Morgunblaðið - 15.09.2012, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012
STUTTAR FRÉTTIR
● Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum
ágústmánuði, metinn á föstu verði, var
1,6% minni en í ágúst 2011. Það sem af
er árinu hefur aflinn aukist um 15,8%
miðað við sama tímabil 2011, sé hann
metinn á föstu verði. Þetta kemur fram
í tölum Hagstofunnar.
Aflinn nam alls 100.401 tonni í ágúst
2012 en hafði verið 109.814 tonn í
ágúst 2011. Botnfiskafli dróst saman
um tæp 2.600 tonn frá ágúst 2011 og
nam hann 21.400 tonnum. Þar af var
þorskaflinn tæp 9.700 tonn.
Minna aflaverðmæti
Rekstur sveitarfélaga á Íslandi fer
batnandi, eins og tölur Hagstofunn-
ar um fjármál hins opinbera á öðrum
ársfjórðungi gefa til kynna, og er það
ekki síst vegna þess að fjárfestingar
sveitarfélaga eru í lágmarki um
þessar mundir.
Þetta kemur fram í Markaðs-
punktum greiningardeildar Arion
banka, en þar er bent á að tekjur
sveitarfélaganna jukust um tæplega
9% á öðrum fjórðungi frá því á sama
tíma fyrir ári á meðan heildarútgjöld
jukst um ríflega 5%, sem er undir
verðlagshækkunum, en verðbólga
mældist um 6% á tímabilinu.
Tekjujöfnuður var því jákvæður
um 1,4% á fjórðungnum, en þetta er í
þriðja sinn sem slíkt gerist á síðustu
fjórum ársfjórðungum.
Greiningardeild Arion banka vek-
ur athygli á því að það sé öðruvísi en
áður var, en frá ársbyrjun 2007 og
fram á þriðja ársfjórðung 2011 var
samfellt neikvæður tekjujöfnuður af
starfsemi sveitarfélaganna. Tölur
hagstofunnar byggjast á afkomu
stærstu sveitarfélaga landsins þar
sem um 80% af íbúum landsins búa.
Fram kemur í greiningu Arion
banka að um 4% af tekjum sveitarfé-
laganna fara í vaxtagreiðslur. Það
hlutfall hefur að mestu haldist
óbreytt síðustu ár. Hins vegar eru
vísbendingar um að sveitarfélögin
séu í fjárfestingarsvelti um þessar
mundir, að sögn Arion banka.
Á liðnum fjórðungi var um 6,5% af
tekjum sveitarfélaganna varið til
fjárfestinga, eða sem nemur um 7
milljörðum króna. Frá ársbyrjun
2011 hafa þau fjárfest fyrir um 7% af
tekjum sínum – um 16 milljarða á
ársgrundvelli – en til samanburðar
vörðu sveitarfélögin að jafnaði 15%
af tekjum sínum í fjárfestingar á
hverjum fjórðungi yfir sjö ára tíma-
bil þar á undan.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Akureyri Rekstur stærstu sveitarfélaganna hefur þróast til hins betra að
undanförnu. Tekjujöfnuður var jákvæður um 1,4% á öðrum fjórðungi.
Sveitarfélögin
rétta úr kútnum
Tekjur aukast um 9%, útgjöld um 5%
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Stjórn Eimskips ákvað að auka við
kauprétt sex lykilstjórnenda fyrir-
tækisins í síðasta mánuði. Þeir eiga
nú rétt á að kaupa um 0,88% til við-
bótar við 3,5% hlut sem þegar hafði
verið samið um. Markaðsvirði þessa
4,4% hlutar er 1,9 milljarðar króna,
miðað við viðskipti sem áttu sér
stað í sumar. Verðið á nýjasta kaup-
réttinum miðast við útboðsgengið
þegar Eimskip verður skráð á
hlutabréfamarkað í haust. Þeir
fengu kauprétti árin 2010 og 2011,
samkvæmt upplýsingum frá fyrir-
tækinu.
Bragi Ragnarsson, stjórnarfor-
maður Eimskips, segir í samtali við
Morgunblaðið að með þessu sé ver-
ið að tvinna saman hagsmuni
stjórnenda og hluthafa. „Við viljum
með kaupréttunum tryggja að
stjórnendurnir vinni fyrir Eimskip
til langframa. Þeir hafa staðið sig
frábærlega. Félagið væri ekki til í
þeirri mynd sem það er í dag ef
krafta þeirra nyti ekki við,“ segir
hann og áréttar að þeir verði að
borga fyrir hlutabréfin. Það sé ekki
svo að þeim séu einfaldlega gefin
bréf í félaginu. Hann segir að unnið
sé eftir áætlun sem gaf stjórninni
heimild til að veita kauprétti og það
sé ekki loku fyrir það skotið að
fleiri kaupréttir verði veittir á
næsta ári.
