Morgunblaðið - 15.09.2012, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012
Lyfjaval.is • sími 577 1160
Bílaapótek Hæðasmára
15%
afsláttur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir
Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Grænlenska landstjórnin endurnýjaði
ekki þjónustusamning við Flugfélag
Íslands um flug til Austur-Grænlands.
Þess í stað var samið við Air Green-
land. Ákvörðunin hefur vakið óánægju
á Austur-Grænlandi og lýsa heima-
menn áhyggjum vegna framtíðar
ferðaþjónustu á svæðinu.
Árni Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Flugfélags Íslands, sagði að tólf
þjónustusamningar um flug í almanna-
þágu á Grænlandi hefðu átt að renna
út um næstu áramót. Auglýst var eftir
tilboðum og Flugfélag Íslands sendi
tilboð í maí. Grænlenska landstjórnin
ákvað að hafna öllum tilboðum og
framlengja alla samninga óbreytta til
næstu tveggja ára, nema samninginn
við Flugfélag Íslands. Hann náði til
eins verkefnis af þessum tólf, það er
flugs til Kulusuk og Constable Point á
Austur-Grænlandi. Flugfélagið hefur
sinnt þessu verkefni í tíu ár.
Samið var við Air Greenland um að
sinna þessum bæjum og er félagið nú
með alla flugþjónustusamninga á
Grænlandi. Var þessi ákvörðun til-
kynnt fyrir rúmri viku. En missir
Flugfélagið þarna stóran bita?
„Það munar um þetta. Þetta skilar
nokkrum hundruðum milljóna í veltu
og hefur verið ágætis verkefni sem við
hefðum viljað halda,“ sagði Árni. Hann
sagði það hafa komið á óvart að samið
skyldi um óbreytt fyrirkomulag allra
annarra samninga en við Flugfélag Ís-
lands.
Flugfélag Íslands hefur óskað eftir
nánari upplýsingum um samninginn
við Air Greenland um flug til Kulusuk
og Constable Point en ekki fengið þær
enn. Árni kvaðst ekki vita hvort ætl-
unin væri að sinna þessum áfangastöð-
um héðan frá Íslandi eða frá Nuuk á
Grænlandi.
Undirskriftum hefur verið safnað á
Austur-Grænlandi til þess að mót-
mæla þessari ákvörðun landstjórnar-
innar. Þá kemur það fram í grænlensk-
um fjölmiðlum að margir íbúar og
sveitarstjórnarmenn á Austur-Græn-
landi eru ósáttir við þessa ákvörðun og
óttast um framtíð ferðaþjónustu á
svæðinu verði ekki tryggðar traustar
samgöngur við Ísland.
Flugfélagið missir samning
Grænlensk stjórnvöld endurnýjuðu ekki samning við Flugfélag Íslands um flug
til Austur-Grænlands Heimamenn óttast áhrifin sem það hefur á ferðaþjónustu
Morgunblaðið/RAX
Austur-Grænland Flugfélag Íslands er ekki lengur með samning við græn-
lensk stjórnvöld um flugþjónustu við bæi á Austur-Grænlandi.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Neyðarstigi almannavarna á Norð-
urlandi var aflýst í gærkvöldi og að-
gerðastjórn, sem stýrt hefur aðgerð-
um eftir óveðrið í byrjun vikunnar,
hætti störfum.
Þungi leitarinnar í gær var á
Þeistareykjasvæðinu þar sem 70-80
leitarmenn voru að störfum. Einnig
var leitað í Mývatnssveit, vestan
Gæsafjalla og í Bárðardal. Alls voru
um 100 manns við leit í gær í um-
dæminu, að sögn Svavars Pálssonar,
sýslumanns á Húsavík.
Leitin gekk þokkalega víðast hvar,
en aðstæður voru erfiðar, þoka og
rigning. Svavar sagði að Mývetning-
ar væru að mestu búnir að ná utan
um sín mál. Þeir ættu þó eftir að fara
í aðrar göngur um svæði sem væri
mjög erfitt yfirferðar.
„Það er búið að ná umtalsverðum
árangri í Mývatnssveit eins og ann-
ars staðar,“ sagði Svavar. Hann telur
víst að tjónið sé mest í Mývatnssveit.
Bæði tapaðist fé og eins þurfti að
hella niður mjólk vegna rafmagns-
leysis og girðingar lögðust á löngum
köflum. Svavar taldi að það tæki
langan tíma að reikna tjónið til fulls.
„Það er heilmikil vinna sem tekur
við,“ sagði Svavar. „Ekki bara að
vinna úr því sem lýtur að tjóninu
heldur að vinna með áfallið sem
sveitirnar hafa orðið fyrir. Það verð-
ur gert með markvissum hætti,
fræðslu og íbúafundum í næstu
viku.“
„Þetta er ekki búið“
„Þetta gekk þokkalega en það var
þoka og rigning hérna í dag,“ sagði
Böðvar Baldursson, bóndi í Heiðar-
garði og fjallskilastjóri á Þeista-
reykjasvæðinu, í gærkvöldi. Jarðýta
var þá að ryðja slóð fyrir fé sem reka
á í Hraunsrétt í dag. Réttað verður á
morgun, sunnudag. Leiðin er 15-20
km. Böðvar sagði að menn giskuðu á
að 3.000-3.500 fjár yrðu rekin niður.
