Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 6

Skinfaxi - 01.06.2013, Síða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 2. tbl. 2013 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Ómar Bragi Stefánsson, Sigurður Guðmundsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Stefán Skafti Steinólfsson, Gunnar Gunnarsson, Ester Jónsdóttir, Bryndís Gunnlaugsdóttir og Óskar Þór Halldórsson. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Sigurður Guðmundsson, landsfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Jón Pálsson, gjaldkeri, Eyrún Harpa Hlynsdóttir, ritari, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Bolli Gunnarsson, meðstjórnandi, Stefán Skafti Steinólfsson, meðstjórnandi, Baldur Daníelsson, varastjórn, Matthildur Ásmundardóttir, varastjórn, Anna María Elíasdóttir, varastjórn, Einar Kristján Jónsson, varastjórn. Forsíðumynd: Árið 2013 er sannkallað landsmótasumar því þá verða haldin þrjú mót. Landsmót UMFÍ 50+ var í júní í Vík í Mýrdal, 27. Landsmót UMFÍ verður á Selfossi 4.–7. júlí og loks verður 16. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Höfn í Hornafirði 2.–4. ágúst. Ungi langstökkvarinn á myndinni gefur ekkert í einu af stökkum sínum á Unglinga- landsmótinu á Selfossi í fyrrasumar. Hver stórviðburðurinn rekur annan hjá Ungmennafélagi Íslands. Nýaf- staðið er 3. Landsmót UMFÍ 50+ sem haldið var í Vík í Mýrdal og nú blasa við 27. Landsmót UMFÍ á Selfossi og 16. Unglingalandsmót UMFÍ á Horna- firði um verslunarmannahelgina. Mótið í Vík tókst einstaklega vel og var framkvæmdaaðilum til sóma í alla staði. Um 400 keppendur sóttu mótið og öttu kappi hverjir við aðra í fjölmörgum keppnisgreinum. Næsta mót verður haldið á Húsavík í júní næsta sumar. Vakning almennings fyrir hreyfingu verður alltaf meiri og nú er kominn valkostur sem er sann- arlega áhugaverður og hvað hann varðar er framtíðin björt. Mikill undirbúningur hefur staðið yfir fyrir mótin á Selfossi og Horna- firði. Stóra Landsmótið hefur skipað stóran sess í gegnum tíðina og á mótinu nú mun koma saman margt af fremsta íþróttafólki landsins. Ungl- ingalandsmótið verður á sínum stað um verslunarmannahelgina en þessi mót hafa síðustu ár dregið að sér mikinn fjölda keppenda og gesta. Á Selfossi og á Hornafirði hafa á undan- förnum árum risið glæsileg íþrótta- mannvirki þannig að báðir þessir staðir bjóða upp á fyrsta flokks aðstæður. Auk þessa er haldið úti verkefnum á borð við Frjálsíþróttaskóla UMFÍ, Göngum um Ísland og verkefninu Hættu að hanga! Komdu að hjóla, synda eða ganga! Mikill áhugi er á meðal almennings fyrir þessum verk- efnum og hefur þátttakan í þeim farið vaxandi með hverju árinu. Aðsókn í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ hefur aukist með hverju árinu en skólinn er starfræktur á fimm stöð- um víðs vegar um landið, í sjötta sinn í sumar. Skólinn nýtur þeirrar uppbyggingu á íþróttamannvirkjum sem fram hefur farið samhliða Ungl- ingalandsmótum hin síðustu ár, vítt og breitt um landið. Mikil vakning í frjálsum íþróttum hefur orðið á meðal barna og unglinga síðustu misseri og má eflaust rekja það að einhverju leyti til íþróttamannvirkja þeirra sem risið hafa í tengslum við Unglingalandsmótin. Hreyfing almennings hefur aukist mikið á síðustu árum og hafa fjall- göngur ekki orðið út undan í þeim efnum. Áhuginn fyrir fjallgöngum hefur líklega sjaldan eða aldrei verið meiri. Fréttir berast af einstaklingum og hópum sem hafa það markmið að ganga á sem flest fjöll sér til skemmtunar og bættrar hreyfingar. Göngum um Ísland er landsverk- efni UMFÍ. Verkefnið er unnið í sam- starfi við ungmennafélög um land allt, ferðaþjónustuaðila og sveitar- félög. Ísland hefur að geyma mik- inn fjölda gönguleiða og hafa verið valdar heppilegar gönguleiðir í hverju byggðarlagi. Fjölskyldan á fjallið er einn liður í verkefninu. Sett- ir eru upp póstkassar með gesta- bókum á 24 fjöllum víðs vegar um landið, en öll þessi fjöll eiga það sam- eiginlegt að tiltölulega létt er að ganga á þau. Einn fremsti íþróttamaður okkar fyrr og síðar, Ólafur Stefánsson, lék kveðjuleik sinn með íslenska lands- liðinu í handknattleik á dögunum. Ólafur hefur yljað Íslendingum um hjartaræturnar með frábærri frammi- stöðu hátt í tvo áratugi. Hæfileikar hans sem handboltamanns eru ein- stakir og hann hefur skipað sér á bekk á meðal fremstu handknatt- leiksmanna allra tíma. Ólafur hefur unnið glæsta sigra á ferlinum, bæði með landsliðinu og eins með félags- liðum á atvinnumannsferli sínum. Hæfileikar hans voru ekki einungis á vellinum því að þarna hefur líka farið mikil fyrirmynd á margan hátt sem allir hafa litið upp til. Nú mun Ólafur snúa sér að þjálfun og mun reynslan örugglega nýtast honum vel á þeim vettvangi í framtíðinni. Ólafur, hafðu þakkir fyrir alla skemmt- unina og megi þér farnast vel í að miðla þekkingu þinni og reynslu til annarra handknattleiksmanna. Hver stórviðburðurinn rekur annan í ungmennafélagshreyfi ngunni í sumar Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: Velkomin á Selfoss Sjáumst – með bros á vör – á Selfossi 4.–7. júlí 2013

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.