Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2012 Evrópudeild Al- þjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar WHO hefur mótað nýja stefnu í heilbrigðisþjónustu sem nefnd er Health 2020. Ástæðan er krafa um aukin áhrif sjúklinga og aðstand- enda þeirra á heil- brigðisþjónustu land- anna. Einnig má nefna hærri lífaldur, áhrif mengunar og umhverfis á heilsufar, breytingar á búsetu, efnahagslega mismunun og minna fjármagn til heilbrigð- isþjónustu í kjölfar óreiðu í fjár- málaheiminum. Við bætist að tækniframfarir hafa aukið kostnað við heilbrigðisþjónustu en jafn- framt opnað nýjar leiðir til að samþætta ólíkar greinar og auka samstarf stofnana. Með aukinni menntun hefur einnig verið gerð krafa um gagnsæi í heilbrigðiskerfinu og aukin áhrif á mótun og rekstur þess. Í stefnu WHO er lögð áhersla á að aðildarríki vinni að samræmdum aðgerðum og sam- eiginlegri stefnu með það að markmiði að styrkja heilbrigð- isþjónustu landanna í þessum anda og blása lífi í starf heilbrigð- isstofnana í samráði við almenn- ing. Samhandlings- reformen Í samræmi við stefnu WHO tók áætl- un um nýtt heilbrigð- iskerfi gildi í Noregi í upphafi þessa ára í kjölfar laga norska Stórþingsins frá því í fyrra. Áætlunin er nefnd Samhand- lingsreformen: „sam- starfsáætlun um end- urbætur í heilbrigðiskerfinu“. Með lögunum er almenn heilbrigðisþjónusta og umönnun aldraðra og deyjandi sameinuð undir eina stjórn og lögð áhersla á forvarnir fremur en lag- færingar, lækningu strax en ekki þegar allt er komið í eindaga og mælt fyrir um aukið samstarf heil- brigðisstofnana. Þá er stefnt að því að færa heilbrigðisþjónustu nær fólkinu og auka samstarf sérhæfðra þjónustustofnana. Einnig eru fleiri verkefni fengin sveitarfélögum – og áhrif sjúklinga og aðstandenda þeirra aukin: „bedre for pasientene – sterkere brukermedvirkning“, eins og það er orðað í áætluninni. Brugerinddragelse Í lok októbermánaðar efna Danir til ráðstefnu í Kaupmannahöfn í samræmi við stefnu WHO. Þar verður fjallað um þátttöku notenda í heilbrigðiskerfinu undir heitinu „Brugerinddragelse i sundheds- væsenet“ sem felur í sér að not- endur verði kallaðir til áhrifa. Um er að ræða notendamiðað heilbrigð- iskerfi. Eitt meginþema ráðstefn- unnar er þátttaka og stuðningur aðstandenda sjúklinga og bent á að aðstoð og virk þátttaka sjúklinga og aðstandenda þeirra sé einn mik- ilsverðasti þáttur í lækningu og meðhöndlun sjúkra og aldraðra. Frá vöggu til grafar Hollvinasamtök líknardeilda efna til ráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík mánudag 24. september nk. undir heitinu Frá vöggu til grafar. Með ráðstefnunni vilja sam- tökin knýja Alþingi til að koma á notendamiðuðu heilbrigðis- og vel- ferðarkerfi, mótuðu í samráði við sjúka, aldraða og deyjandi – og að- standendur þeirra. Frá vöggu til grafar Eftir Tryggva Gíslason »Hollvinasamtökin vilja að Alþingi komi á notendamiðuðu heil- brigðiskerfi, mótuðu í samráði við sjúka, aldr- aða og deyjandi og að- standendur þeirra. Tryggvi Gíslason Höfundur er fyrrverandi skólameist- ari MA og stjórnarmaður Hollvina- samtaka líknardeilda. Iðulega fæ ég spurn- inguna: „Við hvað starfar þú?“ Við þeirri spurningu á ég í raun nokkur svör allt eftir því hvert ég vil að um- ræðurnar þróist. Ein- faldasta svarið og í flestum tilfellum líklegt til að drepa samræð- urnar er: „Ég er verk- fræðingur.“ Þá er um- ræðum oftast lokið og harla ólíklegt að það skapist skemmtilegar umræð- ur um starfið. Þó að sumir undrist reyndar að lítil, ljóshærð, tiltölulega ung kona státi af þessum titli. Aðeins flóknara svar, sem ég til- kynni með stolti: „Ég starfa hjá Öss- uri hf.“ Í kringum það svar skapast iðulega skemmtilegar umræður um hversu frábært fyrirtæki Össur vissulega sé, hvaða vörur við fram- leiðum, hvar við erum staðsett í heiminum, hversu frábær starfsandi er hjá Össuri, hversu gefandi starfið er og svo mætti áfram telja. En síðasta og að öllum líkindum flóknasta svarið við spurningunni er: „Ég er verkefnastjóri.