Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 18

Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir að spara 250 milljónir með nýju greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakostnaðar, enda hafi það tekið gildi um áramót. Yfirlýstur tilgangur með nýja greiðsluþátttökukerfinu var þó ekki sá að spara fjármuni og aðstoðarmaður velferðarráðherra segir að orðalagið í fjárlaga- frumvarpinu sé ónákvæmt. Sparn- aðurinn upp á 250 milljónir eigi við um almennan lyfjakostnað og komi greiðsluþátttökukerfinu ekkert við. Frumvarpið um greiðsluþátttöku var samþykkt 1. júní sl. og þá var gert ráð fyrir að lögin tækju gildi 1. október. Þá þegar mun hafa verið ljóst að sú dagsetning er óraunsæ. Óraunhæf dagsetning Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að kerfisbreytingin sé umfangsmikil. Frumvarp um greiðsluþátttöku hafi verið lengi í meðförum Alþingis og þegar það var samþykkt hafi verið gert ráð fyrir gildistöku 1. október. Þá þegar hafi verið ljóst að sú dag- setning var óraunhæf. Ráðuneytið hefur horfst í augu við það því í þingmálaskrá ríkisstjórn- arinnar kemur fram að velferð- arráðherra hyggist fresta gildistöku ákvæða um greiðsluþátttöku í lyfja- kostnaði til 1. júní 2013. Eftir sem áður er í fjárlaga- frumvarpinu gert ráð fyrir sparnaði upp á 250 milljónir „í nýju greiðslu- þátttökukerfi sem muni hafa tekið gildi um næstu áramót“ eins og segir í fjárlagafrumvarpinu. Ekkert um sparnað í frumvarpi Orðalagið í fjárlagafrumvarpinu stingur í augu því í greinargerð með frumvarpinu um greiðsluþátttöku er afar lítið fjallað um sparnað sem af því muni hljótast. Þó er tekið fram að því sé ætlað að sporna gegn því að sömu sjúklingarnir noti mörg lyf í senn. Í umsögn fjárlagaskrifstofu um greiðsluþátttökukerfið segir enn- fremur að ekki verði séð að það sé sjálfstætt markmið með frumvarpinu að stemma stigu við auknum út- gjöldum til lyfjakaupa. Sú einföldun á kerfinu sem felist í frumvarpinu kunni þó í sjálfu sér að leiða til meiri skilvirkni og betri nýtingar á fjár- munum „að einhverju marki“. Um þetta var líka skýrt kveðið á í tilkynningu frá velferðarráðuneytinu í nóvember í fyrra en þar sagði að markmið breytinganna væri að „jafna lyfjakostnað, ekki spara út- gjöld“. Í fullu gildi Gunnar Axel Axelsson, aðstoð- armaður velferðarráðherra, segir á hinn bóginn að fyrri yfirlýsingar séu enn í fullu gildi. Greiðsluþátttöku- kerfinu sé ekki ætlað, í sjálfu sér, að leiða til sparnaðar hjá ríkinu. Orða- lagið í fjárlagafrumvarpinu sé væg- ast sagt ónákvæmt. Áform um sparn- að eigi við um almennan lyfjakostnað. Eftir eigi að útfæra nákvæmlega með hvaða hætti sparnaðinum verði náð fram en engin ástæða sé til að ætla að það takist ekki. Mjög vel hafi gengið að halda lyfjakostnaði í skefjum und- anfarin ár. Eftir að útfæra 200 milljónir Í fjárlagafrumvarpinu kemur einn- ig fram að spara skuli 200 milljónir vegna meðferða erlendis en útgjöld vegna þeirra hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Samkvæmt rík- isreikningi 2011 námu þau 1,8 millj- örðum. Steingrímur Ari, forstjóri Sjúkra- trygginga, segir að helsta skýringin á auknum kostnaði sé gengishrun krónunnar. „Það eru miklar sveiflur í þessum útgjöldum því undir þennan lið eru færðar líffæraígræðslur og fleiri kostnaðarsamar aðgerðir. Tveir til þrír einstaklingar geta velt háum fjárhæðum,“ segir hann. Í fjárlagafrumvarpinu kemur fram að sparnaður vegna meðferða erlend- is sé hluti af „sértækum aðhalds- aðgerðum“ ríkisstjórnarinnar. Hjá Sjúkratryggingum hefur ekki verið fjallað sérstaklega um hvernig megi ná fram þessum sparnaði. „Tillagan er ekki frá okkur komin,“ segir Stein- grímur Ari. Gunnar Axel, aðstoðarmaður vel- ferðarráðherra, segir að verið sé að vinna að útfærslu á því hvernig sparnaði í meðferðum erlendis verði náð fram. Ráðuneytið geti engu bætt við þann texta sem sé í fjárlaga- frumvarpinu. Ónákvæmt orðalag um 250 milljónir  Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2013 segir að ný lög um greiðsluþátttöku lyfja muni spara 250 milljónir  Var ekki ætlað að spara  Á við almennan lyfjakostnað  Ætla að spara í meðferðum erlendis Morgunblaðið/Sverrir Nýja greiðsluþátttökukerfinu er ætlað að verja sjúklinga fyrir háum lyfjakostnaði en um leið er gert ráð fyrir að þeir finni fyr- ir útgjaldaaukningu í upphafi sem svo gangi til baka þegar líður á greiðsluárið. Gert er ráð fyrir að þeir sem þurfi geti feng- ið greiðsludreifingu. Steingrímur Ari Arason, for- stjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að ýmsar leiðir hafi verið ræddar, m.a. að hægt yrði að sækja um greiðsludreifingu, t.d. hjá greiðslukortafyrirtækjum eða hjá apótekum. Ekki sé búið að útfæra þetta endanlega. Guðmundur Magnússon, for- maður Öryrkjabandalags Ís- lands, segir að kerfið geti komið sér mjög vel fyrir suma en verið mjög slæmt fyrir aðra. Helst komi þetta illa við þá sem eru mjög dýr lyf. Og þótt kerfið sé að danskri fyrirmynd geri ís- lensku lögin ekki ráð fyrir þeirri félagslegu aðstoð sem veitt er í Danmörku. Þá bendir hann á að ekki hafi allir greiðslukort og þar með möguleika á greiðsludreifingu. Lyf á rað- greiðslum? GREIÐSLUÞÁTTTAKA islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Snúðu dæminu við

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.