SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 26
26 12. ágúst 2012 Ólæknandi ljósmyndadella Bæði hafa Sigrún og Pálmi verið með ólæknandi ljósmyndadellu frá unga aldri. Þau eru bæði fædd og uppalin úti á landi, hann á Árbakka í Landsveit og hún á Teigi í Hvammsveit í Dölum sem skýrir mögulega ást þeirra á hinum dreifðari byggðum. Pálmi byrjaði ungur að ferðast um Ís- land og í sumar eru fjörutíu ár liðin frá fyrsta bakpokaferðalaginu. Allar götur síðan hefur frítími hans meira og minna farið í að sinna þessu áhugamáli, hvort sem hann fer gangandi, skíðandi eða á bíl. Og alltaf er myndavélin með í för. Sigrún kveðst hafa ferðast minna, enda þótt hana langaði til þess, þangað til hún kynntist Pálma. Hún hafði til dæmis aldrei farið inn á hálendið. „Pálmi hefur opnað fyrir mér nýjan og stórkostlegan heim. Hvað jafnast til dæmis á við að vera á Vatnajökli að vetri? Ég er ekki fyrr komin heim úr ferðalagi að mig langar aftur á fjöll,“ segir Sigrún. Það kemur sér vel fyrir Pálma. „Ég er forfallinn óbyggðamaður. Raunar var eina skilyrðið sem ég setti þegar við fór- um að vera saman það að við myndum ferðast. Það hefur gengið eftir.“ Perlurnar eru víða Áhugasvið Pálma og Sigrúnar í ljós- myndun er fyrst og fremst af tvennu tagi: Maður og náttúra. Pálmi segir það ákveðna tegund af veiðimennsku að mynda fólk en það gera þau iðulega í náttúrulegu umhverfi – búa ekki einu sinni að stúdíói. Náttúran á sér engin takmörk en þó hafa hjónin mest yndi af því að taka myndir í óbyggðum en ekki á hinum hefðbundnu túristastöðum. „Okkur langar að sýna landið með öðrum augum. Perlurnar eru svo víða,“ segir Sigrún. Þegar blaðamann ber að garði eru Sig- rún og Pálmi nýkomin heim frá Syðra- Fjallabaki, þar sem þau sáu ekki nema sjö manneskjur alla helgina. „Það er ekki amalegt að hafa náttúruna út af fyrir sig,“ segir Sigrún. Ekki væsir um hjónin á ferðalögunum en þau eiga sérútbúinn bíl, Sprinter, einskonar húsígildi, sem þau nota til að ferðast um landið. Þau eru að jafnaði í mánuð í bílnum á ári hverju og myndu að sögn verja þar mun meiri tíma ef ekki væri fyrir föstu vinnuna. Enginn metingur Hjónin segjast vera ólíkir ljósmyndarar og þegar þau standi á sama stað sjái þau iðulega ólíka hluti. „Það gerir þetta ennþá meira spennandi,“ segir Pálmi. Spurð hvort metingur sé á milli þeirra eru þau skjót til svars: „Nei!“ „Það hljómar kannski eins og lygi en það hefur tekist ótrúlega vel að halda samkeppninni í skefjum,“ segir Pálmi. „Við vinnum saman en ekki hvort gegn öðru.“ Þegar spurt er hvort þeirra sé betri ljósmyndari færist stórt bros yfir andlit hjónanna. „Pálmi,“ segir Sigrún og horfir á bónda sinn. Brosið stirðnar á hans vörum. „Neeeeeei, það myndi ég ekki segja.“ „Þú býrð alla vega yfir meiri elju,“ bætir Sigrún þá við. „Ætli það ekki frekar,“ svarar hann. „Pálmi er duglegri og eljusamari en ég enda tekur hann fleiri myndir. Ef neist- inn er ekki til staðar þá fer ég ekki að mynda. Pálmi drífur sig hins vegar af stað og bíður eftir neistanum.“ Blaðamaður fær samviskubit yfir að hafa farið út í þessa sálma en hjónin segja það ástæðulaust. Þau gagnrýni myndir hvor annars í drep og hafi gert frá því áð- ur en þau fóru að vera saman sem par. „Það var einmitt þess vegna sem við komumst að því að við gætum búið sam- an,“ segir Pálmi hlæjandi. Hjónin segja frekari bókaútgáfu ekki á döfinni enda þótt þau séu alltaf opin fyrir Vestrahorn. Kreppa.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.