SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 14
Árlega greinast tvö börn á Eng-landi með sjaldgæfa tegundbeinkrabbameins er kallast áíslensku Ewing-sarkmein. Slíkt mein er bandvefjaræxli sem upp- runnið er frá beinum. Í mars í fyrra greindist hin fjögurra mánaða Sigrún Kjartansdóttir með slíkt krabbamein og varð strax mikið veik. Sigrún, sem býr í London ásamt foreldrum sínum Phoebe og Kjartani, hefur nú lokið við lyfja- meðferð og braggast vel. Læknar segja meðferðina hafa heppnast vel og fjöl- skyldan býr sig undir framtíðina. Þó í skugga ótta við afleiðingar af ágengri krabbameinsmeðferð. Foreldrar Sigrúnar eru hin hálfíslenska Phoebe Jenkins og Kjartan Sveinsson og hún á einn bróður, Jóhann Kára fjögurra ára. Sjálf verður Sigrún tveggja ára í október. Phoebe starfar sem grafískur hönnuður en Kjartan er í doktorsnámi í félagsfræði í London. Phoebe lærði graf- íska hönnun í Listaháskólanum og bjó hér á landi á árunum 2000-2005. Hún er fædd og uppalin í London en nýtti þenn- an tíma til að læra íslensku og ganga um landið í frístundum. Á þessum tíma kynntist hún líka Kjartani og fluttist með honum aftur til London árið 2005 þegar hann hóf mastersnám í London School of Economics (LSE). Í október árið 2010 fæddist þeim Phoebe og Kjartani dóttirin Sigrún og var ekki annað að sjá fyrstu mánuðina en dóttirin væri hin heilbrigðasta. Aðdrag- andi veikindanna var skammur og á ör- skömmum tíma fór veröld fjölskyld- unnar á hvolf. Ólík hinum börnunum „Þetta gerðist allt svo hratt, aðra stund- ina vorum við með lítið frískt barn og þá næstu mjög veikt barn á spítala. Oftast greinist meinið áður en börn verða sýni- lega veik en í hennar tilfelli gerði krabba- meinið hana fljótt mjög veika. Daginn sem greiningarferlið hófst hafði ég verið með Sigrúnu á Barbican-safninu í Lond- on. Ég var í fæðingarorlofi og hafði mælt mér þar mót við vinkonu mína. Mér hafði fundist Sigrún vera dálítið skrýtin í nokkrar vikur en þér dettur ekki í hug að barnið þitt sé með krabbamein. Börn gráta jú oftast mikið á þessum fyrstu mánuðum og lítið hægt að áætla út frá því annað en kannski magaverki eða annað álíka. En þarna á safninu fór ég að fylgjast með mömmum sem sátu ekki langt frá mér og bar börnin þeirra saman við mitt. Börnin voru á aldur við Sigrúnu og voru skríkjandi, baðandi út fótunum og velt- andi sér um. Ekkert af þessu gerði Sigrún og þá fékk ég á tilfinninguna að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera. Þetta var á mánudegi og ég hafði strax sam- band við lækni og fékk tíma sama dag. Hann sá að eitthvað var að en gat ekki greint hvað og vísaði mér því á neyðar- móttöku þar sem við komumst að daginn eftir til að láta skoða hana,“ segir Phoebe. Á neyðarmóttökunni töldu læknarnir líklegast að Sigrún hefði fengið einhvers konar vírussýkingu sem á þessum aldri Engin von án framtíðar Sigrún Kjartansdóttir var aðeins fjögurra mánaða gömul þegar hún greindist með sjaldgæfa tegund beinkrabbameins. Við tók ágeng lyfjameðferð og náði Sigrún fullum bata þótt ekki sé vitað hvort meðferðin muni draga dilk á eftir sér. Phoebe Jenkins, móðir Sigrúnar, safnar nú áheitum til að hægt verði að auka rannsóknir á krabbameininu. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Phoebe og Kjartan með börnin sín, Sigrúnu og Jóhann Kára. 14 12. ágúst 2012 Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.