SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 8
Því hefur lengi verið spáð að Bo
Xilai myndi komast til æðstu met-
orða í kínverskum stjórnmálum en
eftir morðhneykslið er ljóst að sá
draumur er úti. Búið er að reka
hann úr kommúnistaflokknum og
hugsanlega bíður hans fangels-
isvist. Böndin bárust að Bo í febr-
úar þegar Wang Lijun, lög-
reglustjóri í Chongqing leitaði
hælis á ræðismannsskrifstofu
Bandaríkjanna í Chengdu, viti sínu
fjær af hræðslu eftir að hafa upp-
lýst Bo um að Gu væri grunuð um
morðið á Heywood.
Gu Kailai nam lögfræði við Pek-
ingháskóla, hóf lögmannsstörf
árið 1987 og stofnaði síðar eigin
lögmannsstofu. Hún naut mik-
illar virðingar fyrir störf sín og
varð fyrsti kínverski lögmaðurinn
til að fara með sigur af hólmi í
mikilvægu áfrýjunarmáli fyrir
bandarískum dómstólum árið
1997 þegar hún gætti hagsmuna
nokkurra kínverskra fyrirtækja.
Hún hætti þó störfum og lokaði
stofunni árið 2001 þegar eig-
inmaður hennar var orðinn mjög
valdamikill og útlit fyrir að hann
yrði einn af voldugustu mönnum
Kína.
Leiðtoginn sem aldrei verður
Bo Xilai, eiginmaður Gu, er grunaður um að hindra framgang réttvísinnar.
AFP
8 12. ágúst 2012
Allt bendir nú til þess að kínverskakaupsýslukonan og lögfræðingurinnGu Kailai verði dæmd í fangelsi, líklegafyrir lífstíð, en hún neitaði ekki fyrir
dómi í Hefei á fimmtudag að hafa myrt breska
kaupsýslumanninn Neil Heywood með því að
byrla honum eitur í nóvember síðastliðnum. Málið
hefur vakið heimsathygli en Gu er eiginkona
stjórnmálamannsins Bos Xilais, leiðtoga komm-
únistaflokksins í Chongqing, en hann var sviptur
embættum sínum meðan á rannsókn málsins stóð.
Í gær var upplýst að Bo yrði sjálfur dreginn fyrir
dómstóla á næstunni grunaður um að hindra
framgang réttvísinnar. Þá hafa fjórir lögreglu-
menn í Chongqing, þeirra á meðal sjálfur lög-
reglustjórinn, verið teknir höndum grunaðir um
að hylma yfir með Gu, mögulega að undirlagi Bos.
Réttað verður í máli þeirra í næstu viku.
Mikill sláttur hefur verið á þeim hjónum, Bo og
Gu, í Kína undanfarin misseri og þeim stundum
líkt við bandarísku forsetahjónin sálugu, Jackie og
John F. Kennedy. Fallið er því hátt.
Starfsmaður Gu, Zhang Xiaojun, viðurkenndi
einnig fyrir dómi á fimmtudag að hafa verið á
vettvangi, þegar Heywood lést. Bað Gu dómarann
að taka tillit til þess við dómsuppkvaðningu að
Zhang hefði aðeins verið sér innan handar.
Ábyrgðin væri hennar.
Annars eru fréttir af dómhaldinu nokkuð óljósar
en erlendum fjölmiðlum var meinað að fylgjast
með því og takmörkuð umfjöllun hefur verið um
málið í kínverskum fjölmiðlum. Kínverska rík-
issjónvarpið minntist til að mynda aðeins stuttlega
á málið á vef sínum á fimmtudag. Var þar meðal
annars vitnað í orð verjanda Gu sem hélt því fram
að Heywood bæri að hluta ábyrgð á dauða sínum
sjálfur. Ekki kom þó fram með hvaða hætti.
Forsaga málsins er sú að Neil Heywood, 41 árs,
fannst látinn á hótelherbergi sínu í Chongqing 14.
nóvember síðastliðinn. Í fyrstu var talið að bana-
mein hans hefði verið hjartaáfall í kjölfar of-
drykkju en við þá niðurstöðu felldu aðstandendur
Heywoods sig ekki. Sögðu hann hafa verið hóf-
mann í drykkju. Hófst þá rannsókn á andlátinu og
eftir dúk og disk bárust böndin að Gu en Heywood
átti í viðskiptum við son þeirra Bos, Bo Guagua.
Svo virðist sem þau viðskipti, þar sem 130 millj-
ónir sterlingspunda eru sagðar hafa átt að skipta
um hendur, hafi farið úr böndum og Heywood í
kjölfarið hótað bréflega að koma Bo yngri á kné.
Það mál hefur örugglega verið rætt þegar Gu fór
að finna Heywood á hótelherbergi hans kvöldið
örlagaríka. Fregnir úr dómsal herma að þau hafi
setið að drykkju uns Heywood varð bumbult og
seldi upp. Gu mun þá hafa boðist til að sækja vatn
handa honum og notað tækifærið til að byrla hon-
um eitur með þeim afleiðingum að hann lést.
Gu var tekin höndum í apríl og formlega ákærð
fyrir morðið á Heywood í lok síðasta mánaðar.
Bo yngri dvelst nú í Bandaríkjunum en hann
lauk námi frá Harvard fyrr á þessu ári. Í orðsend-
ingu til Reuters-fréttastofunnar í vikunni hafnaði
hann ekki tilvist hótunarbréfsins en sagði af og frá
að 130 milljónir punda hefðu verið í spilinu.
Búist er við að dómur yfir Gu Kailai verði kveð-
inn upp innan hálfs mánaðar. Gu Kailai, 53 ára, við réttarhaldið þar sem hún gekkst við morðinu.
AFP
Syrtir í álinn
hjá Gu og Bo
Gu Kailai neitar ekki að hafa
ráðið Neil Heywood bana
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Heildarlausnir í hreinlætisvörum
Sjáum um að birgðarstaða
hreinlætis- og ræstingarvara sé
rétt í þínu fyrirtæki. Hagræðing og
þægindi fyrir stór og lítil fyrirtæki.
Við sjáum um þig!
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
Hafðu samband og fáðu tilboð
sími 520 7700 eða sendu línu á
raestivorur@raestivorur.is
raestivorur.is