Morgunblaðið - 15.09.2012, Síða 20

Morgunblaðið - 15.09.2012, Síða 20
ÚR BÆJARLÍFINU Björn Björnsson Sauðárkrókur Svo lengi sem elstu menn muna, en þeir eru nú svo sem ekki alltaf albestu heimildirnar, er það sumar sem nú er á förum mun betra en flest önnur. Að vísu vantaði vætu í jörðina, og dæmi voru um að tún væru brunnin og heyfengur af þeim í rýrara lagi, en vissulega voru mörg héruð verr sett en Skaga- fjörður.    Það norðanáhlaup sem gekk yfir landið um liðna helgi olli hér í Skagafirði heilmiklu tjóni, þó að minna væri um skaða á raflínum en austar í landshlutanum, en hins- vegar fennti fé og eru bændur enn að leita þess fjár sem hrakist hefur undan veðrinu og fennt. Einkum er þetta í innsveitum en í þeim hluta fjarðarins sem þekktastur er fyrir snjóþyngsli, Fljótunum, var ástandi einna best svo og úti á Skaga.    Á haustdögum var loksins haf- ist handa við viðbyggingu Árskóla, sem til stóð að hæfust þegar er skóla lauk í vor, og má ætla að taf- samt verði um framkvæmdir ef tíð- arfar verður áfram umhleypinga- samt og gerir erfitt um útivinnu. Ekki hvað síst mun þetta gera það skólastarf sem fram fer erfiðara og valda meiri truflunum en þurft hefði, ef áætlanir hefðu gengið fram eins og ætlað var.    Í sumar tók sveitarstjórn sig til og merkti vel allar götur í þétt- býlisstöðum fjarðarins, á Sauð- árkróki, Hofsósi og í Varmahlíð og var þetta verulega ánægjulegt framtak, enda allar götumerkingar í hinum herfilegasta ólestri fram til þessa. Voru dæmi til að aðfluttir á Króknum, sem jafnvel hafa búið þar um nokkur ár, hefðu á orði að það væri ánægjulegt að vita nú með fullri vissu, við hvaða götu þeir ættu heima.    Nú í desember eru 120 ár frá vígslu Sauðárkrókskirkju, en á fjórðu helgi jólaföstu 1892 var kirkj- an vígð og þótti eitt með veglegri guðshúsum landsins á þeirri tíð. Sagt var að hún rúmaði í sæti hvert mannsbarn í söfnuðinum og meira til. Forgöngu um kirkjubygginguna hafði danskur kaupmaður Ludvig Popp og lagði hann umtalsvert fjár- magn til byggingarinnar og gaf mikið af búnað til þess að kirkjan yrði svo vegleg sem verða mætti. Ekki auðnaðist Popp kaupmanni að vera viðstaddur vígslu kirkjunnar, en þá lá hann banaleguna, en hafði látið útbúa burðarfleka til þess að hann kæmist til athafnarinnar. Af því gat þó ekki orðið, en vonsku- veður sem gekk yfir þegar athöfnin fór fram varð til þess að fjölmargir gátu ekki verið viðstaddir vígsluna.    Á þeim 120 árum sem Sauðár- krókskirkja hefur þjónað Sauð- krækingum sem miðstöð trúar og menningarlífs, hefur íbúum fjölgað umtalvert og því hefur söfnuðurinn látið stækka kirkjuna þrisvar og endurgera hana sem næst því sem var í upphafi og er hún nú svo sem fyrr hið fegursta guðshús og von manna að hún megi hér eftir sem hingað til vera kjarninn í gamla miðbænum á Sauðárkróki. Í tilefni tímamótanna hefur verið áformað að setja upp flóðlýsingu á kirkjuna, en einnig að setja upp gangstígalýs- ingu í kirkjugarði og er ætlað að þessum framkvæmdum verði lokið við afmælishátíð sem haldin verður fyrsta sunnudag í aðventu næst- komandi. Unnið er að því að fá til landsins eitt af barnabörnum Lud- vigs Popp kaupmanns frá Dan- mörku, og mun hún þá tendra ljósin sem lýsa munu upp þessa gömlu og góðu kirkju, sem verið hefur at- hvarf Sauðkrækinga í sorg og gleði. Halda upp á 120 ára afmælið Morgunblaðið/Ómar Sauðárkrókskirkja Flóðlýsing verður sett upp við kirkjuna á næstunni. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Fjölskylduvæn göngu- og sögu- messa með keltneskum brag verður haldin á Akranesi og í Hvalfjarð- arsveit á sunnudag, degi íslenskrar tungu. Að messunni standa Akranesbær, Akraneskirkja, Innri-Hólmskirkja og Biskupsstofa. Messan hefst í Akraneskirkju kl. 13. Þaðan verður ekið með rútu að Innri-Hólmskirkju þar sem kirkja var reist á landnámstíð og helguð Guði og dýrlingnum Kolum Killa. Þaðan verður ekið að Görðum og gengið til Kalmansvíkur og gengið eða ekið þaðan aftur til Akra- neskirkju. Eftir kærleiksmáltíð þar bjóða Kvenfélag Akraneskirkju og Akranesbær til kirkjukaffis í Vina- minni. Tónlistarmenn munu þar leika keltneska tónlist. Miðað er við að allri dagskránni verði lokið fyrir kl. 17. Akraneskirkja. Göngu- og sögu- messa á sunnudag Luis E.Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, mun veita Hall- birni J. Hjart- arsyni við- urkenningu fyrir að koma kántrý- tónlist á fram- færi á Íslandi og fyrir framlag hans til kántrý- tónlistar Viðurkenningin verður afhent í Kántríbæ á Skagaströnd kl. 17 á þriðjudag. Mun sendiherrann veita Hall- birni viðurkenningu frá Country Music Association í Bandaríkj- unum og sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi Bandaríkjamenn heiðra Hallbjörn Hallbjörn Hjartarson Fuglavernd skorar á veiðimenn að virða friðun blesgæsar, nú þegar gæsirnar séu að streyma til landsins frá varpstöðvum sín- um á Grænlandi. Fuglavernd skorar einnig á lögreglumenn og sýslumanns- embætti í Borgarfirði og á Suð- urlandi að auka eftirlit með gæsaveiðum og skoða afla veiði- manna. Veiðimenn virði friðun blesgæsar STUTT Grandagarði 8 | Sími: 862 9010 | kokkurinn@kokkurinn.is veisluþjónusta hinna vandlátu Kokkurinn hjálpar þér að halda hina fullkomnu veislu Árshátíðir Brúðkaup Erfidrykkjur Fermingar Fundir Kynningar Þema kokkurinn.is Ferskur fiskur öll hádegi í Víkinni Fjallalamb á framandi máta Grillað fillet á spjóti, marinerað í hvítlauk, ólífuolíu, tímian & dijon sinnepi, borið fram á salatbeði með hægelduðum rauðlauk, ristuðum sveppum, bakaðri kartöflu & hvítlauks dressingu 2.690 kr. Hálendis spjótNÝTT Grillhúsið Tryggvagötu og Sprengisandi, sími: 5275000, grillhusid@grillhusid.is, www.grillhusid.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.