Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012
Eitt alstærsta
átakamál í komandi
þingkosningum verður
aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu. Að-
alkrafa kjósenda til
stjórnmálaflokka og
frambjóðenda þeirra í
kosningunum, verður
því um skýra og klára
afstöðu þeirra til þessa
mesta átakamáls á lýð-
veldistímanum.
Af þeim fjölda stjórnmálaflokka
sem hafa boðað framboð í komandi
þingkosningum, er að-
eins einn flokkur, sem
virðist skera sig úr
hvað varðar skýra og
afdráttarlausa þjóð-
holla stefnu í Evrópu-
málum, Hægri grænir,
flokkur fólksins. Fyrir
alla þjóðfrelsis- og full-
veldissinna, og heima-
stjórnarsinnaða íhalds-
menn, virðast hægri
grænir því mjög fýsi-
legur kostur í Evrópu-
málum í dag, enda
flokkurinn stofnaður á
Þingvöllum 17. júní árið 2010, sem
segir jú svo fjölmargt um flokkinn,
og fyrir hvað hann virkilega stend-
ur.
Skýr stefna
Í Evrópumálunum hafa þannig
Hægri grænir afar skýra stefnu,
andstætt t.d. Sjálfstæðisflokknum,
og hafna einir flokka alfarið aðild Ís-
lands að ESB af pólitískum ástæð-
um. Og vilja einn flokka um-
svifalaust draga umsókn að ESB til
baka, enda sé um aðlögunarferli að
ræða að ESB en ekki samninga. Þá
vilja Hægri grænir einir flokka upp-
sögn á Schengen-ruglinu, og þannig
strax taka á vandamáli ólöglegra
innflytjenda og skipulagðri erlendri
glæpastarfsemi hér á landi. Þá og
Hægri grænir með skýra
stefnu í Evrópumálum
Eftir Guðm. Jónas
Kristjánsson
Guðmundur Jónas
Kristjánsson
Umræðan um ójöfn-
uð milli kynjana
sprettur upp reglulega
þar sem bent er á þann
launamun og stöðu-
mun þar sem konur
fara halloka. En það er
eitt sem fer alveg ægi-
lega í taugarnar á mér.
Talað er um hinn „óút-
skýrða“ launamun og
hin fáu stöðugildi
kvenna í æðri stjórnstigum sem ein-
hvers konar sönnun þess að samsæri
sé í gangi gegn konum almennt,
samsæri þar sem feðraveldið hefur
kúgað konur í árþúsundir í sína eigin
þágu, að við karlmenn höldum þeim
frá ábyrgðarstöðum með því að
skipa okkur saman í lið þar sem við
verjum hagsmuni hverjir annarra
gegn ekki eins skipulögðu liði
kvenna.
Hefur þeim einstaklingum sem
tala fyrir þessu aldrei dottið í hug að
það geta verið eðlilegri ástæður sem
útskýra þennan ójöfnuð í staðinn
fyrir þá útskýringu að þetta sé allt
saman eitt stórt samsæri. Hefur
þessu fólki aldrei dottið í hug að
svörin geta legið í mun-
inum á milli karla og
kvenna.
Eðlilegt þykir mér að
álykta að karlar eigi að
jafnaði auðveldara með
að sérhæfa sig á ein-
hverju einu sviði á með-
an konur eiga auðveld-
ara með fjölhæfni á
mörgum sviðum. Ég hef
alltaf sem karlmaður
haft það vandamál að
þegar ég einbeiti mér
að vinnu eða öðru sem
undirleggur hug minn þá er tilhneig-
ingin sú að ég vanræki aðra hluti
sem skipta mig máli eins og félagslíf
og eða heilsuna, ekki vegna þess að
ég sé kærulaus heldur einfaldlega
vegna þess að ég get ekki sinnt of
mörgum áhyggjum í kollinum á mér
á sama tíma. Þess vegna dáist ég að
þeim hæfileika kvenna að geta sinnt
mörgum mjög frábrugðnum hlutum
án þessa að missa úr takt. Þó er mik-
ilvægt að hafa það í huga við lestur
þessarar greinar að vissulega skar-
ast eiginleikarnir, sumar konur hafa
sérhæfðari hugsunarhátt og sumir
karlar hafa fjölhæfari hugsunarhátt,
meining mín er aðeins hvernig þess-
ir eiginleikar lita kynin að jafnaði.
