SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 28
28 12. ágúst 2012
Jóhannes Jónsson kaupmaður, löngum kenndur viðBónus, opnaði nýlega nýja matvöruverslun sem erhluti af bresku matvöruverslunarkeðjunni Iceland.Jóhannes á fyrirtækið ásamt Malcolm Walker, sem
er stofnandi og forstjóri Iceland. Jóhannes er alsæll með
viðtökur en viðskiptavinir streyma í Iceland-verslun hans í
Engihjalla. Honum hafa borist hundruð kveðja og hann
fengið senda ótal blómvendi. „Þetta var eins og við fæðingu
hjá konu,“ segir Jóhannes um hinar góðu kveðjur.
Það eru tvö ár síðan Jóhannes missti Bónus og þar sem
hann er að verða 72 ára og glímdi við veikindi um tíma
hefði mátt gera ráð fyrir að hann settist í helgan stein. „Ég
hef ekki efni á því að setjast í helgan stein,“ segir hann og
bætir við: „Svo er ég þannig gerður að mér líður ekki vel ef
ég er ekki að fara eitthvað og gera eitthvað. Alla ævi hef ég
haft eitthvað fyrir stafni. Þegar ég náði heilsunni aftur
fannst mér ég þurfa á því að halda að vinna og þá í þeirri
grein sem ég hef starfað við alla tíð.“
Hvað nýtist þér best í þessum rekstri núna þegar þú ert
að byrja upp á nýtt?
„Það hjálpar mér sennilega einna mest að ég þekki
óhemju marga og að margir hafa átt ánægjuleg viðskipti við
mig í gegnum tíðina.“
Hvernig tilfinning er að stofna Iceland miðað við það að
stofna Bónus á sínum tíma?
„Tilfinningin er nokkurn veginn sú sama. Munurinn er sá
að þegar ég stofnaði Bónus var miklu meira svigrúm á
markaðnum en nú er. Vörur hjá keppinautum mínum voru
20 prósent dýrari en hjá mér. Nú eru fleiri lágvöruverðs-
verslanir en áður.
Bónus var fyrirtæki sem dró vagninn minn í Högum og
var barnið mitt og þess vegna hafði ég mestan áhuga á að
það plumaði sig. Eitt höfuðmarkmiðið var að reka Bónus
með gróða en ekki græðgi. Bónus var orðið óskaplega gott
fyrirtæki þegar ég missti það. Ég er ekki mikill tísku- og
tuskuvörusali í mér en það æxlaðist þannig að slík fyrirtæki
komu inn í Haga. Svo kom alheimskreppan sem við lentum
afar illa í af því við áttum í miklum viðskiptum erlendis. Í
kapítalísku samfélagi er aldrei á vísan að róa og þeim er
skeinuhættast sem leggja viðskipti fyrir sig.“
Þú býrð að mikilli reynslu en ertu ekki í erfiðu sam-
keppnisumhverfi þar sem þú ert að keppa við þitt gamla
fyrirtæki og fleiri matvöruverslanir? Þetta hlýtur að
verða barátta?
„Jú, sem betur fer, því ef þetta væri ekki barátta þá væru
allir í þessum bransa og þá væri baráttan enn harðari og
reyndar allt öðruvísi. Í kapítalísku samfélag er mikil sam-
keppni og maður verður bara að sætta sig við það. Ég verð
lingsdrengur. Þetta voru eitlastækkanir í kviðarholi
og lyfjameðferðin tók sjö mánuði. Ég byrjaði allt í
einu að pissa blóði og fór til þvagfæralæknis, Guð-
mundar Vikars, vinar míns. Hann sagði að það væri
steinn í þvagblöðrunni sem lítið mál væri að fjarlægja
en verra væri að stækkandi eitlar væru í kviðarholinu
og það þyrfti að taka föstum tökum. Hann sagðist
vera búinn að hafa samband við lækna og brýndi fyrir
mér að gegna þeim. Sem ég og gerði. Ég var í höndum
svo góðra lækna að ég treysti öllu, trúði öllu og
gegndi öllu. Fjölskylda mín studdi mig dyggilega,
ekki síst Guðrún, konan mín, sem stappaði stöðugt í
mig stálinu. Ég er frekar lífsglaður og tók veikindin
kannski ekki eins alvarlega og mér hefði borið. Mér
fannst þau ekki geta verið mjög hættuleg vegna þess
að ég fann ekki fyrir sársauka.“
líka að líta til þess að ég byggði fyrstur upp lágvöruverðs-
verslun hér á landi og get því litið stoltur til baka og sagt:
Ég gerði þetta! Það kann að líta út fyrir að ég sé í sam-
keppni við gömlu vinnufélagana en í sjálfu sér er ég það
ekki af því að þeir eiga ekki fjármunina heldur lífeyr-
issjóðirnir í landinu sem hafa ótakmarkað fjármagn til að
halda fyrirtækjum gangandi.“
Þú hefur einstaka sinnum sagt að þú kunnir ekkert
annað en verslunarrekstur en er það rétt?
