Morgunblaðið - 31.08.2012, Side 44

Morgunblaðið - 31.08.2012, Side 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2012 V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú verður að sætta þig við ákvarðanir annarra varðandi starfið eða jafnvel heim- ilislífið í dag. Verkin þín eru mun betri núna. 20. apríl - 20. maí  Naut Allir uppskera svo sem þeir hafa sáð til og þú auðvitað líka. Farðu varlega, einhverra hluta vegna er einkalíf þitt áberandi um þess- ar mundir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Farðu varlega í innkaupum í dag, þú freistast til þess að kaupa meira en þú hefur ráð á. Láttu lítið á þér bera og ekki búast við miklu í stöðu þar sem þú þarft að treysta á aðra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki amalegt lífið þessa dag- ana svo þú skalt njóta þess til hins ýtrasta. Aðrir munu bregðast fljótt við athugasemd- um þínum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver vinnufélagi þinn getur ekki hætt að angra þig, þótt þú hafir ítrekað rætt við hann. Viðræður við foreldra og maka eru hlý- legar í dag. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér er að takast að koma skikki á hlut- ina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Sá vitri veit að hann veit ekki allt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér vinnst ákaflega vel þessa dagana og afköst þín vekja athygli yfirboðaranna. Lærðu að segja nei og taktu svo hlutina fyrir einn í einu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Sjálfsöryggi og þolinmæði skipt- ir miklu máli þegar þú leysir úr vandamálum. Þér hættir til að segja fólki aðeins það sem það vill heyra. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Óvænt daður kann að gleðja og jafnframt rugla þig í ríminu í dag. Veltu fyrir þér gæðum lífsins og sjáðu hversu verðmæti hluta og verðgildi þeirra eru afstæð. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ættir að búa þér til tíma fyrir sjálfan þig í dag svo þú getir hugleitt menn og málefni í ró og næði. Kannaðu alla mögulega sem eru í stöðunni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þig langar til að öðlast dýpri þekk- ingu á málefnum sem þú hefur vanalega eng- an áhuga á. Spurðu þig hvað þú hefur lært og hvernig þú getur nýtt þér það. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt á móti blási um stund. Haltu þínu striki og láttu neikvæðar raddir ekki hafa áhrif á þig. Pétur Stefánsson er í sum-arskapi er hann yrkir í létt- um dúr: Nú er ég klipptur og nú er ég þveg- inn, nú hef ég snurfusað skeggið á mér. Nú er ég klár svona nokkurnveginn að næla í stelpur er kvölda fer. Nú er ég friðsæll og nú er ég spakur, nú hef ég fengið mér brasilískt vax. Nú er ég glaður, því nú er ég rakur, nú er ég til í skemmta mér strax. Sigrún Haraldsdóttir sendi hon- um kveðju af þessu tilefni: „Þú ert heppnari en kerlingin á Skólavörðuholtinu sem ég hitti þegar ég var að koma úr sundi í hádeginu. Hún hafði þetta að segja: Í endemis þjarkinu þessu þrautpínd ekkert skil, líf mitt er klárlega í klessu komið en gang til. Ég var alveg hissa og spurði hvað hefði komið fyrir, hún svar- aði: Vanlíðan til veislna heftir, vont er á mér baksið, brennd er svo og bólótt eftir brasilíska vaxið.