SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 32
32 12. ágúst 2012
Starfsmannafélag Slökkviliðsinsá Keflavíkurflugvelli með for-mann ritnefndar, Ólaf Eggerts-son í fararbroddi, stendur að
útgáfu bókarinnar.
„Okkur þykir athyglisvert hve mikil
starfsemi var í kringum slökkviliðið í
öll þessi ár. Þar störfuðu hátt í 160
manns ár hvert þegar mest var, sú
staðreynd hefur ekki alltaf farið hátt.
Það má jafna því við hálft álver,“ segir
Ólafur um aðdraganda útgáfunnar.
Fyrstu íslensku slökkviliðsmennirnir
voru ráðnir til starfa við slökkviliðið
árið 1952 og þeim fjölgaði smátt og
smátt þangað til slökkviliðið var ein-
göngu mannað af Íslendingum. Sveinn
Eiríksson var fyrsti íslenski slökkvi-
liðsstjórinn á Keflavíkurflugvelli og
það sem meira er, fyrsti yfirmaður
slökkviliða innan flota Bandaríkja-
manna sem ekki var bandarískur rík-
isborgari. „Samskipti okkar Íslending-
anna við erlendu starfsmennina og
hermennina voru alltaf mjög góð enda
ávallt hugað vel að þeim af hálfu
stjórnenda eins og Sveins Eiríkssonar,
Haraldar Stefánssonar og annarra
Stór hluti starfsemi slökkviliðsins fólst í að sinna eldvarnareftirliti um allt flugvallarsvæðið.
Slökkviliðsmenn að störfum við eina af flugvélum bandaríska hersins.
Saga slökkvi-
liðsins á vell-
inum skrásett
Eldur: Saga Slökkviliðsins á Keflavíkurflug-
velli er komin út. Bókin segir í máli og
myndum frá merkilegri sögu Slökkviliðsins
á Keflavíkurflugvelli. Farið er í gegnum
upphafsárin, fjölbreytt verkefni, samskipti
starfsmanna og sambúðina við herinn.
Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is
Ávallt var mikið lagt upp úr æfing-
um og þjálfun liðsmanna slökkvi-
liðsins á Keflavíkurflugvelli.