Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012
Ólíklegt er talið að bresk blöð muni
birta ljósmyndir sem teknar voru af
Kate, hertogaynjunni af Cambridge,
með nakin brjóst en franskt slúður-
blað, Closer, birti slíkar myndir í
gær. Segja fréttaskýrendur að
bresk blöð séu minnug dauða Díönu
prinsessu en margir kenndu ofsókn-
um blaðaljósmyndara um slysið.
Closer er gefið út af Mondadori,
fyrirtæki í eigu Silvios Berlusconis,
fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.
Ritstjóri blaðsins, Laurence Pieau,
segist ekki iðrast neins og mynd-
irnar séu á engan hátt hrikalegar.
„Þær sýna unga konu berbrjósta í
sólbaði, eins og milljónir kvenna sem
menn sjá á baðströndum,“ sagði
hún. Myndirnar voru teknar með að-
dráttarlinsu er Vilhjálmur ríkis-
erfingi og Kate dvöldu í frönsku
sumarhúsi í eigu frænda Vilhjálms,
Linleys lávarðar.
Closer gæti stórgrætt
Fyrstu viðbrögðum ungu
hjónanna var lýst sem undrun og
vonbrigðum en í gær ákváðu þau að
höfða mál gegn Closer. Að sögn
BBC er ljóst að ritstjóri slúðurblaðs-
ins veit að blaðið geti þurft að greiða
sekt en hann sé sannfærður um að á
endanum muni nettóhagnaðurinn
verða mikill. kjon@mbl.is
AFP
Frægð Hertogaynjan af Cambridge
á ferðalagi í Malasíu.
Fordæma
myndbirt-
ingu
Kate og Vilhjálmur
höfða mál gegn blaði
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Efnt var til blóðugra mótmæla um
öll Mið-Austurlönd og víðar í löndum
íslams eftir föstudagsbænir í gær
vegna myndar sem gerð var í Banda-
ríkjunum og gerir gys að Múhameð.
Einn mótmælandi féll í Líbanon og
þrír í Túnis þar sem brotist var inn í
bandaríska sendiráðið.
Þúsundir manna urðu við áskor-
unum klerks í Karthoum í Súdan og
mótmæltu, kveikt var í þýska sendi-
ráðinu en starfsmenn þess urðu ekki
fyrir hnjaski. Mótmæli voru í
Egyptalandi, fjórða daginn í röð en
lögregla beitti nú táragasi til að
hindra árás á bandaríska sendiráðið.
Ofstækisfullir íslamistar, salafist-
ar, sem ráða yfir nær fjórðungi
þingasæta, voru áberandi í mótmæl-
unum. Á einu af spjöldum mótmæl-
enda var stór mynd af al-Qaeda-leið-
toganum Osama bin Laden.
Mohamed Morsi Egyptalandsfor-
seti hefur fordæmt umrædda kvik-
mynd, hún sé ögrun er dragi athygl-
ina frá „raunverulegum
vandamálum“. Forsetinn fordæmdi í
gær líka ofbeldið síðustu daga og
sagði Egyptum bera skylda til að
vernda erlend sendiráð. New York
Times segir að Barack Obama
Bandaríkjaforseti hafi hringt í Morsi
í vikunni og verið hvassyrtur en
Obama álítur Egypta ekki lengur
bandamenn Bandaríkjamanna.
Margir gagnrýndu fyrstu viðbrögð
Morsis sem ekki fordæmdi beinum
orðum hrottalegt ofbeldi mótmæl-
enda í Líbíu er m.a. myrtu fjóra
bandaríska sendiráðsmenn.
Fjárhagur Egypta er slæmur og
þörfin fyrir lán sem Bandaríkja-
menn hafa boðið er mikil.
Íslamistasamtök Morsis, Bræðra-
lag múslíma, hættu í gær við víðtæk
mótmæli um landið allt. Í staðinn
stóð Bræðralagið fyrir táknrænum
mótmælum á Tahrir-torgi.
Setið um sendiráð
Morsi Egyptalandsforseti fordæmdi árásirnar og Bræðra-
lag múslíma hætti við öflug mótmæli um allt landið
Apar af tegundinni lesula lifa á af-
skekktu svæði í miðhluta Austur-
Kongó og nú hafa vísindamenn
slegið föstu að um sérstaka tegund
sé að ræða en lesula minnir mjög á
aðra, þekkta tegund. Fullorðinn le-
sula-karlapi er með stóran,
skærbláan og hárlausan blett á
rasskinnum og sama lit á pungnum.
AFP
Feimnir skógarbúar í Austur-Kongó
Lög margra landa eru undarleg,
að sögn Jyllandsposten. Í Hol-
landi má ekki reykja tóbak á al-
mannafæri en reykja má kanna-
bis. Bannað er að deyja í
húsakynnum breska þingsins
vegna þess að strangt til tekið á
maður þá rétt á opinberri útför.
