabörn.Mér þótti það heldur mikill sleggjudómur og var ekki tilbúinn að taka undir orð hans. Kvöldverður með fjölskyldunni er til að mynda hópefli á sinn hátt sem og jólapeysu- klúbburinn sem ég ætla að stofna. Hinsvegar er ýmiss konar hópeflandi hegðun sem mér þykir miður. Til að taka dæmi þá þykir mér það ein- staklega kjánalegt þegar hljómsveit- armeðlimir skipa áhorfendum á tón- leikum sínum að haga sér eins og þeir væru staddir í Söngvaborg með Siggu Beinteins. Mögulega er það bara ég sem er svona stirður og leið- inlegur. Ég lenti í slíkum aðstæðum fyrir skemmstu þegar ég var staddur á tónleikum með ónefndri hljómsveit á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Áhorfendur höfðu þá verið skikkaðir til að stunda alls kyns látbragðsæf- ingar á milli þess sem okkur var tjáð hversu yndislegt lífið og við sjálf vær- um. Þá datt söngvaranum það snjall- ræði í hug að fá alla tónleikagesti til að setjast á gólfið. Ég leit niður og virti fyrir mér bjórklístrað gólfið og alla þá drullu sem hafði fylgt skítugum skóm gest- anna að utan. Eins og hendi væri veifað höfðu allir tónleikagestirnir fengið sér sæti á klístr- uðu gólfinu. Eftir stóð ég eins og upprétt löngutöng á krepptum hnefa og hljómsveit- armeðlimirnir og gestirnir störðu for- viða á mig. Djöfull var ég leiðinlegur. Þegar fólkið stóð gat ég að minnsta kosti fal- ið gleðiskort minn. Ég velti því fyrir mér um stund hvort ég ætti að snúa mér við og ganga út. Þegar ég hugsa til baka, þá hefði það verið einkar pínlegt en engu að síður mjög fyndið. Sökum þess hversu ríkt hjarta mitt er að manngæsku þá ákvað ég að setjast á hækjur mér svo að öllum liði betur. Með öðrum orðum þá lét ég undan hópþrýstingi. Þannig sat hjörðin og gerði bylgjur með höndunum á sér að skipan söngvarans í þónokkurn tíma. Sjald- an hefur mér liðið jafn kjánalega. Það var ekki fyrr en söngvarinn hafði lokið sér af við það að telja niður frá þremur að gestir fengu að standa á fætur. Ekki nóg með það heldur stukku allir á fætur í yfirdrifnum fagnaðarlátum jafn- framt því sem glimmeri rigndi yfir skarann. Ég haskaði mér út af staðnum og staðnæmdist ekki fyrr en ég var kominn á stað þar sem allir voru jafn nið- urdrepandi og ég, í leigubílaröðinni á Lækjargötunni. »Eins og hendi væriveifað höfðu allir tón- leikagestirnir fengið sér sæti á klístruðu gólfinu. Eftir stóð ég eins og upprétt löngutöng á krepptum hnefa og hljómsveitarmeð- limirnir og gestirnir störðu forviða á mig. Djöfull var ég leiðinlegur. Heimur Davíðs Más Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Ellen Magnúsdóttir er 27 ára frí- stundamálari sem hefur málað frá 14 ára aldri en hún gerir einnig skart, hálsmen, hringa með hekludúllum og steinum og armbönd. Ellen verður með skartið sitt til sölu á Múlatorgi (við hliðina á Góða hirðinum) í dag, föstudag 30. ágúst frá klukkan 12-18 og á laugardaginn kl. 11-16. Um að gera er að koma við fyrir þá sem hafa gaman af fallegu skarti og vantar eitthvað nýtt fyrir haustið. Endilega … … kíkið á EM art á Múlatorgi Skart Lokkar úr smiðju Ellenar. www.volkswagen.is Frelsi til að ferðast Volkswagen Tiguan Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá 5.790.000 kr. Fullkomið leiðsögukerfifyrir Ísland Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir aðeins 5,8 l á hverja 100 km.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.