SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 42
Tríó Bill Frisell leikur tónlist eftir John Lennon í Eldborgarsal Hörpu. Ljósmynd/Jazzhátíð Reykjavíkur Við höfum farið þá leið að verameð svolítið stóra hátíð oggert í því að finna atriði sembæði eru áhugaverð tónlist- arlega en höfða líka til stærri hóps. Við viljum hafa ákveðinn fjölbreytileika í dagskránni,“ segir Pétur Grétarsson framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Jazzhátíðar Reykjavíkur. Að sögn Péturs er ætlunin bjóða upp á atriði sem geta haft breiðari skírskotun en hinn allra sérviskulegasti djass. „Stærsta nafnið er kannski Bill Frisell sem er búinn að vera í framvarðasveit djassgítarleikara, hann ætlar m.a. að spila John Lennon sem er dálítið sérstakt. Að sjálfsögðu verðum við einnig með beitta og ögrandi tónlist, á slíkur er enginn skortur t.d. hjá okkar innlendu djasstónlistarmönnum.“ Eins og oft áður koma fram erlendir gestir á hátíðinni í ár, margir frá Norð- urlöndunum en einnig frá Frakklandi, Bandaríkjunum og Austurríki. Frambærilegir erlendir gestir Í íslensku menningarlífi er ákveðinn strúktúr í norrænu samstarfi og þar er þáttur Norræna hússins mikilvægur. „Okkar djasstónlistarfólk er oft á tíðum í góðu samstarfi við listamenn á Norður- löndunum og munu þeir margir sameina krafta sína á hátíðinni í ár.“ Pétur segir eitt af markmiðum hátíðarinnar að fá hingað góða tónlistarmenn, gefa þeim tækifæri og stuðla að auknu erlendu samstarfi. „Það er mikið framboð af frá- bærum tónlistarmönnum sem eru til- tölulega óþekktir. Það er eitt af mínum hlutverkum að fylgjast með og finna hæfileikafólk og gefa því tækifæri,“ segir Pétur og tekur fram að forsvarsmönnum hátíðarinnar finnist mikilvægt að stuðla að því að halda samskiptaleiðunum opn- um í báða enda þó djasshátíðin sé kannski ekki beinn gerandi í slíku sam- starfi. Hann bætir við að algengt sé að ís- lenskt djasstónlistarfólk spili erlendis og góður rómur sé gerður að okkar fólki. Erlendir djasstónlistarmenn hafa mik- inn áhuga á því að koma á djasshátíð í Reykjavík og segir Pétur að honum berist ótal erindi hvaðanæva að úr heiminum. Því má vera ljóst að töluverður metnaður er fyrir því að gera dagskrá Jazzhátíðar í Reykjavík sem veglegasta. Á djasshátíðinni í ár verða gerðar nokkrar tilraunir með tímasetningar og í því sambandi má nefna að tvo laugardaga verða atburðir klukkan hálftólf fyrir há- degi. „Það er eitthvað sem við höfum ekki gert áður. Ég fór sjálfur á tónleika á Listahátíð á þessum tíma og fannst þetta frábært tónleikatími, okkur langaði að prófa eitthvað nýtt. Að öðru leyti þá reynum við að láta atriði og viðburði skarast aðeins svo fólk geti farið af stað og átt dálítið magnað kvöld, kynnst lista- mönnum úr ýmsum áttum í einni ferð.“ Mikill metnaður ríkjandi Miðasala á hátíðina er þegar hafin á midi- .is en þess ber að nefna að aðgangur er ókeypis á nokkra viðburði þar á meðal þá sem eru á Menningarnótt og sunnudag- inn 19. ágúst. „Við reynum að koma því þannig fyrir að ekki séu allir viðburðir á hátíðinni á okkar könnu. Við erum t.a.m. í samstarfi við djassklúbbinn Múlann sem stendur fyrir ákveðnum viðburðum. Svo eru veitingastaðir eins og Munnharpan og fleiri með viðburði þar sem aðgangur er ókeypis.“ Pétur vonast til þess að aðsókn verði góð eins og undanfarin ár. „Ég hef alltaf sagt að auðveldast sé að upplifa eitthvað nýtt á tónleikum frekar en beint af hljómplötum,“ segir Pétur að lokum og hvetur fólk til að mæta á Djasshátíð Reykjavíkur. Fjölbreytni á Djasshátíð í Reykjavík Jazzhátíð Reykjavíkur verður haldin 18. ágúst - 1. september en hátíðin er nú haldin í 23. skipti. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem dagskráin verður með fjölbreyttu sniði að þessu sinni. Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is ’ „Okkar djasstónlist- arfólk er oft á tíðum í góðu samstarfi við listamenn á Norðurlönd- unum og munu þeir margir sameina krafta sína á há- tíðinni í ár.“ Pétur Grétarsson, framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi Jazzhátíðar Reykjavíkur, segir að töluverður metnaður sé fyrir því að gera dagskrá hátíðarinnar sem veglegasta 42 12. ágúst 2012 Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.