SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 45
12. ágúst 2012 45 Í nýlegri skáldsögu sem óþarft er að nefna ber svo við að ungkona snýr aftur heim á æskuslóðir í smábæ í miðvesturríkjumBandaríkjanna. Þar kemst hún að því sér til mæðu að æskuásthennar féll í bardögum í Írak nokkrum árum áður. Ekki verður framvinda sögunnar rakin frekar en allmargir lesendur höfðu orð á því í umsögnum um bókina að ótrúverðugt væri að slíkt og þvílíkt hefði dulist fyrir söguhetjunni á okkar dögum þar sem Facebook sér til þess að við vitum alltaf allt um alla. Í umsögn um skáldsöguna Skios eftir Michael Frayn í New York Times Book Review fyrir stuttu spyr gagnrýnandin Alex Witchel hvort ekki sé úr sögunni að menn geti villt á sér heimildir þegar hægt er að fletta þeim upp í myndaleit Google. Á vefsetri The Millions segir Allison K. Gibson frá því að við lestur Let the Northern Lights Erase Your Name eftir Vendela Vida hafi hún velt því fyrir sér hvers vegna söguhetjunni hafi ekki hugkvæmst að leita að föð- ur sínum á Google áður en hún lagði upp í svaðilför norður að heimskautsbaug í leit að honum. Það er eðli ritstarfa að menn iðja einir, sitja jafnvel árum saman í einsemdinni að miðla söguheimi úr kollinum á sér á pappír eða tölvuskjá. Dæmisaga er af þekktum bandarískum rithöfundi sem smyr lími í Ethernet-tengi fartölvu sinnar til að tryggja að ekki sé hægt að tengja hana netinu, en ef saga hans gerist á okkar tímum kemst hann ekki undan því að geta um SMS, Facebook, Twitter, Go- ogle, Yahoo og svo má lengi telja. Ekki þurfa þessi fyrirbæri beinlínis að koma fyrir í sögunni, en þeir sem nota þau vita hversu hjákátlegt það er þegar einhverjum dettur ekki í hug að nota Google til að leita sér upplýsinga um fyrirtæki þrjótanna sem hann glímir við, draga upp farsímann þegar illmennin nálgast í rökkrinu til að hringja á hjálp eða nota símann sem vasaljós eða skanna leyndarskjalið og senda í tölvupósti í stað þess að fela það í skónum eða geyma í munni sér. Hængurinn er að sá sem situr og rýnir í texta allan daginn skilur iðulega lítt hvað það er sem aðrir iðja hversdags - hann er að skyggnast í hjörtu mannanna, en ekki endilega samtímann. Nú finnst þér kannski að þetta sé vandi lesandans en ekki höfundarins, en þegar lesandinn skilur ekki minni sögunnar eða finnst þau ótrú- verðug vegna þess að þau stangast á við tímasvið hennar dregur óneitanlega úr ánægju af lestrinum. Orð á netöld ’ Þegar lesandinn skilur ekki minni sögunnar eða finnst þau ótrú- verðug vegna þess að þau stangast á við tímasvið hennar dreg- ur óneitanlega úr ánægju af lestrinum. Orðanna hljóðan Árni Matthíasson arnim@mbl.is LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar Listasafn Reykjanesbæjar MILLILANDAMYNDIR 45 verk eftir ýmsa listamenn 2. júní – 19. ágúst Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön og ýmsar sjóminjar Byggðasafn Reykjanesbæjar VERTÍÐIN - Ný sýning um sögu svæðisins til 1940 Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Kvikmyndasýning sunnudaginn 12. ágúst kl. 15: Björgunarafrekið við Látrabjarg Fjölbreyttar sýningar: TÍZKA - kjólar og korselett Björgunarafrekið við Látrabjarg - ljósmyndir Óskars Gíslasonar Aðventa á Fjöllum - ljósmyndir Sigurjóns Péturssonar Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur Þjóð verður til - menning og samfélag í 1200 ár Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky - 40 ár Damaskushnífar og dálkar Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið alla daga kl. 10-17. Síðasta abstraktsjónin Eiríkur Smith 1964 - 1968 Sunnudaginn 12. ágúst kl. 15 - Leiðsögn Heiðar Kári Rannversson Hús Hreinn Friðfinnsson Sýningarnar standa til 19. ágúst Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis Húsið á Eyrarbakka