SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 6
Efnahernaður og efnaslys geta verið ansi svæsin og því miður er hægt að nefna nokkur dæmi um slík atvik. Mörg slík mál eru tengd kjarnorku og má þar nefna kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Japan árið 1945, slysið í Tsjernóbíl í Úkraínu árið 1986 og slysið í kjarnorkuverinu í Fukus- hima sem varð á síðasta ári í Jap- an. Kjarnorkan getur, líkt og efnin sem Bandaríkjamenn notuðu í Ví- etnam, setið mjög lengi á því svæði sem það fær að leika laus- um hala á og valdið sjúkdómum og vansköpun. Fjöldi vanskapaðra barna hefur fæðst í Úkraínu og Japan völdum kjarnorkunnar og til að mynda er bærinn umhverfis kjarnorkuverið í Úkraínu enn þann dag í dag draugabær sökum geislunar. Stjórnvöld þar í landi hafa gefið það út að svæðið muni vera óhæft til búsetu næstu 20 þúsund árin. Rúmlega 30 kílómetra radíus hef- ur verið afgirtur í kringum svæðið og nánast engum hleypt inn nema vísindamönnum. Geislunin í Japan var ekki eins mikil og í Úkraínu þó svo afleiðingarnar hafi vissulega verið hræðilegar. Kjarnorka veldur vansköpun Slys varð í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan á síðasta ári. AFP 6 12. ágúst 2012 Í Víetnam-stríðinu, sem stóð frá árinu 1961til 1975, gerðu Bandaríkjamenn sig seka umalvarlega glæpi gegn óvopnuðum þegnumVíetnam. Á áratuga skeiði, frá árinu 1961 til 1971, beittu þeir grimmúðlegri hernaðaraðferð sem gekk út á það að eyðileggja uppskeru bænda í landinu. Þannig urðu þeir valdir að hungursneyð og eymd í landinu sem teygði anga sína til hers- ins. Aðgerðin, sem kallaðist Ranch Hand aðgerðin, var vel skipulögð og yfirvöld í Bandaríkjunum nýttu sér þess lenskar efnaverksmiðjur og land- búnaðarfyrirtæki til að þróa efni sem dræpi allar matjurtir. Í ljós kom síðar að efnið, sem hlaut nafnið Agent Orange, innihélt efnablöndu sem olli enn meira skaða en bara að drepa plönturnar. Byrjað var að spreyja þann 10. ágúst árið 1961 og þáverandi forseti Bandaríkjanna, John F. Ken- nedy, samþykkti tillögur um að styðjast við efna- vopn. Hann afsalaði sér síðar ákvörðunarréttinum yfir efnavopnunum og undirmenn hans í hernum tóku skrefið lengra og hófu efnahernað af krafti. 80 milljónum lítrum af efninu, sem blandað var saman við flugvélaeldsneyti, var sprautað yfir landbúnaðarhéruð og skóga í Víetnam, Laos og Kambódíu og eitrað var fyrir að minnsta kosti 20% af öllu skóglendi í Suður-Víetnam. Sam- kvæmt upplýsingum létust 400 þúsund manns eða sköðuðust illa og talið er að rúmlega hálf milljón barna hafi fæðst vansköpuð sökum efna- vopnanna. Stjórnvöld í Víetnam segja töluna vera talsvert hærri og segja fórnarlömbin vera hátt í 4 milljónir. Slagorð herferðarinnar var „Aðeins þú getur komið í veg fyrir skóg“, sem tekið var frá lukku- dýrinu Reykbirninum sem stóð fyrir herferð gegn skógareldum í Bandaríkjunum; kaldhæðnin náði því nánast hámarki. 95% af efnunum var dreift úr lofti og restinni var dreift með bátum, bílum og með handspreyi. Stór hluti þeirra trjáa sem voru spreyjuð drapst enda urðu mörg þeirra fyrir mörgum umferðum af Agent Orange auk ná- skyldra efna. Svæðið sem aðgerðin var keyrð út frá er enn þann dag í dag hættulega menguð og hreinsun þess hefur verið á forgangslista hjá yfirvöldum í Víetnam í langan tíma. Þó svo margir hafi ekki heyrt af þessari hlið Víetnam-stríðsins þá hefur aðgerðin verið um- deild allt frá upphafi. Vísindamenn og fræðimenn gagnrýndu árásirnar harkalega. Árið 1967 skrif- uðu 17 Nóbelsverðlaunahafar auk 5.000 vísinda- manna undir áskorun þess efnis að hætt yrði allri gróðureyðingu af efnavöldum af hálfu bandaríska hersins í Víetnam. Bandarísk stjórnvöld létu ekki segjast og héldu áfram aðgerðinni til ársins 1970, þá tóku við skyld efnavopn. Enn þann dag í dag er herferðin að valda sjúk- dómum, eitrun í matvælum auk þess sem börn eru ennþá að fæðast vansköpuð. Bandaríkjamenn hafa hingað til neitað því að tenging sé á milli efnavopnanna og fórnarlambanna; eitthvað sem vísindamenn hafa staðfest. Bandarísk stjórnvöld, og verksmiðjurnar sem bjuggu til efnin að beiðni þeirra, hafa auk þess neitað að taka ábyrgð á af- leiðingum efnavopnanna. Þau ákváðu hinsvegar á dögunum að fjármagna og hefja hreinsunarstarf á svæðinu, í fyrsta skiptið sem slíkt hefur verið gert frá lokum stríðsins árið 1975. Vansköpuð sökum efnavopna Bandarísk stjórnvöld hefja hreinsunaraðgerðir í Víetnam Vikuspegill Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Víetnamar hafa þurft að súpa seyðið af efnahernaði Bandaríkjamanna í Víetnamstríðinu. Bandarísk stjórnvöld neita ábyrgð. Talið er að meira en hálf milljón barna hafi fæðst með fæðingargalla af völdum efnavopnanna. AFP Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Gæði og glæsileiki á góðu verði

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.