SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 35

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 35
12. ágúst 2012 35 fyrir skjáinnsetninguna væru þeir ólík- lega að gera verk fyrir tíu skjái.“ Einnig láta listamenn Kling & Bang í té mynd- verk sem verða hluti af blandaðri sýn- ingu. „Þessar sýningar ganga upp af því að listamennirnir treysta okkur fyrir verkunum sínum. Verkin kastast frá listamönnunum, í gegnum Kling & Bang og speglast þaðan til áhorfenda.“ Hugstola demantur Ingibjörg leiðir veginn frá skjáunum og inn í sýningarsal B. Þar hanga nokkur stór sýningartjöld niður úr loftinu í hring. Tjöldin eru silfruð og beygluð á bakhliðinni, minna dálítið á demant, en framhliðin er hvít. Í miðjum hringnum er mikið tækjaflóð; skjávarpar, hljóðkerfi og gomma af snúrum. „Ég er svo hrifin af græjum svo þær fengu að vera efniviður í sýningunni. Venjulega væri búið að strípa þetta allt í burtu,“ segir Ingibjörg og horfir á tækjaturninn. Á tveggja vikna fresti er breytt um sýningu en þær eru níu í heild. „Hver listamaður fær skjávarpa og sex hljóðrásir til þess að vinna með. Að öðru leyti er þetta autt blað sem þeim er frjálst að vinna með að vild.“ Fyrsta sýningin var opnuð 19. maí en sú síðasta verður opnuð 30. ágúst. Fyrir rúmri viku var opnuð samsuðusýning þar sem myndverkasafn Kling & Bang var sett upp en á fimmtu- daginn opnar Loji Höskuldsson einka- sýningu. „Demented Diamond er heitið á ensku en það þýðist illa á íslensku, kannski besta heitið sé Hugstola demantur,“ segir Ingibjörg og brýtur heilann um heitið. „Orðstofn demented er dementis, sem þýðir út úr huganum. Orðið hefur nei- kvæða merkingu en ætti ekki endilega að hafa það. Þeir sem fara út úr huganum eru einhvers staðar annars staðar. Það er upplifun sem getur verið falleg.“ Lista- konan veltir þessu fyrir sér í smástund og segir svo: „Þetta vísar líka í ófullkomn- leikann sem fylgir því að taka verk frá einhverjum öðrum og setja það í nýtt samhengi. Það verður alltaf einhver brenglun en við göngumst við þeim ófullkomnleika,“ segir hún. „Okkur er boðið hingað í Hafnarhúsið sem listamönnum ekki sem galleríi. Kling & Bang er skapandi afl og mynd- bandasafnið er ágætis portrett af starf- seminni. Það getur verið erfitt að skilja þetta og ná utan um hvernig þessi sýning virkar. Því er nauðsynlegt að stíga eitt skref til baka. Kannski er þetta dálítið hugstola en þetta kristallast allt um sam- eiginlegan kjarna. Sem í tilfelli Kling & Bang er óbilandi trú á listina og löngun til þess að búa til nýjan farveg.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S. Á síðustu sýningu Demented Diamond hinn 30. ágúst afhjúpar leynigestur verk. Demented Diamond samanstendur af níu sýningum. Hver sýning stendur aðeins í tvær vikur. ’ Hægt og rólega soguðumst við dýpra og dýpra inn í Kling & Bang-dýrið. Við drógumst inn í iðrin á því og flæktumst.“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.