„Ég kann ekkert annað. Ég vann á Mogganum í gamla
daga sem prentari en ég var alltaf með annan fótinn í
búðarekstri og afgreiðslu og sú vinna heillaði mig mest.
Ætli ég hafi ekki bara gaman af fólki og vörum. Ég hef
alltaf verið í hringiðu viðskiptanna í matvörugeiranum og
það er gríðarlega fjölbreytt starfsemi. Ég get ekki hugsað
mér neitt skemmtilegra.“
Hvernig yfirmaður ertu?
„Ég vil að hlutirnir séu í lagi og er örugglega smámuna-
samur í ýmsu. Ég kann vel að meta það sem vel er gert en
það fer mjög í taugarnar á mér að fá ungt fólk í vinnu sem
kann ekki einu sinni að nota herðatré. Þetta tel ég vera
foreldravandamál.
Sumir foreldrar láta börn sín aldrei ganga í nein störf
inni á heimilinu. Það er vandamál unglinganna að þeir
hafa ekki fengið að alast upp við að gera hlutina. Eitt sinn
heyrði ég tvær stöllur sem unnu hjá mér tala saman.
Önnur sagði við hina: Veistu hvað gerðist heima í gær, ég
fór allt í einu að vaska upp. Þjálfunin sem hún hafði fengið
á vinnustaðnum, þar sem hún varð að gera hlutina, hafði
smitast yfir á heimilið og hún fór að gera ýmislegt sem
hún hafði aldrei gert áður, eins og að vaska upp.
Í gegnum árin hef ég ráðið mikinn fjölda af fólki í vinnu.
Þar á meðal er fjölmargt ungt fólk. Unga fólkið utan af
landi hefur reynst betur en unga fólkið á höfuðborg-
arsvæðinu. Aginn, vinnusemin og eljan er miklu meiri hjá
fólkinu utan af landi, sem hefur unnið í fiski eða við land-
búnaðarstörf. Annars tel ég mig yfirleitt hafa verið hepp-
inn með starfsfólk og hér í Iceland vinnur með mér mikið
prýðisfólk, alveg harðduglegt.“
Ætlarðu að opna fleiri búðir?
„Það er algjörlega undir viðskiptavinunum komið. Ef
þeir óska eftir því þá slæ ég sennilega til.“
Aldrei kvíðinn í veikindunum
Víkjum aðeins að veikindunum sem þú barðist við um
tíma. Þú fékkst krabbamein fyrir rúmum þremur árum,
ertu alveg búinn að ná þér?
„Ég hef náð fullri heilsu og mér líður eins og ég sé ung-
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Get ekki annað
en verið
hamingjusamur
Jóhannes Jónsson kaupmaður lætur engan bilbug á sér
finna og hefur opnað nýja matvöruverslun, enda segist
hann ekki geta hugsað sér neitt skemmtilegra en að starfa í
matvörugeiranum. Hann gekk um tíma í gegnum erfið
veikindi en hefur endurheimt heilsuna.
’
Við erum sammála um að það
hafi verið mjög skynsamlegt að
skipta um umhverfi. Við það
varð eins konar umpólun í höfðinu
og við öðluðumst nýja lífssýn. Marg-
ir eiga verulega bágt eftir hrunið en
ég á hús og bíl og heilsan er eins og
best verður á kosið.