“ En Pétri leist bara vel á kerl- inguna nýrakaða og bólótta. Þó kerlingin sé sár og svekkt segi ég nú bara, að ekki væri amalegt upp á hana að fara. Þegar Sigrún bar skilaboðin til kerlingar stóð ekki á svari: Ég legg í þennan létta drátt og lítið skal mig þvinga en bara ekki bölva hátt er bólur fara að springa. Þá varð Pétri nóg boðið: Af graftarkýlum hún er hrjáð og holdið rautt af bruna, ég held það væri heillaráð að hætta við kerlinguna. En Ágúst Marinósson á ráð undir rifi hverju: Eftir rakstur, eftir vax er að þér fer að sverfa. Old Spice læknar alveg strax. allar bólur hverfa. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af kerlingunni á Holtinu og brasilísku vaxi G re tt ir S m á fó lk H ró lf u r h ræ ð il e g i Fe rd in a n d G æ sa m a m m a o g G rí m u r ER ÞETTA PIRRANDI? JÁ, JÓN. OG HEFUR VERIÐ ÞAÐ Í ÞRJÁTÍU OG ÞRJÚ ÁR, JÓN! KANNSKI VAR ÉG OF AUGLJÓS? ÉG ER MEÐ GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR ÞIG Í DAG, HAMLET! ÞÚ ERT Í MEIRA UPPÁHALDI HJÁ MÉR EN HORAÐI HANS, FRIÐRIK FEITI OG ILLA LYKTANDI INGVAR! ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI ALLTAF GOTT AÐ VERA Í UPPÁHALDI? JÆJA, ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ MAMMA ÞÍN SENDI ÞIG HINGAÐ ER SÚ AÐ GÓÐUR SÁLFRÆÐINGUR GETUR HJÁLPAÐ ÞÉR AÐ FINNA SJÁLFAN ÞIG. TAKK, SÁLI, EN ÉG HELD BARA AÐ ÉG GERI ÞAÐ UPP Á EIGIN SPÝTUR. ÞÚ ERT HÉR Veðrið leikur við Víkverja og aðraá höfuðborgarsvæðinu en nú er komið haust. Víkverji merkir það á bílstjórunum, sem sáust ekki á svæðinu í sumar, en eru komnir á kreik á ný. Þar sem er 80 km há- markshraði aka þeir á 60 km hraða á vinstri akrein Miklubrautar áleiðis í Mosfellsbæ og kæra sig kollótta þótt þeir haldi tugum bíla fyrir aftan sig og pirri marga ökumenn mikið með háttalagi sínu. x x x Víkverji hefur á tilfinningunni aðSiglfirðingar og nærsveitamenn tali á svipuðum nótum um ferða- menn sem silast um þjóðveg nr. 793 að eða frá Strákagöngum. Víkverji fór þessa leið í sumar og ók varlega enda vegurinn slæmur og óþarflega bratt niður í sjó. Best var líðanin þegar enginn bíll var í augsýn en sælan stóð stutt og fyrr en varði var Víkverji orðinn lestarstjóri. Emb- ætti sem hann dreymdi um við lestur barnabóka vel fyrir fermingu en varð því afhuga þegar frá leið enda lestir óþekkt fyrirbæri hér á landi og lestarstjóri nokkuð sem enginn þekkti, hvorki í orðabókum né í raunveruleikanum. Hann áttaði sig samt á breyttri stöðu á veginum norður þar og leysti málið með því að koma sér út af veginum en komst ekki hjá því að sjá illilegar augnagot- ur þeirra sem á eftir komu. x x x Upplifun Víkverja var á sömu nót-um í Víkurskarði og Ljósavatns- skarði. Þar fór hann sér að engu óðs- lega, var töluvert undir hámarks- hraða, en aðrir ferðalangar virtust vera að missa af einhverju og brunuðu fram úr þegar færi gafst til – og jafnvel þegar slíkur akstursmáti var óðs manns æði. Víkverji áttaði sig ekki almennilega á þessu hátta- lagi og minntist sæludaganna á trak- tornum í sveitinni fyrir vestan forð- um. Tækinu því var mest hægt að koma á 12 km hraða og þótt aka þyrfti með heyvagninn í eftirdragi einn eða tvo kílómetra á þjóðveg- inum létu aðrir vegfarendur það ekki á sig fá, drógu úr hraðanum og óku á eftir sveitafólkinu, þar til það beygði inn heimreiðina í átt að hlöðunni. En nú er komið haust. víkverji@mbl.is Víkverji Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. (Sálm. 86:11)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.