í borðstofu: Sunnlendingar á Ólympíuleikum sumarsýning Byggðasafns Árnesinga Sjóminjasafnið á Eyrarbakka Draumur um bát sýning í forsal Opið alla daga kl. 11-18 Sími 483 1504 www.husid.com SAGA TIL NÆSTA BÆJAR Úrval íslenskrar vöruhönnunar Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is NAUTN OG NOTAGILDI myndlist og hönnun á Íslandi Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið alla daga kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði ÖLVUÐ AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012 DÁLEIDD AF ÍSLANDI 19.5. - 4.11. 2012 HÆTTUMÖRK 19.5. - 31.12. 2012 „SJÁLFSTÆTT FÓLK“ 19.5. - 2.9. 2012 HÁDEGISLEIÐSÖGN ÞRIÐJUDAGA OG FÖSTUDAGA KL. 12:10-12:40 SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR BERGSTAÐASTRÆTI 74 FORNMENN UMHVERFIS LANDIÐ Á FÁEINUM ÁRATUGUM OPIÐ 10-14 ALLA VIRKA DAGA TIL 1. SEPTEMBER SAFNBÚÐ, listaverkabækur og gjafavara. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is E itt af bestu skáldum okkar Íslendinga hefur sagt að margir íslenskir rithöfundar kunni ekki að skrifa samtöl. Þessi gagnrýni á ekki við um Rúnar Helga Vignisson sem hefur nú sent frá sér bókina Ást í meinum, fimmtán smásögur sem eiga það sameiginlegt að fjalla um náin samskipti. Bókin er sérlega vel skrifuð og vert er að mæla með henni við fólk sem vill lesa áhugaverðar sögur um samskipti manna, m.a. ástina í öllum sínum furðulegu myndum. Samtölin í bókinni eru trúverðug og eðlileg. Þau lýsa vel tilfinningum persónanna þegar það á við, varpa stundum ljósi á persónuleika þeirra, auk þess að mjatla upplýsingum til lesandans og fleyta sögunum fram. Samtölin eru blessunarlega laus við tilgerðarlegar slett- ur. Höfundurinn kann líka að búa til áhugaverðar per- sónur. Sumum höfundum hættir til að gera persónurnar svo heimskar – hugsanlega til að upphefja sjálfa sig – að lesandinn kærir sig kollóttan um þær og frásögnin miss- ir marks. Rúnar Helgi er alveg laus við yfirlæti í per- sónusköpun sinni. Sögurnar eru fjölbreytilegar, stíllinn látlaus og fág- aður og útkoman er læsileg bók sem vekur mann til um- hugsunar. Stíllinn er stundum gáskafullur en undir- tónninn oft alvarlegur og dregin er upp raunsönn mynd af brölti okkar mannanna á lífsleiðinni. Sögurnar eru um lífið í öllum sínum fjölbreytilegu myndum, allt frá getn- aði til grafar. Til að mynda er fjallað af næmu innsæi um togstreitu í samlífi hjóna, barneignir, ást og ástleysi. Kynhvötin flækir oft samskipti sögupersóna, ýmist er í ökkla eða eyra eins og gengur. Vegir ástarinnar eru ekki alltaf fyrirsjáanlegir, til að mynda þegar ungur og fjall- myndarlegur maður fellur fyrir ellihrumri konu. Ein af áhrifaríkustu sögunum fjallar um innri baráttu konu sem reynir að sætta sig við það að eiginmaður hennar er hommi og vill skilnað. Í annarri sögu ferðast áhyggjufullur eiginmaður með konu sinni í huganum um Hornstrandir og óttast að hún komi aldrei aftur vegna þess að hún hefur fengið nóg af kvíða hans, óánægju, þreytu og kvörtunum. Lesendur fá sinn skammt af „rauðum slettum upp um alla veggi“ vegna þess að eiginmaðurinn snappaði. Þetta er samt alls ekki enn einn blóðugi reyfarinn. Þvert á móti. Höfundinum þykir vænt um fólkið sem hann skapar og vill því vel, þótt það sé breyskt. Hann hefði til að mynda hæglega getað látið litla stúlku drukkna í einni sögunni, en af gæsku sinni lætur hann það ógert. Og þegar litið er yfir allt það sem höfundur- inn hefur gert má sjá að verk hans er harla gott. Áhugaverðar sögur um samskipti Bækur Ást í meinum bbbbm Smásögur eftir Rúnar Helga Vignisson. Uppheimar, 2012. Kilja, 194 bls. Bogi Þór Arason Í nýrri bók Rúnars Helga Vignissonar, Ást í meinum, eru fimmtán smásögur sem fjalla um náin samskipti.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.