Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 32

Morgunblaðið - 15.09.2012, Side 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Einn af glæsilegum fulltrúum yngri kynslóðarinnar er eflaust Magnús Orri Schram, en vandamálið er það að þessi drengur hefur ekki áttað sig á að hans tími er ekki kominn. Sem alvarlegur alþingismaður þenur hann belginn augsýnilega af þjónk- un við formann Samfylkingar, í grein sem hann sendi í Fréttatím- ann helgina 18.-20. maí, sem heitir Króna kjaraskerðingar. Veður strákur fram og telur okkur trú um að fyrirtæki innan sjávarútvegs og álframleiðslu séu ekki stórir vinnu- veitundur og bætt staða þeirra fjölgi störfum lítið. Hvað um – Marel – hvað um alla þá Íslendinga sem eru komnir í fremstu röð í heiminum í dag í áliðnaðum. Bestu kveðjur. SKÚLI SIGURÐSSON vélfræðingur. Evru-Orri Frá Skúla Sigurðssyni Bréf til blaðsins Formaður innflytj- endaráðs og flótta- mannanefndar heitir Íris Björg Kristjáns- dóttir og er hún mik- ill áhugamaður um stórfelldan innflutn- ing flóttamanna til Íslands. Slíkt kemur berlega í ljós í viðtal- inu við hana í Morg- unblaðinu þann 3. september og í grein sem hún skrifaði í Fréttablaðið þann 16. nóvember á síðasta ári. Greinin í Fréttablaðinu heitir „Fram á við í móttöku flótta- manna“ og segir fyrirsögnin allt sem segja þarf. Íris segir: „Hér er nægjanlegt landrými, vatn og fæða og undirstöður samfélagsins eru sterkar.“ Þetta undarlega orðalag rennir styrkum stoðum undir fullyrðingu mína hér að of- an. Það má benda á þá staðreynd að Afríka er um 300 sinnum stærri enn Ísland og þar skortir því ekki landrýmið. Í Afríku býr meira en 3000 sinnum fleira fólk enn á Íslandi, þannig að ekki skortir heldur á vatn og fæðu. Íris er greinilega hugsjónakona sem vill bjarga bágstöddum frá þrengingum og er það fallegur hugsunarháttur, en ekki er allt sem sýnist hér. Ef yfirlýsingar Ír- isar eru skoðaðar í samhengi þá er augljóst að Íris vill fara sömu leið og nágrannaþjóðir okkar í innflytjendamálum. Stefnan í inn- flytjendamálum hefur beðið al- gjört skipbrot í þeim löndum. Ástandið er hörmulegt þar og stjórnvöld reyna allt til að breiða yfir vandamálin og fela þau fyrir almenningi heima fyrir. Slíkt gengur verr og verr og leiktjöldin eru fallin að mestu leyti. Þessi ríki sitja uppi með gríðarleg þjóð- félagsleg og félagsleg vandamál vegna inn- flytjenda frá löndum utan Evrópu. Því er spáð að múslímar verði komnir í meiri- hluta í Svíþjóð um árið 2050 og eru þar nú þegar um 600 þúsund múslímar. Þar af eru um 50 þúsund Sómalar og 70% þeirra sem eru á vinnufærum aldri lifa á bótum. Í lýðræð- isþjóðfélagi ræður meirihlutinn og Svíþjóð gæti orðið íslamskt lýð- veldi, með eða án sharia-laga, þeg- ar á þessari öld. Í Hollandi býr um 1 milljón múslíma og í Frakklandi eru kannski um 12% íbúa múslímar. Ástandið er orðið geigvænlegt í mörgum borgum Evrópu vegna innflytjenda frá löndum utan Evr- ópu. Það er að leika sér að fjöreggi þjóðanna að blanda saman í stórum stíl ólíkum menningar- heimum og kynþáttum í sama þjóðfélaginu. Sagan sýnir að slíkt endar í hörmungum fyrr eða síðar. Íris og skoðanabræður hennar í nágrannalöndum okkar vilja hjálpa öllum bágstöddum í heiminum og útkoman er öllum ljós. Það er ver- ið að eyðileggja vestræn þjóðfélög, en ástandið er jafnslæmt í þeim löndum