Í ljósi þessa gefur að skilja að
karlmenn að „jafnaði“ einbeita sér af
meiri hörku að því sem grípur áhuga
þeirra og gerir þá kappsamari en
konur, sem útskýrir að stærstum
hluta af hverju vinnuveitendur kjósa
að veita þeim hærri laun eða hærri
stöður. Þannig að þetta er ekki ein-
hverskonar samsæri eða kúgun af
hendi karlmanna, þetta er einfald-
lega hvernig hausinn á okkur er vír-
aður í gegnum genin. Við verðum
sem kyn að viðurkenna galla hvort
annars og á sama tíma upphefja
styrkleikana því að þetta hlutskipti
okkar í samfélagi manna er þess
valdandi að við erum háð þessum
styrkleikum sem hvort kynið hefur.
Þess vegna legg ég til að við tökum
af okkur álpappírshattana og hætt-
um þessu samsæriskenningakjaf-
tæði og förum að vinna saman sem
eitt lið.
Samsæri feðraveldisins
Eftir Sigurjón
Friðriksson
Sigurjón Friðriksson
» Við verðum sem
kyn að viðurkenna
galla hvort annars og
á sama tíma upphefja
styrkleikana.
Höfundur er rithöfundur.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900
Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur
Allar GSM rafhlöður
2.990.-
SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali -
Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick
Gerið verðsamanburð!
iPad borðstandur - Festing fyrir
sætisbak fylgir 5.990.-
Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum!
Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad
og aðra spilara eða síma.
Innbyggð rafhlaða. 4.990
Allt fyrir IPod og Ipad
Ipad bílhleðslutæki
1.490.-
Öll GSM bílhleðslutæki
990.-
12V tvídeilir 1490.-
Flott úrval 12V fjöltengja
í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið.
12V þrídeilir með Micro-USB
útgangi og viðvörunarljósi ef raf-
geymirinn í bílnum er að tæmast
2.990.-
Einar Páll Kjærnested,
löggiltur fasteignasali.
Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ
Sími 586 8080,
fax 586 8081
www.fastmos.is
Vatnsstígur 21 - 101 Reykjavík
Falleg og rúmgóð 163,3 m2, 4ra her-
bergja íbúð á 2. hæð við Vatnsstíg
21 í Skuggahverfinu í Reykjavík.
Eignin skiptist í forstofuhol, tvö bað-
herbergi, þvottahús, þrjú svefnher-
bergi, eldhús, stofu og borðstofu.
Íbúðinni fylgir 7,1 m2 sérgeymsla í
kjallara. Íbúðinni fylgir bílastæði í lokaðri bílageymslu. Eignin er laus til af-
hendingar strax. V. 58,5 m.
Kórsalir 1 - 201 Kópavogur
Sérlega glæsileg 292,4 m2 penthouse
íbúð á tveimur hæðum með miklu út-
sýni og tveimur bílastæðum í bílakjall-
ara, við Kórsali 1 í Kópavogi. Falleg
gólfefni og glæsilegar sérsmíðaðar
innréttingar. Á neðri hæðinni er góð
stofa, glæsilegt eldhús m/borðkrók,
þrjú góð barnaherbergi, þvottahús, sjónvarpsstofa, baðherbergi með horn-
baðkari og sturtu og hjónasvíta með fataherbergi og sér baðherbergi. Á efri
hæðinni er stór setustofa með arni, gott svefnherbergi og baðherbergi með
sturtu. V. 83,0 m.
Klettagarðar 12 - 104 Reykjavík
Sérlega glæsilegt 6.680 m2 verslun-
ar/lager- og iðnaðarhúsnæði á 18.324
m2 sjávarlóð við Klettagarða 12 í
Reykjavík. Eignin er laus til afhending-
ar strax. Húsið er fullbúið og mjög
vandað í alla staði utan sem innan.
Malbikuð bílastæði, mjög góð aðkoma
og mikið auglýsingagildi. V. 895,0 m.