Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.2013, Page 22

Skinfaxi - 01.06.2013, Page 22
22 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI á íþróttamót og hverskyns mannam ót Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778 Netfang: okgam@simnet.is NÝ PR EN T 16. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmanna- helgina. Mótið stendur yfir dagana 2.– 4. ágúst og er undirbúningur fyrir það í full- um gangi. Unglingalandsmót var síðast haldið á Höfn 2007 og tókst vel. Að sögn Matthildar Ásmundardóttur, formanns unglingalandsmótsnefndar, er mikill hugur í heimamönnum fyrir mótinu. Kvöldvökur í knatt- spyrnuhöllinni „Undirbúningi miðar vel áfram. Við erum búin að ráða alla sérgreinastjóra og fram- kvæmdir ganga samkvæmt áætlun. Við þurfum ekki að ráðast í neinar stórfram- kvæmdir að þessu sinni en samt þarf að ganga frá tjaldsvæðinu, mótokrossbraut- inni og svo erum við að útbúa strandblak- velli. Hér hefur risið stór knattspyrnuhöll sem við ætlum að nýta okkur á Unglinga- landsmótinu. Þar verður keppt í körfubolta en við höfum keypt gólfefni sem lagt verð- ur fyrir keppni í körfuboltanum. Síðan er ætlunin að breyta út af vananum og halda kvöldvökur í knattspyrnuhöllinni. Næstu skref hjá okkur voru að auglýsa eftir sjálf- boðaliðum og ljúka við að ráða verkefnis- stjóra. Við búum við frábærar aðstæður sem gerðar voru fyrir Unglingalandsmótið 2007. Þá var reyndar sundlaugin reyndar ekki komin upp en hún er viðbót við það sem var þá til staðar. Það verður því ekki annað sagt en að aðstæður til mótshalds séu fyrsta flokks,“ sagði Matthildur. Áskorun fyrir okkur að fá að halda þetta mót Að sögn Matthildar kemur reynslan sem framkvæmdaaðilar búa yfir frá mótinu 2007 að góðum notum núna. Meistara- mót Íslands í frjálsum íþróttum 15–22 ára var haldið á Hornafirði í fyrrasumar og sagði Matthildur að það hefði verið góð æfing fyrir Unglingalandsmótið sem væri samt mun stærra í vöfum. „Hafnarbúar hlakka til mótsins en almenn ánægja var með mótið sem við héldum 2007. Það var ekki síst fyrir hvatningu frá íbúunum sem við sóttum um að halda mót á nýjan leik. Við ætlum að nota þann tíma vel sem við höfum fram að mótinu en það áskorun fyrir okkur að fá að halda þetta mót og hvatning fyrir allt íþrótta- starf á Hornafirði,“ sagði Matthildur. 16. Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði: Matthildur Ásmundardóttir, formaður USÚ og formaður ungl- ingalandsmóts- nefndar. HVATNING FYRIR ÍÞRÓTTASTARF AÐ HALDA UNGLINGALANDSMÓTIÐ Matthildur Ásmundardóttir, formaður unglingalandsmótsnefndar á Höfn í Hornafirði:

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.