SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 22
22 12. ágúst 2012
Klukkan gengur. Og þótt hún gangi réttog sé ekki að flýta sér er tilfinningþeirra sem komnir eru fram yfir miðjanaldur samt sem áður sú að hún gangi
nú hraðar en hún var vön. Það mun vera vegna
þess að í huga þeirra gangi hún beinlínis á það sem
eftir er af skömmtuðu jarðvistarskeiði hvers og
eins. Og eftir því sem ætlaður endingartími styttist
gangi hlutfallslega hraðar á hann. Seinasta mín-
útan taki loks til sín allt sem eftir var, á einu auga-
bragði. Þrátt fyrir þessa tilfinningu er fjöldi fólks á
vegum hins opinbera og einkaframtaksins, sem
leggur mönnum lið við að drepa tímann, ekki síst
þeim sem nefna oftast hvað hann líði hræðilega
hratt. Í tengslum við þessar tímabæru upprifjanir á
undrum tímans verður að minnast á nýliðinn at-
burð sem sýndi hvað þær fimm sekúndur sem
Ungverjar höfðu til að jafna eftir vítið liðu hins
vegar ógnvænlega hægt.
Hæstvirtir horfa á dagatöl og klukkur
Eftir það áfall fer ekki illa á því að nefna rík-
isstjórnina til sögunnar. Frá því að henni skolaði á
valdasessur úr sullinu og hratinu af barsmíðabylt-
ingunni hefur hún fallið á öllum tiltækum prófum.
Þó átti hún ætíð eitt fall eftir. Það fall snerist ein-
ungis um það hvenær hún myndi sjálf falla á tíma.
Nú er orðið minna en meðgöngutími í næstu
kosningar. Engar líkur standa til þess að núver-
andi ríkisstjórn fái endurnýjað umboð. Enda um-
boð til hvers? Slá „skjaldborg um heimilin?“ Því
var ekki borið við allt kjörtímabilið, þrátt fyrir há-
stemmd loforð, en því meir var slegið til þeirra
sem höllum fæti stóðu og máttu við minnstu. Þús-
undir hafa þegar misst heimilin sem „skjaldborg-
in“ átti að verja. „Skjallborg“ reyndist eina úrræð-
ið sem fólki var boðið til að halda í sín heimili,
áður en það gafst upp á innantómu orðskrúði og
flúði til Noregs með Norrænu, í kveðjuskyni við
norræna velferð íslenskrar vinstristjórnar, svo
sem alþekkt er orðið. Hugmyndafræðilega gjald-
þrota forystumenn stjórnarflokkanna horfðu um
stund hugfangnir á hvernig Samfylkingunni tókst
að laumast inn bakdyramegin í rassvasanum á
„Besta flokknum“ eftir að hafa goldið afhroð í
borgarstjórnarkosningum. Gamall sætavísari með
kaskeiti í Austurbæjarbíói getur frætt þá sömu um
að mun erfiðara er að svindla sér inn í annað sinn.
Síbrota svindlurum er gefið auga.
Að teygja sig yfir miðjuna
Jón Sigurðsson, sem um stutt skeið var formaður í
Framsóknarflokknum, velti nýlega fyrir sér efn-
islega hvort sá flokkur gæti komið að liði við þá
þjóðarnauðsyn að halda Jóhönnu og Steingrími
áfram við völd eftir næstu kosningar. Það voru
raunar síðustu beinu stjórnmálaafskipti Jóns sjálfs
að reyna að stuðla að fjórðu stjórnarmyndun síns
flokks með Sjálfstæðisflokki, áður en Bjarni,
frændi bréfritara Harðarson, skaut þá tilraun í kaf,
án þess þó að beita sínu beittasta vopni, hinu tor-
tímandi lyklaborði sínu, í það sinnið. En þeir
frændur náðu, svo sem kunnugt er, hvorugur lág-
marki til að mega keppa í ólympískum tölvuslætti
í London, og áttu víst töluvert í land. En eftir að
Bjarni frændi færði sig úr Framsókn yfir í VG kom
þó til álita að veita honum kvikasilfrið í greininni.