„Það er búinn að vera gríðarmikill
mannskapur þarna, en það náðist
ekki nógu vel fyrir skyggni,“ sagði
Böðvar. Heimamenn nutu aðstoðar
björgunarsveitarmanna af höfuð-
borgarsvæðinu og Austfjörðum. „Við
komumst á svæði í dag sem var lítið
búið að fara á. Það voru grafnar upp
einar 30-40 kindur. Snjórinn hafði
aðeins sigið og þetta er farið að koma
upp. Þetta er ekki búið.“
Böðvar sagði að allt féð sem fannst
grafið í fönn í gær hefði verið lifandi
nema fjórar kindur. Hann sagði að
féð hefði brætt vel frá sér og gerði
hann sér góðar vonir um að fleira fé
ætti eftir að finnast á lífi.
„Ég veit um helling af fé sem er
eftir, en menn náðu þessu ekki sam-
an, það er svo erfitt að reka það.“
Neyðarstigi almannavarna
var aflétt í gærkvöldi
Ljósmynd/Slysavarnafélagið Landsbjörg
Fjárleit Liðsmenn úr Björgunarsveitinni Ársól á Reyðarfirði tóku þátt í leit að fé á Þeistareykjum í vikunni. Þar er
búið að grafa fjölda kinda úr fönn. Kindurnar bræða frá sér og þarf að grafa nokkuð djúpt eftir þeim sumum.
Rekin verða 3.000-3.500 fjár af Þeistareykjum í dag
Leitað að fenntu fé
» Björgunarsveitarmenn að-
stoðuðu bændur í Hörgárdal
við smölun og fjárleitir í gær.
» Einnig hefur verið leitað
kinda á afréttum Skagfirðinga
og Húnvetninga.
» Þungi leitarstarfsins hefur
verið í Þingeyjarsýslu, í Mý-
vatnssveit, Bárðardal, Þeista-
reykjum, Flateyjardal og víðar í
umdæminu.
Karlmaður á þrí-
tugsaldri var í
gær dæmdur í
fimm ára fangelsi
fyrir tilraun til
manndráps í Hér-
aðsdómi Reykja-
ness. Þá var hann
dæmdur til þess
að greiða fórnar-
lambi sínu eina og
hálfa milljón
króna í skaðabætur sem og annan
sakarkostnað.
Maðurinn réðst á fyrrverandi eig-
inkonu föður síns á heimili hennar í
Kópavogi aðfaranótt 1. apríl síðastlið-
ins í kjölfar ásakana um að hún hefði
stolið af sér 1.500 krónum og eyðilagt
líf sitt og föður síns. Hann réðst á
hana þar sem hún sat í sófa í stofunni
og tók hana kverkataki og kýldi hana
í síðu, hendur og andlit. Þá reyndi
hann að kæfa hana með því að halda
kodda fyrir andliti hennar.
Maðurinn var handtekinn af lög-
reglu síðar um nóttina en þá hafði
hann ráðist aftur á konuna og meðal
annars barið hana með kertastjaka.
Hann viðurkenndi brot sitt fyrir lög-
reglu og ennfremur að markmiðið
hefði verið að drepa konuna.
5 ára fangelsi fyrir
manndrápstilraun
Héraðsdómur
Reykjaness.
Greiði eina og hálfa milljón í skaðabætur
Forsætisráðuneytið hefur birt þing-
málaskrá yfir þau mál sem ríkis-
stjórnin hyggst leggja fram á Al-
þingi í haust og eftir áramótin.
Alls eru 177 mál á málaskránni,
að meðtöldum skýrslum, sem lögð
verða fram á Alþingi. Ný þingmál
sem leggja á fyrir Alþingi eru 117
talsins og auk þess verða endurflutt
fjölmörg þingmál.
Meðal mála sem forsætisráð-
herra ætlar leggja fram í haust er
frumvarp um auðlindaarð í orku-
geiranum og frumvarp um breyt-
ingu á stjórnsýslulögum þar sem
„verður stefnt að því að einfalda og
samræma lagaákvæði um þagn-
arskyldu opinberra starfsmanna og
skýra skyldur þeirra varðandi með-
ferð trúnaðarupplýsinga“, eins og
segir í lýsingu. Atvinnuvega-
ráðherra ætlar í haust að flytja
frumvarp um stjórn fiskveiða sem
byggist á frumvarpinu sem lagt var
fram sl. vor „en jafnframt verður
höfð hliðsjón af þeirri umfjöllun
sem það frumvarp hlaut á Alþingi“.
177 mál á málaskrá
ríkisstjórnarinnar
Alls varð 221 umferðarslys á höf-
uðborgarsvæðinu frá ársbyrjun og
til loka ágúst sl. Umferðarslysum á
höfuðborgarsvæðinu fækkaði um
9% milli ára. Þegar árið 2012 var
borið saman við sama tímabil 2009-
2011 hafði umferðarslysum fækkað
um 14% á tímabilinu. Í síðastliðnum
ágústmánuði varð 31 umferðarslys
sem var fjölgun frá mánuðinum á
undan en þá varð 21 slys í umferð-
inni. Slysin í ágúst síðastliðnum
voru einnig fleiri en á sama tíma í
fyrra. Á löggæslusvæði 1 voru slys-
in fleiri í ágúst en höfðu orðið í
nokkrum öðrum mánuði það sem af
var árinu. Í fyrra urðu flest umferð-
arslys í september og desember, 33
í hvorum mánuði.
Þetta kemur fram í afbrotatöl-
fræði lögreglu höfuðborgarsvæð-
isins fyrir ágúst 2012. »16
Umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu
hefur fækkað miðað við nýliðin ár