sem flóttamenn bágra lífs- kjara koma frá. Ástandið þar batn- ar auðvitað ekkert og mun ekkert batna. Öll þessi góðsemi er á kostnað þjóðfélagsins, skattborgaranna, menningar viðkomandi lands og á kostnað framtíðarkynslóðanna. Fulltrúar góðseminnar virðast ekki hafa neina framtíðarsýn fyrir þjóð sína og fyrirætlanir þeirra eru eins og það sé engin morgundagur og engar framtíðarkynslóðir. Flóttamenn og hælisleitendur Eftir Einar Gunnar Birgisson Einar Gunnar Birgisson EXPRESS SYSTEM Sterkar neglur á aðeins 4 vikum Látum kosningarnar í vor snúast um verkleysi ríkisstjórnar komm- únista og Samfylkingar, þá geta sjálfstæðismenn nú þegar farið að hlakka til. Það verða aðeins tveir flokkar sem geta fagnað sigri í vor; Framsókn og Sjálfstæð- isflokkur. Enginn smáflokkanna mun koma manni að nema þeir gangi einhvern veginn í samstarf við eldri flokkana. Stjórnarflokkarnir missa minnst helming af sínum þingmönnum, kannski meira. Að undanförnu hafa margir stjórnarsinnar verið að tala um að breytingar hafi orð- ið svo litlar hjá þingmönnum stjórnarandstöðu. Sjálfstæð- isflokkurinn þarf enga endurnýj- un, þar er valinn maður í hverri stöðu. Ekki veit ég hvað fólk meinar þegar það talar um endurnýjun, vel menntað fólk og vel gefið á besta aldri, það er fólkið sem er að taka við af okkur gamlingj- unum. Ég er búinn að vera í stjórnmálum í sextíu og fimm ár og tel mig hafa svolítið langt stjórnmálanef. Já, Jóhanna, taktu þér nú tíma og lestu allar grein- arnar sem þinn góði flokksmaður, Björgvin Guðmundsson, viðskipta- fræðingur og fyrrverandi for- stjóri, hefur verið að skrifa í Morgunblaðið. Þær voru betri, fyrir þig, fyrri partinn af þeim tíma sem þú hefur átt að vera við stjórnartaumana. Þó var margt er byrgði honum sýn, svo fékk hann betri sýn á það sem við (þessir sakleysingjar ) köllum svik og lygi, þá fóru nú greinarnar að breytast. En þær eru fróð- legar og mað- urinn vel lesinn. Það er svo skammarlegt að lesa eftir Jóhönnu þar sem hún er að hæla sjálfri sér, á kostnað sannleikans, að manni flökrar. Ég er svo 100% sammála hverju orði sem Elsa B. Frið- finnsdóttir, formaður Hjúkr- unarfélags Íslands, segir í Morg- unblaðinu 29. ágúst. Jóhanna Sigurðardóttir! Hvar er það í heilbrigðisgeiranum sem ekki hef- ur verið skorið af? Hvergi! Og hafðu það. Ég vann í 35 ár í þess- um geira og því hefur maður taugar til þessara staða. Það er ógnvekjandi núna þegar læknar eru búnir að lækna ótal manns af krabbameini, þessi árin, að þá skuli stjórn Jóhönnu Sigurð- ardóttur sverfa svona að heil- brigðisgeiranum að það verður næstum að neita deyjandi fólki um brýnustu hjálp. Maður getur alveg staðið við þar sem fólk er sent heim vegna þess að tæki eru ekki til staðar. Ég ætla að láta þessu lokið í bili en það er af nógu að taka. KARL JÓHANN ORMSSON, fv. deildarfulltrúi. Já, Jóhanna Sigurðardóttir Frá Karli Jóhanni Ormssyni Karl J. Ormsson Sú forna saga er sögð af Gunnari á Hlíðarenda, að ef hann mundi höggva aftur í sama knérunn, yrði það hans bani. Gerði hann það ekki, mundi hann verða karla elstur. Hann var vélaður af óvinum og því fór sem fór. Nú árið 2012 gæti mynstrið verið að endurtaka sig, þó manndráp fylgi því ekki. Manneskja hjá svokölluðu velferðarráði ræðst nú öðru sinni gegn hagsmunum fatl- aðra. Gerningurinn felst í því að leggja niður