Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 8

Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Fjárlagafrumvarpið hefur komiðilla við marga. Ekki aðeins þá sem greiða enn hærri skatta í boði ríkisstjórnarinnar heldur einnig við þá sem þurfa að búa við lítt rök- studdan niðurskurðinn.    Einn þeirra erGissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumálastofn- unar, sem hefur greinilega ekki mikla trú á for- sendum fjárlaga.    Um fyrirhugaðastórfellda lækkun framlaga til stofnunarinnar á næsta ári segir Giss- ur: „Stofnunin stækkaði í kjölfar hrunsins og að sjálfsögðu er ekki óeðlilegt að hún minnki aftur þegar ástandið batnar, en það verður þá líka raunverulega að gera það.“    Þetta eru athyglisverð ummæliforstjóra stofnunar sem hefur það hlutverk að fylgjast með at- vinnuástandinu í landinu.    Hann hefur eins og aðrir fengiðað fylgjast með þeirri glans- mynd sem forsætisráðherra og aðrir stjórnarliðar hafa dregið upp af efnahagsástandinu og þeim meinta stórkostlega bata sem hér hafi orðið og sé að verða.    Þrátt fyrir þetta segir forstjóriVinnumálastofnunar að ástand- ið þurfi raunverulega að batna.    Sumum nægir að spunaveruleik-inn batni og þeir gleðjast yfir minna atvinnuleysi og minni fjár- lagahalla á pappírnum. Jákvæð þróun í spunaheimum hjálpar öðrum lítið. Gissur Pétursson Efnahagsbati í spunaheimum STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 14.9., kl. 18.00 Reykjavík 7 rigning Bolungarvík 5 rigning Akureyri 4 rigning Kirkjubæjarkl. 8 rigning Vestmannaeyjar 10 alskýjað Nuuk 3 súld Þórshöfn 10 skýjað Ósló 15 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 skúrir Stokkhólmur 12 léttskýjað Helsinki 12 skúrir Lúxemborg 15 skýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 16 léttskýjað Glasgow 12 skýjað London 18 heiðskírt París 17 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 12 skýjað Berlín 18 heiðskírt Vín 17 léttskýjað Moskva 18 heiðskírt Algarve 23 heiðskírt Madríd 32 heiðskírt Barcelona 26 heiðskírt Mallorca 25 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 15 léttskýjað Montreal 23 alskýjað New York 23 heiðskírt Chicago 20 skýjað Orlando 26 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:53 19:54 ÍSAFJÖRÐUR 6:55 20:01 SIGLUFJÖRÐUR 6:38 19:44 DJÚPIVOGUR 6:22 19:24 Fertugur Þjóðverji gleypti 1,3 kg af kókaíni í 108 pökkum og reyndi að smygla því til landsins. Tollgæslan stöðvaði hann við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar 27. ágúst sl. Maðurinn var þá að koma frá Kaupmannahöfn. Grunur lék á að hann væri með fíkniefni innvortis. Lögreglan á Suðurnesjum hand- tók manninn og fór með hann í sneið- myndatöku. Samkvæmt henni virtist hann vera með mikið af fíkniefnum innvortis. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir að hann var handtekinn og á næstu dögum skilaði hann af sér 107 pakkningum sem allar innihéldu kókaín, sam- kvæmt tilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum. Önnur sneiðmynda- taka sýndi að ein pakkning til við- bótar var föst efst í meltingarvegi mannsins. Hann var því fluttur á sjúkrahús þar sem gerð var á honum aðgerð til að fjarlægja pakkninguna. Ekki vitað um vitorðsmenn „Maðurinn reyndist hafa flutt inn- vortis 1,3 kíló af kókaíni milli landa. Er þetta talið mesta magn fíkniefna sem einstaklingur hefur flutt inn- vortis í einni ferð. Efni pakkning- anna var þykkt og vel til þeirra vand- að. Tómar vógu þær um 200 grömm, þannig að samtals hafði maðurinn gleypt 1,5 kíló,“ segir í tilkynning- unni. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins og telst hún vera á lokastigi. Styrkleiki efnisins liggur ekki fyrir, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Ekki hafa fleiri verið handteknir vegna málsins og rann- sókn hefur ekki enn leitt í ljós að hann hafi átt sér vitorðsmenn hér á landi að því er lögreglan sagði. Mað- urinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp. gudni@mbl.is Tekinn með 1,3 kg af kókaíni innvortis  Talið vera það mesta sem fíkniefna- smyglari hefur gleypt DAGUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU P O K A H O R N IÐ Kæru landsmenn! Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru sunnudaginn 16. september. Í aldanna rás hefur íslensk náttúra gefið kraft og veitt innblástur um leið og hún hefur gert okkur kleift að lifa af í harðbýlu landi. Í náttúru landsins er falinn fjársjóður sem mikilvægt er að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Njótum gjafa náttúrunnar og fögnum Degi íslenskrar náttúru sunnudaginn 16. september. Upplýsingar um dagskrá er að finna á www.umhverfisraduneyti.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.