Markaðsvirði Eimskipa er 40,7
milljarðar króna eftir kaup Lífeyr-
issjóðs verslunarmanna á 14% hlut í
félaginu fyrir 5,7 milljarða króna í
júlí. Ólíklegt er að verðið við skrán-
ingu á markað í haust verði lægra
en það, en mögulega verður það
hærra.
Þriggja ára bið
Stjórnendurnir verða að bíða í
þrjú ár þar til þeir mega nýta sér
kaupréttina. Þeir voru gerðir á
þremur mismunandi tímabilum og
gilda í tíu ár, að því gefnu að við-
komandi vinni enn fyrir Eimskip.
Þetta þýðir að það styttist í að þeir
megi leysa út kaupréttina sem
gerðir voru árið 2010. Markaðsvirði
þess hlutar er 763 milljónir króna
en þeim býðst að kaupa bréfin á
fimm hundruð milljónir.
Ef horft er til kaupréttanna sem
gerðir voru við sex af æðstu stjórn-
endum fyrirtækisins á árunum 2010
og 2011 nema þeir 3,35% af hlutafé.
Markaðsvirði hlutarins er 1,5 millj-
arðar króna. Um það bil helming-
urinn af kaupréttunum var gerður
við Gylfa Sigfússon forstjóra. Þeir
mega kaupa þessi bréf á 0,839 evr-
ur, sem gerir um 133,22 krónur á
hlut. Það þýðir að þeir kaupa bréfin
á 933 milljónir. Hagnaðurinn er 567
milljónir.
Aukið við kauprétt sex lykil-
stjórnenda hjá Eimskipum
Ekki verið að gefa stjórnendunum bréfin segir stjórnarformaður Eimskips
Stjórnandi Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, hefur stýrt fyrirtækinu í
gegnum ólgusjó. Eftir endurskipulagningu stendur það styrkum fótum.
Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson
Kaupréttir
» Markmiðið með kauprétt-
arsamningum er að tvinna sam-
an hagsmuni hluthafa og
stjórnenda.
» Kaupréttir miðast oftast við
markaðsgengi fyrirtækja á
hverjum tíma. Stjórnendur
vinna að því að auka virði fyr-
irtækisins. Ef bréfin hafa hækk-
að frá þeim tíma sem samning-
urin var gerður geta þeir keypt
þau og hagnast umtalsvert.
» Kaupréttir eru skattlagðir líkt
og um tekjur sé að ræða.
Te & Kaffi opnaði
í dag nýtt kaffihús
í Aðalstræti 9 við
Fógetagarð. Þetta
er níunda kaffi-
hús fyrirtækisins
en það fyrsta var
stofnað árið 1984 í
kjallara á Bar-
ónsstíg 18.
„Þetta nýja
kaffihús hefur
talsverða sérstöðu og er óvenju
háþróað því þar verður uppá-
hellibar þar sem viðskiptavinir geta
valið kaffi sem er séruppáhellt fyrir
hvern og einn,“ segir Halldór Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins, í fréttatilkynningu.
Opna
níunda
kaffihúsið
Halldór
Guðmundsson
Te & Kaffi stækkar
Verðbólga mældist 2,6% á evru-
svæðinu í ágúst miðað við sam-
ræmda vísitölu neysluverðs. Jókst
þar með verðbólgan frá fyrri mán-
uði, en hún hafði verið 2,4% í júlí.
Verðbólgan mældist aðeins meiri sé
tekið mið af öllum ríkjum Evrópska
efnahagssvæðisins (EES), eða sem
nemur um 2,7%, að því er fram
kemur í Morgunkorni Greiningar
Íslandsbanka. Verðbólgan mældist
minnst í Noregi, en þar hefur verð-
lagið staðið í stað síðasta árið.
Verðbólga
eykst á evru-
svæðinu
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
+10.1+
+,2.10
,+.+34
,+.,/4
+4.2
+,1.3+
+.0203
+4/.4
+03.1+
+,-.12
+1/.51
+,0.5,
,+.,2
,+.55+
+4.202
+5-.-3
+.00-,
+43.5/
+04.50
,+4.-2+,
+,+.,5
+1/.43
+,0./1
,+.5-,
,+.512
+4.0-4
+5-.25
+.0023
+43.1,
+04.31
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
GLUGGAR OG GLERLAUSNIR
idex.is - sími: 412 1700
- merkt framleiðsla
• tré- eða ál/trégluggar
og hurðir
• hámarks gæði og ending
• límtré úr kjarnaviði af norður
skandinavískri furu
• betri ending
— minna viðhald
• lægri kostnaður þegar fram
líða stundir
• Idex álgluggar eru íslensk
framleiðsla
• hágæða álprófílakerfi
frá Schüco
• Schüco tryggir lausnir
og gæði
• Þekking og þjónusta
• Áralöng reynsla
Fjölbreytilegt útlit hentar mismunandi tegundum bygginga
Byggðu til framtíðar
með gluggum frá Idex