Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 4

Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Mest selda bókin á Íslandi 2012 Heilsuréttir fjölskyldunnar 3. PRENTU N KOMINÍ VERSLA NIR! bokafelagid.is Skúli Hansen skulih@mbl.is „Þetta er nú eiginlega ósköp svipað og undanfarin ár. Það eru fáir sem koma til landsins, það er svona einn og einn en þeir eru fáir og maður sér það á auglýstum stöðum eins og til dæmis í heilsugæslunni að það er erf- itt ef ekki ómögulegt að manna stöð- ur,“ segir Þorbjörn Jónsson, formað- ur Læknafélags Íslands, um hvort flótti íslenskra lækna í læknastöður erlendis standi enn yfir og hvort ís- lenskir læknar í námi erlendis séu ennþá tregir til þess að koma aftur heim til Íslands. Aðspurður hvort læknar sem eru með atvinnu hér á landi séu ennþá að leita út fyrir landsteinana að vinnu segir Þorbjörn svo vera. Að sögn Þorbjörns er ekki einungis um ung- lækna að ræða heldur einnig reynslu- bolta. „Það eru jafnvel menn sem eru búnir að vinna hérna í áratug, eða áratugum saman, sem eru að finna sér starfsvettvang erlendis. Það eru alveg dæmi um það,“ segir Þorbjörn. Þá segir Þorbjörn að það sé kannski algengara að menn minnki við sig starfshlutfall og vinni erlendis á móti vinnu sinni hérlendis. „Þá verður vinnuframlag íslenskra lækna minna hér á landi,“ segir Þorbjörn en að sögn hans hefur þetta fyrirkomu- lag farið vaxandi og segist hann vita fjöldamörg dæmi um svona. Að- spurður til hvaða landa íslenskir læknar leiti aðallega, hvort sem varð- ar fullt starf eða hlutastarf, segir Þorbjörn að þeir leiti aðallega til ná- grannaríkjanna Noregs og Svíþjóð- ar. Þá segist hann einnig vita um dæmi um lækna sem flutt hafi til Bandaríkjanna og Hollands, en slíkt sé þó sjaldgæfara. Þróunin áhyggjuefni Aðspurður hvort þessi þróun sé ekki áhyggjuefni segir Þorbjörn svo vera og bendir á að læknar hafi haft áhyggjur af þessu alveg frá hruni. „Það er miklu meira vinnuálag, þann- ig að menn þurfa hreinlega að hlaupa hraðar,“ segir Þorbjörn og bendir á að þetta bitni á þeim læknum sem eft- ir verða. Að sögn Þorbjarnar hefur á síð- ustu árum orðið marktæk fjölgun á starfandi læknum sem eru á aldrin- um 60-70 ára. „Ég held að það sé um fjórðungur lækna sem er á aldurs- bilinu sextíu plús og það er mjög hátt hlutfall,“ segir Þorbjörn og bætir við að þetta sé merki um það að unga fólkið skili sér ekki nægilega mikið heim til þess að endurnýja. „Það stefnir náttúrlega í óefni vegna þess að læknahópurinn mun halda áfram að eldast, væntanlega á svipuðum hraða og núna, og það er slæmt fyrir læknisfræðina á Íslandi, nýjungar og annað slíkt, vegna þess að þetta byggist náttúrlega á því að það komi inn yngri sérfræðingar með nýja þekkingu með sér, bæði fræði- lega þekkingu og verkkunnáttu. Ef það dregst saman getum við ekki boðið okkar sjúklingum sambærilega þjónustu á við þá sem sjúklingar ann- ars staðar á Norðurlöndunum fá,“ segir Þorbjörn. „Það stefnir nátt- úrlega í óefni“  Segir lækna með áratuga reynslu leita sér að vinnu erlendis Morgunblaðið/Ásdís Læknaflótti Formaður Læknafélags Íslands segir dæmi um að læknar með áratuga reynslu flytji af landi brott. Þróun læknisfjölda á Norðurlöndunum Fjöldi íbúa/lækni á árunum 2001-2010 Heimild: SNAPS-En arbetsgrupp i de nordiska läkarförbunden 2001 2006 2010 350 300 250 200 150 100 50 0 Danmörk Noregur Ísland Skúli Hansen skulih@mbl.is „Ég skil það að fólk á spítalanum er yfirhöfuð ekki á háum launum. Það er fullur skilningur hjá mér á því og það hefur verið okkar verkefni á spítalanum að berjast fyrir því að fólk fái betri laun og við erum alltaf að reyna það,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, spurður út í viðbrögð sín við þeirri gagnrýni sem sett hefur verið fram af hálfu heil- brigðisstarfmanna á þá launahækk- un sem hann hlaut fyrir stuttu. Á meðal þeirra félagasamtaka heil- brigðisstarfsmanna sem gagnrýnt hafa nýlega launahækkun Björns eru Læknafélag Íslands, Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélag Íslands. Aðspurður hvort um sé að ræða meiri gagnrýni en hann hafi upp- haflega átt von á segir Björn að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því hvort launahækkunin yrði fyrir gagnrýni eður ei. „Ég hafði ekki hugsað út í það vegna þess