SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 17

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 17
12. ágúst 2012 17 Hljómsveitin Brimkló fagnar íhaust fjörutíu ára afmæli og afþví tilefni kom út tvöfaldursafndiskur með vinsælustu lögum sveitarinnar og uppáhaldslögum hjómsveitarmanna í bland. Brimkló var brautryðjandi í amerískri sveitatónlist, kántrí, á sínum tíma, fyrsta hljómsveitin sem spilaði slíka tónlist að segja eingöngu og kom Íslendingum á bragðið sem sjá má á fjölda hljómsveita sem leika slíka tónlist í dag. Brimkló varð til haustið 1972 þegar þeir Birgir Hrafnsson gítarleikari og trommu- leikarinn Sigurður Karlsson hættu í Æv- intýri til að stofna Svanfríði og félagar þeirra, Björgvin Halldórsson, Arnar Sig- urbjörnsson og Sigurjón Sighvatsson, ákváðu að stofna nýja hljómsveit með nýju nafni. Þeir fengu til liðs við sig þá Ragnar Sigurjónsson trommuleikara og Hannes Jón Hannesson og fengu Brimklóarnafnið frá Árna Johnsen. Sveitin kom fyrst fram í nóvember sama ár, varð fljótlega með vin- sælustu hljómsveitum landsins og hefur haldið þeim sessi að segja upp frá því, þótt þeir félagar hafi tekið sér spilahlé eftir því sem annir við annað kröfðust. Nóg til af fínum lögum Það er af nógu af taka þegar litið er yfir fjörutíu ára ævi vinsællar hljómsveitar og þó að á diskunum tveimur sem getið er séu 44 lög, þar af eitt nýtt, segir Björgvin Halldórsson að diskarnir hefðu eins getað orðið þrír eða fjórir. „Brimkló hljóðritaði ein sjötíu lög og því nóg til af fínum lög- um. Við ákváðum þó að láta þetta duga, settum alla hittarana, en létum líka fylgja lög sem okkur fannst að mættu ekki gleymast. Það var líka mikilvægt að segja söguna, og í pakkanum er 48 síðna bækl- ingur þar sem hún er rakin, sagt frá því hver spilaði hvað, myndir birtar frá ferl- inum og textar við lögin á diskunum,“ segir Björgvin og bætir við að það sé for- vitnilegt í sjálfu sér að Íslendingar séu enn að gefa út geisladiska og að sú útgáfa gangi eins vel og raun ber vitni: „Við erum að verða síðustu móhíkanarnir í geisla- diskaútgáfu, þetta er að verða búið. Það er líka eins og með dansleikina, dansleikir heyra bráðum sögunni til og sveitaböllin eru búin, nú spila menn bara á tónleikum. Það er allt svo hverfult, maður er búinn að sjá svo stórar breytingar á þessum árum,“ segir hann hugsi en bætir svo við: „Það er nú samt svo að þegar ég horfi og hlusta á það sem er í gangi, hlusta á það sem unga fólkið er að gera þá er það alveg eins og í the seventies, alveg eins og við vorum að gera, gítarar og hár og allt í moll, ný end- urvinnsla. Ég get því sett mig á háan hest og sagt: Þetta sannar það, þetta var besta músíkin,“ segir hann og hlær. Það má taka undir það því blúsgrunnað sýruskotið rokk á við það sem var í háveg- um á áttunda áratugnum, og í hávegum í dag, en Brimkló fór þó dálítið aðra leið, því félagarnir tóku þá ákvörðun að feta sig út í kántrítónlist. Þannig músík kynntust … síðan eru liðin mörg ár Fertugsafmælis Brimklóar er minnst með viðhafnarútgfáfu um þessar mundir. Björgvin Halldórsson rifjar upp árin með Brimkló. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Björgvin Halldórsson eyðir æ meiri tíma í hljóðverinu og þá helst í Tónaljósi í Hafnarfirði þar sem áður var Hljóðriti. Morgunblaðið/Eggert

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.