Morgunblaðið - 31.08.2012, Síða 42

Morgunblaðið - 31.08.2012, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 Ég held að ég verji afmælisdeginum bara í vinnunni, það ersvo gaman þar,“ segir Jóhannes Jónsson, áður kenndur viðBónus-verslanirnar og nú kaupmaður í Iceland, en hann er 72 ára í dag. Jóhannes og eiginkona hans, Guðrún Þórsdóttir, deila afmælisdegi, en 21 ár er á milli þeirra hjóna. „Við höfum yfirleitt haldið upp á þetta saman, en hún er erlendis núna og kemur ekki fyrr en á laugardaginn, þannig að ég er mjög einmana.“ Allt veislu- hald bíður því þess að hún snúi til baka. Spurður um áhugamál segir Jóhannes að hann hafi mjög gaman af golfi. Hann hefur þó lítið getað komist á völlinn í sumar. „Það hef- ur allt farið í þessa uppbyggingu í Iceland, og því hef ég ekkert komist.“ Forgjöf Jóhannesar er 36, enda tekur hann ekki oft þátt í mótum eða slíku. „Það er svo gott að hafa þessa forgjöf, maður man hana alltaf,“ segir Jóhannes og bætir við kíminn: „Þegar kemur að golfinu er áhuginn stórkostlegur, en árangurinn enginn!“ Fyrr í sumar opnaði Jóhannes, eins og alkunna er, verslunina Ice- land hér á landi. Hann er mjög ánægður með gengi hinnar nýju verslunar. „Viðtökurnar hafa verið alveg frábærar og umfram mín- ar björtustu vonir.“ Jóhannes segir að góðum árangri í síðustu verð- könnun ASÍ verði fylgt eftir. „Þetta er upphafið að framtíðinni.“ sgs@mbl.is Jóhannes Jónsson er 72 ára í dag Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Nýtt upphaf Jóhannes í Iceland er hæstánægður með viðtökurnar sem Iceland-verslunin hefur hlotið hjá Íslendingum. „Þetta er upphafið að framtíðinni“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Akranes Kristofer Erik fæddist 17. nóvember kl. 16.47. Hann vó 4.060 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Unnur Aðalheiður Jónsdóttir og Jón Ásgeir Valsson. Nýir borgarar Vestmannaeyjar Dís fæddist 26. apríl kl. 10.18. Hún vó 3.760 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Þóra Gísla- dóttir og Júlíus Ingason. I ngibjörg fæddist í Reykjavík, ólst þar upp og á Hallorms- stað frá fjögurra til átta ára aldurs, en síðan aftur í Reykjavík. Hún var í Barna- skólanum á Hallormsstað, í Voga- skóla, lauk stúdentsprófi frá MS 1992, stundaði leiklistarnám við Neighborhood Playhouse-leiklist- arskólann í New York en sá skóli hefur útskrifað fjölda frægra leikara á borð við Grace Kelly, Diane Keaton og Gregory Peck. Þaðan útskrifaðist Ingibjörg 1998 og var síðan búsett í Los Angeles í eitt ár. Ingibjörg stundaði jafnframt pí- anónám við Tónlistarskóla FÍH um fimm ára skeið á unglingsárunum og stundaði síðar nám við Tónvinnslu- skóla Þorvaldar Bjarna, árið 2004. Ingibjörg hefur stundað jóga um langt árabil. Hún lærði fyrst jóga- öndunar- og líkamsæfingar, hefur sótt mikinn fjölda jóganámskeiða og kennaranámskeiða í jóga víða um Ingibjörg Stefánsdóttir, jógakennari, leikari og söngkona – 40 ára Morgunblaðið/Ernir Í jógastellingu Ingibjörg hefur stundað jóga víða um heim, m.a. hjá læriföður á Indlandi, Sri.K. Pattabhi Jois. Jóga veitir innri frið Afmælisstemning Elín og Ásta Lilja lesa áður en pakkinn er opnaður. Elín Pálfríður Alexandersdóttir varð áttræð í gær, 30. ágúst. Hún er fædd og uppalin í Grindavík og hefur búið það alla tíð. Elín hefur á undanförnum áratugum tekið virkan þátt í bæði at- vinnulífi og menningarstarfi bæjarins auk þess að syngja í kirkjukór Grinda- víkurkirkju í áratugi. Eiginmaður henn- ar er Edvard Júlíusson, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður. Afmæli 80 áraSkápar Brautarholt 26-28 | 105 Reykjavík Sími 511 1100 | www.rymi.is | www.riverslun.is Skólaskápar Munaskápar Sundstaðaskápar Vinnustaðaskápar Starfsmannaskápar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.