að ég ákvað ekki þessa launahækkun, hún er ekki mitt verk,“ segir Björn og bætir við að hann sé þó vanur því að taka á móti málefnalegri gagnrýni á sín verk. Misskilin launahækkun Að sögn Björns hefur ákveðinn misskilningur breiðst út þess efnis að þau laun sem Guðbjartur Hann- esson, velferðarráðherra, ákvað hafi átt að gera hann samkeppn- ishæfan við starfsbræður sína er- lendis. „Þessi laun eru ekki sam- keppnishæf við útlönd, það er ekki það sem er á bak við þessa launa- hækkun,“ segir Björn. Þá segist hann ávallt hafa verið stuðningsmaður þess að hækka laun heilbrigðisstarfsmanna. „Bæði um leið og hægt er, og um leið og við getum, þá verður auðvitað farið í það að reyna að hækka laun okkar starfsfólks,“ segir Björn og bætir við: „Í opinberum könnunum í síð- ustu viku kom í ljós að opinberir starfsmenn eru lægra launaðir en fólk á einkamarkaðnum og við höf- um alltaf bent á það og margoft sagt frá því að laun okkar fólks eru of lág.“ Hefur skilning á áhyggjum starfsmanna  Laun heilbrigðisstarfsfólks eru of lág Morgunblaðið/Árni Sæberg Launahækkun Björn segist skilja launaáhyggjur starfsmanna LSH. Hanna Birna Kristjánsdóttir, odd- viti sjálfstæðismanna í Reykjavík, hyggst gefa kost á sér í fyrsta sætið í Reykjavík fyrir alþingiskosning- arnar í vor verði flokksmönnum veitt tækifæri til að velja á framboðslista í prófkjöri. „Með framboði mínu til formanns í nóvember síðastliðnum steig ég auð- vitað ákveðið skref í átt að því að segja að ég væri reiðubúin að taka að mér verkefni á vettvangi lands- málanna,“ sagði Hanna Birna um að- draganda ákvörðunarinnar í samtali við mbl.is í gær. „Ég er í stjórn- málum til þess að gera gagn, mig langar að vinna í þágu almennings og ég lít svo á að stærsta verkefnið í íslensku samfélagi í dag sé að skapa aðstæður þar sem fólk hafi tækifæri til betra lífs. Mig langar að leggja mitt af mörkum í þeim efnum og ég tel mig gera það best með því að taka þessa ákvörðun,“ sagði hún. Hanna Birna sagði ekki tíma- bært að gefa út neinar yfirlýs- ingar um fram- boð til varafor- manns flokksins á næsta landsfundi en sagði jafnframt að hún útilokaði ekkert í því sam- bandi. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgar- fulltrúi og annar maður á lista Sjálf- stæðisflokks í borginni, segist fagna því að öflug manneskja á borð við Hönnu Birnu verði í framboði í Reykjavík en hann gerir ráð fyrir að hún muni sinna oddvitastarfinu enn um sinn. „Svo munum við þá ráða fram úr því. Þegar skipt hefur verið um oddvita í okkar röðum hefur það verið í samræmi við framboðslista flokksins í síðustu kosningum og list- inn hefur þá einfaldlega færst upp. Og ég gef auðvitað kost á mér í það verkefni að leiða borgarstjórnarhóp Sjálfstæðisflokksins,“ segir hann. Júlíus segir það forréttindi að starfa fyrir borgarbúa og hefur ekki í hyggju að flytja sig yfir í lands- málapólitíkina. Í sama streng tekur Gísli Marteinn Baldursson. „Hjarta mitt er algjörlega í borgarmál- unum,“ segir hann. Kjartan Magn- ússon, þriðji maður á lista Sjálfstæð- isflokksins í borginni, segist hins vegar aðspurður um oddvitastöðuna og landsmálin vera að hugsa málin almennt og að hann útiloki ekki neitt í þeim efnum. holmfridur@mbl.is Gefur kost á sér í fyrsta sætið  Júlíus Vífill segist tilbúinn að leiða borgarstjórnarflokkinn Hanna Birna Kristjánsdóttir Ung kona velti bifreið sinni á Sól- heimasandi skömmu eftir hádegi í gær. Að sögn lögreglu missti hún stjórn á bifreiðinni með þeim afleið- ingum að hún lenti utan vegar. Bifreiðin fór eina veltu og endaði á hvolfi. Konan var flutt á Hvolsvöll til aðhlynningar en að sögn lögreglu er ekki talið að hún hafi hlotið alvarleg meiðsl í óhappinu. Bifreiðin er á hinn bóginn mikið skemmd. Lenti utan vegar og valt Þrír karlmenn reyndu síðdegis í gær að lokka níu ára gamalt barn inn í bifreið í ofanverðum Grafar- vogi. Var foreldrum barna í Keldu- skóla í kjölfarið sendur tölvupóstur þar sem þeir voru látnir vita af at- vikinu. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu var málið tilkynnt til hennar og er það í rannsókn. Barnið brást hárrétt við og forðaði sér en talið er að um gráa fólksbifreið hafi verið að ræða. Reyndu að lokka níu ára barn í bifreið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.