“ Þetta svar skilur margan spyrjandann eftir í lausu lofti. Já, því hvað gera eig- inlega verkefnastjórar? Mig grunar að jafnvel mitt nánasta fólk viti í raun og veru ekki um hvað starf mitt snýst. Starfsheitið verkefnastjóri hefur nefnilega átt undir högg að sækja. Í ljósi þess að starfsheitið er ekki lög- verndað þá er það frjálslega notað og ekki bætir úr skák að það er til ákveðinn launaflokkur með titilinn verkefnastjóri, þrepið á milli þess að vera al- mennur starfsmaður og deildarstjóri. Það þarf þó alls ekki að þýða að viðkomandi starfs- maður sinni eiginlegri verkefnastjórnun. Þetta flækir eðlilega vitund fólks um það hvað verkefnastjórar gera í raun og veru. Verkefnastjórar starfa á mörgum svið- um atvinnulífsins og koma víða að, þeir eru ekki endilega verkfræðingar eins og ég. Í dag er hægt að mennta sig sem verk- efnastjóri og jafnframt er hægt að fá alþjóðlega vottun sem verkefnastjóri (IPMA vottun) sem þykir eftirsókn- arvert á vinnumarkaðnum. Verkefnastjóri er sá aðili sem stýr- ir verkefni, einu eða fleirum. Verk- efni er í einföldu merkingunni skil- greint sem fyrirfram skilgreind aðgerð með upphaf og endi. Hlutverk verkefnastjórans er að leiða verk- efnateymið áfram í verkefninu frá byrjun verkefnis allt til verkloka. Tími, kostnaður og gæði eru þær þrjár grunnvíddir sem kemur í hlut verkefnastjórans að halda jafnvægi á innan hvers verkefnis. Þetta getur oft reynst eins og risavaxinn Tetris leikur, þ.e.a.s. púsl þar sem ein lítil breyting hefur áhrif á allt framhaldið og það þarf að huga að því í tíma hvernig á að bregðast við. Fjórða grunnvíddin við verk- efnastjórnun sem hefur tiltölulega nýlega hlotið verðskuldaðan sess inn- an verkefnastjórnunarfræðinnar er mannauðurinn, eða verkefnateymið. Verkefnateymið er kjarni verkefn- isins, enda gerist ekkert án þess! Hlutverk verkefnastjórans er að að- stoða teymið við að vinna vinnuna sína með því að skipuleggja verk- efnið sem framundan er, skilgreina markmiðin og halda þeim á lofti allan verkefnistímann. Auk þess þarf hann að hafa yfirsýnina yfir allt verkefnið, hvetja teymið og aðstoða við að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem kunna að verða á vegi þess. Verkefnastjór- anum er gjarnan líkt við hljómsveit- arstjóra sem sér um að allir í sveit- inni stilli saman strengi og spili í takt allt frá byrjun verksins til loka þess. Verkefnastjórar geta nýtt sér fjöl- mörg tæki og tól til að halda utan um verkefni og getur það reynst töluverð áskorun að velja réttu verkfærin. Það gefst því einstakt tækifæri fimmtudaginn 27. sep. næstkomandi, á haustráðstefnu Verkefnastjórn- unarfélags Íslands, til að fá að heyra erlenda og innlenda sérfræðinga deila með sér af sinni reynslu og jafn- vel fá að gægjast í verkfærakistur þeirra. Hljómsveitarstjórar atvinnulífsins Eftir Ylfu Thordarson » Verkefnastjóri er sá aðili sem stýrir verkefni, einu eða fleir- um. Verkefni er í ein- földu merkingunni skil- greint sem fyrirfram skilgreind aðgerð með upphaf og endi. Ylfa Thordarson Höfundur er iðnaðarverkfræðingur, forstöðumaður verkefnastofu þróun- ardeildar á Íslandi hjá Össuri hf. og formaður Verkefnastjórnunarfélags Íslands. Þann 21.september gefur Morgunblaðið út sérblað um Heimili og Hönnun Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem eru að huga að breytingar á heimilum sínum. Skoðuð verða húsgögn í stofu, eldhús, svefnher- bergi og bað, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn. Pöntunartími auglýsinga: er fyrir klukkan 16 mánudaginn 17. september NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími 5691105 kata@mbl.is – Meira fyrir lesendur SÉRBLAÐ Sjá sölustaði á istex.is Íslenska ullin er einstök
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.