Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Íslenska lífeyrissjóðakerfið er tekið
fyrir í Lífi og sjóðum, tveimur heim-
ildarþáttum eftir leikstjórann Gunn-
ar Sigurðsson. Fyrri þátturinn var
sýndur 10. september sl. á RÚV og
verður sá seinni sýndur næsta
mánudagskvöld, 17. september, kl.
22.20. Guðmundur Ingi Þorvaldsson
leikari sá um handritsgerð þáttanna
og samdi tónlist við þá en um klipp-
ingu og grafík sá Herbert Svein-
björnsson.
„Við fórum inn í þetta verkefni
með því hugarfari að við ætluðum að
skoða sjóðina, af því það er búið að
tala svo mikið og illa um þá hér á Ís-
landi,“ segir Gunnar. Sumir segi
kerfið ónýtt en aðrir líti á það sem
stólpa íslensks samfélags, kerfi sem
hafi bjargað okkur frá bráðum bana
hin síðustu ár. „Við ákváðum að fara
í þetta með opnum huga,“ segir
Gunnar. Stjórnendur lífeyrissjóða
hafi í fyrstu ekki viljað tala við þá en
látið tilleiðast á endanum.
Ekki best í heimi
Gunnar segir lífeyrissjóðakerfið
íslenska dýrt í rekstri og mjög um-
deilt. „Við látum alltaf eins og við
séum að gera það besta af öllu, ég
get ekki séð að þetta sé besta kerfi í
heimi, eins og menn vilja meina. Þú
sérð það sjálfur að ef það safnast á
sama stað mjög miklir sjóðir sem þú
þarft ekki að gera grein fyrir, ert að
vinna með og þetta eru ekki þínir
peningar, að þá erum við bara fólk.
Það verður alltaf eitthvað skrítið í
gangi þar. Og lífeyrissjóðir eru mjög
sterkir í íslensku samfélagi, þeir eru
farnir að reka öll stærstu fyrirtæki
landsins, eru með menn í stjórnum
og allt. Þetta er engin hemja, það
þarf að endurskoða þetta kerfi,
skoða upp á nýtt hvað menn ætla að
gera í þessu. Það er ekki eðlilegt að
hér sé valdablokk sem tengist lífeyr-
issjóðum Íslendinga sem við erum
skyldug til að borga 12% af laun-
unum okkar í, hvort sem okkur líkar
betur eða verr.“ Það sé ekki eðlilegt
að fólkið sem eigi peningana hafi
ekkert um þá að segja, geti ekki
mætt á fundi eða fellt stjórnir sjóð-
anna nema eftir krókaleiðum og
flóknum kerfum. „Við getum ekkert
kosið í burtu menn eða beðið þá um
að hætta, þeir verða að hætta sjálfir.
Það er svo margt sem við komumst
að. Svo er alltaf verið að segja að það
sé allt ónýtt annars staðar, að gegn-
umstreymiskerfið sé ónýtt. Bíddu,
hver hefur sannað það fyrir okkur að
gegnumstreymi sé eitthvað verra en
þetta? Þetta heldur uppi vöxtum í
landinu, þetta heldur uppi verð-
bólgu, það er svo margt sem þetta
gerir sem truflar daglegt líf fólks.
Þegar þú safnar svona miklum sjóð-
um í svona litlu landi og litlu hag-
kerfi þá hlýtur eitthvað annað að
láta undan á móti,“ segir Gunnar.
Ekki glæpamenn eða grýlur
Gunnar segist ekki hafa fundið
neina glæpamenn eða grýlur við
gerð myndarinnar en hins vegar hafi
hann fundið kerfi sem gefi ekkert
eftir og fari ekki að vilja þeirra sem
eiga það. „Það kom fram í könnun
sem Helgi (Vilhjálmsson) í Góu lét
gera að yfir 70% af fólkinu sem er í
þessu kerfi vildi láta gera eitthvað í
sambandi við elliheimilin með þessa
sjóði, búa til vísi að öðruvísi kerfi.
Það hefur ekkert verið farið eftir
því.“
Gunnar segir að eftir að gerð þátt-
anna lauk hafi komið út skýrsla frá
OECD, Efnahags- og framfarastofn-
uninni, þar sem fram hafi komið að
ávöxtun íslensku lífeyrissjóðanna sé
verulega ábótavant. „Svo kom
skýrsla Fjármálaeftirlitsins þar á
eftir og þeir taka það fram að það
vantar u.þ.b. 700 milljarða inn í
þetta kerfi svo þeir geti staðið við
skuldbindingar,“ segir Gunnar og
Ólafur Margeirsson, doktorsnemi í
hagfræði við háskólann í Exeter á
Englandi, hafi m.a. bent á þetta. Þá
sýni 500 milljarða tap lífeyrissjóð-
anna í efnahagshruninu að taka
verði kerfið til endurskoðunar. Sam-
kvæmt rannsóknarskýrslu lífeyr-
issjóðanna kosti svo 3,5 milljarða að
reka sjóðina. Það sé gífurlega hár
rekstrarkostnaður. „Til sam-
anburðar þá er það svipað og kostn-
aður við rekstur æðstu stjórnar rík-
isins, Alþingi, Ríkisendurskoðun,
Ríkisstjórnin, Hæstiréttur, Emb-
ætti Forseta Íslands og Umboðs-
maður Alþingis. Samanlagt,“ segir
Gunnar.
