Skinfaxi - 01.06.2013, Qupperneq 10
10 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
„Okkur líst sérlega vel á mótið og við erum
mjög spennt að takast á við þetta verkefni.
Við vorum með Unglingalandsmótið í fyrra
og það var góð prufa, ef við getum sagt svo,
fengum gríðarlegan fjölda gesta, gott veður
og hér nutu allir verslunarmannahelgarinnar
í botn. Það var ekkert sem kom upp á mótinu
í fyrra sem þurfti einhverjar verulegrar lagfær-
ingar við þannig að við trúum því að við séum
komin með mjög góða aðstöðu og getum
haldið þetta mót með miklum sóma. Við erum
ennþá að bæta í mannvirkin síðan í fyrra en
erum að taka í gagnið nýja búningsklefa á
íþróttavellinum þannig að aðstaðan verður
enn betri fyrir keppendur að sinna sínum mál-
um,“ sagði Ásta Stefánsdóttir, framkvæmda-
stjóri sveitarfélagsins Árborgar, í samtali við
Skinfaxa þegar hún var innt eftir undirbún-
ingi fyrir 27. Landsmóti UMFÍ sem haldið
verður á Selfossi dagana 4.–7. júlí í sumar.
Mjög góð kynning fyrir
sveitarfélagið
– Er ekki skemmtileg áskorun fyrir sveitar-
félagið að takast á við að halda Landsmót?
„Jú, verkefnið er skemmtilegt, krefjandi og
ekki síður gefandi. Við fundum það á Ungl-
ingalandsmótinu í fyrra að fólk var gríðarlega
ánægt og við fengum til baka góð og jákvæð
viðbrögð frá þeim sem komu á mótið. Svona
mótshald er ekki síður mjög góð kynning fyrir
sveitarfélagið og það að svona margir koma
og kynnast bænum og aðstöðunni skilar sér
margfalt til baka,“ sagði Ásta.
Við erum opin fyrir
nýjum íþróttagreinum
– Nú hefur sveitarfélagið verið þekkt fyrir
að byggja upp góða aðstöðu og hlúa vel að
íþróttafólki. Þið hljótið að hafa lagt töluverða
fjármuni í þessa uppbyggingu?
„Já, þetta er reyndar búið að gerast á þó
nokkuð löngum tíma en kannski hefur mest-
ur þungi verið á framkvæmdum hin síðustu
ár, eftir að ákveðið var að sækjast eftir að halda
Landsmótin. Það er búið að leggja mikla pen-
inga í þetta en ég held að bæjarbúar almennt
séu mjög ánægðir og sjái að þeir eru að fá
heilmikið fyrir peninginn. Við erum svo sem
ekki hætt en við ætlum að fara í það að
byggja við sundlaugina á næstunni og erum
í hönnunarferli með verkefnið. Ráðgert er að
stórbæta búningsaðstöðu og afgreiðslu sem
er frekar þröng og úr sér gengin í dag. Við
erum að fara í það að bæta íþróttaaðstöðuna
á Stokkseyri og ennfremur hefur verið sett
fjármagn í að bæta göngu- og hjólastíga sem
má segja að sé hluti af uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja. Almenningur notar þetta sér til
heilsubótar mjög mikið og þá sérstaklega sá
hópur sem æfir ekki beint íþróttagreinar. Við
erum að leggja núna göngu- og hjólastíga
milli Eyrarbakka og Stokkseyrar og vonumst
til að geta síðan tengt Selfoss og strandbæ-
ina okkar með stíg á næstu árum. Þetta hjálp-
ar allt í því að auka fjölbreytnina hvað varðar
íþróttaiðkun og hreyfingu almennt. Sveitar-
félagið hefur síðan verið mjög opið fyrir því
að fá hugmyndir um nýjar íþróttagreinar sem
almenningur hefur viljað byrja að stunda.
Við höfum leitast eftir því að finna húsnæði
eða aðra aðstöðu fyrir þær greinar án þess að
það þurfi að rjúka til og byggja ný hús heldur
að nýta ónýtt húsnæði sem við höfum átt.
Við höfum í þessu sambandi t.d. getað hýst
taekwondo og júdódeildina í rýmum sem
voru ekki í notkun en henta ágætlega fyrir
þá starfsemi. Karatefélag Suðurlands hefur
fengið inni hjá okkur í kennslustofu sem
hentar vel fyrir þá starfsemi og mótocross-
deildina höfum við einnig aðstoðað við að
byggja upp braut og húsnæði. Það er því ýmis-
legt í boði,“ sagði Ásta.
Íþróttaaðstaða í hjarta
bæjarins
Hún sagði ennfremur það skipta mjög
miklu máli að hafa þessa þætti í lagi svo íbú-
um sveitarfélagsins liði vel. Hún sagðist finna
það mjög vel að bæjarbúar kunna vel að meta
þessa aðstöðu og líka það að hún er að miklu
leyti miðsvæðis í bænum. Foreldrar og að-
standendur barna þurfa því ekki að vera
skutlast með börnin. Mjög margir eru í göngu-
færi við íþróttasvæðið.
„Það var mikið gæfuspor þegar ákveðið
var að fara ekki að flytja íþróttaaðstöðuna út
fyrir bæinn eins stóð til fyrir nokkrum árum.
Hún er í hjarta bæjarins og þar á hún svo vel
heima og stuðlar enn frekar að því að fólk nýti
sér hana. Við erum mjög ánægð með nýting-
una en það er slegist um hverja einustu mín-
útu í íþróttahúsinu og vellirnir eru í stans-
lausri notkun. Þetta er bara allt að skila sér
vel út í samfélagið,“ sagði Ásta.
Íbúarnir bíða spenntir
– Hlakka Selfyssingar til mótsins?
„Bæjarbúar eru mjög spenntir en það kom
þeim mörgum á óvart í fyrra hvað Unglinga-
landsmótið var stór viðburður. Þeir tóku mjög
vel þátt í því verkefni og voru ekki síður
ánægðir yfir hve keppendur og gestir voru
sáttir svo að ég get sagt að íbúarnir bíði
spenntir eftir því að Landsmótið bresti á og
séu tilbúnir að taka á móti fólki með bros á
vör. Þetta hefur í alla staði mjög góð áhrif á
bæjarlífið og er um leið góð kynning. Það er
bara tilhlökkun að takast á við þetta verkefni.
Við bíðum spennt og ætlum að taka vel á
móti fólki og vonandi á það eftir að eiga góða
daga hér hjá okkur meðan á mótinu stendur,“
sagði Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
sveitarfélagsins Árborgar.
27. Landsmót UMFÍ á Selfossi:
SKEMMTILEGT, KREFJANDI OG
GEFANDI AÐ HALDA ÞETTA MÓT
Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar:
„Við bíðum spennt og ætlum að
taka vel á móti fólki og vonandi
á það eftir að eiga góða daga
hér hjá okkur meðan á mótinu
stendur“.