Ferðaþjónustu fatlaðra og bjóða hana út. Einstaklingum er boðið að þéna á lifandi fólki, sem getur ekki hjálpað sér sjálft. Í fyrra skiptið gat ég með rökstuddum skrifum og viðtölum fengið þessu hnekkt. Nú virðist eiga að láta kné fylgja kviði. Enginn sem ég hef tal- að við og sent póst, skilur af hverju manneskjan leggur sig fram við að gera líf fatlaðra erfiðara en það er. Eins og það sé ekki nógu slæmt fyr- ir. Reyndar veit ég nú að Samfylk- ingin stendur á bak við þessa aðför að fötluðum og það þó hún geti ekki gert sjálfum sér né fatlaða fólkinu verra en þetta. Ég skora á Katrínu Jakobsdóttur að gera Samfylkingunni erfitt fyrir í þessu. Svo er gott að þjóðin viti, að ég hef lagt til að við tækjum upp líknardráp eins og Holllendingar gera. Það er að sjálfsögðu háð vilja viðkomandi. Ég skora á íslensk stjórn- völd að gera þetta lög- legt og býð mig strax fram til að spara fyrir borgarbúa. Líf mitt verður hvort sem er gert svo til- breytingarsnautt og leiðinlegt verði þjónustan boðin út. Fullyrðing Bjarkar Vilhelmsdóttur í öllum fréttatímum dagsins, að breytingin sé ekki í sparnaðarskyni, heldur til bóta, stangast á við flest sem sagt hefur verið í þessu máli. Ferðaþjón- usta Kópavogs er fyrirmyndin en hún er þekkt fyrir slæma þjónustu. Ferðaþjónusta fatlaðra er frábær. Það felst meðal annars í góðum mannskap og bílunum sem stól- unum var hagrætt í til þæginda fyr- ir hjólastólafólk. Þáverandi borgarstjóri, Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, kom með mér í bíl sem tók tvo hjólastóla við afturhurð. Hann fann og sá hvað þetta var óþægilegt. Því framar sem setið var, því betra. Í samráði við fatlaða lét hann breyta staðsetningu stólanna. Vilhjálmur var alvöru- borgarstjóri og verður örugglega hvattur til að koma aftur. Ef Sam- fylkingin leggur niður Ferðaþjón- ustu fatlaðra, þá verður hún ein af litlu flokkunum eftir kosningar. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að flokkurinn minn yrði versti óvinur okkar sem erum ósjálfbjarga og væri auk þess tilbúinn að leggja nið- ur stétt manna sem hefur reynst okkar nánustu félagar og hjálp- arhellur. Fólkið í landinu mun ekki líða að þannig sé farið með fatlað fólk. Það er erfitt að skilja þær manneskjur sem grafa eigin gröf. Ég trúi ekki fyrr en ég tek á, að Jóhanna Sigurðardóttir ætli að spara hundrað milljónir á fötluðum. Veit hún ekki að það verður aldrei hægt að græða á fötluðu fólki? Eng- inn sem ekki hefur verið í hjólastól getur ímyndað sér hvílíkt fangelsi það er. Heldur en að lúta ranglæt- inu legg ég til að þau sem eru í hjólastólum haldi Ferðaþjónustu fatlaðra óbreyttri, en nafnið breytist í þjónustu við fólk í hjólastólum. Út- boð þýðir gróði fyrir þann sem slíkt gerir og mikið verri þjónustu. Ég mun fjalla nánar um þetta síðar í Mbl eða öðrum miðlum. Svo skora ég á Jóhönnu Sigurð- ardóttur eða Björk Vilhelmsdóttur, að koma á fund með okkur í Kast- ljósi. Hvað gerist ef Samfylkingin býð- ur út Ferðaþjónustu fatlaðra? Eftir Albert Jensen »Ég trúi ekki fyrr en ég tek á, að Jóhanna Sigurðardóttir ætli að spara hundrað milljónir á fötluðum. Veit hún ekki að það verður aldrei hægt að græða á fötluðu fólki? Albert Jensen Höfundur er trésmiður. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgun- blaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.