„Þetta var mjög skemmtilegt og
fræðandi og við erum bara að setja
hluti í samhengi, við erum ekkert að
gera neitt sem þú veist ekki eða fólk
skilur ekki, við erum ekkert með
neinn nýjan sannleik,“ segir Gunnar
að lokum. Taka verði kerfið til end-
urskoðunar.
Ónýtt kerfi eða bjargvættur?
Íslenska lífeyrissjóðakerfið er tekið fyrir í heimildarþáttunum Líf og sjóðir Ekki eðlilegt að fólk-
ið sem á peningana í lífeyrissjóðum landsins hafi ekkert um þá að segja, segir einn höfunda þáttanna
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fræðandi Gunnar Sigurðsson leikstjóri á skrifstofu sinni. Hann segir að taka verði íslenska lífeyrissjóðakerfið til
gagngerrar endurskoðunar. „Við erum bara að setja hluti í samhengi,“ segir Gunnar um Líf og sjóði.
Tap lífeyrissjóðanna
» Í úttektarskýrslu Lands-
sambands lífeyrissjóða sem
kynnt var 3. febrúar sl. var
veruleg gagnrýni sett fram á
stjórnun og starfshætti lífeyr-
issjóða í aðdraganda banka-
hrunsins. Úttektin náði til 32
lífeyrissjóða
» Sjóðirnir töpuðu gríð-
arlegum fjárhæðum við hrunið
og nam tap þeirra samtals
479,7 milljörðum króna á ár-
unum 2008-2010. Tap Lífeyr-
issjóðs starfsmanna ríkisins og
Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræð-
inga var mest, rúmlega 101
milljarður króna.
» Rúmlega helmingurinn af
tapinu var vegna fjárfestinga í
félögum sem tengdust ýmist
Exista eða Baugi Group.
Á morgun, sunnudag, munu reið-
hjólalæknarnir í Dr. Bæk bjóða upp
á fría ástandsskoðun reiðhjóla við
Árbæjarlaug frá klukkan 14 til 18.
Þar mun heill her ástandsskoð-
unarmanna og -kvenna skoða hjólin
og gefa út vottorð um heilsu þeirra.
Gefnar verða ábendingar um ör-
yggisbúnað sem á að vera á reið-
hjólum, veittar eru leiðbeiningar
um hæfilegan loftþrýsting í dekkj-
um og ástand á bremsum og gírum
kannað. Ef lítið mál er að laga hjól-
ið á staðnum er það gert en hjólum
sem þurfa á umfangsmeiri aðgerð-
um að halda er vísað á hjólaverk-
stæði, að sögn Sesselju Trausta-
dóttur, framkvæmdastýru
Hjólafærni á Íslandi. Ástands-
skoðunin er boðin í tilefni af Evr-
ópsku samgönguvikunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ástand Sesselja Traustadóttir, einn af
hjólalæknunum, að störfum.
Ókeypis hjólaskoð-
un við Árbæjarlaug
Kynningar-
fundur fyrir
karlmenn sem
hafa greinst með
krabbamein
verður haldinn
mánudaginn 17.
september kl.
17.30 í Ljósinu,
Langholtsvegi
43.
Á fundinn eru
eiginkonur eða náinn aðstandandi
velkomin með. Gunnhildur Magn-
úsdóttir, hjúkrunarfræðingur og
aðstandandi, heldur erindi ásamt
Einari Magnússyni sem sjálfur
greindist með krabbamein.
Umsjón með fundunum hefur
Matti Osvald Stefánsson heilsu-
fræðingur. Þá munu nokkrir sér-
fræðingar halda fyrirlestra.
Kynningarfundur
fyrir karlmenn
Matti Osvald
Stefánsson
Stéttarfélagið Framsýn skorar á
Steingrím J. Sigfússon, ráðherra
atvinnuvega- og nýsköpunarmála,
að setja skýrar reglur um upp-
runamerkingar á vörum s.s. lopa-
peysum sem prjónaðar eru erlendis
úr íslenskri ull og fluttar inn til
landsins.
Fram kemur í tilkynningu frá
Framsýn, að óskað hafi verið eftir
fundi með ráðherranum um málið.
Vilja að lopapeysur
verði merktar
STUTT
ÓDÝRU BÍLALEIGUBÍLARNIR
VORU AÐ KOMA!
Vertu fyrstur, fáðu þann besta!
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is
Eigum allskonar bíla,
langar þig í einn?
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is
Ertu með kaupanda?
Skjalafrágangur frá 14.990 kr.
Löggildir bílasalar tryggja öryggi beggja aðila
Fylgstu með okkur á facebook
Sölulaun
frá 39.900 kr.