Og nú vill Jón leita leiða til að ná samstarfi við þá
Steingrím og Bjarna í VG og Jóhönnu í Sf. Jón telur
að Framsókn eigi að „teygja sig yfir miðjuna“ til
þessara flokka. Ekki verður þessi hugmynd skilin
öðru vísi en svo að þar með sé lagt til, í fyrsta sinn,
að Framsókn hætti að vera miðjuflokkur og lýsi
því yfir fyrir kosningar að helsta markmið flokks-
ins í þeim verði að veita þeim Steingrími og Jó-
hönnu framhaldslíf og það hérna megin grafar. Nú
er vitað að sá góði og gegni Jón Sigurðsson er
ákafamaður um að Ísland gangi í Evrópusam-
bandið. Hann segir raunar í grein sinni að ekki sé
ástæða til að ætla að menn láti af vilja sínum til að
komast í sambandið vegna þess ástands sem nú sé
í Evrópu. Þetta er eftirtektarverð fullyrðing, því að
allar, ekki bara sumar, heldur allar skoðanakann-
anir um álfuna þvera og endilanga sýna að enda-
skipti hafa orðið í viðhorfum manna til ESB og
evrunnar. Ef sérstaklega er horft til landa eins og
Noregs, þar sem pólitíska elítan er fyrir löngu
gengin í ESB, með norska stjórnkerfinu, eins og
það leggur sig, hefur andúð þjóðarinnar á öllu því
fírverkeríi aldrei verið önnur eins. Og Svíþjóð,
sem er skuldbundin til að taka upp evru, mun ekki
gera það á meðan fjármálaráðherrann núverandi
er ofar moldu, að hans eigin sögn, og er hann þó
næstum helmingi yngri maður en Jón Sigurðsson.
En þrátt fyrir þetta skal ekki dregið í efa að á Ís-
landi séu til menn sem vilji ganga í ESB hvað sem
það kostar. Láti slíkir eftir sér að tala um að „kíkja
í pakka“ sér hver maður heilindin í því. En burt
séð frá því hlýtur þessi spurning að vakna. Er það
virkilega snjöll uppskrift að pólitískum sigri í
næstu kosningum að Framsóknarflokkurinn lýsi
því sem sínu helsta máli að „teygja sig yfir miðj-
una“ til að bjarga pólitísku lífi Jóhönnu og Stein-
gríms og stökkva um leið upp í „hraðlestina inn í
ESB“ eins og Össur og Jón Baldvin kölluðu það, en
sú stendur ekki einu sinni við brautarpallinn leng-
ur, en ryðgar niður á fjarlægri hliðarrein? Hefði
Þóra Arnórsdóttir, eftir allt saman, átt að segja
glaðbeitt að hún mælti eindregið með því að fólk
pantaði sér helst herbergi á hótelum sem stæðu í
ljósum logum í sínu næsta sumarfríi? Hefði hún þá
unnið? Teygt hendurnar yfir miðjuna og inn í log-
ana og náð þannig að brenna sig inn á Bessastaði?
Hvað sem öðru líður er kenningin frumleg og ekki
er ólíklegt að Niccoló Machiavelli myndi snúa sér
við í gröfinni núna, væri hann á lífi, eins og karlinn
hefði orðað það. Enda fagleg yfirsjón í tonnum tal-
in af meistaranum að sjást yfir slíkan pólitískan
snúning.
Nú hugsa menn er haustar að
En þeir sem ekki eru atvinnumenn i pólitískum
vangaveltum og hafa ekki jafn víða komið við og
ýmsir þeir sem að ofan eru nefndir hafa heyrt eft-
irfarandi upp á síðkastið og selja nú við sama verði
og þeir keyptu: Vinstri grænir eru búnir að átta sig
á að æruleysið er ekki vænlegasta flaggið til að
veifa á atkvæðaveiðum í næstu kosningum.
Mönnum er frjálst að geta sér til um hver var sein-
astur í VG til að komast að þeirri niðurstöðu. Þess
vegna sé flokkurinn nauðbeygður til, þegar á
fyrstu haustmánuðum, að láta skerast í odda í
Evrópumálum. Tilefnin, sem hægt er að nota til
uppsetts ágreinings, eru fleiri en skrúfurnar sem
finna má í hillunum í Byko og Bauhaus samanlagt.
Og tímasetningin sé augljóslega hin rétta. Fyrr
hefði ekki verið þorandi að stilla samstarfs-
flokknum upp við vegg. Þá hefði Samfylkingin,
rétt einu sinni, þegar haft í hótunum um stjórn-
arslit, sem hún hefur iðulega gert vegna smærri
mála, en málsins hennar eina. Og hefði VG ekki
lúffað var alls ekki útlokað að SF hefði þá staðið við
sínar hótanir og í framhaldinu sakað VG um að
hafa rofið „fyrstu hreinræktuðu vinstristjórnina,“
sem í þessum herbúðum þykir verri ásökun en
kaþólskum þætti, ef fullyrt væri að páfinn hefði
Reykjavíkurbréf 10.08.12
Það er sjaldgæft að hitni með