SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 43

SunnudagsMogginn - 12.08.2012, Blaðsíða 43
12. ágúst 2012 43 Í ungdæmi mínu var ennþá vinsæltumvöndunarefni að agnúast út íerlendar slettur í máli manna.Haft var fyrir satt að þeir slettu mest sem kynnu minnst í því máli sem þeir slettu úr. Sú skoðun var staðfest með sögu af manni sem vildi slá um sig og tjáði ágæti þess sem hann talaði um með því að það væri mikið kongress. Þannig þýddi hann hina íslensku hugs- un um mikið þing og afhjúpaði um leið kunnáttuleysi sitt í hinu erlenda máli sem hann langaði þó til að sýnast kunna mikið í. Á dögum Árna Magnússonar hand- ritasafnara slettu lærdómsmenn latínu sín á milli og í upphafi 19. aldar þótti ekki við hæfi að skárra fólk í Reykjavík talaði annað en dönsku eða dönsku- skotna íslensku. Gegn þessu risu mál- hreinsunarmenn þess tíma og sú hug- mynd skaut smám saman rótum í þjóðfélaginu að íslenskan dygði prýði- lega til hvers kyns tjáningar í hinum nýja og breytta heimi sem sam- tímamenn Jónasar Hallgrímssonar töldu sig lifa í, rétt eins og við núna. Nýyrðin flæddu frá Jónasi, eins og Þórður Helgason rakti hér í dálkinum fyrir skömmu, en eftir urðu nokkrar heimilislegar dönskuslettur sem lifðu í máli eldra fólks fram á seinni hluta síð- ustu aldar. Í blessuðu stríðinu varð smart að sletta ensku um skeið en svo fjaraði það út og málsamfélagið hafði sjálfs- traust til að takast af alefli á við ný- yrðasmíð á flestum sviðum svo hægt væri að fylgja eftir þrekvirki 19. aldar: að umbreyta máli sveitafólks í nothæft tungutak um listir, vísindi, borgarlíf, tækni og stjórnmál á 20. öld. Allt gekk vel um skeið, með viðvarandi kvört- unum um málleysi ungu kynslóð- arinnar, uns tölvurnar komu fram á sjónarsviðið. Svo virðist sem við séum enn á flótta undan þeirri orðaskriðu sem þær hleyptu af stað, eða höfum jafnvel grafist undir henni – eins og heyra má á mæli tölvufræðinga sem miðla þekkingu sinni á námskeiðum í tölvubrellum. Og enn er unga fólkið í fararbroddi málbreytinganna, án djóks og no of- fence, en það virðist á öllum tímum sökka fokking geðveikt að halda áfram að tala gullaldarmál barnæsku sinnar á táningsaldri. Lífið og samskiptin færast nú inn í smáskilaboð og lol og yolo og djísöss með brosköllum dugar í ein- hvern tíma til að segja allt sem segja þarf. Þetta virðist óumflýjanlegt skeið í málþroskanum þótt skólarnir standi sína vakt, foreldrarnir tali við börnin og þau lesi góðar bækur. Uppreisnin verður að hafa sinn gang. Vandinn verður ekki umtalsverður fyrr en fullorðið fólk heldur áfram að tala eins og táningar, beygir ekki orð nema stöku sinnum og miðlar sama og engri hugsun með tungutaki sínu. Orðaforðinn skreppur þá saman eins og eftir málstol af völdum heilaskemmda, allt verður „þetta þarna“, vera og gera einoka stöðu sagnorða og stór dugar sem lýsingarorð. Þau þarna í sjónvarpið eru þá alltaf að gera stóra hluti. Málfátæktin er nú sýnilegri en nokkru sinni fyrr þegar ritað og talað mál flæðir frá fólki úr öllum heimsins tölvum inná opin svæði netsins. Við ergjum okkur um stund en smellum svo áfram og finnum snilldina flæða hjá öðrum, ekki síður fjölbreytta og marg- ræða en á þeim hátindi orðlistarinnar sem dróttkvæðaskáldin fornu klifu til að geta meitlað alla hugsun sína í tor- ráðið form kenninga og skáldamáls sem veitti jarðvistinni goðmagnaða umgjörð og merkingu. Skáldin sköpuðu heim með orðum sínum og drógu um leið upp mynd af sjálfum sér. Eins erum við það sem við segjum, einföld eða djúp- vitur, glöð eða reið, ljót eða falleg, vel tilhöfð eða drusluleg; allt eftir því með hvaða orðum við mætum veröldinni. „Sá sem segir það er það sjálfur“ ’ Málfátæktin er nú sýnilegri en nokkru sinni fyrr þegar ritað og talað mál flæðir frá fólki úr öllum heimsins tölvum inná opin svæði netsins. Og Bjartur alveg: „FML!“ Það var alveg freezing og hann vargekkt á bömmer yfir þarna celebgellunni. Hann alveg: „Ó mæ! Þetta fersko ekki á facebook!“ Aþþí hann feilaði alveg á „brósB4 hós“. En hún var náttlega celeb.Og, þúst, þeir voru eiginlega ekkialle brós. Bjartur var pissd. Hann var eikkaí snjónum bara: „Vó!“ Sjálvstæt fólg Fari ég þá í helvíti, sagði Bja rtur, þar sem hann var staðinn upp í fönninni og hafði hrundið hinum tálarfu llu hvílu- brögðum þessarar siðspiltu d rotníngar, eða hefur nokkur heyrt frá þ ví sagt að hetjur rímnanna hafi látið tæ la sig til hórdóms og frillulifnaðar og til þeirrar ragmensku í stríði sem jafna n einkennir þá sem mestar eru hetjur í f aðmi kvenna? Slíkt skyldi aldrei spyrjast um Bjart í Sumarhúsum að hann hefði snúið bakinu við óvinum sínum á miðjum vígvellinum til þess að leggjast einu skitn u drotníngar- gægsni. Nú var hann reiður. Hann b raust um hatramlega í snjónum o g barði sér f öll m kröftum settist ekki aftur um Málið El ín Es th er 1933-1935: Halldór Laxness gefur út „Sjálfstætt fólk“ í fjórum bindum. 2012: Pedró mörgæs gefur út rafbókina „Sjálvstæt fólg“, sem ætluð er menntaskólanemum. Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 533 1380 DÚKALEIGA GÆÐI - ÞEKKING - ÞJÓNUSTA

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.