Ekki má ganga um á bikiníi í
Barcelona og ekki má borða eða
drekka í grennd við opinberar
byggingar eða kirkjur í Flórens.
Bannað er að nota tyggigúmmí í
hraðlestakerfi Singapúr og hand-
taka má fólk í Egyptalandi fyrir
að nota sjónauka nálægt flugvelli.
kjon@mbl.is
VERÖLD LAGANNA
Margt skrítið
Meirihluti neðri
deildar rúss-
neska þingsins
samþykkti í gær
að reka af þingi
stjórnarand-
stæðinginn Gen-
nadí Gúdkov
sem sakaður er
um hags-
munaárekstur en hann á örygg-
isþjónustufyrirtæki. Ósk Gúd-
kovs, sem oft hefur gagnrýnt
stjórnvöld harkalega, um leyni-
lega atkvæðagreiðslu var hafnað.
kjon@mbl.is
RÚSSLAND
Stjórnarandstæð-
ingur rekinn af þingi
Ný skoðanakönnun á vegum New
York Times og CBS í Bandaríkj-
unum bendir til þess að Barack
Obama forseti sé með ívið meira
fylgi en Mitt Romney meðal þeirra
sem líklegastir eru til að kjósa í
nóvember. Er Obama með 49%
stuðning en Romney 46%, mun-
urinn er sagður innan skekkju-
marka.
New York Times bendir á að
nýjar tölur um fjölgun nýrra
starfa hafi valdið vonbrigðum en
flestir kjósendur hafa mestar
áhyggjur af stöðu efnahagsmála.
kjon@mbl.is
BANDARÍKIN
Lítill fylgismunur
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Bresk hugveita segir í nýrri skýrslu
að það myndi borga sig fyrir Evr-
ópusambandið að stöðva fiskveiðar í
allt að níu ár til að byggja upp of-
veidda stofna. Aðeins muni taka
fimm ár fyrir flesta stofnana að ná
sér. Fram kemur í frétt BBC að 75%
af veiðistofnum í sambandinu séu of-
veidd og afli aðeins brot af því sem
hann var fyrir 15-20 árum.
Hugveitan, New Economics Fo-
undation, segir að slíkt veiðistopp
myndi hafa í för með sér hagnað upp
á milljarða punda árið 2023. Hún vill
að einkafyrirtæki leggi fram fé, alls
liðlega níu milljarða punda, til að
bæta sjómönnum upp tapið og koma
í veg fyrir að selja verði skip og báta.
Bent er á í fréttinni að þing ESB
hafi í vikunni samþykkt aðgerðir
gegn ríkjum utan sambandsins sem
stundi ofveiði, þeirri samþykkt var
einkum beint gegn makrílveiðum Ís-
lendinga og Færeyinga úr sameig-
inlegum stofnum. En Maria Dam-
anaki, sjávarútvegsstjóri ESB, hafi
nýlega sagt að tekist hefði að draga
verulega úr ofveiði. Nú væri stunduð
sjálfbær veiði á 19 stofnum en þeir
hefðu aðeins verið 13.
Barry Deas, framkvæmdastjóri
sjómannasambands Bretlands, sagði
í viðtali við BBC að engin þörf væri á
veiðistoppi eins og NEF leggur til.
„Ég held að það sé ekkert vit í
þessu, hvort sem er líffræðilega,
efnahagslega eða pólitískt,“ sagði
Deas. „Almennt séð erum við þegar
á leiðinni að því takmarki að ná
hæsta, mögulega afla með tilliti til
sjálfbærni og hvers vegna væri þá
skynsamlegt að eyða öllum þessum
peningum?“
Vilja allt að níu
ára veiðistopp
Aðgerðin sögð borga sig fyrir ESB
Óttast tjón á markaði
» BBC spurði Aniol Esteban,
liðsmann NEF, hvort aukinn
fiskinnflutningur frá löndum
utan ESB myndi ekki skadda
stofna umræddra landa.
» Aniool sagði aðra lausn að
draga um hríð úr fiskneyslu
um fimmtung.
» Deas segir að svo langt
veiðistopp gæti valdið miklu
tjóni á markaðnum.
ÓDÝRU BÍLALEIGUBÍLARNIR
VORU AÐ KOMA!
Vertu fyrstur, fáðu þann besta!
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | hofdahollin@hofdahollin.is
Eigum allskonar bíla,
langar þig í einn?
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 580 8900 | bilalind.is
Ertu með kaupanda?
Skjalafrágangur frá 14.990 kr.
Löggildir bílasalar tryggja öryggi beggja aðila
Fylgstu með okkur á facebook
Sölulaun
frá 39.900 kr.